Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 13
Árni Þórarinsson
Arfaslakt kvikmyndaár sem fór langleiðina með
að gera bíófíkil að bindindismanni. Þær fimm
skástu:
1
Before The Devil Knows You’re Dead.
Leikstjóri: Sidney Lumet. Bandaríkin.
Ágengt sálfræðidrama og fjölskylduharm-
leikur í búningi glæpamyndar undir stjórn gam-
als meistara sem allt kann og engu hefur gleymt.
2
Juno. Leikstjóri: Jason Reitman. Bandarík-
in. Afbragðs túlkun Ellen Page á tit-
ilpersónunni gerði snoturlega skrifaða
óháða smámynd af mannlegum breyskleika eft-
irminnilega.
3
The Bank Job. Leikstjóri: Roger Donald-
son. Bretland. Óaðfinnanleg fagmennska,
ekki síst handrit hinna gamalreyndu Dicks
Clement og Ian Le Frenais, í stælalausum banka-
ránskrimma sem var blessunarlega laus við inn-
antómar tæknibrellur.
4
El Orfanato. Leikstjóri: Juan Antonio. Ba-
yona. Spánn. Frískleg draugamynd blés
lífsanda í það liðna lík sem Hollywood hefur
gert úr hrollvekjuhefðinni.
5
There Will Be Blood. Leikstjóri: Paul
Thomas Anderson. Bandaríkin. Metn-
aðarfullt landnemadrama um illsku græðg-
innar rís upp úr meðalmennskunni, þrátt fyrir
endasleppa sögu.
Kvikmyndir
Höfundur er rithöfundur.
43
2
5
1
Gauti Kristmannsson
Með fyrirvara um að ég hef ekki komist yfir nærri allt þá eru 5 athygl-
isverðustu (þessi listi hefði þurft að vera upp á 10 í ár, óvenju gott bók-
menntaár) bækurnar í ár að mínum dómi:
1
Rán eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur Bók sem skoðar lífið með sjálf-
um sér og minningunum sem búa til lífið á hverjum tíma; spennandi
og hrærandi saga sem spyr þeirrar lykilspurningar hver maður er
eða getur verið.
2
Konur eftir Steinar Braga Er eftirminnileg hroll-
vekja sem hristir upp í manni við lesturinn svo um
munar. Saga um misbeitingu valds og viðbrögð
fórnarlambsins við því. Ekki fyrir viðkvæma, en bók-
menntaleg upplifun engu að síður.
3
Árstíð í helvíti eftir Arthur Rimbaud í þýðingu
Sölva Björns Sigurðssonar Er gríðarlegur fengur
ljóðunnendum, bæði sem innlit í hugarheim
skáldsins unga og ekki eru ljóðin sjálf síðri. Eftirmáli
Sölva rammar verkið vel inn og gerir það miklu aðgengi-
legra.
4
Apakóngurinn á Silkiveginum í þýðingu Hjörleifs
Sveinbjörnssonar Er eitthvert forvitnilegasta
verkið sem út kemur fyrir þessi jól, safn kín-
verskra texta sem opna nýjar víddir fyrir íslenska bók-
menntaunnendur og er sannkallaður bókmennta-
viðburður.
5
Nafn mitt er Rauður eftir nóbelsskáldið Orhan
Pamuk Fyrstu íslensku þýðinguna á bók eftir
hann má einnig telja til viðburða hér á landi. Þýð-
ing Árna Óskarssonar á þessari breiðtjaldssögu er geysi-
vel unnin og maður nýtur verksins frá upphafi til enda.
Ég hefði líka viljað nefna Rökkurbýsnir Sjóns, Hvert
orð er atvik Þorsteins frá Hamri, Hvað er þetta hvað eft-
ir Dave Eggers í þýðingu Rúnars Helga Vignissonar og
Ofsa Einars Kárasonar og jafnvel fleiri, en skorður eru
manni settar!
Bækur
1 2
4
3
5
Höfundur er dósent í þýðingafræði við Háskóla Íslands.
Guðni Tómasson
1
Apocrypha - Hugi Guðmundsson.
Þetta dularfulla tónverk Huga býður upp á nýjan
spennandi tónheim í íslenskri tónlist sem er engu lík-
ur. Verkið var vissulega heillandi í flutningi sumarið 2007 í
Skálholti en úrvinnslan á geisladiski bætir um betur. Spila-
mennska og söngur er til fyrirmyndar og tölvuvinnsla
þannig að maður veit ekkert hvert tónarnir leiða mann.
Verðugt og dáleiðandi könnunarverkefni sem flækist með
hverri hlustun og það er gott.
2
Ghosts from the past - Bang Gang.
Hinn ókrýndi poppprins Íslands, Barði Jóhanns-
son, varð að poppkóngi með þessari plötu. Afurðin er
einföld og hljómar óhemju vel, er stundum dillandi
skemmtileg og stundum voða döpur. Eins og gott mel-
ódískt popp á að vera.
3
Gilligill - Bragi Valdimar Skúlason og Memfismafí-
an.
Maskínan Bragi Valdimar framleiðir texta á færi-
bandi við öll tækifæri og hittir algjörlega í mark hjá allri
fjölskyldunni á þessari frábæru barnaplötu sem auðvitað
er fyrir alla aldurshópa. Lögin festast í höfðinu á manni
dögum saman og flutningurinn er frábær. Sprenghlægileg
og skemmtileg plata.
4
All sounds to silence come - Kammersveitin Ísafold.
Þetta tónlistarfólk framtíðarinnar á Íslandi er
spruðlandi flott á þessari plötu undir stjórn Daníels
Bjarnasonar sem á titilverk plötunnar. Metnaðarfullt pró-
gramm og hárnákvæm músík í toppflutningi. Líka falleg-
asta albúm ársins.
5
Með suð í eyrum við spilum endalaust - Sigur Rós.
Ég kveikti reyndar ekki fyllilega á þessari plötu
fyrr en eftir frábæra tónleika sveitarinnar í Laug-
ardalshöll síðla árs en þvílík plata þegar hún opnast fyrir
manni! Grunurinn um að hljómsveitin væri að þreytast
eitthvað var greinilega ekki á rökum reistur. Hörkurokk
og líka viðkvæm einlægni.
Tónlist
Höfundur er dagskrárgerðarmaður í Víðsjá á Rás 1.
1 2
3
4
5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Lesbók 13