Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Side 10

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Side 10
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ Þorir þú að hugsa? „Vér þörfnumst manna, sem kunna að hugsa,“ sagði John Mott einu sinni. Ég vildi gjarna und- irstrika þctta orð. Vér tölum um að trúa á Guð og á son hans, Jesúm Krist. Og heimurinn slcoð- ar þetta tal sem högg framan í andlitið á öll- um heilhrigt hugsandi mönnum. „Vér getum ekki trúað! Vér erum nútímamenn, hugsandi menn! Vér viljum liugsa — ekki trúa!“ En kristindómurinn er ekki högg framan í hugsunina eða kröfur hcnnar. Þvert á móti, trúin er í áframhaldi af allri alvarlegri og einlægri hugsun. Því hvað er að hugsa? Það er a ðhalda öt- ullega fast við óhrekjandi staðreyndir lífsins með hugsun sinni, að horfast í augu við veruleikann eins og hann er og haga lífi sínu hér í tímanum viturlega eftir honum. Ég skal nefna nokkrar slíkar óhrekjandi staðreyndir, sem öll sönn hugs- un um lífið verður að reikna mcð. Fyrst þetta: Ég hel'i leiðbeinanda og ákæranda í brjósti mínu, hæglátan vegvisi og þrálátan á- kæranda, sem virðist sofa á stundum, en vakn- ar ávallt upp aftur. — Enn fremur: Ég veit, að það líf, sem hinn ytri heimur býður mér, cr mér ekki nóg. Hversu mikið, sem það veitir mér, þyrstir mig samt, eins og maður, sem staddur er úti á einhverju heimshafanna með vatn óra- vegu allt í kringum sig, getur dáið úr þorsta. — Loks: Ég sé, að ég er liér á jörðinni aðeins stutt- an tíma, og allt eðli mitt rís gegn dauðanum, sem ég hlýt að mæta. Einhvern tíma, fyrr eða síðar, er það ég, sem fæ skipun um að taka mig upp, nafn mitt, sem stendur í dánartilkynningum j -i*"—■i‘ morgunblaðanna, og gröf mín, sem er grafin. ___ Þessar staðreyndir eru tinnuharðar. Maður get- ur ekki komizt framhjá þeim. Og þess vegna er ^,, sú „hugsun“, sem reynir að þurrka þær út eða -is skýra þær burtu, í raun og veru hugsunarleysi. Ef ég held hugsun minni algáðri og leik ekki skollaleik við sjálfan mig, en held mér við aðal- atriðin, endar hugsun mín frammi fyrir þcssum staðreyndum í trú. Því þá mun ég, á einhvern liátt og á einhverjum af hinum mörgu vegum Guðs, fá að reyna, að aðeins náð Guðs í Jesú Kristi getur hjálpað mér. Aðeins fyrirgefning syndanna vegna Jesú Krists getur þaggað niður í ákærandanum hið innra með mér. Aðeins harna- rétturinn hjá Guði á grundvelli náðarinnar getur fullnægt hjarta mínu. Og aðcins gjöf eilífa lífs- ins getur svipt dauðann broddi hans. Já, vér þörfnumst manna, sem kunna að liugsa og hjúpa ekki stöðugt fyrir sjálfum sér með röksemdum sínum staðreyndir lífsins, heldur af- hjúpa þær. Skovgaard-Petersen. Þeir, sem hugsa sér trúarjátningarlausan söfnuð og trúarsetningarlausan, þeiin ferst eins viturlega og þeim, sem vildu halda þvi fram, að mannlegur iíkami yrði full- komnari, ef beinagrindin væri tekin úr honum og ailir andlitsdrættir og andlitslögun afmáð. En þeir, sem alltaf eru að amast við trúarjátningum kirkjunnar og trúarsetningakerfi hennar, vilja að vísu ekki, að söfnuðir þeirra verði beinagrindalausir, en þeir vilja fá aðra beinagrind, sem betur sé við þeirra hæfi, vilja setja sínar eigin kenningar í staðinn fyrir þær, sem Heilagur Andi hefir myndað í kirkju Guðs. En tæk- ist þeim að mynda slika kirkju eftir þeirra mynd og líkingu, ætli sú „fígúra“, sem þá kæmi fram, yrði ekki eilthvað svipuð því, sem segir i vísunni að farið hafi, þegar „skrattinn fór að skapa mann“„ — Mjög hætt við því. (Séra Friðrik Friðriksson). Jóhann Scbastian Bach (1085—1750), mesti organleik- ari og kirkjutónlistarmaður Þýzkalands, var einlægur og inuilega guðhræddur maður. Hann var vanur að rita í upphafi tónverka sinna þetta stutta bænarorð: Jesu juva — það þýðir: Jesús, hjálpa þú! Og við niðurlágið, að loknu verkinu, einnig á latínu: Soli Deo gloria — það þýðir: Guði einum sé heiðurinn! Skáldið Tennyson gekk sumardag einn með vini sín- um úti i trjágarði. Samlalið barst að kristindóminum, og vinurinn spurði skáldið, hvcr afstaða hans væri til Krists. Tennyson nam staðar hjá litln blómi, sem teygaði geisla sólarinnar inn í opna krónu sina, og sagði: „Það sem sólin er þessu blómi, það er Kristur sál minni.“ 10

x

Kristilegt stúdentablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.