Árroði - 01.05.1944, Blaðsíða 8

Árroði - 01.05.1944, Blaðsíða 8
til þess að geta grætt sem mest á starfsemi sinni. Driffjöður þessa þjóðfélags eru hagsmunirnir, eigingirnin, sem á dularfullan hátt verður öllum til blessunar, vegna þess að samkeppnin hefir í för með sér eins mikla framleiðslu og hugsan- legt er, og samt réfct kostnaðarverð á vörunni til neytendanna. í slíku þjóðfélagi er ekki til neitt atvinnuleysi, samkeppnin um vinnuaflið sér fyr- ir því. íÞannig er kenningin, en slíkt þjóðfélag hefir bara aldrei verið til og mun aldrei verða til. ,,'Samkeppnin drepur samkeppnina“ skrifaði franski jafnaðarmaðurinn Proudhon á blóma- skeiði samkeppnisstefnunnr og hann hitti ein- mitt hitt naglann á höfuðið. Enda þótt kenningin um að eigingirnin, gróðavonin, sé hin eina eða a. m. k. langsterkasta hvötin til að leggja fram kratfta sína, sé ekki meira en brot úr sannleikan- um, þá er einmitt ljóst að hún, ásamt öðrum mannlegum hvötum, hlýtur að lama hina ótak- mörkuðu samkeppni. Hin takmarkalausa sam- keppni þýðir útrýming gróðans, sem einmitt var aðaltakmarkið með samkeppninni. Tækið kem- ur í veg fyrir að takmarkið náist. Slíkt tæki er vitanlega ónofchæft og er því kastað burt. iSamkeppnisstefnan gerir ráð fyrir algerlega óháðum einstaklingum, þar sem hver keppir við annan. En einstaklingarnir neita bara að koma fnam sem, eða að vera einstaklingar í viðskipt- um sínum, hefir enn einn merkur þjóðfélags- fræðingur sagt. Þeir bindast alls konar samtök- um sín á milli, sem takmarka samkeppnina, í því skyni að auka gróðann eða tekjur sínar. Og þeir ná jafnvel þegjandi samkomulagi um að takmarka samkeppnina. Þeir stofna ails kon- air félög og samtök, sem að vísu takmarka verulega frjálsræði hvers einstaklings, en veita lionum um leið sterkari aðstöðu gagnvart öðr- um einstaklingum og samtökum. En þjóðfélag, sem trúir á frelsi einStaklingsins getur ekki neytt menn til að bindast ekki samtökum, það er ekki hægt, að neyða menn til að vera frjálsa! Framleiðendurnir skilja að bezta ráðið til þess að auka gróða sinn er ekki ótakmörkuð sam- keppni, heldur samtök um takmörkun sam- keppninnar, þeir sjá að ibezta ráðið til þess að auka gróðann er ekki að auka framleiðsl- una, heldur að bindast samfcökum um að tak- marka hana, minnka hana, til þess að geta hækk- að verðið, að skapa skort á vörum í stað þess að skapa auðlegð. iÞannig er slagorðið um hina frjálsu sam- keppni í framkvæmd, það er staðleysa, (utopía.> Og hvernig er það með einkarekstur atvinnu- fyrirtækjanna? Einnig þar er auðvalds þjóðfé- lagið allt öðru vísi en kenningin ségir til um. Meira bg meira af framleiðslunni hefir fœrst yf- ir á stórfyrirtæki og hlufcafélög, þar sem „eigend- urnir“ koma hvergi nærri framleiðslunni, og geta aðeins á mjög óbeinan hátt haft hönd í bagga með rekstrinum. Ef hver einstaklingur ætti sjálfur sín fram- leiðslutæki, þá væri skiljanlegt að hann reyndi að nota þau sem bezt og ná sem mestum af- köstum. En hin ómótstæðilegu lögmál tækninn- ar hafa lagt smáframleiðsluna að velli á hverju sviðinu eftir öðru. Allur þorri framieiðendanna hefir orðið að launþegum í annarra þjónustu. Að því leiðir m. a. að sú hvötin, sem að dómi samkeppnisstefnunnar er hin sterkasta driff jöð- ur framleiðslunnar, óskin um sem mestan arð af vinnu sinni, fær ekki notið sín á sama hátt og hjá þeim, sem vinna fyrir sjálfa sig. Að vísu gera samikeppnismenn of mikið úr þessari hvöt, eigingirninni; það eru einnig aðrar tilfinn- ingar, sem fá menn til að vinna vel störf sín, skylduræknin, vinnugleðin o. s. frv. En lögmál eigingirninnar eins og samkeppnisstefnan lýsir því, getur ekki notið sín, nema að litlu leyti, til þess að tryggja sem mesta framleiðslu, þar sem öllum' þorranum af þáfcttakendum fram- leiðslunnar, launþegunum, er greitt sama kaup, hvort sem þeir framleiða mikið eða lítið. Þann- ig er kenningin um hina mest hugsanlegu fram- leiðslu í auðvaldsþjóðfélagi, einnig byggð á sandi, ef hún er skoðuð fró þessu sjónarmiði, einnig hún er staðleysa, (utopía). * En hvernig myndi þetta viðfangsefni horfa við í samvirku, sósialistisku þjóðfélagi, þar sem þeir, sem að framleiðslunni vinna, ættu raun- verulega sjálfir framleiðslutækin, sem þeir vinna með, þar sem framleiðslan væri þjóðnýtt? Þar vita launþegarnir að afraksturinn af vinnu þeirra tilfellur ekki neinni eignastétt, sem geti krafið þá um hluta af afrakstrinum af vinnu þeirra, í krafti eignaréttar síns á framleiðslu- tækjunum. Þeir vita að því meir sem þeir leggja fram krafta sína, því betur sem þeir vinna störf sín, því meiri verður framleiðslan, sem gengur heil og óskipt til þeirra, sem að henni vinna. Þeir eru að vinna fyrir sjálfa sig. Þess- 6 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.