Árroði - 01.05.1944, Qupperneq 6
Smásaga eftir JÓN H. GUÐMUNDSSON
SKEMMTIFERÐ
Allt starfsfólkið hjá H.f. Hengli ætlaði að
fara í skemmtiferð. Félagið hafði lánað því
þrjá vöruhíla og gefið frí einn dag, laugardag.
Undanfarin kvöld höfðu piltarnir, með aðstoð
smiðanna, verið að smiða bekki á bílanna. Það
voru ekki sérlega mjúk sæti, en á þeim tím-
um var fólk svo óvant því, að fá frí á virkum
degi til þess að fara í bíl til Þingvalla að eng-
in hætta var á því, að kvartað yrði undan
sætunum. Allir hlökkuðu til fararinnar og það
var létt yfir fólkinu.
Það var komið föstudagskvöld. Undirbún-
ingnum var að mestu lokið og Fordbílarnir
þrir stóðu í portinu, með þessum líka forláta
békkjum. Það var verið að enda við að þvo
bílana. Þetta voru ljómandi falleg og virðuleg
farartæki! Svo fannst að minnsta kosti sendi-
sveininum. Hann var að þvo síðasta bílinn og
leit yfir hann allan, til þess að sjá, hvernig
það væri gert.
En það var enginn ánægjusvipur á andliti
hans. Hann var búinn að sendast mikið þenn-
an dag, hafði vaknað klukkan rúmlega fimm
og verið kominn til vinnunnar um sexleytið.
Fyrstu tvo tímana vann hann við að losa blaut-
an saltfisk úr hestvögnum. Hann þoldi saltið
illa. Það fór í smáskeinur á höndunum á hon-
um, svo hann logsveið og hafði grafið í öllu
saman. Það var ekkert gaman að vera svona
hörundsveikur. Miklu var þó verra að bera
kol- og saltpoka á bakinu og allra verst að vera
í helvítis sementinu. Það var óþokkalegasta
vinna, sem Hreiðar litli lenti í.
Hann var á fjórtánda árinu og hafði fengið
frí til að ganga til spurninga um vorið og var
nú feginn því að fermingunni var aflokið.
Um áttaleytið þvoði hann gólfin í skrifstof-
unni, dimma ganginn og stigann niður. Það
voru ljótu óhreinindin; ekki mjög leiðinlegt
verk, miklu skárra en saltfiskvinnan.
Svo byrjuðu sendiferðirnar. Fyrst að kaupa
í matinn handa forstjórunum; fara með olíu-
brúsa, kartöflupoka eða annað til heimilanna.
róa með skipstjóra í litlu kænunni út í tog-
arann; sækja mjólk fyrir konu verkstjórans
og ýmsar aðrar sendiferðir. Hjólið var sæmi-
legt og gaman að þjóta á því, en vagninn af-
leitur, alltof þungur, þó að ekkert væri á hon-
um. Hreiðar var aumur í öxlunum undan band-
inu. Brekkan neðan frá sjónum var erfið. Hún
var löng og vegurinn holóttur. Það væri ekki
amalegt að hafa vél í svona vagni. Ef hlé varð
á sendiferðunum, þá var Hreiðar látinn losa af
saltfiskvögnunum, svo að ekki var um það að
ræða að vera þokkalega til fara í sendiferð-
unum.
Milli tólf og eitt mátti hann borða. En ekki
fékk hann að fara heim' til þess. Litla systir
hans kom með matinn og stundum sat hún hjá
honum meðan hann borðaði. Hann kunni bezt
við að borða í dimma ganginum. Þennan dag
hafði verkstjórinn komið óvenjusnemma úr
mat og sá ekki Hreiðar í myrkrinu, rak tána
í annan fótinn á drengnum, bölvaði og sagði:
„Ætlarðu að vera i allan dag að éta,
drengur!“
Hreiðar þagði, en systir hans varð hrædd og
þorði ekki annað en fara strax.
Eftir hádegið brenndi hann kaffi úti í skúr.
Það var erfitt að snúa kúlunni meðan kaffið
var að brenna. Annars þótti honum ekkert
leiðinlegt að vera í skúrnum og snúa og snúa.
Það var hreinlegt verk, og þá gat hann hugsað
í ró og næði og dundað við að búa til vísur.
Stundum söng hann, en ekki hátt, það mátti
ekki. Það kom fyrir, að einhver af strákunum
skauzt inn til hans og sagði eitthvað skemmti-
legt. Þá var oft hlegið að litlu.
Seinna um daginn sótti hann kaffi langt út
í bæ fyrir einn verkstjórann. Það var skemmti-
leg ferð. Fólkið var gott við hann, bauð honum
sæti í eldhúsinu meðan hann beið og kaffi og
kökur. Verkstjórinn átti ljómandi laglega
systur; hún var góðleg og brosti hýrt til Hreið-
ars. Þangað var gott að koma. Það gat líka
verið gaman að fara’í sendferðir fyrir heimili
4 ÁRROÐI