Árroði - 01.05.1944, Qupperneq 14

Árroði - 01.05.1944, Qupperneq 14
6TLFI Þ. GÍSLASON ' Tímarnir breytast . Hugmyndir manna um það, hvað sé rétt og rangt í félagsmálefnum, taka skjótari stakka- skiptum en oft er ætlað. Það gleymist ekki ó- sjaldan, að ýmislegt það, sem öllum finnst nú sjálfsagt, hefir mörgum og jafnvel flestum fund- izt fjarstæða fyrir fáeinum áratugum. Og það ihefir átt sér stað fyrr á öldum og verið talið eðli- legt og rétt, sem nú yrði talið óþolandi og arg- asti óréttur. í lýðræðisríkjum er það nú tal- ið sjálfsagt, að allir njóti jafnréttis í stjórnmál- um, og svo er hér á landi. Jafnvel í einræðis- ríkjunum, þar sem kosningarétturinn er að vísu ekki mikils virði, er hann þó óvíða takmarkað- ur. En það virðist sjaldan hvarfla að mönnum, friversu skammt er síðan það þótti fjarstæða, að allir hefðu kosningarétt. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan almennur kosningaréttur var fyrst leiddur í lög, og átti það sér stað í nokkr- um fylkjum í Sviss. í Bretlandi, sem nú er talið öndvegisland lýðræðisins, var kosningaréttur -lengi vel mjög takmarkaður og gekk að erfðum og varð ekki almennur fyrr en 1318. Þegar styrj- öld sú, sem nú geisar, skall á höfðu konur ekki kosningarétt í ýmsum löndum, sem þó töldu sig í fylkingarbrjósti lýðræðisríkja, og í flestum þeim Evrópulöndum, þar sem þær nutu þessa rettar, höfðu þær ekki fengið hann fyrr en við lok fyrri heimsstyrjaldarinnar. Hér á íslandi er nokkurn veginn almennur kosningaréttur aðeins tæpra 30 ára gamall. Fram til 1915 voru konur og hjú öll svipt kosningarétti. Og þangað til fyr- ir 10 árum varðaði það missi þessa réttar að þiggja af sveit, svo að fullkomlega almennur kosningaréttur er hér í rauninni aðeins 10 ára gamall Þótt almennur kosningaréttur sé í heiminum öllum ekki eldri en rúmra hundrað ára og hér á landi liðlega þrítugur, finnst mönnum hann nú svo sjálísagður, að fáir eða engir myndu mæla því bót, að aftur yrði tekið að takmarka hann. Menn undrast jafnvel stórum, að það skuli ekki ávallt hafa verið talið sjálfsagt, að allir mættu taka jafnan þátt í kosningum um stjórn sam- eiginlegra mála sinna. En eins er vafalaust með ýmislegt í þjóðfélagsháttum okkar nú, að menn munu eftir fáeina áratugi eða jafnvel fáein ár furða sig á því, að þvílíkt hafi verið látið við- gangast, og verða sammála um réttmæti þess, sem nú er um deilt og jafnvel talið ranglátt. Ójöfnuður í efnahagsmálum er eitt höfuðein- kenni þess þjóðskipulags, sem við eigum við að búa. Sumir telja þennan ójöfnuð jafnframt eina af höfuðávirðingum þjóðskipulagsins, en aðrir telja hann óhjákvæmilegan og raunar alls ekki svo ranglátan, þar eð hann sé ekki meiri en svar- ar til misjatfnra hæfileika mannfólksins. Þeirri röksemd sést og ekki ósjaldan brugðið á loft, að „erlendar þjóðmálastetfnur“, sem hafi jöfnuð eigna og tekna að höfuðmarkmiði, eigi ekkert er- indi til þessa lands, því að hér sé enginn ójöfn- uður svo að teljandi sé, enginn stórauður og engin örbirgð. Það eru ósannindi, sem alltof margir trúa, að hér á landi sé lítill ójöfnuður í efnahagsmálum. Samkvæmt opinberri skýrslu um tekjur í Reykjavík árið 1934, hefir rúmur helmingur bæjarbúa eða 55% þeirra haft aðeins % hluta eða 17% allra tekna bæjarbú- anna, en tæpur helminguir þeirra eða 45% 12 ÁRROÐI -

x

Árroði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.