Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Blaðsíða 13
B
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
Hann kenndi þó ekki skólanum um það, heldur
sjálfum sér.
Hann átti að verða prestur. Trúuð móðir hafði
helgað hann Guði strax eftir fæðinguna. Hann
liafði hcyrt kall Guðs til sín hvað eflir annað, en
ekki fengið sig til að hlýða því heils hugar. Hann
vissi að mesta, já, eina nauðsyn lífsins var að
ganga Drottni á hönd, samt ætlaði hann að
híða mcð það þangað lil hann kæmi til Halle. Þar,
á meðal guðelskandi manna, hlaut það að vera
auðvelt, gerast sjálfkrafa.
En önnur varð reyndin. Aldrci hafði hann verið
jafn óánægður með sjálfan sig og aldrei fundizt
hann vera fjarlægari Guði, en einmitt eftir að
hann fór að kynnast trúarlífinu í Halle. Hann
lagði því harðara að sér við námið sem samvizkan
var órólegri. Hann las og las og gat að lokum
hvorki neytt svefns né matar. En þegar mest lá
við og hann var að því kominn að örvænta, þá
hirtist Jesús sjálfur honum. Eftir það varð gleði
hans og trúardjörfung enn meiri en hryggð hans
og vonleysi hafði áður vcrið.
Það hafði slórkostlcg áhrif á Schwartz, ])egar
hann fyrst kynntist kristniboðsmálinu í Halle og
hlustaði á frásögur kristniboða um neyð heiðingj-
anna og um starf sitt og árangur þess. Kristni-
boðsvinir buðust til þess að lcosta hann til starfs,
ef hann vildi fara til Indlands. En hann ætlaði að
verða prestur. Hann fór nú að lcggja þetta fram
fyrir Guð í bæn og sannfærðist um það, eftir al-
varlega yfirvegun, að Guð ætlaði honum að verða
kristniboði. Hann varð að leita samþykkis föður
síns. Þegar hann var á lciðinni heim, gafst honum
sælurík fullvissa um köllun sína, til að fara til hcið-
ingjanna, en þó átti hann erfitt með að stynja
því upp við föður sinn, sem honum lá nú á hjarta.
Hann svaraði engu í fyrstu, gamli maðurinn.
Hann minntist ekki orði á þetta í þrjá daga og
hafðist mikið við í einrúmi. Loks kallaði hann son
sinn fyrir sig, á fjórða degi, og mælti hátíðlega:
„Far þú hurt úr landi þínu og frá ættfólki þínu
og úr luisi föður þíns, til landsins, sem Guð mun
vísa þér á!“ Síðan lagði hann hendur yfir hann
og blessaði hann. Þannig kvöddust þeir hinzta
sinni.
Schwartz kom til dönsku nýlendunnar Tranke-
bar á Indlandi miðsumars 1750 og var vel fagnað
af lúthersku kristnihoðunum fimm, sem voru þar
fyrir.
Og nú hófst starfsferill Schwartz svo viðburða-
ríkur og ævintýralegur, að hér vcrður ekki drepið
nema á fátt eitt. Starf hans skiptist niður á þrjú
tímabil eða þrjá staði á Indlandi: Trankebar 1750
—62, Trichinóborg 1762—78 og loks Tanjore 1778
-98, en þar dó hann eftir að hafa unnið að kristni-
boði í 48 ár og aldrei tekið sér hvíld.
Trankebar.
Fyrstu starfsárin urðu Schwartz erfiðust (eins
og flestum kristnihoðum öðrum), meðan hann var
að venjast mataræði og loftslagi, læra málið,kynna
sér bókmenntir, trúarbrögð, sögu og þjóðlíf lands-
manna. Ilann gekk í gegnum mikla sjálfsprófun
og háði erfiða baráttu í tvö ár gegn efasemdum og
synd, unz sól réttlætisins í Kristi rann upp fvrir
honum mcð lækningu fyrir særða samvizku og
hann gat aftur glaðzt í frelsara sínum.
Samverkamönnum sínum varð hann til því
meiri blesunar, sem hann var þeim reyndari á
ýmsan hátt. Hann var heittrúaður, kærleiksríkur
og fórnfús, neitaði sér um flest lífsþægindi, til
þess að gcta helgað sig köllunarverki sínu óskiptur.
Schwartz fór í langar trúboðsferðir á þessu
tímabili, en vann þó mikið að kennslu. Hann var
maður vel lærður og virðist hafa haft jafu mikla
hæfileika sem kcnnari og prédikari.
Trichinóborg.
Eftir að hafa verið lífið og sálin í öllu kristni-
boðsstarfi í Trankebar í 12 ár lét Schwartz leið-
ast til að flytja um stundar sakir til Trichinó-
borgar. Enskur sctuliðsforingi hafði lagt mjög
fast að hónum að hefja þar starf.
Schwartz varð þar í 16 ár.
Borg þessi er í heitasta hluta Indlands. Sé svo
tckið tillit til þcss, að Schwartz var alla tíð afar-
lieilsutæpur, þá er óskiljanlegt, hve miklu hann
fékk þar áorkað.
Hann prédikaði Guðs orð í borginni og þorp-
unum í umhverfinu, hæði fyrir heiðingjum og
Múhameðstrúarmönnum. Trúnemum kenndi liann
í marga mánuði, áður en hann skírði þá. Hann
stofnaði skóla og kcnndi sjálfur 4 tíma á dag,
þegar hann kom því við. Þrjár guðsþjónustur hélt
Framh. á bls. 21.
13