Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Síða 24

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Síða 24
FYLGISKJAL VI. HÁSKÓLI ÍSLANDS. Reykjavik, 5. apríl 1941. Ég lief lagt frumvarp yöar, herra landlæknir, um tannlæknakenslu við læknadeild háskólans, fyrir há- skólaráð. Vill háskólaráðið mæla með því, að þetta frumvarp verði að lögum og vill fúslega leggja ti! húsnæði, ljós og hita handa hinni fyrirhuguðu kennslu. Alexander Jóhannesson, rektor. Til landlæknis. FYLGISKJAL VII. Fyrirlestur fluttur í Tannlæknafélagi fslands í janúar 1941 af Halli L. Hallssyni, tannlækni í Reykjavík. Það er nú orðið almennt viðurkennt, að tann- skemmdir og ýmsir kvillar og sjúkleikar i tannholdi og kjálkum, sem standa í sambandi við tennurnar, séu orðnir svo útbreiddir og almeiinir, að svo að segja allir landsmenn þjáist af þeim að meira eða minna leyti. Það er einnig staðreynd, að tannsjúkdómar hafa mikil áhrif á almenna líðan og heilbrigði fólks, verði orsök meltingartruflana og annarra alvarlegri sjúk- dóma, sem ekki skal farið nánar út i hér. Landsmenn eiga nú orðið allgreiðan aðgang að al- mennri læknislijálp. Einnig eru nú margir læknar, sem leggja fyrir síg ýmsar sérgreinar, en eru þó flest- ir í Reykjavik. Fara sumir þeirra í reglubundnar ferð- ir um land allt, að tilstuðlan ríkisstjórnarinnar, t. d. augnlæknar. Það mætti nú líta svo á, að tannlækning- ar væru lika sérgrein, og mætti þvi fullnægja þörfum landsmanna einnig í þeirri grein með því að tann- læknar væru búsettir í stærstu bæjunum og ferðuð- ust um landið á sumrum eins og augnlæknar. En þar er allt öðru máli að gegna, því eins og áður er sagl, •eru tannskennndir svo útbreiddar og sjúkdómar i sam-

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.