Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.01.2009, Blaðsíða 5
vænum áhugamönnum var mikið tjaldað. Tilraunasvið er komið við Þjóðleikhúsið. Enn ákveðnari hreyfingar gætti í þá átt að losa sig við orðið og leikstjórann. En konum tókst á ýmsum sviðum að skapa mótvægi við það. Ríkisend- urskoðun gaf út tilkynningu um að Þjóðleikhúsið uppfyllti listrænt hlutverk sitt. Guðjón Pedersen, einsog títt gerist með leik- hússtjóra, sat of lengi. Hann lét fyrst R-listann, svo markaðssamfélagið gleypa sig. Hans verður sennilega ekki minnst fyrir það að halda þó utan um ákveðinn leikhóp og reyna um tíma að byggja upp leikstjóra – heldur miklu fremur fyrir það að taka þátt í að breyta Borgarleikhúsinu í fyrirtæki og þá ólýðræðislegu ákvörðun að meina gagnrýn- andanum Jóni Viðari Jónssyni aðgang að frum- sýningum. Kannski ætti eftir byltinguna að byrja á því að takmarka setu leikhússtjóra við fimm ár. Reynslan kennir að eldmóðurinn endist aldrei í tíu ár og þá er líka öruggt að kóararnir láti ekki fólk, sem ætti að vera fást við eitthvað annað, væflast í slíkum störfum endalaust. Magnús Geir kom einsog stormsveipur inn í Borgarleikhúsið í haust, sópaði inn áheyrendum á Stóra sviðið (sem áður lifnaði helst í gestasýn- ingum og ballett) með spaugi og söng sem hann að vísu að hluta flutti með sér að norðan, jafnvel flutti frá fyrra leikári. Áhugaverð verk eru á verkefna- skránni eftir jól. María Sigurðardóttir er nýr leik- hússtjóri á Akureyri. Að taka við af Magnúsi Geir er ekki beinlínis létt verk eftir sigurgöngu hans þar. Erfitt er enn að átta sig á stefnu hennar og byrjunin, Músagildran eftir Agöthu Christie, er vonandi ekki yfirlýsing um það sem koma skal. Samkvæmt stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar er fjárhagsstaða Þjóðleikhússins ekki jafn góð og sú listræna, þó leikhússtjórinn hafi sótt nám í háskóla nýfrjálshyggjunnar. Í „góðærinu“ hafa framlög ríkisins lækkað að raungildi og áhorfendum fækkað. Skýrslan beindi augum mín- um að „árangursstjórnunarsamningi“ mennta- málaráðuneytisins og leikhússins. Það er ýmislegt gott í þeim samningi. Hann er jafnréttismiðaður, áhersla er lögð á verkefni fyrir börn og unglinga „og að stuðla að þróun sviðslista, efla íslenska leik- ritun og vera til fyrirmyndar um listrænan flutn- ing viðfangsefna“. Konur, börn og íslensk verk fengu vissulega líka rými á árinu. Konur leikstýra fimm verkum. Þær vinna auðvitað vel og sumar eru framúrskarandi. Bestu sýningu ársins í leik- húsunum, Utan gátta, eftir Sigurð Pálsson, var leikstýrt af Kristínu Jóhannesdóttur enda hélst þar í hendur allt sem gerir leiksýningu góða: þekking, reynsla, kunnátta og listrænir hæfileikar allra þeirra er koma að sýningunni. Hins vegar af- hjúpar þessi sýning einnig mesta vanda leikhúss- ins, eða hve það virðist tilviljunum háð að það sé „til fyrirmyndar um listrænan flutning viðfangs- efna“. Utan gátta var skellt inn með stuttum fyr- irvara af því að tveimur öðrum leikritahöfundum, Ásdísi Thoroddsen og Steinunni Sigurðardóttur, hafði verið hent út. Vafalaust má líka telja að Kristín Jóhannesdóttir hafi bara fylgt með leikriti eiginmannsins, því ekki hefur leikhúsunum und- anfarin ár dottið í hug að leita til hennar. Það hef- ur heldur ekki verið mikil eftirspurn eftir Þórhildi Þorleifsdóttur og hinar konurnar sem eru fjöl- menntaðar og hafa dvalið langtímum erlendis eiga það sameiginlegt með reynsluboltunum tveimur að þær starfa með höppum og glöppum sem leik- stjórar. Þörf er, í stíl Valgerðar Bjarna, að end- urtaka enn einu sinni að leikstjórn er sérfag sem krefst sérþekkingar, menntunar. Það þarf að þjálfa fólk til að ná góðum árangri á því sviði eins- og í öðrum greinum leikhússins. Fólk sem kann á að vera að vinna og leikstjórn á ekki að vera aukabúgrein – einkum fyrir strákaleikara eins og tíðkast í íslensku leikhúsi. Þó það kannski beinlín- is saki ekki að þeir sem fást við það séu menntaðir leikarar. Íslenskir leikarar minna satt best að segja oft á börn á því þroskastigi þegar setningin „ég get sjálfur“ er endurtekin í sífellu. Það sann- aðist ákaflega vel í sýningu á nýju tilraunasviði á Macbeth þar sem strákarnir gerðu næstum allt sjálfir og eiginlega óskiljanlegt að kalla þetta „til- raun“ (þó allar leiksýningar séu á vissan hátt til- raun) því það endurspeglaði bara alltof kunnugleg sjálfhverf vinnubrögð íslensks leikhúss í “góð- ærinu“ – áhorfandinn vissi ekki hver var tilraunin, hvers vegna farið var af stað, hvert var erindið. En allt breytist. Líka þessi vinnubrögð – skulum við vona – í þeirri nauðsynlegu byltingu sem þarf að verða í stofnunum leikhúsanna líkt og öðrum sam- félagsstofnunum. Morgunblaðið/Frikki ndinni í Kassanum. Höfundur er leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins. Eftir Önnu Jóa annajoa@simnet.is A f þeim sýningum sem ber hæst á árinu 2008 er að minni hyggju fyrst að nefna Of the North eftir Steinu Va- sulka í Listasafni Íslands. Steina er frumkvöðull í vídeó- eða myndbandslist og hefur fyrir löngu skapað sér nafn á al- þjóðavettvangi fyrir verk sín. Með verkinu sýndi hún frábær tök sín á tæknilegri út- færslu í nýstárlegri og margræðri túlkun á náttúruheiminum. Verkið var unnið inn í rými listasafnsins sem hluti af sýningunni List mót byggingarlist á Listahátíð í Reykjavík. Skemmst er frá að segja að Steina tók safn- rýmið með trompi og lét það vinna með sér í sköpun magnaðs sjónarspils. Möguleikar myndbandslistarinnar (eða skjálistarinnar) voru einnig virkjaðir með áhrifamiklum hætti á innsetningu Ólafs Ólafs- sonar og Libiu Castro Allir gera það sem þeir geta í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á haustmánuðum. Þar voru sýndir viðtalsþættir við ólíka fulltrúa þjóðfélagsins um ýmis brýn samfélagsleg málefni – en sjónræn umgjörð þáttanna, ekki síst í tengslum við sjálft upp- tökuferlið, skapaði merkingarvídd sem greindi viðtölin frá venjubundnum sjónvarps- viðtölum og sýndi fram á áhrifamátt list- arinnar í túlkun mannlegrar tilveru. Framangreindar sýningar voru báðar, hvor á sinn hátt, hluti af ákveðnum safnapælingum sem voru áberandi á árinu. Sýning Ólafs og Libiu tengdist hugmynd um samræðu safns og samfélags sem Nýlistasafnið gerði einnig að markmiði sínu í tilefni af 30 ára afmæli stofnunarinnar. Safnið efndi til sýningaraðar á sinni merku safneign, í tengslum við gagn- gera skráningu verkanna, og almenningi var boðið að fylgjast með skráningarferlinu. Þetta frumlega átak lýtur ekki síst að endurmati á sjálfsmynd stofnunarinnar og eflingu starf- seminnar auk þess að lýsa dugnaði og fram- sýni yngri kynslóðar listamanna (sem nú myndar stjórn safnsins) – og virðingu þeirra fyrir sögunni. Árið 2008 var gróskumikið myndlistarár. Það einkenndist af fjölda metnaðarfullra og góðra sýninga í stærri og smærri söfnum og galleríum landsins, og í óhefðbundnum sýn- ingarrýmum. Sýningarframboðið náði há- marki á Listahátíð en þá var vart þverfótað fyrir áhugaverðum myndlistarviðburðum, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem á lands- byggðinni. Þrjár sýningar eru sérlega eft- irminnilegar: Þríviður í Listasafni Reykjanes- bæjar, Listamaðurinn í verkinu (Magnús Kjartansson) í Listasafni Árnesinga í Hvera- gerði og Greinasafn í Safnasafninu við Sval- barðsströnd. Á þeim tókst að skapa frjóan vettvang fyrir samræðu listamanna, ýmist hvers við annan, við íslenska myndlistar- og menningarsögu sem og við safnastarfsemi. Samræða við og endurmat á innlendri lista- sögu – og þá einkum íslenskum módernisma – var nokkuð áberandi á árinu og má þar nefna prýðilegar sýningar á borð við Klessulist- arhreiðrið í Listasafni ASÍ, Tveir módern- istar í Hafnarborg og Picasso á Íslandi í Listasafni Árnesinga auk þess sem yfirlits- sýningar í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvals- stöðum, á ferli færeyska málarans Mikines og listmálarans Braga Ásgeirssonar fólu í sér slíka samræðu, þótt Bragi sé vitanlega sam- tímalistamaður. Sýning hans, Augnasinfónía, sem stendur raunar enn, er einkar vönduð og staðfestir mikilvægi listamannsins í íslenskri listasögu. Stóru listasöfnin efndu til viðamikilla sýn- inga á verkum ýmissa þekktra listamanna, ís- lenskra sem erlendra – og landsmenn höfðu aðgang að verkum listamanna á borð við Edv- ard Munch og Gerhard Richter, Shirin Nes- hat, Mörthu Schwartz og Bill Viola. Að sama skapi eru íslenskir listamenn og gallerí í rík- ari mæli en áður hefur þekkst virkir þátttak- endur í alþjóðlegum listheimi. Góðærið reyndist gjöfult fyrir listamenn og liststofn- anir sem nutu góðs af auknu streymi fjár- magns frá einkageiranum inn í listgeirann. Kostun stórra viðburða skapaði ný tækifæri og sóknarfæri erlendis sem sýningarstjórar, listamenn og liststofnanir nýttu sér til að byggja upp faglegt myndlistarumhverfi og al- þjóðlegt tengslanet – sem þeir njóta enn góðs af. Nú þegar einkageirinn dregur sig í hlé og niðurskurður blasir hvarvetna við er viðbúið að dregið verði úr innflutningi á verkum eftir þekkta erlenda listamenn. Þess í stað verði megináhersla lögð á íslenska listamenn og myndlistararfleifð – og er þar um auðugan garð að gresja. Hitt er svo annað mál hvernig galleríum og ekki síst listamönnunum sjálfum vegnar við dauflegar markaðsaðstæður. Að lokum má segja að Listasafnið á Ak- ureyri hafi hitt naglann á höfuðið með yf- irskrift samsýningarinnar Bæ bæ Ísland sem þar var haldin í sumar. Sýningin – sem var reyndar misjöfn að gæðum – tók hressilega á sjúkdómseinkennum hins nýríka þjóðfélags, kvaddi gamlar hugmyndir um Ísland og gagn- rýndi það sem enginn efast um lengur: að landið hefur verið hneppt í fjötra stórkarla- legrar skuldsetningar. Í umræðunni um „nýtt Ísland“ er einmitt brýnt að líta í senn um öxl og fram á veginn og leita svara við vandanum í verðmætamati og sjálfsmynd „gamla“ lands- ins – og þá ekki síst hinnar framsæknu en ör- yggislausu fyrrverandi nýlendu, semsagt eft- irlendu, er ekki hefur hugað nægilega að siðvæðingunni í ákafri sókn eftir hagsæld og velsæld. Morgunblaðið/G.Rúnar Of the North Með verkinu sýndi Steina frábær tök sín á tæknilegri útfærslu í nýstárlegri og margræðri túlkun á náttúruheiminum. Kúfur eftirlendunnar? Að lokum má segja að Lista- safnið á Akur- eyri hafi hitt naglann á höf- uðið með yfir- skrift sam- sýningarinnar Bæ bæ Ísland sem þar var haldin í sumar. Höfundur er myndlistargagnrýnandi við Morg-unblaðið og myndlistarmaður. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 Lesbók 5ÍSLENSK MENNING 2008 | MYNDLIST

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.