Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Qupperneq 39

Árbók Tannlæknafélags Íslands - 01.01.1942, Qupperneq 39
37 lækni, og sé nemendum greitl nokkurt kaup eftir getu þeirra og afköstum, t. d. minnst kr. 65.00 og kr. 97.50 að viðbættri verðlagsuppbót, pr. mánuð. Aðstoð nem- andinn einhvern hluta námstinians á vinnustofu tann- læknisins, skal námstíminn lengdur sem þvi svarar. Laun fyrir aðstoðarstarfið fari eftir samkomulagi. 4. gr. Að loknu námi fái nemandi vottorð frá tann- lækni þeim, er hann hefir lært hjá, að hann hafi unnið tilskilinn tíma, og hafi hlotið nægilega leikni og kunnáttu til að geta unnið þau störf sjálfstætt, er umsamið var að kenna. 5. gr. Tannsmiðum sé greitt kaup þannig: a. Byrjunarlaun að nýloknu námi séu ki’. 227.50, að viðbættri verðlagsuppbót, pr. mánuð fyrir kaut- chuktækni, en kr. 291.25, að viðbættri verðlags- uppbót, pr. mánuð fyrir gull- og kautchuktækni. Síðan hækki kaupið smátt og smátt þannig, að vinnuþiggjandi hafi fullt kaup eigi síðar en að þrem árum liðnum frá prófi, enda teljist þeir þá fyrsl fullkomnir. b. Tannsmiðir, sem eru fullkomnir í hvorutveggja, hafi minnst kr. 447.50, að viðbættri verðlagsupp- bót, pr. mánuð. Þeir, sem aðeins vinna að kaut- chuktækni, hafi minnst kr. 385.00, að viðbættri verðlagsuppbót, pr. mánuð. Eftirvinna greiðist þannig: 120. hlutinn af grunn- kaupi hvers mánaðar pr. klukkustund. c. Fyrir tímavinnu greiðist kr. 2.60 pr. klukkustund við kautchuktækni, kr. 3.25 pr. klukkustund við gulltækni, að viðbættri verðlagsuppbót. 6. gr. Vinnutími sé miðaður við 38 klukkustundir á viku — 7 tíma 5 daga vikunnar og 3 tíma á laugar- ilögum. Skiptingin á vikudaga gildir ekki utan Reykja- víkur. 7. gr. Verði tannsmiður frá störfum vegna veik- inda, skal honum þó greitt fullt kaup í einn mánuð, en ý> kaup í annan mánuð, enda sýni liann læknis- vottorð um veikindi sín.

x

Árbók Tannlæknafélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tannlæknafélags Íslands
https://timarit.is/publication/739

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.