Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 3
Eftir Jónas Sen senjonas@gmail.com F yrir þremur árum sagði ég í pistli um tónlistarlífið hér í Lesbókinni að árið 2005 hefði verið ár vonarinnar. Áform væru uppi um byggingu óp- eruhúss í Kópavoginum og ekki væri langt í að hin langþráða tónlistarhöll risi. Árið hefði vissulega verið gott en tónlistar- lífið yrði miklu betra og skemmtilegra þegar húsin tvö tækju til starfa. Þá fyrst væri hægt að skála. Núna þremur árum síðar veit maður ekki sitt rjúkandi ráð. Niðri við höfnina stendur óg- urlegt mannvirki sem því miður er ekkert nema beinagrindin og varla það. Ég get ekki séð að það muni klárast á næstunni. Ljóst er að beinagrindin verður minnisvarði um brostnar vonir um ókomin ár. Og ég get ekki ímyndað mér að það verði neitt óperuhús í Kópavog- inum, þegar spara þarf á öllum sviðum. Óp- erusýningar og sinfóníutónleikar eru ekki of- arlega á forgangslistanum núna. Í frétt á Mbl.is hinn 18. desember kom fram að meirihluti fjárlaganefndar hefði lagt til að rekstrargrunnur Sinfóníunnar yrði styrktur um sextán milljónir. Ekki stóð á athugasemd- um frá hinum ýmsu bloggurum, sem voru lítt hrifnir. Einn skrifaði eftirfarandi: „Jæja, varð þá tónlist mikilvægari en það að börnin mín fái mat? … Auðvitað þarf að hafa afþreyingu fyrir „útrásarvíkingana“, þeir þurfa að halda uppi ákveðnum standard sem skiptir meira máli en matur á diska saklausra barna.“ Sinfónían er fyrir alla Þetta er ekki svona einfalt. Sinfóníuhljómsveit er ekki afþreying fyrir útrásarvíkingana. Hún er fyrir okkur öll og er auk þess ein helsta tákn- mynd þess að við erum menningarþjóð. Aðeins hámenntað fólk getur spilað í sinfóníuhljóm- sveit. Tilvera Sinfóníunnar skiptir m.a. máli fyrir sjálfsmynd okkar sem þjóðar, og eins og allir vita er góð sjálfsmynd mikilvæg fyrir vel- ferð og hamingju. Svo er megnið af tónlistinni sem Sinfónían flytur yndislegt og maðurinn lif- ir ekki á brauði einu saman. Hvorki í góðæri né í kreppu. Vandamálið er að rekstrarkostnaður sviðs- listastofnana hefur aukist jafnt og þétt í gegn- um árin. Þar sem takmörk eru fyrir því hvað hægt er að hækka miðaverð þarf að leita í æ ríkari mæli til hins opinbera. Sinfónían myndi aldrei lifa af án styrkja. Nú þegar þarf hún að afla einhverra tekna sjálf, en afgangurinn hef- ur komið frá hinu opinbera og frá sjálfstæðum styrktaraðilum. Stoðir voru aðalstyrktaraðili hljómsveitarinnar. Hvað verður nú um þann pening? Auknir ríkisstyrkir munu ekki afla hljómsveitinni vinsælda, svo ljóst er að hún þarf að draga verulega úr starfsemi sinni á næstunni. Sem betur fer samanstendur tónleikaflóran af fleiru en sinfóníutónleikum og stórum óp- erusýningum. Líklega verður ennþá meira um einleiks- eða einsöngstónleika, kamm- ertónleika og þessháttar, enda kostar ekki mik- ið að halda þá. Og aðstaðan fyrir þannig skemmtun er fyrir hendi, margar kirkjur eru prýðilegir tónleikastaðir, að ógleymdum lista- söfnunum. Tónlistin er hvergi nærri dauð á Ís- landi, þótt hún þurfi að fara í megrun. Niðurskurður á Morgunblaðinu Tónlistarlífið er auðvitað ekki bara tónleikar, stórir eða smáir. Það er líka umfjöllun um tón- list, gagnrýni, menningarpólitík, sala og kaup á tónlist, heimasíður, tónlistarspilun í útvarpi, sjónvarpi, líkamsræktarstöðvum og næt- urklúbbum. Fleira í tónlistarlífinu gerðist á árinu en tónleikar; sumt gott, annað verra. Mörgum þótti miður að gagnrýnendur Morg- unblaðsins voru ekki sendir á sumartónleika í ár. Bæði Skálholtshátíðin, Reykholtshátíðin og fleiri áttu það svo sannarlega skilið að um þær væri fjallað. En það er ekkert leyndarmál að fjárhagur Árvakurs hefur ekki verið góður upp á síðkastið. Það kostar meira fyrir Morg- unblaðið að láta gagnrýna tónleika úti á landi en í höfuðborginni. Þar sem niðurskurðurinn á blaðinu hefur sí- fellt verið að aukast er ástæða til að hafa áhyggjur. Gagnrýni er mikilvæg, enda er til- gangur hennar margþættur. Henni er t.d. ætl- að að flytja fréttir af því sem er að gerast í tón- listarheiminum. Sem slík verður hún síðar meir sagnfræðiheimild. Ævisögur tónlistarmanna eru gjarnan skreyttar tilvitnunum í hinn eða þennan gagnrýnandann, eins og ævisaga Jón- asar Ingimundarsonar píanóleikara, rituð af Gylfa Gröndal, þar sem vitnað er í dóm eftir Stefán Edelstein. Einnig mætti nefna bók Bjarka Bjarnasonar um Sinfóníuhljómsveit Ís- lands, en þar er heil opna lögð undir dóma í er- lendum dagblöðum. Augljóst er að margir telja gagnrýni vera nauðsynlega sagnfræðiheimild, ekki bara um að ákveðinn tónlistarviðburður hafi átt sér stað, heldur einnig um gæði við- burðarins og hæfni þeirra sem að honum stóðu. Að því leyti er gagnrýni ekki aðeins frétt, hún er fréttaskýring. Gagnrýnandinn er tengiliður tónleikalífsins og lesenda Morgunblaðsins sem ekki fara alltaf á tónleika en vilja samt fá lærða úttekt á því sem er að gerast. Tónlistargagnrýni á mbl.is? Í rauninni þyrfti að vera meiri gagnrýni, og hún mætti vera fjölbreyttari, þ.e. fleiri ættu að skrifa dóma um sömu tónleikana. Ég hef stund- um viðrað þá hugmynd að á mbl.is væri sér- stakur vettvangur þar sem allir gætu skrifað gagnrýni um tiltekna menningarviðburði. Slík- ur vettvangur er t.d. á heimasíðu Bjarkar Guð- mundsdóttur, www.bjork.com, undir liðnum „gigography“. Þar eru tónleikar Bjarkar skráðir, hvar og hvenær þeir voru haldnir og hvað hún söng. Þarna geta allir skrifað gagn- rýni um tónleikana, og margir nýta sér það. Ég er ekki að segja að leggja ætti niður hefð- bundna tónlistargagnrýni. Það skiptir máli að menntað tónlistarfólk skrifi um viðburði tón- listarlífsins, en maður vill líka fá að heyra í „venjulegum“ áheyrendum. Hvernig upplifðu þeir tónleikana? Eru þeir sammála gagnrýn- andanum? Þarna gætu skapast skemmtilegar umræður sem væru listalífinu til góða. Tónlistarfólk og pólitík Ég hóf þessa grein á neikvæðum nótum, en nú er komið að smájákvæðni! Á árinu fór margt tónlistarfólk að hafa meiri afskipti af stjórn- málum og það er svo sannarlega jákvætt. Björk hefur haft mikil áhrif á umræðuna um nátt- úruvernd og mikilvægi þess að á Íslandi þrífist fjölbreyttur iðnaður. Hörður Torfason er ann- að dæmi, en hann hefur verið leiðandi afl í mót- mælaaðgerðum undanfarið. Hörður sagði í við- tali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur nýlega: „Mér finnst það vera starf listamanna að gagnrýna vald og ljá málstað eða einstaklingum sem standa höllum fæti rödd sína …“ Það er nokkuð til í því. Stundum er sagt að þrátt fyrir fag- urgala breyti listirnar aldrei samfélaginu en það er ekki rétt. Sýning óperunnar La Muette de Portici eftir Auber í Brussel árið 1830 kom af stað byltingu gegn yfirráðum Hollendinga þar í landi. Skáldsagan Kofi Tómasar frænda eftir Harriet Beecher Stowe er sömuleiðis talin ein af orsökum Þrælastríðsins. Ég get ekki bet- ur séð en eitthvað svipað sé að gerast á Íslandi í dag. Tónlistin hefur í gegnum aldirnar haft ótrú- leg áhrif á fjöldann og því er tónlistarfólk mátt- ugt. Það hefur máttinn til að hreyfa við tilfinn- ingum fólks og að því leytinu er það sterkara en stjórnmálamenn. Kannski að það verði á end- anum listafólkið sem tekst að laga það sem póli- tíkusarnir, möppudýrin og útrásarvíkingarnir hafa eyðilagt. Það kæmi mér svo sem ekki á óvart. Brostnar vonir, og þó Tónlistin er hvergi nærri dauð á Íslandi, þótt hún þurfi að fara í megrun. Höfundur er tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ómar Tónlistarhúsið „Niðri við höfnina stendur óg- urlegt mannvirki sem því miður er ekkert nema beinagrindin og varla það. Ég get ekki séð að það muni klárast á næstunni. Ljóst er að beinagrindin verður minnisvarði um brostnar vonir um ókomin ár.“ Á fimmtíu ára afmælisdag sinn 6. sept- ember tókst Anna Guðný Guð- mundsdóttir á við eitt stærsta og erfiðasta einleiksverk sem íslenskur píanó- leikari hefur leikið hér á landi, Tuttugu tillit til Jesúbarnsins eftir franska tónskáldið Olivier Messiaen, á tvennum tónleikum í Langholtskirkju. Þótt ótrúlegt megi virðast voru það jafnframt fyrstu einleikstónleikar Önnu Guðnýjar sem leikið hefur með Sin- fóníuhljómsveit Íslands og verið einn eftir- sóttasti píanóleikari landsins í árafjöld. Í dómi um tónleikana í Morgunblaðinu sagði Jónas Sen: „Þetta voru frábærir tón- leikar. Nánast um leið og Anna Guðný hafði lokið leik sínum stóðu tónleikagestir á fæt- ur og hylltu hana. Maður verður ekki oft var við þvílíka skýlausa aðdáun. Hún átti hana fullkomlega skilið. Hvílík afmælisveisla!“ throstur@mbl.is Þvílík af- mælisveisla! Anna Guðný Fyrstu einleikstónleikarnir vöktu hrifningu. Anna Guðný Guðmundsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Lesbók 3ÍSLENSK MENNING 2008 | TÓNLIST

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.