Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009 2 LesbókSKOÐANIR Þ að er ástæða til að benda á kvik-myndina Aðskilnaður eða AwayFrom Her (2006) eftir Sarah Pol- ley. Fíona og Grant hafa verið hjón í meira en fjörutíu ár þegar þau standa frammi fyrir þeirri staðreynd að Fíona er komin með alzheimer. Eftir að hún villist og finnst eftir langa leit ákveða þau að hún skuli vistast á hjúkr- unarheimili fyrir alzheimerssjúklinga. Þau standa jafnframt frammi fyrir því að þurfa að vera aðskilin í heilan mán- uð en reglur heimilisins banna heim- sóknir fyrstu 30 daga eftir innlögn sjúklinga. Þegar Grant heimsækir Fíonu eftir aðskilnaðinn kemst hann að því að hún hefur ekki aðeins gleymt hver hann er heldur hefur hún fundið sér annan mann. Gordon Pinsent og Julie Christie eru í aðalhlutverkum. throstur@mbl.is Aðskilnaður MEÐMÆLIN Ríkissjónvarpið annað kvöld Í ágúst 2006 skrifaði ég pistil í Lesbók Morgun- blaðsins þar sem ég ræddi mikilvægi borg- aralegrar óhlýðni í lýðræð- issamfélagi og benti á að hún væri mikilvægt tæki þegnanna til að „sýna óánægju sína í verki telji þeir löggjöf, stjórnvalds- ákvarðanir eða fram- kvæmdir á vegum fyrirtækja rangar, skaðlegar eða órétt- látar. Með óhlýðni sinni ögra mótmælendur vald- höfum meðal annars með því að brjóta lögin en afskaplega mikilvægur þáttur í þegnlegri óhlýðni er að leyna ekki brotinu og reyna ekki að víkja sér undan dómi eða refsingu eftir að afbrot hefur verið framið. Einstaklinga má alls ekki skaða með mótmælaaðgerðum af þessu tagi og því er ekki hægt að tengja þegnlega óhlýðni ofbeldi.“ Stefán Eiríksson lögreglustjóri svaraði þessum hugleiðingum mínum í tveimur greinum í Frétta- blaðinu í september 2006. Þar varar hann við slíkum hugmyndum og segir: „Guðni skilgreinir þegnlega óhlýðni þó með þeim hætti að ekki megi skaða einstaklinga í slíkum aðgerðum því ekki sé hægt að tengja þegnlega óhlýðni við of- beldi. Hver segir hins vegar að aðrir einstaklingar sem vilja skilgreina lögbrot sín með þessum hætti dragi línuna þarna? Með það í huga er ljóst að línan á milli þess sem menn skilgreina annars vegar sem mótmæli og hins vegar sem hryðju- verk fer að verða ógreinilegri.“ Skyldi Stefán taka ákvarðanir byggðar á þessari rökvillu? gudnieli@hi.is ÞETTA HELST Stefán Eiríksson Byggir hann ákvarð- anir sínar á rökvillu? Borgaraleg óhlýðni og hryðjuverk Það hefur í rauninni þurft gríðarleg afrek til að öðlast bókmenntalega viðurkenningu fyrst og fremst sem þýðandi,“ segir Ástráður Eysteins- son í grein í nýjasta hefti Jóns á Bægisá sem er tímarit um þýðingar. Ástráður heldur því fram að þótt Ísland hafi átt marga góða þýð- endur á síðustu aldarfjórðungum hafi líklega ekki nema tveir menn öðlast þessa viðurkenn- ingu í ríkum mæli á öldinni sem leið, Magnús Ásgeirsson og Helgi Hálfdanarson. Sennilega er þetta hárrétt hjá Ástráði. Hann kallar það vanmat sem endurspeglast í við- horfi margra til þýðinga sem einhvers konar annars flokks bókmenntaiðju landlægt, ef ekki hnattrænt. En hvar væru íslenskar bókmenntir ef ekki væri fyrir þýðingar manna eins og Magnúsar og Helga? Þar með ættum við ekki á íslenskri tungu helstu afrek heimsbók- menntanna, þar á meðal leikrit Shakespeares, grísku harmleikina og ljóð og lausamál margra helstu skálda síðustu aldar. Helgi Hálfdanarson lést í vikunni. Þar fór einn af höfuðsnillingum íslenskrar tungu á lið- inni öld. Gríðarlegu höfundarverki hans verða gerð betri skil hér í blaðinu næstu helgi, en við skulum íhuga aðeins betur list og stöðu þýð- andans með Ástráði. Í áðurnefndri grein sinni fjallar Ástráður um þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar á Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson (1939) og þýðingu eða endurritun Gunnars á sama verki (1976). Ástráður kemst að þeirri niðurstöðu að Gunn- ar notist við aðra aðferð við þýðingu/ endurritun Aðventu en Fjallkirkjunnar. Hall- dór Laxness þýddi Fjallkirkjuna í byrjun fjórða lag og Halldór hafði gert. Fyrir vikið varð þýð- ing Gunnars stundum æði sérkennileg. Í þýðingu sinni á Aðventu notast Gunnar hins vegar oft og tíðum við sama orðalag og Magnús Ásgeirsson. Tilfærir Ástráður nokkur sláandi dæmi þar um, meðal annars þýðingar á vísum sem Gunnar tekur orðrétt upp eftir Magnúsi án þess að láta þess getið. Ástráður veltir því fyrir sér hvort þessi vinnubrögð Gunnars séu eðlileg. Hann segir að allar þýðingar séu „blendingsform en í þessari þýðingu h[afi] átt sér stað samsláttur sem [sé] ekki til eftirbreytni“. En hvers vegna er þessi munur á aðferðum Gunnars? Ástráður lætur meðal annars liggja að því að ástæðan sé sú að Halldór var fyr- irferðarmikill höfundur frumsaminna verka auk þess að vera þýðandi en Magnús „bara“ þýðandi og þess vegna í lagi að taka eða stela frá honum. Það er umhugsunarvert. Bara þýðandi? VITINN ÞRÖSTUR HELGASON Morgunblaðið/Kristinn Þau ykkar sem ekki nú þegar hafið lesið ....... „Það hefur í rauninni þurft gríðarleg afrek til að öðlast bókmenntalega viðurkenningu fyrst og fremst sem þýðandi“ áratugarins. Gunnar þýddi og endursamdi verkið um það bil fjórum áratugum síðar og forðaðist greinilega að notast við sama orða- S íðustu tvo daga hefur taktfast hljómfall búsáhaldabyltingarinnar borist um Þingholtin. Íslendingar hafa fengið sig fullsadda af hroka og ráðleysi rík- isstjórnar sem rígheldur í umboð sem hún hef- ur ekki lengur. Þeir halda niður á Austurvöll með dósir og dollur og lemja þær utan með sleif eða skeið í von um að hávaðinn berist inn fyrir múra þingheims. Þar kemur að þeir sem ábyrgðina bera fá ekki lengur lokað eyrunum fyrir dynjandi hljóðfalli frelsisins. Íslenskum ráðamönnum er vissulega vor- kunn. Þeir vörðu ekki fólkið í landinu. Óafvit- andi sviku þeir okkur öll með hroka sínum og blindu. Þeir afhentu flokksdindlum auðæfi þjóðarinnar fyrir skiptimynt og leyfðu þeim svo að leika lausum hala, þar til þeir voru búnir að skafa verðmætin innan úr öllu sem veðsetja mátti, ekki einu sinni, heldur margoft. Þeir sviku þjóð sína þegar þeir færðu örfáum ein- staklingum fiskimiðin, með þeim afleiðingum að atvinnugreinin stendur vart undir sér leng- ur og lánardrottnar sjávarútvegsfyrir- tækjanna eiga fiskinn sem veiddur verður í hafinu næstu árin ef ekki áratugina. Íslenskir ráðamenn sviku þjóð sína þegar sjálf- tökuflokkarnir í íslenskum stjórnmálum skiptu bönkunum á milli sín, seldu Landsbank- ann atvinnubruggurum frá Rússlandi og gáfu Framsóknarflokknum Búnaðarbankann. Þeir sviku þjóð sína í hvert sinn sem þeir treystu vald sitt með því að hola niður stuðnings- mönnum sínum hvar sem þeir gátu burt séð frá hæfileikum og getu. Þeir sviku hana hvern dag sem þeir lofsungu lesti á borð við ábyrgð- arleysi, græðgi og bruðl, og reyndu að breiða út sitt innantóma gildismat. Enn svíkja þeir hana með því að axla ekki ábyrgð og hverfa ekki fyrir fullt og allt úr íslenskum stjórn- málum. Nú þarf lausnir og þær felast ekki í inn- antómri jákvæðni á borð við bullið sem stelp- an Pollýanna hjalar í eyru veruleikafirrtra Íslendinga og allra sem vilja óbreytt ástand. Uppvakningurinn Pollýanna sem pólitískir harðlínumenn grófu upp úr gröf sinni að næt- urþeli segir okkur að kreppan sé móðir allra vona. Enn leynast tækifærin við hvert fótmál hvíslar Pollýanna. Hæfileikaríkir stjórn- málamenn (þeir sömu og áður) munu finna hæfileikaríka fjármálamenn (þá sömu og áð- ur eða flokksbræður þeirra) og afhenda þeim auðinn til varðveislu (allt nema skuldirnar). Það er fyrir bestu segir Pollýanna, að koma þessum afgangskrónum sem fyrst í einka- eign því að allt fé þarf hirði (einstakling sem hirðir verðmæti). Jákvæðni hvað sem það kostar eru einkunnarorð Pollýönnu. Íslendingar þurfa ekkert á slíkri jákvæðni að halda. Við þurfum eitthvað raunverulegt. Fyrsta skrefið í frelsisátt er að ríkisstjórnin víki og að efnt verði til kosninga nú í vor. „Við höldum okkar striki – það er skylda okkar“ sagði forseti Alþingis á þriðjudaginn á meðan þjóðin barði á potta og pönnur á Aust- urvelli. Vonandi gera stjórnvöld það ekki lengi. gudnieli@hi.is Leiðin til frelsis FJÖLMIÐLAR GUÐNI ELÍSSON Morgunblaðið/Golli Frelsið „Þar kemur að þeir sem ábyrgðina bera fá ekki lengur lokað eyrunum fyrir dynjandi hljóðfalli frelsisins.“ Nú þarf lausnir og þær felast ekki í innantómri jákvæðni á borð við bullið sem stelpan Pollý- anna hjalar í eyru veru- leikafirrtra Íslendinga og allra sem vilja óbreytt ástand. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 PrentunLandsprent

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.