Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Blaðsíða 22
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ
FRÉTTIR —
VÉR GLEÐJUMST
Hinn 18. júní s.l. var merkisdagur í sögu Kristi-
legs Stúdcntafélags. Þann dag vígði biskupinn yí'ir
Islandi, herra Sigurgeir Sigurðsson, 9 guðfræði-
kandídata til prestsþjónustu í liinni íslenzku evan-
gelísku lúthersku kirkju. Er það álitlcg viðbót í
starfsmannahóp kirkj unnar.
En það, sem gerði þennan viðburð merkastan
fyrir Kristilegt stúdentafélag, var þó það, að fjór-
ir kandídatanna eru félagar þcss. — Ungu prest-
arnir fjórir eru þessir: Síra Sigmar Torfason að
Skeggjastöðnm, síra Sigurður Guðmundsson að
Grenjaðarstað, sira Guðmundur Guðmundsson að
Brjánslæk og síra Jón Árni Sigurðsson að Stað
á Reykjanesi.
Vér samgleðjumst þessum félögum vorum yfir
þeim miklu forréttindum, sem þeim hafa veitzl:
að mega sem þjónar kirkju vorrar flytja fagnað-
arerindið um náð Guðs í Kristi Jesú, um fyrir-
gefning syndanna fyrir Hans blóð.
Vér samgleðjumst sóknarbörnum þeirra yfir
því, að hafa fengið til þjónustunnar ])rcsta, sem
— trúir heiti sínu — flytja boðskap Bililiunnar
óskoraðan, þann boðskap, scm veitt gctur speki
til sáluhjálpar.
NYR KENNARI 1 GUÐFRÆÐI
Síðastliðið vor losnaði kennaraembætti í sam-
stæðilegri guðfræði við Háskólann. Sr. Sigurður
Einarsson lét þá af dócentsembætti. Var embættið
þegar auglýst laust til umsóknar á stuttum fresti,
tæps mánaðar, en sá frestur lengdur seinna til 1.
ágúst. Umsækjendur urðu þrír: séra Björn Magn-
ússon, prófastur á Borg, séra Gunnar Árnason,
sóknarprestur á Æsustöðum og séra Sigurbjörn
Einarsson, sóknarprestur í Hallgrímssókn i
Reykjavík, er gegndi dócentsembætti í forföllum
Sigurðar Einarsson í fyrra vetur. Fimm inanna
nefnd dæmdi um hæfni sækjcnda, fyrir hönd Há-
skólans: sr. Ásmundnr Guðmundsson, prófessor,
sr. Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur og sr. Frið-
rik Rafnar, vígslubiskup, en biskupinn herra Sig-
urgeir Sigurðsson, og sr. Bjarni Jónsson, skip-
aðir í nefndina af kennslumálaráðherranum.
Kom allri dómnefndinni saman um, að þeir sr.
Björn TVIngnússon og sr. Sigurbjörn Einarsson
væru hæfir. Þó gerði sr. Bjarni Jónsson það sér-
álit, að allir væru umsækjendur hæfir til kennara
og fræðslustarl's við Háskólann, cn sr. Sigurbjörn
sérstaklega hæfur til þess embættis. — Enn-
fremur mæltu prófessorarnir við Guðfræði-
deildina sérstaklega með sr. Birni Magnús-
syni. Ráðherra bar nú að veita embættið,
er hann hafði fengið umsögn nefndarinnar, en
auk þess hafði hann leitað umsagnar Guðl'ræði-
deildarinnar. Veitti hann sr. Sigurbirni Einarssyni
embættið. Þessu mótmælti báskólaráð, þar eð
réttur liáskólans væri fyrir borð borinn. Utvarpið
birti mótmælin ásamt sluttri athugasemd frá ráð-
herranum, cr kvað sig vera í rétli sínum að lögum,
að j)ví við bættu, að sr. Sigurbjörn liefði undan-
farið gegnt embættinu við góðan orðstír.
Margir voru óánægðir með úrslit málsins, skáru
upp hcrör, söfnuðu undirskriftum meðal presta og
sendu Alþingi áskorun um að stofna annað
dócentsembætti við Guðfræðideildina, er tryggi
sr. Birni Magnússyni kennslustarf þar, enda hafði
dómnefndin lagt til, að dócentum yrði fjölgað
í tvo og jafnframt aukin kennsla i samanburðar-
trúarbrögðum og fleiri grcinum.
Kristilegt stúdentablað fagnar því, að svo vel
tókst til um skipun embættisins, að það var veitt
sr. Sigurbirni Einarssyni. Hinn jákvæði skilningur
hans og menntun, einknm í grísku, frummáli Nýja
testamentisins, og trúarbragðafræðum, mun gel'a
honúm hæfni, sem reynast muii happadrjúg við
vísindastörfin og fræðslu prestsel'na. Mætti hann
vcrða giftnríkur í starfi guðsríki til eflingar.
FRÁ NORÐURLÖNDUM
Fáar fregnir hafa horizt frá Norðurlöndum af
starfi kristilegu stúdentahreyfingarinnar á bibliu-
22