Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Page 15

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Page 15
13 aðslæknisins og staðgöngumaður hans, er hann viki sér frá. 1 minnstu héruðunum gæti slkur ferðatann- læknir tekið að sér liéraðslæknisstörfin, á meðan hann dveldst þar, og gert héraðslækninum kleift að bregða sér frá sér til upplyftingar. Jafnvel tannlækn- ar, sem aðeins hefðu lokið miðhlutaprófi i almennri læknisfræði, væru héraðslæknum betri en engir að þessu leyti. Má fyllilega ætla, að héraðslæknum yrði með þessu móti betur tryggð aðstoð og þeim hent- ugir staðgöngumenn í forföllum þeirra og sumarleyf- um, er þeir liera nú sumir fram mjög ákveðnar kröf- ur um, en þó að stofnuð yrðu eitt eða tvö aukalæknis- embætti, sem vafasamt er, að fengjust skipuð, nema því meiri laun væru í boði, og næsta erfitt yrði að láta koma að almennum notum. 4) Offjölgun tannlækna ætti ekki að þurfa að ótt- ast, þó að til þessarar kennslu yrði stofnað, bæði fyrir það, að gert er ráð fyrir, að námið verði erfitt og taki langan tíma, og siðan er óhjákvæmilegt að taka aðeins við takmörkuðum fjölda nemenda i einu, eftir þvi sem húsakynni og tæki segja til. En þau eru áætluð við liæfi fjögurra nemenda í einu. Mundu þá í hæsta lagi 4 Ijúlca pófi annað hvert ár, eða 2 á ári. Með þessu móti ætti og að mega velja úr nem- endum, sem ásamt öðru mundi tryggja góðan árang- ur kennslunnar. En verði að því horfið að krefjast jafnmikils og erfiðs náms af íslenzkuin tannlæknum og hér er gert ráð fyrir, mun ekki verða komizt hjá að veita þeim þá atvinnuvernd að krefjast samsvar- andi náms (þ. e. miðhlutalæknaprófs) af þeim, er er- lendu læknaprófi ljúka og æskja tannlæknaleyfis hér á landi, enda liafi þeir hafið námið, eftir að þessi fyrirhugaða stofnun tekur til starfa, og lokið þvi á eðlilegum tíma. Mál þetta hefir verið undirbúið í samráði við lækna- deild háskólans, sem kaus til þess tvo prófessora sína, þá Guðmund Thoroddsen og Níels Dungal, að hafa um það samv'innu við landlækni. Fer hér á eftir umsögn læknadeildarinnar (fskj. 4), svo og bréf Læknafélags Reykjavíkur, sem og hefur tjáð sig hlynnt

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.