Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Blaðsíða 30

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Blaðsíða 30
28 lækninganám, svo að þörfum þjóðarinnar á því sviði sé fullnægt. Ég hef heyrt, að landlæknir væri að hugsa um að stofna tannlæknaskóla hér og hefði jafnvel falið lækna- deild háskólans að undirbúa það. Ef úr þeirri ráða- gerð verður, þá er víst engin hætta á, að tannlæknar verði of fáir hór eftir nokkur ár. En annað mál er það, hvort hægt verður eða liagkvæmt að stofna hér fullkominn tannlæknaskóla, svo að þeir, sem útskrif- uðust þaðan, yrðu dugandi tannlæknar. Bæði er það, að kostnaður við stofnun og rekstur slíks skóla yrði svo mikill, að vafasamt er, að fjárveitingavaldið veitti nægilegt fé til þess, að skólinn yrði starfi sínu vax- inn. En það, sem gerir þessa hugmynd lítt mögulega að minu áliti, er það, að hér myndi tæplega völ á hæfum kennslukröftum. Eins og allir tannlæknar vita, verða kennararnir að afla sér menntunar í þeim grein- um, sem þeir kenna, og einnig að hafa nægilegan tíma afgangs frá sínum praxis. En hvorugt álít ég, að sé fyrir hendi hér hjá tannlæknum Reykjavikur. Ég hef þvi miður ekki getað gert neina áætlun um stofnkostnað og rekstur tannlæknaskóla við okkar hæfi, vegna þess að ég hef engin gögn í höndum til að byggja á. En það virðist engin fjarstæða að gera ráð fyrir, að það myndi kosta ríkissjóð eins mikið og að senda 2 menn til náms árlega á ameríska tann- iæknaslcóla aigerlega upp á sinn reikning og með því móti fengist áreiðanlega nægileg fjölgun tannlækna og um leið trygging fyrir því, að þeir yrðu starfi sinu vaxnir. Ég vil því enda þessar bollaleggingar með þeirri tillögu minni til Tannlæknafélags íslands, að það ráð- leggi heilbrigðisstjórn, að styrlclir verði að öllu eða nokkru leyti hæfilega margir menn til náms við am- eríska tannlæknaskóla, eða aðra skóla að stríðinu loknu, og setja það sem skilyrði fyrir styrknum, að hinir ungu tannlæknar, að loknu námi, störfuðu ein- hvern vissan tima, t. d. 3—-5 ár, á þeim stöðum á landinu, sem mcst væri þörf fyrir tannlækni og at- vinnuskilyrði þolanleg.

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.