Prentarinn - 01.10.1966, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.10.1966, Blaðsíða 10
ina. Nefndin skipti þannig með sér verkum: Formaður Pálmi Arason; ritari Sigurðiir Guðgeirsson; gjald- keri Guðbjörn Guðmundsson. Á liðnu ári beindust verkefni nefndarinnar aðallega að tvennu, fasteign félagsins að Hverfisgötu 21 og sumarbústaðalandinu í Miðdal. Hverfisgata 21 Eins og getið er um í síðustu skýrslu nefndarinnar fóru fram all- miklar lagfæringar á húsinu að inn- an á árinu 1965. Eftir var að mála og gera við búsið að utan, en þá voru liðin 10 ár frá því að húsið var málað og var því ýmislegt sem gera þurfti við áður en málun hússins hæfist, svo sem sprungur í húsinu, skipta um og kítta rúður o. fl. Mál- un hússins hófst svo strax og veður leyfði s.l. vor og tók Halldór Magn- ússon málarameistari verkið að sér. Með utanhússmálun lauk gagngerðri viðgerð, sem duga ætti um langan tíma. Sumarbústaðalandið í Miðdal Á síðasta framhaldsaðalfundi H.l.P. var samþykkt ný reglugerð um lóðir og byggingar í sumarbú- staðalandinu í Miðdal. I þessari nýju reglugerð eru ýmsar breyting- ar frá hinni eldri, meðal annars er ákvæði um, að nefndinni beri að gera lögformlegan samning (lóða- samning) við lóðarhafa. I því sam- bandi ákvað nefndin að tilkynna þeim félagsmönnum sem lóðaút- hlutun höfðu fengið í Miðdal og ekki hafið byggingu sumarbústaðar á s.l. ári, að nefndin hefði ákveðið, samkv. ákv. reglugerðar að svifta þá lóðarréttindum og yrðu þeir því að sækja um lóðir á ný á grundvelli liinnar nýju reglugerðar. Þess skal getið hér, að allir þeir menn sem nefndin ákvað að tilkynna framan- greint, höfðu liaft lóðir allt frá tveimur til sjö ára, en í eldri reglu- gerð sagði: „Réttindi til lóðar falla niður ef ekki er hafin bygging bú- staðar innan eins árs frá úthlutun lóðar“. Þessi ákvörðun nefndarinn- ar olli miklum úlfaþyt meðal þeirra er þarna áttu hlut að máli, og reynd- ar fleirum. Endalok þessa máls urðu þau, að 7 af þeim 10 félagsmönnum, sem nefndin tilkynnti framangreinda lóðaruppsögn liafa fengið lóðir sínar á ný og eru sumir þegar byrjaðir byggingu sumarbústaða sinna. Auk framangreindra félagsmanna sóttu þrír aðrir um lóðir og hefur einn af þeim fengið úthlutað lóð. Eins og sjá má af framanrituðu er mikill áhugi hjá prenturum að koma sér upp eigin sumarbústöðum í Mið- dal, enda ekki óeðlilegt í slíkri para- dís sem við eigum þarna. Verður því félagið að búa sig undir enn meiri eftirspurn eftir lóðum og búa svo um hnútana að félagsmenn eigi þess kost að geta fengið lóðir strax og þeir sækja um. Ber því brýna nauðsyn til að láta skipuleggja það land sem félagið hefur til umráða undir sumarbústaði, þannig að fast- eignanefnd geti hverju sinni úthlut- að lóðum eftir fyrirfram gerðu skipulagi. I sambandi við hina nýju reglugerð var nefndinni falið að gera uppkast að lóðarsamningi í samráði við lögfr. félagsins, sem hún og gerði og lagði fyrir stjórn félags- ins 20. ágúst s.l. til sarnþ. en þar hefur hann ekki hlotið afgreiðslu enn. P. A. A. Skýrsla skemmtinefndar Þessir félagar voru kosnir í skemmtinefndina á aðalfundi H. I. P. 17. apríl 1966: Agúst Bjömsson, Guðmundur Oli Ólason, Óðinn Geirsson, Sæmundur Árnason og Valgeir Emilsson. Valgeir gat ekki tekið við störfum í nefndinni vegna livarfs að öðru starfi. A framhaldsaðalfundi 19. maí var Jón Otti Jónsson kosinn í hans stað. Nefndin kom fljótlega saman og urðu verkaskiptin þannig: Formað- ur Jón Otti Jónsson, gjaldkeri Óð- inn Geirsson og ritari Guðm. Óli Ólason. 1 samráði við Félagsheimilisnefnd voru barnasýningar og félagsvist á- kveðið með sama sniði og árið áður. Það er skemmst frá að segja að aðsókn að þessu hvoru tveggja hef- ur stórminnkað, þrátt fyrir sömu þjónustu og áður og rækilegar aug- lýsingar. 1 aðeins eitt skipti var viðunandi aðsókn á bamasýningu, en það var jólasýningin. Guðmundur Óli spil- aði þá á píanóið og Ágúst Björns- son hélt uppi söng fyrir bömin. Jólatrésskemmtunin var að venju haldin að Hótel Borg laugardaginn 7. janúar 1967 og var aðsóknin í betra lagi. Að þessu sinni var sú ný- breytni tekin upp að gefa börnun- um skrautlegar pappírshúfur þeim til mikillar ánægju. Börnin fengu einnig kakó og sælgætispoka eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Ómar Ragnarsson sá um heimsókn jólasveinanna Ketkróks og Gátta- þefs og var mikil kátína í kringum þá eins og gefur að skilja. Nefndin ákvað að efna til fjög- tirra manna sveitakeppni í Bridge milli prentsmiðjanna og varð því að fækka barnasýningum. Bridgemóts- ins er betur getið á öðrum stað í blaðinu. Félagsvistin var færð til frá föstu- degi yfir á fimmtudag vegna sjón- varpsins, sem hefur útsendingar á föstudögum. Árangur þeirrar ráða- breytni var í einu orði sagt enginn. Okkur í nefndinni er spurn hvort ráðlegt er að halda áfram með barnasýningar og félagsvistina við svona slæmar undirtektir. Það er alltof mikil fyrirhöfn og kostnaður og ekki meiri árangur en þetta. Það væri því athugandi fyrir næstu skemmtinefnd að finna upp á öðrum þáttum í staðinn. 6. marz 1967. Jón Otti Jónsson. Skýrsla bókasafnsnefndar Eftir aðalfund síðasta árs kom bókasafnsnefnd saman til síns fyrsta fundar 28. apríl og skipti verkum á 48 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.