Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 11
Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Á fyrri hluta síðasta árs skrifaði ég greinaflokk um íslenskar bók- menntir á tímum hins óljósa í Les- bók. Í lok fyrstu greinarinnar sagði: „Bókmenntirnar glíma nú við stórar spurningar um veruleika sem virðist vera að hverfa, siðferði sem virðist vera á undanhaldi, pólitík sem virðist hafa minni og minni þýðingu í samfélaginu, hug- myndafræði sem virðist yfirgnæfa alla hugsun, menningu sem virðist ekki ná utan um sjálfa sig, tíma sem virðast óljósir að nánast öllu öðru leyti en því að okkur líður herfilega vel.“ Þetta hefur breyst. Skipið er sokkið. Og við erum á sundi. Það er ekkert óljóst við það. Okkur líður svo sem ekki illa og veruleikinn er enn ekki allur þar sem hann er séður, en við höfum fengið staðfestingu þess að siðferði er ábótavant, pólitíkin hafði augljóslega litla sem enga þýðingu en hefur nú náð vopnum sínum (án þess að það sé endilega fagnaðarefni), hug- myndafræði frjálshyggjunnar sem yfirgnæfði alla hugsun í árafjöld er nú dregin í efa (sem er fagnaðarefni) og það er kominn (nýr) hljóm- botn í menninguna. G(r)óðærið smitaðist vissulega út í menning- arlífið, þangað bárust meiri peningar en áður gerðist. Að vísu eru bókmenntir ekki fjárfrekur bissniss. Samt átti að reisa nýtt hús utan um handritin og íslensk fræði, en því hefur líklega verið slegið á frest nú. Og útgáfa hefur lengi ekki verið jafn ræktarmikil og síðustu tvö ár. Yfir átta hundruð bækur voru gefnar út hvort árið. Ef frá er talinn pólitíski geirinn og op- inber rekstur þá hafa fá svið þjóðlífsins haldið jafn vel í horfinu eftir hrunið og bókaútgáfan. Hvernig við lásum Áhrif kreppunnar sáust hins vegar strax á því hvernig við lásum bókmenntirnar. Ein af al- bestu bókum ársins, Hvert orð er atvik eftir Þorstein frá Hamri, talaði þannig beint inn í tímann með áherslu sinni á mátt orðsins, á gömul gildi sem skáldið telur að sé að verða of seint að hlúa að, á efasemdir um stórar hug- myndir og endanleg svör, um hina nýju vitn- eskju sem menn væðast og brynja sig með. Bók Þorsteins varð pólitískari en flestar fyrri bæk- ur hans vegna samhengisins. Hið sama má segja um skáldsögu Steinars Braga, Konur, sem er vissulega sterk útmálun á ástandinu fyrir hrun en sprengikraftur bók- arinnar – sem hefði þolað meiri yfirlegu – verð- ur til í samspili við ástandið sem skapaðist í landinu skömmu fyrir útkomu hennar. Rökkurbýsnir eftir Sjón er líka gott dæmi um bók sem lesa má inn í ástandið, enda sterk siðferðileg undiralda í textanum og hug- myndafræðileg átök tveggja heima sem skella saman. Umfram allt er Rökkurbýsnir þó fal- lega spunnin skáldsaga og staðfestir stöðu höf- undarins meðal fremstu sagnahöfunda samtím- ans. Það er annars merkilegt að íslenskum rithöfundum tekst iðulega best upp í sögu- legum skáldsögum. Glæpasaga Ævars Arnar Jósepssonar, Land tækifæranna, sýndi að bókmenntirnar geta brugðist hratt við. Sagan gerist beinlínis í októ- ber og nóvember 2008, þegar hrunið á sér stað. Hér er vafalítið kominn einn besti krimmi síð- ustu ára, ekki bara fyrir þessa hressilegu snerpu heldur líka vegna þess hvernig höfundi tekst að flytja tímann inn í textann með tals- málskenndum stíl. Deigla Fyrstu greinina í fyrrnefndum greinaflokki hóf ég á að segja að bókmenntir tímans læknuðu ekki, þær færðu okkur engar lausnir en þær könnuðu sárin, eins og Hannes Hafstein talaði um að bókmenntir í lok nítjándu aldar gerðu, þær sýndu og greindu og túlkuðu. Þetta grein- ingarhlutverk bókmenntanna verður fyrirferð- armeira í ástandinu sem komið er upp. Og þar koma bókmenntirnar reyndar vel undirbúnar til leiks. Ef hugmyndafræðileg um- ræða hefur verið einhver á undanförnum lá- deyðuárum þá hefur hún átt sér stað í bók- menntum, listum og að einhverju leyti í fræðum og grasrótarhreyfingum. Hún hefur að minnsta kosti ekki farið fram á vettvangi meg- instraumspólitíkur og -fjölmiðla, þar hafa allir verið sammála. Niðurstöður Greinarnar um bókmenntir á tímum hins óljósa áttu að verða tíu en aðeins níu birtust. Ein- hverra hluta vegna heyktist höfundur á nið- urstöðunni. En í raun er auðvelt að komast að niðurstöðu. Maður þarf ekki annað en orða hana. Ég gæti til dæmis sagt að Fyrir kvöld- dyrum og Hvert orð er atvik séu bestu ljóða- bækur sem komið hafa út það sem af er öldinni. Ég gæti líka sagt að Sendiherrann eftir Braga Ólafsson, Rökkurbýsnir og Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson séu áhugaverðustu skáldsögurnar. Að stíll Jóns Kalmans búi yfir sterkasta karakternum. Að ljóðinu verði óhætt í höndum Gerðar Kristn- ýjar, Sigurbjargar Þrastardóttur, Kristínar Svövu Tómasdóttur, Kristínar Eiríksdóttur, Sölva Björns Sigurðssonar (sem átti þýðingu ársins, Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud) og Ófeigs Sigurðssonar (sem sendi frá sér tvær merkilegar ljóðabækur á árinu) næstu áratug- ina. Að skáldsagan eigi eftir að blómstra í höndunum á Eiríki Guðmundssyni, Auði Jóns- dóttur, Hermanni Stefánssyni og Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Ég get staðið við þetta allt. Íslendingar eiga um þessar mundir forvitnilegri hóp rithöfunda og skálda en oftast áður. Thor og Guðbergur eru meðal merkustu skáldsagnahöfunda og svo eru það Einar Már, Gyrðir og Pétur Gunn- arsson. Íslensk ljóðskáld standa framarlega, Matthías Johannessen, Þorsteinn frá Hamri, og svo kynslóðin sem í raun breytti íslenska ljóðinu, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurð- ardóttir og Þórarinn Eldjárn. Sjón gaf út eina bestu ljóðabók síðustu ára í fyrra, Söng steina- safnarans, og Kristín Ómarsdóttir og Óskar Árni Óskarsson eru sér á parti. Á þessu ári spruttu svo fram óvenjumikil efni á borð við Magnús Sigurðsson (Hálmstrá og Fiðrildi, mynta og spörfuglar Lesbíu), Kári Páll Ósk- arsson (Með villidýrum) og Emil Hjörvar Pet- ersen (Refur). En það var ekki ætlunin með greinaflokkn- um að komast að auðveldum niðurstöðum. Hugmyndin var að kanna um hvað íslenskar bókmenntir fjalla nú á tímum, hvað þær segja um okkur, um þetta samfélag, um þennan heim. Þetta hefur sennilega ekki tekist, en að sinni verður þetta látið nægja: Íslenskar bók- menntir hafa á undanförnum árum verið inn- hverfar, rannsakað möguleika skáldskaparins, veruleikann sem sprettur af orðunum – og var þegar öllu er á botninn hvolft sennilega hald- meiri en þær skýjaborgir sem risu í samfélag- inu. En nú standa þær frammi fyrir því verk- efni að bjarga drukknandi þjóð af sundi. Til þess búa þær að tungumáli sem þeim hefur tekist að rækta þrátt fyrir, að mörgu leyti, óvil- hallt umhverfi útrásarbýsna og auðhyggju- nauða. Það eru mjög spennandi tímar fram- undan. Morgunblaðið/Valdís Thor Sjón Rökkurbýsnir staðfestir stöðu höfundarins meðal fremstu sagnahöfunda samtímans. Morgunblaðið/Kristinn Þorsteinn frá Hamri Hvert orð er atvik var ein besta bók ársins. Nýtt verkefni En nú standa þær frammi fyrir því verkefni að bjarga drukknandi þjóð af sundi. Til þess búa þær að tungumáli sem þeim hefur tekist að rækta þrátt fyrir, að mörgu leyti, óvilhallt um- hverfi útrásar- býsna og auð- hyggjunauða. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Lesbók 11ÍSLENSK MENNING 2008 | BÓKMENNTIR E inhvern tímann sagði enskur sagnfræð- ingur að skáldið væri sannasti sagn- fræðingurinn. Þessu svaraði franskur prestur með því að skáldsagnahöfundar væru yfirleitt stórlygarar. Flestir geta þó sennilega verið sammála um að það hefur verið skemmtilegt að lesa og hlusta á Einar Má Guðmundsson predika yfir landslýð og -herrum um það sem rithöfundar hafa kannski ekkert meira vit á en annað fólk, pólitík, ábyrgð, siðferði og efnahagsástand. Greinar hans hafa birst í Morgunblaðinu frá því skömmu eftir að hrunið varð. Þær hafa meðal annars fjallað um mun sannleika og lygi sem virðist ekki hafa verið ljós í munni stjórnmálamanna og áhrifamanna í viðskiptalífinu undanfarnar vikur. Langt er síðan rithöfundur hefur stigið fram með jafn afgerandi hætti í samfélags- umræðunni. Yngri skáld hafa líka látið á sér bera í umræðunni. Haukur Már Helgason er meðal stofnenda netblaðsins Nei! þar sem andófi hefur verið haldið úti. Og Nýhilingar hafa reyndar látið á sér bera í hópi herskárra mótmælenda. Skáld mótmæla Einar Már Mótmælti hástöfum. Einar Már Guðmundsson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.