Prentarinn - 01.12.1944, Side 19

Prentarinn - 01.12.1944, Side 19
fylkingin af stað, sem leið liggur, upp með ánni nokkurn spöl, síðan út í ána á vaðinu. Allt virðist œtla að ganga eftir fyrirfram- gerðri áætlun. En annað hvort hefur ekki verið gengið nógu vel frá hlassinu, eða ár- botninn hefur ekki verið sem bezt slípaður, því að í miðri ánni bregður tunnan á leik, hoppar yfir kolapokana og niður af vagnin- um, og þar situr hún í hnédjúpu vatni. Ein- hverjum hefði nú sjálfsagt fallizt hugur við slíkt óhapp, en Miðdalskonurnar æðrast ekki á stund hættunnar. Nokkrar ákveðnar fyrir- skipanir, samstillt handtök, tunnan lyftist — sigur aftur — lyftist hærra — og hafnar að lokum í vagninum aftur. Þar með er þrautin unnin. Hægt og varlega er haldið upp úr ánni, og eftir nokkur augnablik heldur hersingin innreið sína í þorpið, hyllt sem sigurvegarar. — Er þetta ekki hámark hins kvenlega yndis- þokka? — Og svo halda menn langar ræður, klökkir af fjálgleik, um konuna sem hið veik- ara kyn. * En hér verður að sleppa frekari þjóðsagna- söfnun, þvi aukinn hraði er i viðburðunum. Eftir því sem á daginn líður, bætast fleiri og fleiri ferðamenn við, ýmist heimamenn eða þá gestir, sem ætla að tjalda til einn- ar nætur. Laust eftir miðjan dag kemur Ólaf- ur Ketilsson með bílfarm af „Miðdalsbænd- um“, affermir í skyndi og hraða sér af stað aftur, því hann á eftir að fara aðra ferð með kvöldvaktarmennina. Og „bændurnir“ taka óðara til starfa. Óþrjótandi verkefni bíða, til þæginda, samræmis og fegrunar. Það er hlaðið og grafið, hrært og steypt, málað og kittað, sagað og neglt. Söngur skóg- arins stígur og breikkar, nýjar raddir gripa inn í. Miðdals-hljómkviðan er að ná hámarki sínu — aðeins ófærð i letur. — Þarna stend- ur húsbóndinn i nr. 9 uppi á þaki og ber við himinn, nakinn að beltisstað. Hann hef- ur kúst í hendinni, en annars óljóst hvað hann er að gera; ef til vill þykir honum, eins og fleirum, gaman að vera hátt uppi. Litill maður keyrir hjólbörur i endalausa hringi kringum nr. 10. Ilvort nokkuð er í börunum, það er óupplýst mál. Við eitt af efstu húsunum er berfættur maður í græn- um buxum og hefur mörg járn í eldinum: Smiðar húsgögn, málar gluggana, reitir arfa úr kartöflugarðinum og bregður sér þess á milli í fjallgöngur. Framkvæmdarstjórinn gerir ekkert, því hann þarf að vera reiðu- búinn að skreppa i ferðalög, ef á þarf að halda. Þetta eru þeir, sem hæst bera. Hinir eru vandlega faldir. En hvað er þetta? Þétt- ur reykjarmökkur á fleygiferð eftir trjátopp- unum. Dularfullt fyrirhrigði eða hvað? ‘Nei, við nánari athugun komumst við að þeirri nið- urstöðu, að hér sé aðeins maður á gönguferð um skógargötu og reyki pípu sina. - Þegar líð- ur á kveldið, fara menn að leggja frá sér verk- færin og leita hvíldar. Meðan konurnar eru ennþá að sýsla við búverk og svæfa börn, leggja karlmennirnir leið sína um nágrennið, heimsækja hver annan, gefa góð ráð og benfl- ingar. Enginn nábúakritur, ekkert ósamlyndi. Gagnkvæm aðstoð í smáu og stóru. Þeir sitja í smáhópum hér og hvar um skóginn og spjalla saman, leggja framtiðaráætlanir um landið sitt, hvernig þeir geti gert þennan fagra blett ennþá fegurri, ennþá friðsælli, ennþá þægi- legri og hvernig ennþá fleiri fái notið hans. =1= Og svo hefst lokaþátturinn með þvi að gleðin sezt í öndvegi. Það hefst með þvi að einhver raular dægurlag, annar tekur undir í næstu götu, og þannig seitla tónarnir um skóginn. Menn renna á hljóðið og syngja sig saman. Eftir skamma stund kveður allt um- hverfið við af fjórrödduðum karlakórssöng. Stjórnina hefur Gunnar á hendi og tekur til meðferðar hvern ættjarðarsönginn af öðrum. Til að auka á fjölbreytnina, ])á er Þorsteinn Halldórsson venjulega til staðar með munn- hörpu sína, því hann er meistari í þeirri grein. En i kvöld ber sérstaklega vel i veiði. Hér er staddur sem ge'stur annar Þorsteinn, ennþá betri, þvi hann leikur á harmoniku. Er hann óspar á kunnáttu sína og fær nú það hlut- verk fyrst um sinn að hvíla kórinn. En er konunum, sem um þetta leyti eru að leggja síðustu hönd á eldhúsverkin, berast hinir dillandi tónar harmonikunnar, smeygja þær sér í sparikjólana, til þess að geta verið þátt- takendur í siðasta dagskrárliðnum — dans- inum. Og harmonikan vinnur smám saman á í samkeppninni við kórinn og verður að síðustu einráð. Og þegar kvenfólkið fer að linast að úr öllum áttum, er liðinu fylkt og Prentarinn 29

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.