Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 16
Skýrasta dæmið um þetta er líkast til Jó-
hann Jóhannsson sem keyrir sinn feril ytra
af mikilli list og nafn hans verður æ stönd-
ugra í heimi framsækinnar nútímatónlistar.
Plata hans Fordlândia kom út á síðasta ári
undir merkjum hins virta 4AD og er klár-
lega ein af plötum ársins.
Þróunin í þessa alþjóðavæddu átt hefur
verið stigvaxandi með hverju ári, ef menn
eru sæmilega að sér í veraldarvefsvafstri og
eru duglegir standa þeim flestar dyr opnar.
Sá aðili sem hefur verið mikill og góður
kyndilberi í þessum fræðum er hinn korn-
ungi Ólafur Arnalds sem beitir fyrir sig
dramatískri, naumhyggjulegri tónlist. Hann
hefur náð geysigóðum árangri erlendis, túr-
aði þrotlaust um allan heim á síðasta ári og
styrkti sig í sessi með hverjum mánuðinum
sem leið. M.a. fyllti hann Barbican-höllina
frægu í Lundúnum um mitt sumar, nær
óþekktur!
Bylting!
Það verður svo óneitanlega afar spennandi
að sjá hvað gerist á næsta ári í íslensku
tónlistarlífi. Það er ekki hægt að segja að
við séum að sigla inn í „business as usual“-
ár hérna. Að hversu miklu leyti á hið ótrú-
lega samfélagsástand eftir að marka þennan
anga listalífsins? Sjáum við fram á ein-
hverja byltingu, eitthvað glænýtt a la pönk-
ið 1977, sem spratt upp úr aðstæðum sem
voru ekki ósvipaðar og hér? Annað dæmi er
Færeyjar, en tónlistarlífið þar blómstr-
aði sem aldrei fyrr eftir að eyjarnar
fóru á hausinn. Ég trúi a.m.k. ekki öðru
en að á næstu mánuðum komi fram eitt-
hvað gott til að orna sér við í rúst-
unum …
Eftir Arnar Eggert
Thoroddsen
arnart@mbl.is
Þ
að sem helst stendur upp úr á
liðnu dægurtónlistarári er þetta:
Það stendur ekkert upp úr.
Hægan hægan, þessi setning er
alls ekki eins þreytt og dóma-
dagsleg og hún virðist í fyrstu.
Hún er þvert á móti heilsurík og hugvekj-
andi. Það að ekkert eitt hafi staðið upp úr
þýðir nefnilega að þetta ár var laust við
eitthvert eitt æði, einhvern einn hlut sem
greip alla þjóðina – börn, fullorðna og gam-
almenni – heljartökum og skyggði þar með
á svo margt annað gott sem í gangi er á
þessu enn furðu gróskumikla og gefandi
tónlistarlandi. Þetta var semsagt ekki ár
Sprengjuhallarinnar eða Mugison, það var
engin rapp- eða harðkjarnasprenging og
glaðbeittar poppstjörnur átu okkur ekki
með húð og hári. Hver skýringin er á slíku
hæglæti í hinum annars fríska og fjöruga
poppgeira er ómögulegt að segja til um en
þetta, skulum við segja, óvenjulega ástand
gaf betra svigrúm en oft áður til að vega og
meta virknina sem átti sér stað í hinum
ýmsu geirum og öngum hinnar alþýðlegu
músíkur. Athyglinni þurfti raunverulega að
dreifa víðar og ýmsir gullmolar sem annars
hefðu grafist undir einhverri bólunni urðu
því sýnilegri en ella. Þannig erjuðu hinir
ólíkustu listamenn sína spildu af einbeitni
og elju, án fums og fáts og árið gaf svo
sannanlega af sér margan prýðisgripinn.
Enginn reitur stríddi við þurrkatíð, sáð var
til góðs víðast hvar, hvort heldur um var að
ræða rokk (Dr. Spock, Reykjavík!, Morð-
ingjarnir, Mammút), öfgarokk (Celestine,
Agent Fresco), popp (Emilíana Torrini, FM
Belfast, Motion Boys) nýbylgjurokk (Sin
Fang Bous, Retro Stefson), rapp (Intro-
beats, Beatmakin’ Troopa) nýgilda tónlist
(Jóhann Jóhannsson, Ólafur Arnalds) eða
hina séríslensku, einstöku heimabrugguðu
tónlist sem blessunarlega þrífst vel sem
endranær (Pósthúsið í Tuva, best geymda
leyndarmál íslenskrar tónlistar í dag). Og
hér tæpi ég aðeins á helstu kjörgripunum,
athugið það.
Útgáfa og tónleikahald var þannig í raun
litlu minni en árið á undan, og það þrátt
fyrir að hagkerfi heillrar þjóðar hafi runnið
stórglæsilega á rassinn, svo glæsilega að
engin dæmi er um slíkt í mannkynssögunni
fyrr né síðar. Já, víst erum við að eilífu
heimsmeistarar í hverju því sem við tökum
okkur fyrir hendur, veri það gjaldþrot eður
tónlist …
Safnkassaárið
Það segir reyndar sitthvað um andblæ þess
árs sem nú er liðið að ef það er hægt að
sirka einhvern út sem mann ársins þá er
það höfuðsnillingurinn Páll Óskar Hjálmtýs-
son. Og þetta segi ég af því að útgáfa hans
þetta árið innihélt ekki nýtt efni heldur var
um að ræða glæsilegan safnkassa með fer-
ilsyfirliti, ekki nýja hljóðversplötu. Og mok-
aðist hann linnulítið út og varð að söluhæstu
útgáfu ársins. Magnaður árangur hjá Páli,
ekki síst með tilliti til árferðisins og þess að
hann stóð sjálfur að útgáfunni að öllu leyti.
Árið var reyndar giska mikið safnkassa-
og safnplötuár. Engu líkara en að tónlistar-
lífið eins og það leggur sig væri hreinlega
að taka sér smá pásu eftir brjálæðislegar
góðærisannir áður en haldið væri áfram
með nýsköpunina. Auk Páls komu út kassar
með Bergþóru Árnadóttur, Þursaflokknum
og Sálinni hans Jóns míns og þar dugðu
ekkert minna en þrír kassar!
Lagið „Þú komst við hjartað í mér“, sem
kom upprunalega út á plötu Páls Óskars frá
því í fyrra, Allt fyrir ástina, varð þá að lagi
ársins er kammerpoppsveitin vinsæla Hjal-
talín ærði lýðinn með glæsilegri útgáfu sinni
af laginu. Páll var því yfir og allt um kring
á þessu ári og ekkert nema gott um það að
segja.
Ef við gefum okkur að starfsemin hér
innanlands hafi verið með tempruðum blæ
er ekki úr vegi að gægjast aðeins út fyrir
landsteinana. Það er klisjukennt að segja
það en það er nú svo að heimurinn er sífellt
að minnka og umsýsla íslenskra tónlistar-
manna á hinu alþjóðlega sviði dægurtónlist-
arinnar er alltaf að verða meiri og heimtu-
betri. Nokkrir íslenskir dægurtónlistarmenn
starfa nú jöfnum höndum á erlendri grund,
í sumum tilfellum nær einvörðungu, og hafa
þar í fullu tré við aðra áþekka listamenn.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
16 LesbókÍSLENSK MENNING 2008 | DÆGURTÓNLIST
D
ægurtónlistarmenn létu nokkuð til sín taka í pólitíkinni á síðasta ári, á meira afger-
andi hátt en oft áður. Fremstur í flokki var sá fremsti, Björk, en hún beitti sér af all-
mikilli hörku í náttúrumálum og svipti upp fjölsóttum ókeypis tónleikum til að undir-
strika það ásamt Sigur Rós. Hún lét ekki þar við sitja heldur stóð fyrir
stofnun sérstaks sjóðs til styrktar sprota-
starfsemi og var dugleg að úttala sig
um þessi hjartans mál. Eftir því var þá
tekið þegar BlazRoca, betur þekktur
sem Erpur Eyvindarson, dúndraði út lag-
inu „Stórasta land í heimi“ í einum græn-
um hvelli og var þar engu eirt í eitraðri,
hárbeittri gagnrýninni. Grasrót-
arhljómsveitir, harðar sem mjúkar,
eru þá í ríkari mæli farnar að láta
til sín taka á þessu sviði, sem von
er. Mann grunar óhjákvæmilega
(vonar) að þessar hræringar á
síðasta ári séu bara forsmekk-
urinn að því sem koma skal í þess-
um efnum. arnart@mbl.is
Popp og pólitík
Að mæta hverju sem er …
Brúar bil Emilíana Torrini átti á vissan hátt plötu ársins, a.m.k. plötu allra. Þannig sveiflaði hún sér af öryggi inn í hjörtu þeirra sem vilja gott, aðgengilegt popp en og
þeirra sem vilja hafa það ögn leitandi og tilraunakennt. Þetta gerði hún með langbestu plötu sinni til þessa, Me and Armini, en hún kom út á haustmánuðum.
Það að ekkert eitt hafi staðið upp
úr þýðir nefnilega að þetta ár var
laust við eitthvert eitt æði, einhvern
einn hlut sem greip alla þjóðina –
börn, fullorðna og gamalmenni...
Höfundur er tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið.