Árroði - 01.05.1944, Síða 12

Árroði - 01.05.1944, Síða 12
GUNNAR VAGNSSON Hið nýja landnám Okkur er kennt, að liðin séu 1070 ár frá því er Ingólfur Amarson nam hér land. Þá hófst landnám hið fyrra. Það var fólgið í því, að landnámsmennirnir völdu sér bæjarstæði, byggðu hús handa mönnum og skepnum, og komu sér upp bústofni. Mannijöldinn jókst stöðugt, og mun hann hafa komizt upp í full- an helming þess, sem 'hann er nú. Þannig liðu þúsund ár. Mannfjöldinn var að þeim tíma liðnum sennilega mjög svipaður því, sem hann varð mestur á landnáms- og sögu- öldinni. En landsmenn voru að mörgu leyti lítið betur settir en forfeður þeirra fyrir þús- und árum, og að sömu leyti verr. Á þessum tíma hafði jarðargróður minnkað. Hið ræktaða land hafði verið rányrkt öldum saman. Skóg- arnir höfðu verið höggnir upp, og landsmenn áttu nú orðið engin skip. Árið 1874, á þúsund ára afmæli fyrstu byggðar á íslandi, var þessi þjóð ekki fátæk, heldur blásnauð að veraldlegum auði. En hún var ekki blásnauð samt. í ljóðum Jónasar átti hún fjársjóðu, sem reynast myndu verðmæt- ari en allt heimsins gull, því að þeir voru „hjartams auður“. Og annað átti hún, það, sem allar þjóðir hafa átt og munu eiga, svo lengi sem nokkur þjóð verður órétti beitt: Hún átti frelsishetju. Hvatningarorð hennar voru að vekja þjóðina af aldalöngum svefni, og æfi- starf hennar tók að bera ávöxt í því, að roða sást fyrir degi í frelsisbaráttu hennar. Þá hófst hið nýja landnám, og því er ekki lokið enn. Það landnám er margþætt, mark- miðin, sem að er stefnt, er ekki eitt, heldur mörg. í fyrsta lagi: íslendingum verði tryggt stjórn- arfarslegt sjálfstæði. Lokaþáttur þeirrar bar- áttu er þegar hafinn, og það er ekki nema tæpur mánuður, eitt einasta augnablik úr æfi íslenzku þjóðarinnar, þar til við fáum að svara þeirri spurningu, hvort við viljum að ísland verði í framtíðinni stjómarfarslega óháð öðr- um ríkjum. En sá, sem í fullri alvöru segir nei við þeirri spurningu, gæti með góðri samvizku sagt, að Jón Sigurðsson hafi til einskis lifað, og hver er sá íslendingur, sem það getur? En þótt sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar ljúki að forminu til innan skamms, þá lýkur henni í reyndinni aldrei, meðan íslenzk tunga er töluð á frónskri grund. Það er hægara að afla fengins fjár en gæta þess, og hamingjan hjálpi íslendingum, ef þeim veitist erfiðara að gæta hins stjórnarfarslega sjálfstæðis síns en þeim hefur veitzt að afla þess, svo torsótt, sem það hefur verið. Það annað, sem tryggja þarf, er fjárhags- legt sjálfstæði. Verndun hins stjórnarfarslega sjálfstæðis er að öllu undir því komin, hvem- ig til tekst um tryggingu hins fjárhagslega sjálfstæðis. Hversu vel sem breytt er gagn- vart þeim einstakling, sem ekki er fjárhags- lega sjálfstæður, þá hlýtur hann, svo framar- lega að hann sé andlega heilbrigður, að hafa það á tilfinningunni, að hann sé ekki hlut- gengur í mannlegu samfélagi. Á sama hátt hlýt- ur þeirri þjóð að fara, sem ekki getur séð sér farborða af eigin rammleik. Það þriðja, sem tryggja þarf, er fjárhags- legt sjálfstæði þegnanna. Fjárfiagslegt sjálfstæði og velmegun þegn- anna leiðir af sér fjárhagslegt sjálfstæði lands- ins, sem aftur er grundvöllurinn undir stjórn- arfarslegu sjálfstæði þess, m. ö. o.: Stjórnar- farslegt sjálfstæði er afleiðing fjárhagslegrar velmegunar þegnanna, en ekki örsök hennar. Það er því ekki lítið í húfi, ef alvarleg mistök verða í þeim framkvæmdum, sem afkoma þjóðfélagsþegnanna er undir komin. Frumskilyrðið til þess að afkomu þegnanna sé borgið er hagnýting allra landsins gæða til hins ýtrasta. Ekki einungis þeirra, sem þjóðin hefir byggt á afkomu sína undanfarið, heldur einnig þeirra, sem enn þá hafa ekki verið hag- nýtt, en orneð fullri vissu má þó segja uim að fyrir hendi séit. Enn eru flest fallvötn lands- ins óbeizluð, þótt virðingarverður áhugi ríki nú bæði hjá einstaklingum og hinu opinbera um framkvæmdir í þá átt. Með hentugum virkjunum mætti að miklu leyti útrýma kuld- anum og myrkrinu úr híbýlum íslendinga. Enn er ekki útilokað að dýrmæt efni kunni að leyn- ast hér í jörðu, og víst er að minnsta kosti að í andrúmsloftinu eru þau efni, eins og armars staðar á jörðinni, sém nauðsynleg eru við rækt- un landsins, en eru flutt inn í stórum stíl. Enn er tækni okkar í landbúnaði ákaflega ábóta- vant, enn eru stór landsvæði ónumin, enda 10 ÁRROÐI

x

Árroði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.