Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Qupperneq 20
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
Reynsla Augusts Strindbergs.
Það var einu sinni menntaskólaneinandi, sem
kom hvern sunnudaginn á fætur öðrum i Betle-
hemskirkjuna i Stokkhólmi og hlustaði á Rose-
nius. Iiann var álitinn ákveðinn, trúaður og krist-
inn piltur. Hann var hyrjaður að vitna um trú
sína, og hann liaí'ði fengið köllun til þess að verða
kristnihoði . . . En svo fór sætið hans að verða
autt. Hann hafði komizt i efascmdir og vantrú.
Hann var farinn að elska heiminn og var glap-
inn af ginningum hans og gagntekinn af girnd-
um lians. Hann sökk dýpra og dýpía i syndina,
Jafnframt varð hann hitur andstæðingur, sem
réðist með hatri og kaldhæðinni óskammfeilni á
kristindóminn, krossinn og endurlausnarblóðið.
.. . En barátta hans var ekkert annað en har-
átta gegn innri sannfæringu lians sjálJ's.
Við endalok lífs síns situr hann aftur í sömu
kirkju og hlustar á sama íagnaðarerindið um
krossinn og endurlausnarblóðið. Þá verður hann
að játa með sorg:
„Hreinskilnislega sagt, ég kenni alla óhamingju
mína þeirri einu orsök, að ég licf verið guðlaus
.... lig gæti regndar mér til afsökunar nefnl
kennara minn í æsku, sem afneitaði kristindóm-
inum. En ég vil taka sektina 11 sjálfan mig, þá
finn ég ef til vill EINN, sem vill hera hana fgr-
ir mig . .. . “
Maðurinn ákvað líka, að kross skyldi rcistur
á gröf sinni, og að krossinn skyldi boða reynslu
hans um hinn eina veg til hjálpræðis: Hcill þér
kross, einasta von mín!
Nafn mannsins var August Strindberg.
Hversu margir eru þeir, sem liafa farið burtu
sömu leið. Oft var efanum kennt um, þó að raun-
verulega orsökin væri ef til vill kærleikur til
syndarinnar. Margir komast ef til vill fyrr eða
siðar til bernskutrúar sinnar, cn hvílíkur sökn-
uður og sorg er fólgin i þessu, að þeir hafa sóað
dýrmætum æskuárum sínum og glatað mann-
dómsárum sínum.
Ilversu margir eru þeir, sem yfirgefa Guð á
námsárum sinum og verða andlegir örkumla-
menn .... Það var einmitt á þessum árum, sem
skapgerðin átti að mótast, hugsjónirnar að skap-
ast og markmið lífsins verða að veruleika!
En menn voru svo óhrifagjarnir, svo hræddir
við að standa einir og hæddir, svo huglausir, að
þeir jiorðu ekki að skera sig úr hópnum ....
(Tekið úr lengri grein eftir Dr. Fride Hylander
i Missionstidning Budbáraren).
Kirkjufundur.
Gamall bóndi sótti kirkjufund. Hann hlýddi með gaum-
gœfni á allar umrœður og tillögur fundarins. Þetta var
ekki i fyrsla skiptið, sem hann var á slíkum fundi, en
alltaf höfðu umræðurnar snúizt um svipað efni. „Sjáið
þér nú til, séra minn,“ sagði hann við sóknarprestinn
sinn. „Það er eitt, sem mér finnst skrítið, þegar þið
kirkjunnar menn komið saman. Þið hafið nú i allan dag
verið með umræður og tillögur um j)að, hvernig þið eigið
að auka kirkjusóknina. Eg veit ekki til, að við bænd-
urnir höldum nokkurn tíma fundi til að ræða um, hvernig
við eigum að fá skepnurnar okkar að jötunni. En við
leggjum okkur fram til að hafa fóðrið sem bezt. Og svo
datt mér í liug, að ef þið hefðuð það eins og eydduð
meiri alúð Og tíma til að vanda það, sem í jötuna er látið,
þá mynduð þið liklega ekki þurfa að eyða eins miklum
tíma í umræður um, hvernig þið eigið að fá fólkið til að
koma. (Christian Digest).
Ath.
Þeir, sem tekið hafa trú á Jesúm Krist og lifað hon-
um, votta það allir sem einn, að hjá honum hafi þeir
öðiazt fyliingu Jífs og öryggi, sem þeir Jiafi hvergi ann-
ars staðar fundið. Vitnisburðirnir um það, að lif í sam-
félaginu við hann sé þreytandi, dautt oog dapurlegt, ber-
ast aftur á móti frá þeim, sem aldrei liafa reynt það.
Hvorir heldur þú, að séu dómbærari í þessu efni? Ilvor-
ir hlutlausari? Hvorum finnst þér réttara að treysta?
Að sannleikanum um jietta kemstu fy.rst, ef þú reynir
livortlveggja. Þú þekkir lífið án trúar á Krist. Iivernig
væri að reyna hitt ,og vita, livað til er í því? Þú eignast
þá reynslusönnun, sem þú getur vitnað til og það skað-
ar ekki.
20