Árroði - 01.05.1944, Page 7
JÓN BLÖNDAL
Staðleysa auðvaldsskipulagsins
Hinn frægi brezki rithöfundur Bernhard Shaw
hefir eitt sinn komist að orði eitthvað á þá leið,
að af öllum staðleysum (utopia) á sviði þjóðfé-
lagskerfa, sem fram hafi komið, sé auðvalds-
skipulagið (kapitalisminn), óraunhæfasta stað-
leysan. Vitanlega á hann hér ekki við sjálft þjóð-
félagsskipulag auðvaldsins, sem vissulega er
raunveruleiki, er segir til sín, heldur það hug-
mynda- eða hugsjónakerfi, sem formælendur
auðvaldsskipulagsins hafa haldið og halda að
almenningi í áróðri sínum fyrir ágæti hinna ríkj-
andi þjóðskipulagshátta. Það er þetta þjóðfélags-
kerfi, sem aldrei hefir verið annað, en óraun-
hæf staðleysa, óskadraumiur, sem aldrei hafði
neina möguleika til að rætast.
Allir þekkja slagorð þessa hugmyndakerfis,
frjáls samkeppni, framtak einstaklingsins, ein-
staklingsrekstur á sviði framleiðslunnar. í þessu
þjóðfélagi keppa einstaklinarnir, hver við ann-
an um að framleiða sem bezta og ódýrasta vöru
'forstjóranna. Vinnustúlkurnar voru kátar og
spaugsamar, en verst þótti honum að fara aft-
ur og aftur á sama staðinn og kaupa rjóma-
kökur og berlínarbollur!
En nú var vinnu hætt þennan föstudag og
fólkið átti frí daginn eftir og ætlaði í skemmti-
ferð austur á Þingvöll. Bara að það yrði gott
veður! Margir litu til lofts og allir spáðu góðu
veðri.
Verkafólkið hafði safnast í portinu hjá bíl-
unum og var að tala um, hverjir ættu að vera
saman í bíl.
„Hefir þú komið til Þingvalla, Hreiðar?“
spurði Pétur; hann var líka sendisveinn, tveim-
ur árum eldri en hinn.
,,Nei“, sagði Hreiðar.
„Ég fór þangað í fyrsta skipti í fyrra. Það
«r ákaflega gaman að koma þangað. Ég á að
vera í fyrsta bílnum. Hvar átt þú að vera?“
,,Ég veit það ekki“, sagði Hreiðar.
Bnn þurfti að snúa Hreiðari ýmislegt, þótt
aðrir væru hættir að vinna og hann gerði sér
far um að vera íljótur í öllum ferðum.
Hreiðar bað um að fá lánaða kænuna um
kvöldið og það var veitt umyrðalaust. Hann
reri einn út að kolabarkinum og veiddi vel,
nokkra þyrsklinga og litla lúðu! Það var góður
fengur. Mamma hans varð ákaflega glöð, þeg-
ar hún sá hana.
Það var. ekki nákvæmlega rétt, sem sagt
var í upphafi sögunnar, að „allt starfsfólkið“
ætlaði að fara í skemmtiferðina. Einn maður
varð að vera eftir og gæta símans og sá var
til þess valinn, sem ekki kærði sig um að fara.
Hreiðar þurfti að snúast fyrir ferðafólkið
um morguninn, rétta því ýmislegt upp í bílana
og fara með skilaboð á milli þeirra. Loks var
allt tilbúið og allir komnir í sæti sín. Þá var
lagt af stað og veifað glaðlega til þeirra, sem
eftir urðu.
Það var einn maður, sem ekki langaði til
að fara — og lítill, þrettán ára drengur, sem
sem aldrei hafði séð Þingvelli og engum
hafði dottið í hug að bjóða að vera með.
ÁRROÐI 5