Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
2 LesbókSKOÐANIR
E
in besta fréttin á
aðventunni var um
móttökurnar sem
lítill hópur mótmælenda
fékk á Bessastöðum
tveimur dögum fyrir jól.
Óhætt er að segja að
það hafi verið snjallt hjá
forsetanum og konu
hans að bjóða þeim til
stofu til að þiggja veit-
ingar og ræða málin.
Með þessu sýndu forsetahjónin góðan skilning á
mannlegu eðli, þ.e. að flest okkar eiga erfitt með
að sýna annað en kurteisi þegar við mætum
góðu viðmóti. Með viðbrögðum sínum vildu þau
sjálfsagt einnig sýna í verki að Bessastaðir eru í
raun öllum opnir. Jafnvel þeim sem þar birtast
með grímur fyrir andlitunum. Hér var ekki læðst
út bakdyramegin eða ljósin slökkt.
Frá hruninu hefur forsetinn, líkt og aðrir
áhrifamenn í þjóðfélaginu, verið gagnrýndur
vegna tengsla sinna við íslenskt atvinnulíf.
Hæðst er að því að hann tali ótæpilega í síma,
haldi dýrar veislur og eyði miklu í ferðalög. Til
samanburðar væri gaman að sjá tölur fyrir önnur
ráðuneyti og bera saman við kostnað vegna for-
setaembættisins. Varla yrði þó látið að því liggja
í slíkum fréttum að ráðherrar einir tali í síma í
ráðuneytunum eða ferðist án föruneytis eins og
mátti skilja að forsetinn gerði þegar fréttir af
kostnaði vegna starfa hans voru sagðar.
stefosk@hi.is
S
ennilega var kvikmynd Michaels Ha-
neke, Caché (Falinn), ein af bestu
myndum ársins 2005 en hún er
sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld kl. 22.35.
Myndin segir frá miðaldra millistétt-
arhjónum í París sem fá sendar mynd-
bandsspólur með upptökum af sjálfum sér
frá ónafngreindum manni. Líf þeirra er á
yfirborðinu slétt og fellt en þessi truflun
flettir ofan af ýmsum atburðum og kennd-
um sem hjónin hefðu viljað halda út af fyr-
ir sig.
Haneke skoðar líf hjónanna af stökustu
nærfærni. Myndin verður aldrei beinlínis
aðgangshörð við viðföng sín en í „hlut-
lausu“ auga myndavélarinnar getur verið
falinn ótrúlegur afhjúpunarmáttur.
Aðalhlutverkin eru í höndum Daniel Au-
teuil og Juliette Binoche. Annar eins leik-
ur hefur varla sést á hvíta tjaldinu á und-
anförnum árum.
Á Cannes-hátíðinni 2005 var myndin til-
nefnd til Gullpálmans, hún fékk verðlaun
fyrir bestu leikstjórn, var valin besta
mynd hátíðarinnar af gagnrýnendum og
hlaut sérstök verðlaun dómnefndar. Þá
vann hún Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í
mörgum flokkum og var kjörin Besta
mynd Evrópu. throstur@mbl.is
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 PrentunLandsprent
Í
slendingar stóðu einnig höllum fæti fyrir
réttum 200 árum. Napóleonsstyrjald-
irnar 1800 til 1814 einangruðu landið,
Danir áttu í stríði við Breta og misstu
að miklu leyti tengslin við landið, nauð-
synjavörur bárust seint og illa til landsins,
erlendir menn fóru ránshendi um landið, Ís-
lendingar voru ekki sjálfbjarga þjóð, eins og
Trampe greifi orðaði það. Að auki var ald-
arfar spillt á landinu, eins og Anna Agnars-
dóttir segir í níunda bindi Sögu Íslands sem
kom út rétt fyrir jól. Nítjánda öldin hófst á
Sjöundármorðunum, árið 1827 átti Kambsr-
ánið sér stað og morðin á Natani Ketilssyni
og Fjárdráps-Pétri voru framin ári seinna
(sjá nánar á síðu 10 í Lesbók í dag).
Árið 1809 var sögulegt, ekki síst fyrir
valdatöku Jörgens Jörgensen, byltinguna
eins og hún var kölluð. Hún stóð þó ekki
nema í tvo mánuði og hefur löngum þótt
ein sú hlægilegasta sem sögur fara af. En
hver var ástæða hennar? Jú, auðvitað versl-
unarhagsmunir Breta. Hindranir sem
Trampe greifi hafði lagt í veg fyrir ensku
verslunina á Íslandi kölluðu á viðbrögð frá
Bretum. Og aðgerðin hafði sín áhrif, eftir
hana gekk verslun Breta hérlendis mun bet-
ur. Fyrir Íslendinga hafði byltingin hins veg-
ar lítil sem engin góð áhrif, nema hvað
tukthúsið var tekið í gegn og stendur
reyndar enn fyrir sínu.
Íslendingum var ekki hlátur í hug þessi
fyrstu ár nítjándu aldarinnar þótt hlegið
væri að þeim fyrir að beygja sig undir hann
Jörund. Ríkisgjaldþrot varð 1813, verðbólga
og vöruskortur fylgdu og skipt var um
mynt. Þjóðin þurfti að bjarga sér sjálf.
Magnús Stephensen gaf út lítið kver, Hug-
vekju til góðra innbúa á Íslandi, sem fjallaði
um það hvernig Íslendingar gætu bjargað
sér með því að nýta það sem náttúran
bauð, svo sem söl, ætiþang, fjallagrös, skel-
fisk, lax og hrossakjöt – ekki ólíkur matseð-
ill og finna má í bók Rúnars Marvinssonar,
Náttúran sér um sína, nú tveimur öldum
síðar.
Upp úr þessum hörmungum í byrjun
nítjándu aldar tóku Íslendingar að berjast
fyrir sjálfstæði sínu. Ísland okkar tíma var
að verða til. Núna stendur þjóðin frammi
fyrir því verkefni að búa til nýtt Ísland.
Sagan endurtekur sig
Íslendingum var heldur ekki hlátur í hug fyrstu ár nítjándu aldarinnar
VITINN
ÞRÖSTUR HELGASON
Jörgen 200 ár eru frá tveggja mánaða
valdatíð Jörundar hundadagakonungs.
H
ver er munurinn á frétt og sögu-
burði? Eflaust er til fræðileg skil-
greining á muninum á þessu
tvennu en í mínum huga felst hann
helst í því að án traustra heimilda getur
kjaftasaga ekki orðið að frétt í ábyrgum
fjölmiðlum. Af hverju minnist ég á þetta?
Ástæðan er sú að nú á miklum óvissutím-
um er sú hætta fyrir hendi að fjölmiðlar
sýni óðagot við að segja fréttir í ljósi mik-
illar gagnrýni á þá að undanförnu. Dæmi
um þetta eru þó nokkur á síðustu vikum.
Fyrst má nefna frétt RÚV um að heim-
ildir fréttastofunnar hermdu að skipt yrði
um ráðherra í ríkisstjórn fyrir jól eða ára-
mót. Nöfn þeirra sem áttu að hætta voru
nefnd og í þeirra stað voru líklegir eft-
irmenn nefndir. Í framhaldinu spunnust
frekari umræður um ráðherraskiptin sem
sumir fögnuðu; e.t.v. vegna þess að breyt-
ingar á ríkisstjórn hefðu farið gegn kyrr-
stöðunni sem svo mjög er kvartað yfir. Nú
eru jól gengin í garð og ekkert bólar á ráð-
herraskiptum enda kom á daginn þegar
oddvitar ríkisstjórnarinnar voru spurðir
um málið rúmri viku síðar að það stóð ekki
til. Sérstaklega ekki innan Sjálfstæð-
isflokksins ef rétt er ráðið í muninn á svör-
um Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur. Hvernig stóð þá á fyrri
frétt? Var eitthvað sem breyttist eða
reyndust heimildarmenn RÚV litlu áreið-
anlegri en Gróa á Leiti? Varð fiskisaga að
frétt?
Hér er ekki verið að gagnrýna að fjallað
sé um hugsanleg ráðherraskipti í rík-
isstjórn en ábyrgur fjölmiðill verður að
gæta þess að gera skýran greinarmun á
vangaveltum og fréttum af atburðum og
fólki. Í netheimum ganga miklar sögur um
spillingu fjármála- og stjórnmálamanna og
heljartök þeirra á bankakerfinu. Keppast
menn við að bæta við söguflóruna.
Angi af þessu hefur ratað á síður Morg-
unblaðsins. En gera verður aðrar og stífari
kröfur til blaðsins um góða heimildarvinnu
en til bloggara. Vafi leikur þó á að svo
hafi t.d. verið raunin í fréttarskýringu
Morgunblaðsins um aðkomu KPMG að
viðskiptum íslenskra fjárfesta í Króatíu. Í
henni var saga sögð með augum manns
sem taldi sig hlunnfarinn af viðskipta-
félaga sínum og tveimur nafngreindum
starfsmönnum fyrirtækisins. Þetta mál er
nú rekið fyrir dómstólum og starfsmenn-
irnir og viðskiptafélaginn bera af sér sak-
ir þótt varla kæmi það fram í fréttinni
heldur í athugasemdum sem blaðið birti
síðar með skilaboðum frá ritstjórn um að
þær breyttu litlu um niðurstöðuna. Í
þeim orðum felst auðvitað að ritstjórnin
treystir sér til að kveða upp dóm löngu
áður en málið verður til lykta leitt hjá
dómstólum. Um svipað leyti birtust einn-
ig í Staksteinum, sem flestir vita að er
nafnlaus dálkur, getgátur um siðleysi
starfsmanna fyrirtækisins og aðrar dylgj-
ur.
Hér beinist gagnrýnin ekki að því að
fjallað sé um vinnubrögð endurskoð-
unarfyrirtækja og þær aðferðir sem end-
urskoðendur vinna eftir. Þvert á móti því
fólk þyrstir í fróðleik um íslenska við-
skiptahætti. En ábyrgur fjölmiðill á ekki
að vera dómstóll götunnar heldur gæta
þess að skýra frá öllum sjónarmiðum og
leitast við að greina samhengi hlutanna.
Hvert er það í fréttum Morgunblaðsins af
KPMG? Það er ekki gott að segja. Marg-
ir minnast enn þess gífurlega kjaftagangs
sem fór af stað með hvarfi Geirfinns. Þar
voru ótrúlegustu sögur sagðar og ýmsar
þeirra rötuðu á síður dagblaðanna. Alsak-
laust fólk þurfti að lifa í skugga orðróms
og illmælgi sem seint fennti yfir. Af því
ættum við að hafa lært að aðgát skal höfð
í nærveru sálar en ekki síður það að
sögusagnir einar megna ekki að upplýsa
mál. stefosk@hi.is
Fiskisaga verður frétt
Morgunblaðið/Sverrir
Skipti? Stóð ekki til að hafa ráðherraskipti? Nei, það stóð ekki til.
FJÖLMIÐLAR
STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR
En ábyrgur fjölmiðill
á ekki að vera dóm-
stóll götunnar held-
ur gæta þess að
skýra frá öllum sjón-
armiðum og leitast
við að greina sam-
hengi hlutanna.
ÞETTA HELST
Snilldarbragð
forsetans
Bessastaðir „Hér var
ekki læðst út bakdyra-
megin eða ljósin slökkt.“
Meistaraverk
Hanekes
Ríkissjónvarpið í kvöld
MEÐMÆLIN