Prentarinn - 01.10.1966, Blaðsíða 14

Prentarinn - 01.10.1966, Blaðsíða 14
Sigurvegarar í Bridgemóti H. I. P., sveit Prentsmiðjunnar Hólar. Talið jrá vinstri: Halldór Magnússon, Einar Elíasson, Magnús Þorbjörnsson og Birgir Sigurðsson, fyrirliði sveitarinnar. (Ljósm.: Bjarnleifur). Bridgemót H. í. P. Skemmtinefnd H. I. P. efndi til fjögurra manna sveitakeppni í Bridge í febrúarmánuði s.l. Þrjár prentsmiðjur sendu sveitir í mótið. tvær frá Prent-miðju Morgunblaðs- ins, ein frá Prentsmiðjunni Hólar og ein frá Prer.tsmiðju Þjóðviljans. Mótið var baldið í Félagsheimili prentara í tveim fyrstu umferðun- ura, en síðasta umferðin var spiluð í Farfuglaheimili Reykjavíkur, þar eð sama dag var stjórnarkosning í Félagsheimilinu. Spiluð voru 32 spil í hverri um- ferð. Birgir Sigurðsson, Hólum, veitti nefndinni mjög mikla aðstoð við framkvæmd mótsins. Urslit mótsins urðu þessi: Nr. 1. Prentsmiðjan Ilólar með 18 stig (Birgir Sigurðsson, ðlagnús Þorbjörnsson, Ilalldór Magnússon og Einar Elíasson). Nr. 2. A-sveit Morgunhlaðsins með 12 stig (Halldór Aðalsteinsson, Gísli Steinar Jónsson, Arnór Ragn- arsson og Atli Steinarsson. Vara- maður Hafsteinn Hjaltason). Nr. 3. B-sveit Morgunhlaðsins með 6 stig (Guðmundur Einarsson, Baldur Garðarsson, Lárus Ragnars- son og Hilmar Eysteinsson. Vara- maður Sveinbjörn Ragnarsson). Nr. 4. Sveit Þjóðviljans með 0 stig (Jörundur Guðmundsson, Helgi Hóseasson. Jóhannes Eiríksson og Sigurður Sigurðsson). Stjórn H. I. P. veitti góðfúslega leyfi til að félagið gæfi hikar til keppninnar. Að lokinni síðustu umferð afhenti Ágúst Björnsson, skemmtinefndar- maður, sigurvegurunum bikarinn. — Síðar var hikarinn áletraður með nafni prentsmiðjunnar Hólar og nöfnum sveitarmanna. -— Bikarinn vannst til eignar. Jón Otti Jónsson. Leiðrétting I síðasta blaði Prentarans hafa þau mistök átt sér stað, að á fyrstu síðu neðst í greininni, sem ber heit- ið „Faðir 8 stunda vinnudagsins á Islandi", hafa fallið niður orðin „stjórn Prentarafélagsins“. Máls- greinin á því að hljóða þannig: „I miðjum nóvemher sendi stjórn Prentarafélagsins stjórn Félags ís- lenzkra prentsmiðjueigenda (sem stofnað hafði verið þá um sumarið af prentsmiðjueigendum um land allt) uppkast að samningi fyrir árið 1920.“ 52 PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/732

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.