Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Page 18

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Page 18
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ GUNNAR SIGUIiJONSSON ccind tlieol. Er ekki kominn tími til þess að reyna krist indóminn ? Ég held, að í'elá megi ósk allra sannra lslend- inga þjóð vorri til handa í þessari setningu: Frjáls þjóð í frjálsu landi. Þess vegna var það öllum sönnum Islendingum óblandið gleðiefni þann 17. júní í sumar, þegar langþráðu marki var náð, fullt frelsi var fengið og stjórnarskrá hins íslenzka lýðveldis gekk í gildi. En þrátt fyrir ])etta mikla gleðiefni, eru margir kvíðnir og áhyggjufullir um framtíð lands vors og þjóðar, bæði þegar þeir líta út um heiminn, til stórþjóðanna, eða þegar þeir horfa inn á við, til þjóðlífs vors. Þar gætir margs, sem vekur á- hyggjur og kvíða þeirra, sem eitthvað hugsa. Það er eftirsóknarvert hverri þjóð að eiga stjómarfarslegt frelsi og vera ekki öðrum þjóð- um háð. En hitt er ekki síður nauðsynlegt, að börn þjóðarinnar séu ekki fjötruð böndum spill- ingar og lasta, svo að siðferðileg rotnun og los grafi grundvöllinn undan sönnu og heilbrigðu þjóðlífi. En einmitt á ]>ví sviði hafa komið í ljós ýms vandamúl, sem krefjast lausnar, vandamál, sem snerta vaxandi æskulýð þjóðarinnar. Ég ætla ekki að fjölyrða hér um þessi mál eða lýsa því, hvernig þetta kemur í ljós í þióðlífi voru. Mönnum er það fullkunnugt. Margir fundir hafa verið haldnir, ótal greinar hafa verið ritaðar í blöðin og jafnvel þingið hefir tekið þessi mál til meðferðar. Ymsar tillögur hafa komið fram um lausn þessara vandamála, svo sem að setja á stofn unp- eldisheimili fyrir vandræðabörn, veita æskulýðn- um fleiri og hollari skemmtanir o. s. frv. o. s. frv. Ekki hefir orðið vart mikilla breytinga til batn- aðar, enda hefir að mestu setið við umræðurnar og hlaðaskrifin ein. Allar þessar tillögur um lausn vandamálanna sýna, að menn hafa ekki komizt að kjarna málsins eða séð, hvar rætur meinsins liggja. Ég hef ekki trú á því, að auknar skemmt- anir hjálpi neitt. Ég held, að mörgum finnist vera meira en nóg af þeim. Vcra má, að uppeld- isheimili og æskulýðshallir hjálpi eitthvað, ef þcim er rétt stjórnað og á réttum grundvelli, en þau leysa ekki vandann eða ráða bót á meininu. Það kannast flestir við söguna um manninn, scm kom til úrsmiðsins með vísana af úrinu sínu og bað hann um að gera við þá, þvi að þeir gengju ekki rétt. Hann fékk það svar, að það væri ekki nóg. Það væri verkið í úrinu, sem væri eitthvað i ólagi og ylli því, að vísarnir gengju ekki rétt. Þannig er því einnig farið með siðferðisvanda- mál ]>jóðar vorrar. Meinið liggur dýpra en svo, að það verði læknað með ytri ráðstöfunum. Áður fyrr voru yfirleitt höfð yfir þcssi orð við skírn ungbarna hér á landi: „Guðsorð í Ileilagri Ritningu kennir, að allir menn séu fæddir með syndugu eðli. Þessa kenn- ingu staðfestir öll reynsla og sýnir, að allir menn eru syndugleik háðir frá móðurlífi.“ Liklcga hefir einhverjum bjartsýnum „nýguð- fræðingi“ þótt gæta hér fulhnikillar svartsýni á manneðlið, svo að þcssi orð hafa verið fclld niður í nýjustu útgáfu handbókar prestanna, ásamt ýmsum fleiri breytingum. En þcssi orð gömlu handbókarinnar standa þó óhögguð og staðfest af reynslunni, og sýna þau oss, hvar rætur meinsins liggja. Og af því að meinið er þessa eðlis, er ekki til nema einn, sem getur hjálpað. Og það er Jesús Kristur, frelsari syndara. En á hann hefir yfir- 18

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.