Prentarinn - 01.10.1966, Blaðsíða 15

Prentarinn - 01.10.1966, Blaðsíða 15
Grafið úp gleymsku Löngu áður en Gunnlaugur 0. Bjarnason prentari var fluttur í sjúkrahús, bað hann mig fyrir skjala- pakka til varðveizlu. Þar hafði Gunnlaugur ritað ým- islegt sér til minnis frá yngri árum. Sagðist hann ekkert hafa á móti því, að eitthvað af því birtist síðar í Prentaranum, ef mér byði svo við að horfa. Frásögn hans hefst á því að segja frá fyrstu prentnámsárunum. Um það farast honum svo orð: Með hikandi hönd og huga hripa ég þetta á blað. — Hvar skal ég byrja, — ei buga. Eg bið drottinn minn um það. Arið 1884, 14. maí, byrjaði ég prentnám hjá Sig- mundi Guðmundssyni, sem þá var hættur að vera yfir- prentari Isafoldarprentsmiðju. Sigmundur hafði árið áður en ég kom til hans sett á stofn nýja prentsmiðju í húsi, sem hét „Merkisteinn“. Þegar ég kom til Sig- mundar, var búið að flytja frá Vesturgötu •— þar var „Merkisteins“-prentsmiðjan í Skólastræti 3. Það hús átti Einar heitinn Jónsson (spillimand) og var það vinnustofa lians við trésmíðar. Það var venja á þeim árum, að nemendur voru fyrsta árið látnir vera í alls konar snúningum, sendi- ferðum, svo sem að sækja handrit, fara með próf- arkir, sækja prófarkir, sækja fisk og stundum kol fyrir heimili húsbóndans. — A milli þessara sendi- ferða átti nemandinn að æfa sig í því að þekkja, hvar hver sérstakur stafur var í stílkassanum, — án þesS að fá nokkra tilsögn. Þessi aðferð þótti þá hentugust. Eftir sex mánaða tíma þótti hæfilegt, að nemandinn hyrjaði að „setja“ smágrein í hlað — og það án þess að honum væri sagt neitt til. Smátt og smátt sá nemandinn, hve nauðsynlegt var að einbeita huga sínum að efninu í handritinu, svo að hann sleppti ekki úr smáorðum eða heilum setn- ingum, — eða tvísetti. Sigmnndur tók upp þá reglu að láta sérhvern nema skrifa nöfn sín við þær grein- ar, sem þeir settu. Þetta reyndist vel, og sáum við fljótt, hve nauðsynlegt var að hafa allan hug við starfið. — Bannað var okkur að skrafa saman. Sigmundur hagaði því þannig, að við nemendurnir stæðum ekki saman. Hann kom því fyrir á þann hátt, að við stóðum á hlið „meistara" sveinsins Torfa Þor- grímssonar, sem var tengdafaðir Sigmundar. Atti Gunnlaugur O. Bjarnason Torfi að líta eftir mér og Jóni Einari Jónssyni, sem allir eldri prentarar kannast við. Ekki get ég neitað því, að okkur nemendunum þótti þetta nokkuð þvingandi, en vænt þótti okkur um, þegar einhver kom að tala við Sigmund. Oftast kom skáldið Steingrímur Thorsteinsson, þegar hann kom úr Latínuskólanum kl. rúmlega tvö. Steingrímur var mjög skemmtilegur og sagði ýmsar skemmtilegar sögur frá æskuárum sínum vestur á Snæfellsnesi. Eitt sinn um haustið 1884 kom Steingrímur sem oftar og stóð svo á, að við höfðum h'tið að gera í prentsmiðjunni annað en að hreinsa vélarnar og ýmislegt smávegis. Sagði Steingrímur þá sögu, sem gerðist er hann var ungur heima á Arnarstapa í Snæ- fellsnessýslu. Þar var þá faðir hans umboðsmaður Skógarstrandar- og Arnarstapaumboðs. — Ekki langt frá Bjamarhöfn var kirkja, sem nefndist Hellna- kirkja. Það var alsiða á þeim tíma, að kirkjuloft voru notuð fyrir geymslu, og svo var einnig á Hellum. A kirkjuloftinu var geymt alls konar liert fiskæti: Þorsk- hausar, hákarl, steinbítur o. fl. Að þessu sinni var margt fólk komið til kirkju, sem hafði ætlað að vera til altaris, því þetta var um haust. Það var siður þá, að fólk í sveitum fór einkum til altaris að haustinu, er heyskapur var á enda, og var svo á þessum sunnudegi í októbermánuði síðari hluta. Nú komu þeir prestur og meðhjálpari, og leiddi meðhjálparinn prest. Þrjár tröppur eða þrep voru upp að altarispallinum. Virtist sem presturinn væri nokkuð mikið ölvaður. Og sem hann steig í fyrsta þrepið, varð honum óvart að stíga í hempuna, svo hún rifnaði allmikið. Prestur áttaði sig þó fljótt á því, hvað að var orðið. Sneri hann sér þá snögglega að söfnuðinum og sagði þessi vel völdu orð: „Konur og menn, mínir elskanlegir, ég fyrirgef ykkur nú synd- irnar í herrans nafni og fjörutíu. Amen.“ Arið 1885, 12. marz, brann prentsmiðja Sigmundar Guðmundssonar, en uppi í liúsinu, í suðurenda, var trésmíðavinnustofa Einars Jónssonar trésmíðameist- ara. Við hliðina á smíðaherbergi Einars var minna PRENTARINN 53

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.