Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Qupperneq 23

Kristilegt stúdentablað - 01.12.1944, Qupperneq 23
KRISTILEGT STÚDENTABLAÐ legum grundvelli. Þó hefir liirzl bréf í sænska kristilega stúdentablaðinu, „Vi tro“, frá einum af framkvæindastjórum kristilegu stúdentahreyf- ingarinnar í Noregi, Olav Egeland, þar sem liann segir frá áframhaldandi andlegu Jífi í starfinu meðal stúdenta og menntaskólanemenda í Nor- cgi. En fréttir þessar eru frá árinu sem leið, 1943. Þá um sumarið voru lialdin hvorl<i meira né minna en 11 sumarmót með yfir 2000 þátt- takendum alls. Árið áður jóksl tala launaðra framkvæmdastjóra úr 3 upp 1 4. En nú segir Egeland frá því, að þeir liafi orðið að bæta við einum, vegna vaxtarins í starfinu. 1 bréfinu segir meðal annars: „Við liöfum ckld haldið aðeins eitt mót í sum- ar, heldur ellefu, með yfir tvö þúsund þálttak- endum alls. Ég liefi lelcið þátt í finun þeirra og finnst eindregið að „gæðin“ í ár liafi verið jafn- mikil og þátttakan. Eg liefi aldrei orðið var við jafnmikla sálusorgun og djúpa, sanna syndaineð- vitund. Við lítum Iiugdjarfir til vetrarstarfsins. Auk okkar fjögurra fastra l'ramlevæmdastjóra, höfum við ráðið Ingar Hagen, cand. tlicol., svo við cr- um nú fimm .... Við útvegum stúdentunum bæði fæði og Jnisnæði, og það krefst einnig tíma.“ Eitt af þvi, sem liefir stuðlað mjög að fram- gangi kristilegu stúdentahreyfingarinnar í Noregi, er það, að Norðmenn Iiafa átt kristilegan mennta- skóla í Oslo, síðan 1913, og hefir hann þvi verið rekinn í yfir 30 ár, undir frábærri stjórn Ilans Höeg, rektors. Það gera sér ef til vill fáir grein fyrir hvílíka blessun þessi skóli hefir haí't í för með sér fyrir norsku þjóðina, auk allra hinna mörgu kristilegu æskidýðsskóla víðs vegar um landið og kristilega kennaraskólans, sem einnig er í Oslo. Nú hafa Svíar einnig eignazt kristilegan menntaskóla. Kennsla hófst í honum nú í haust. Skólinn verður í tveim deildum, þriggja ára gagn- fræðadeild og fjögra ára lærdómsdeild. Skólinn hefir aðsetur í Restanás, á undurfögrum stað, 7 mílur fyrir norðan Gautaborg. Rektor skólans hefir verið ráðinn séra Nils Rodén, dr. theol. og fil. kand. Nokkrir áhugasamir menn keyptu landareign- ina Restanás í byrjun desember 1935. Stofnuðu þeir félag, sem kallað var Restenásstiftelsen. Markmið þess var „að reka kristilegt skóla- og æskulýðsstarf á evangelisk-lútherskum grundvelli og í sambandi við Evangeliska Fosterlands-stif- telsen.“ Hvenær koma þcir tímar, að við lslendingar eignumst kristilega skóla, þangað scm foreldrar geta óhrædd sent börn sín, án þess að þurfa að óttast, að þau niðurrifsöfl, sem nú ríkja í skól- um lands okkar, vcrði þcim að andlegu og sið- ferðilegu fjörtjóni? Hér er bænarefni fyrir þá, sem trúa á þann Drottin, sem hefir heitið. bænheyrslu í nafni Jesú Krists. Ég vildi heldur trúa á sannleika kristindómsins og skjállast í þvi — en að trúa þvi, aö kristindómurinn sé ekki sannur og skjátlast svo í því. (Blaise Pascal). l'að er jafn þýðingarmikið, að þekkja einn sannleika eins og annan. hað er jafn hættulegt að þekkja Guð, án þess að þekkja sína eigin eymd, og að þekkja eymd sína, án þess að þekkja Frelsarann, sem getnr tæknað hana. (Blaise Pascal). Kristur er hin mikla „sönnun“ kristindómsins, sem sannfærir með mætti sannteikans þá, sem koma í návist hans. (Olfert Ricard). Það er betra að ganga í dimmn með Guði en að ganga einsamall alsjáandi. (Phillips' Brooks). Reynslan er ekki undirstaða sannleikans. Sannleikur- inn er undirstaða reynslunnar. (Dr. W. Graham Scroggie). Lampinn taiar ekki, en hann lýsir. Vitinn hefir ekki hatt, hann ber ekki i humhur, cn sjómaðurinn sér Ijós hans á hafinu margar milur í burtu. Láttu verk þín bera birtu af trú þinni. Láttu predikun þina vera upp- Ijómaða af daglegri hegðun þinni. (C. II. Spurgeon). 23

x

Kristilegt stúdentablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt stúdentablað
https://timarit.is/publication/734

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.