Árroði - 01.05.1944, Blaðsíða 20

Árroði - 01.05.1944, Blaðsíða 20
Ný útgáfa af Heimskringlu Snorra Sturlusonar Hinn sívaxandi áhugi þjóðarinnar fyrir íslenzkum bókmenntum og þó sérstaklega fornbókmenntum, er glæsilegt tákn um vakandi sjálfstraust hennar og iþjóðernisvitund. Fer á vel á því, að sá áhugi láti á sér bera einmitt nú, er öll þjóðin býr sig undir að verða stjórnarferslega alfrjáls. Helgafellsútgáfan hefir um þessar mundir í undirbún- ingi vandaða útgáfu á einu glæsilegasta öndvegis- verki norræns anda, Heimskriglu Snorra Sturluson- ar. Hefir útgáfan fengið leyfi til að nota um þrjú hundruð myndir, er sex frægustu málarar Norðmanna gerðu fyrir síðustu aldamót í hina stóru, norsku heim- ilisútgáfu af Heimskringlu og munu þær hafa átt sinn þátt í því að greiða götu þessa mikla snilldar- verks inn á svo að segja hvert einasta norskt heim- ili, enda eru myndirnar hin ágætustu listaverk og ein stakar í sinni röð. Það hefir lengi verið oss mikil vanvirða, hversu þetta höfuðafrek frægasta og mesta ritsnillings íslendinga hefir fram að þessu verið í fárra höndum í sjálfu ætt- landi höfundarins, þó Heimskringluútgáfa Fornrita- félagsins, sem hafin er fyrir nokkrum árum, kunni að hafa bætt þar nokkuð úr. Aldrei hefir þó verið brýnni þörf á því en einmitt nú, að æskulýður lands- ins kynnist slíku riti og sæki þangað heilbrigðan metnað og ást á tungu sinni og þjóðerni. Það er því í alla staði vel til fundið, að þessu fullveldisári verði fagnað með vandaðri og veglegri útgáfu þessa ómet- anlega ísleinzka snilldarverks.

x

Árroði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árroði
https://timarit.is/publication/758

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.