Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Lesbók 7TÓNLIST C allers er dúett söngkonunnar Söru Lucas og gítarleikarans Ryans Seaton. Honum var komið á legg í músíkborginni merku New Orleans en síðar átti dúettinn eftir að flytja til annarrar músíkmekku, Brooklyn í New York. Það er því freistandi að skýra þessa mögn- uðu tónlist á landfræðilegan hátt en hér togast á blús/þjóðlagatónlist og öllu meira afstrakt tónar, runnir undan síðpönki og nýbylgju. Mið- depillinn er rödd Lucas; tilfinningaþrungin, mædd og ástríðufull. Hún rífur í sig athygl- ina með hverjum tón og henni hefur ekki að ósekju verið líkt við Beth Gibbons úr Portishead. PJ Harvey kemur og upp í hugann en það er síst létt verk að lýsa rödd- inni. Sumpart nýtir Lucas sér hreina og sterka tóna hvítra þjóðlagasöng- kvenna en á öðrum stöðum syngur hún með hrjúfri blús/djass-rödd sem rakin verður til upprunalegu heimkynnanna. Svo maður haldi áfram að kasta inn nöfnum þá má kalla þetta nokkurs konar uppfærslu á hrikalega harmþrungnum en fallegum söng Joni Mitchell á Blue, með dassi af Billie Holiday. Gítarleikur Seaton styður þá glæsilega við, hann á jafn auðvelt með að spila formfasta djassskala og innblásinn spuna sem styður full- komlega við hrífandi rödd Lucas. Einhver kallaði þetta 21. aldar þjóðlaga- tónlist og nær sá merkimiði að fanga stemninguna ágætlega. Þau Lucas og Seaton vinna af miklu næmi úr arf- inum en hefja sig upp á annað og öðruvísi stig með því að skjóta óhikað undir hann tilraunakenndari tónum. Hér er ekkert of eða van, hver nóta þjónar sínum tilgangi; sköpunin er hrein og tær og sprettur auðheyranlega af ríkri, innri þörf. Fortune | Callers Ákall B orgin Bristol í Bretlandseyjum er hvað þekktust fyrir að hafa getið af sér hið svonefnda tripp-hopp, alltént í augum og eyrum tónlistarunnandans. Stefna sú var með ólíkindum frjó um og eftir 1990 og gat af sér listamenn á borð við Massive Attack, Tricky og Portishead. Eitthvað torkennilegt hlýtur að vera í vatnsbólinu þar því að bæj- arbúum virðist með öllu ómögulegt að búa til neitt sem við dauðlegir köllum „venjulega“ tón- list. Um árþúsundamót lúrðu þar t.a.m. vel vír- uð Warp-bönd eins og Third Eye Foundation og Flying Saucer Attack sem dufluðu við eins- lags rafsýruskotinn, jaðarbundinn þjóðlaga- hræring (já ég veit. Þetta hljómar fáránlega). Síðarnefnda sveitin átti eftir að veita Nick nokkrum Talbot mikinn innblástur, svo mikinn að hann flutti sig og sitt hafurtask til borg- arinnar sýrðu. Þar stýrir hann nú hinni merku sveit Gravenhurst, jafnbestu sveit sem þar starfar í dag. Allur þessi inngangur leiðir okk- ur hins vegar út úr þeirri eðlu sveit og inn í dú- ettinn/samstarfsverkefnið Bronnt Ind- ustries Kapital. Þar er Talbot í slagtogi með öðrum viðlíka anda, Guy Bartell, en verkefninu hrundu þeir af stað sökum sam- eiginlegrar ástríðu fyrir sveim- skotinni raftónlist og hryllings- myndatónlist sem færði þá óhjákvæmilega að því verkefni sem nú er nýkomið út á plötu, þ.e. tónlist við tímamótaverkið Häxan frá 1922. Um aðra plötu sveitarinnar er að ræða, en árið 2005 kom platan Virtute Et Industria út. Aðall Bronnt er ísi lögð en draumkennd raftónlist með nettum véltónlistar eða „industrial“ keim eins og nafn- ið undirstingur og þeir félagar leggja sig líka nokkuð eftir fornfálegum hljóðfærum sem flest eru rakin til viktoríutímans. Með þeirra til- stuðlan dýrka þeir upp draugalegar, kaldr- analegar stemmur. Bronnt er alls ekki fyrst til að reyna sig við tónsetningu á þessu þögla meistarastykki og nefna ber Barða okkar Jóhannsson sem leysti það verkefni farsællega af hendi fyrir réttum fjórum árum síðan. Tónlist Bronnt kom hins vegar fyrst út sem hluti af mynddiski á síðasta ári en ákveðið var svo að þrykkja tónlistinni á geisladisk einnig og er það smámerkið Static Caravan sem gefur út í takmörkuðu upplagi. Skemmst frá að segja stendur tónlistin ein og sér algerlega undir sér. Oft hljómar kvik- myndatónlist án meðfylgjandi myndar hálf kauðalega en svo er ekki í þessu tilfelli. Rennsl- ið er svona eins og það sé búið að kasta dra- kúlahempu yfir Brian Eno, verkið skríður hægt og bítandi áfram, stundum er kolniða- myrkur og draugar í hverju horni en stundum hefur það sig upp í öllu dreymnari hæðir og hlustandinn er allt í einu staddur í ögn upplýstari hand- anheimi. Framvindan er örugg, þeir Talbott og Bartell þræða ákveðið einstigi og missa sig aldrei út í garg og geðveiki en um leið er sykri og sætuefnum haldið kirfi- lega niðri í kistunni. Skuggalega heillandi smíð þegar allt er saman tekið. Häxan | Bronnt Industries Kapital PLÖTUR VIKUNNAR ARNAR EGGERT THORODDSEN Skuggaleg Bronnt Industries Kapital er alveg hryllilega góð. ...býr í myrkrinu... E inn af þeim fjölmörgu listamönnum sem sprungu út á því herrans ári 1972 var Stevie Wonder, þá tuttugu og tveggja ára gamall. Börn sjöunda áratugarins, ef svo má kalla, tóku mikil þroskastökk á þessum árum. Umrót þess áratugar markaði listrænar taugar þessa unga fólks sem var þó á sama tíma undir hælnum á tiltölulega stífum og verskmiðju- legum útgáfubransa. Í upphafi þess áttunda fóru viðtekin norm hins vegar úr skorðum í massavís og um leið losnaði um listamenn- ina sem voru þá flestallir komnir á fullorð- insaldur, komnir undir þrítugt og vel það. Wonder hafði verið eitt af trompum Mo- town-útgáfunnar nærfellt allan sjöunda ára- tuginn og vakti fyrst athygli árið 1962 sem Little Stevie Wonder, þá bara tólf ára gam- all. Keyrt var á ofurgrípandi, haglega sömd- um smellum út þann áratug en með hverju árinu kom þó hin gríðarlega snilligáfa sem Wonder bjó yfir æ betur í ljós. Hann fór að taka málin meira í sínar hendur og þegar árið 1966 fór að bera á djúpspökum þreif- ingum og pólitískri, samfélagslegri meðvit- und en þá breiddi hann yfir hina sígildu og byltingakrenndu ádrepu Dylans, „Blowin’ in the Wind“. Það var svo árið 1971 sem allmikill skurk- ur komst á mál Wonder. Það ár losnaði hann undan samningi við Motown og átti það eftir að reynast afar frelsandi. Þetta sama ár kom platan Where I’m Coming From út og ber hún þessum breyt- ingum fagurt vitni. Í mars 1972 kom svo Music of My Mind út en Wonder var um þetta leyti orðin að nokkurs konar eins manns hljómsveit, öll hljóðfæri leika í höndum hans og aðeins tveir aðrir hljóðfæraleik- arar koma við sögu á plötunni. Á þessum tíma voru framsýnir dæg- urtónlistarmenn í æ ríkari mæli farnir að nota breiðskífuformið til að setja fram heildstæð listaverk, lög tengdust gjarnan eða höfðu svipaða áferð. Svo var með þessa plötu, sem bar og með sér til- raunir Wonders með hljóðgervla sem runnu fullkomlega saman við melódíska og ástríðufulla tónlistina. En Wonder gerði þó enn betur haustið 1972 er Talking Book kom út. Á henni kem- ur allt saman og platan var til þessa lang- samlega besta útfærslan til að sýna mátt og megin Stevie Wonder. Flestir spekúlantar eru á því að árangurinn hafi ekki enn verið toppaður (þó að plötunni sem kom út ári síðar, Innerv- isons, sé oft teflt fram sem meistarastykkinu). Wonder snertir hér bæði á frískandi fönki („Su- perstition“) og varfærn- islegum, ægifallegum ást- arsöngvum (hið stórkostlega lokalag, „I Believe (When I Fall In Love It Will Be Forever“ sem margir þekkja úr kvikmyndinni High Fidelity). Textalega fer hann víða yfir. Upphafs- lagið, „You Are the Sunshine of My Life“ er einfalt – en sterkt – ástarlag á meðan „Lo- okin’ for Another Pure Love“ er öllu þyngra, þar sem Wonder veltir fyrir sér ný- afstöðnum skilnaði. Á „Big Brother“ fer hann hins vegar alla leið með samfélagsrýn- ina, gagnrýnir þar harðlega pólitíkusa sem einskis svífast. Það er einhver höfugur, hugleiðandi þráð- ur sem rennur í gegnum plötuna og bindur hana saman. Yfir er friður og rósemd og firnamikið öryggi. Wonder er svo auðheyr- anlega frjáls og afslappaður; hann veit ná- kvæmlega hvað hann vill fá fram á þessari plötu og hvernig á að gera það. Fátt er áhrifaríkara en að fylgjast með listamönn- um þegar þeir eru á háflugi, dást að því hvernig allt er rétt, finna að á ákveðnum tímapunkti geta þeir hreinlega ekki slegið feilnótu. Hver og ein sekúnda á þessari mögnuðu plötu einkennist af einmitt þessu. Njótið. M á ég kalla Lindsey Buckingham gamla kempu? Eða kannski kúl gamlan kall? Eða er kannski bara best að segja sem minnst? Það er aldrei of varlega farið í þessum efnum, þegar ræða skal nýjar plötur frá máls- metandi listamönnum sem eru farnir að grána í vöngum. Iðulega eru flestir búnir að afskrifa þá af nokkurs konar vana (röksemd: því eldri sem þú verður því ólíklegra er að þú gerir eitthvað al- mennilegt) eða þá að fólk hreinlega trúir því ekki að listamaðurinn sé fær um að búa til almenni- legt listaverk, og skiptir þá engu þó að gæð- in, fegurðin eða framsæknin bók- staflega öskri framan í neytandann. Platan er dauða- dæmd fyrirfram. Já, það er vandlifað fyrir heldri manna poppara og því togar þessi setning meistara Ry Cooder menn nokkuð hressilega niður á jörðina: „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að maður yrði betri með tímanum ef maður héldi sig að því.“ Það er svo sem skiljanlegt að menn nálgist Buckingham af varúð en þessi „de facto“ leið- togi Fleetwood Mac hefur sosum orðið uppvís að froðu sem vart er mönnum bjóðandi. En Buck- ingham er snúinn og margþættur maður, erfiður jafnvel, og nægir að líta til plötutitilsins hér til að sjá að hér má síst vænta einhverrar lautarferðar. Platan kemur út í kjölfar hinnar lofuðu Under the Skin (2006) og gefur henni síst eftir í gæðum. Eins og síðast liggur andi hins djúpþenkjandi söngvaskálds sterkt yfir, þetta er plata manns sem hefur séð tímanna tvenna, manns sem er orðinn nægilega þroskaður til að draga það sem hann hefur reynt saman í merk- ingarþrungnar smásögur í laga- formi. Sumir menn eru greini- lega eins og rauðvínið … Gift of Screws | Lindsey Buckingham Lengi lifir … Inn á við … og út á við POPPKLASSÍK ARNAR EGGERT THORODDSEN Á Talking Book skilur Stevie Wonder undrabarnshaminn við sig og tekur til óspilltra málanna sem fullþroska listamaður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.