Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 6
H in mexíkósk/ bandaríska Aug- ust Evening segir af Jaime (Pedro Cast- aneda), rosknum land- búnaðarverkamanni, og Lupe (Veronica Loren), ungri, fráskilinni tengdadóttur hans, er mikið rót kemst á líf þeirra. Lupe er Jaime meiri dóttir en hans eig- in börn og þau tvö reyna að snúa saman bökum – en breytingar Chris Eska I August Evening Einu sinni á ágústkvöldi eru óumflýjanlegar. Þessi forvitnilega mynd fjallar hvað helst um kynslóðabilið, faðirinn veit að ekkert stöðvar tímans rás og verður að kveðja dóttur sína svo hún geti hafið sitt eigið líf. Myndin hlaut m.a. John Cassavetes- verðlaunin við afhend- ingu Spirit-verðlauna óháðra kvikmyndagerð- armanna í vetur, auk fjölda annarra. U m helgina verður frumsýnt dramað Re- volutionary Road, fyrsta samstarfs- verkefni hjónakornanna Sams Mendes og Kate Winslet, sem hafa verið að gera góða hluti sitt í hvoru lagi á undanförnum árum. Þeir eru þó sjálfsagt mun fleiri sem geta ekki beðið eftir að sjá þau aftur saman Winslet og Leonardo di Caprio, leikarana í Titanic, róm- antísku harmsögunni sem varð langvinsælasta mynd sögunnar. Þar léku þau unga og ást- fangna draumóramenn sem enda kynnin í árekstri við borgarísjaka í Norður-Atlantshafi. Í Revolutionary Road leika þau engu minni draumhuga á 6. áratugnum, munurinn hins vegar sá að í þetta skiptið granda þau samband- inu með fylgispekt, ótta og sjálfsfyrirlitningu. Er leikstjórinn að gefa í skyn hvernig hefði farið fyrir elskendunum ef þau hefðu bæði lifað af sjóslysið hörmulega? Hann lætur okkur það eftir að geta í eyðurnar. Revolutionary Road hefur margt að segja um skoðanir Mendes. Á 44. aldursári er þessi smá- fríði, Cambridge-menntaði Englendingur orð- inn lárviðarskáld bandarísku úthverfanna, fyrst með American Beauty og nú í Revolutionary Road, sem má líta á sem sjötta áratugarútgáfu ástarsögunnar um borð í Titanic, hefði henni ekki lokið í hafi. Auk þess frumsýnir Mendes síðar á árinu Away We Go, gamansama mynd um hjónaband eftir höfundana og hjónin David Eggers og Vemdella Vita, sem frumsömdu handritið. Í myndinni ferðast þau um landið þvert og endilangt til að finna sem heppileg- astan stað til að ala væntanleg börn sín upp. Sjálfur hefur Mendes sagt að hann sé gjör- samlega ofantekinn af persónum sem eru ráð- villtar og eru að glíma við að finna aftur réttu leiðina heim. Revolutionary Road ýtir við áhorfandanum eins og eftirhreytur erfiðleika í hjónabandi, einkum í huga þeirra sem hafa upplifað þá. Wheeler-hjónin í Revolutionary Road eru í rauninni að berjast við að halda hjónbandinu gangandi þó þau séu að fjarlægjast hvort ann- að. Í hjarta sögunnar kemur fram sterk löngun þeirra til að láta dæmið ganga upp, en síðar kemur í ljós að þetta er mynd um hjón sem vilja vera saman en eru ekki fær um það. Revolutionary Road er byggð á skáldsögu eftir Richard Yates, sem kom út árið 1961 og gerist á tímum mannanna í gráu flannel- fötunum og litlu, sætu ljóshærðu kvennanna þeirra sem biðu þeirra heima í úthverfinu og gættu 2,5 afkvæma vísitölufjölskyldunnar. Glímir þó ekki við hinar einfaldari hliðar slíkra hjónabanda; risavaxna, áttagata kagga, flæð- andi kokkteila, minnkandi samskipti kynjanna. Öllu frekar snýst hún um uppástungu hinnar sí- fellt daprari April Wheeler (Winslet), að þau snúi baki við sínu fastmótaða og óspennandi lífi og flytji til Parísar. Hugmyndin hljómar vel til að byrja með, Frank (Di Caprio) verður jafnvel ástfanginn í annað sinn af konunni, en fljótlega snýst honum hugur. Hún er eina manneskjan sem þorir að horfast í augu við sannleikann í myndinni. Þetta er ekki mynd um konu sem langar til Parísar, heldur um konu sem vill koma lífi sínu í réttar skorður og man enn þá draumana sem hún átti og er að vakna til meðvitundar um, líkt og svo margir á fertugs- og fimmtugsaldri, „Hversvegna strandaði ég hér, þetta er ekki það sem ég ósk- aði mér, en ég tók aldrei ákvarðanir, allt fór stigversnandi. Ég eignaðist börn, varð að gera málamiðlanir, varð að gera þetta og hitt og allt í einu var ég orðin rammvillt. Núna er ég rétt eins og allir hinir, ég sem hélt að ég væri eitt- hvað sérstök.“ Það var Winslet, eiginkona Mendes til fimm ára, sem kom honum í kynni við Revolutionary Road. Þetta er í fyrsta skiptið sem þau vinna saman og hann furðar sig á vinnuhörku konu sinnar. Hann vissi að Winslet þótti óþægilegt að hafa hann nálægt sér þegar hún þurfti að lifa sig inn í hlutverk konu annars manns. Þá komu tölvuskjáir að góðum notum. Þetta er fjölskylduframtak að áliti Di Cap- rios, en þau Winslet hafa viðhaldið vináttunni síðan á dögum Titanic. „Þau sýna hvort öðru traust, við Kate treyst- um hvort öðru, ég geri því skóna að við Sam treystum hvor öðrum. Það er ómetanlegt þegar fólk getur verið fullkomlega heiðarlegt hvert við annað hvað snertir efni og vinnuna.“ saebjorn@heimsnet.is Revolutionary Road I Sam Mendes MYNDIR VIKUNNAR SÆBJÖRN VALDIMARSSON. Sam, Kate, Leo og Revolutionary Road MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009 6 LesbókKVIKMYNDIR N etið er ásýnd mannkyns. Þar má taka púlsinn á stöðu heimsmála, ástandi heimsborgara og líðandi stund. Í dag ólgar í netheimum logandi ákall um betri heim. Er tilviljun að auðvaldshyggjan, spunnin af hagsmunasamtökum eins konar heimsklíku, riðar til falls á sama tíma og Fésbókin springur út í fullum blóma? Spurningin leiðir af sér aðra um egg og hænu. Stjórnkerfi hins vestræna heims byggjast á trú og trausti svo þau hrynja þegar fólk hættir að trúa á þau. Allan sólar- hringinn iðar netið af efasemdum, vangavelt- um og aðgerðum fólks, meðvitund mannkyns býr í milljörðum suðandi tölva og nú er svo komið að þar ráðast heimsmálin. Já, lýðræðið býr í tölvunni. Þar ber fólk saman bækur sínar svo á augabragði spyrst gjaldþrot fyrirtækis á Manhattan út í Berlín, yfirleitt áður en það á sér stað. Fólkið spyr: Á ég að þora að treysta þessu fyrirtæki, þessari ríkisstjórn, þessu landi, þessari hugmynd? Og milljarðar radda svara í stríðum kór: Já, nei, já, nei … þangað til manneskjan við tölvuna byrjar að endur- skoða lífssýn sína. Það vita kínversk stjórnvöld mætavel, nógu ósvífin til að beita glaðbeittum netlöggum fyrir opnum tjöldum. Þessa dagana er ógjörningur að opna tölv- una án þess að taka afstöðu til átaka, kosninga og lífsgilda. Fundaboð jafnt sem linkar á átakafréttir hrannast inn á Fésbókina; manni býðst að ganga í umhverfisverndarhópa, frið- arsamtök, uppreisnarfélög, lífsstílsgrúbbur, vinafélög fyrirtækja og hópa sem myndast kringum sértæk málefni. Daglega þarf að greiða úr hrúgu af boðum sem eru satt að segja spurningar um hver maður er í raun og veru. Hvað aðhyllist þú, hverju trúirðu, hverju þor- irðu, hvað ertu? spyr tölvan – og stillir manni upp við vegg því á glampandi hvítum skjánum eru aðeins tveir valkostir: Að staðfesta þátt- töku eða vísa boðinu frá sér. Hvorutveggja fel- ur í sér ákvörðun og gjörning svo gutlar í heil- anum á lúmskan en áhrifaríkan hátt. Netið er helsta táknmynd þess hverju fjöld- inn fær áorkað. Þar ganga manna á milli myndir af lemstruðum barnslíkum í Palestínu í bland við upplýsingar um lífræn megrunarlyf á tilboði. Þar býðst okkur að kvitta upp á ótelj- andi undirskriftalista gegn misrétti en þeir eru ekki einungis til að friðþægja samviskuna eins og sum hver megrunarlyfin. Þvert á móti hafa þeir áhrif, vekja fólk til umhugsunar og setja þrýsting á spillta valdamenn í skúmaskotum heimsins fjær og nær. Aðhald hins almenna borgara er ómetanlegt í hræringum heimsins, ansi öflugum nú um stundir. Fáa óraði fyrir því árið 2006 að í ársbyrjun 2009 yrði búið að kjósa blökkumann forseta Bandaríkjanna, fella nokkrar helstu bankastofnanir heims og kveikja bál fyrir framan Alþingishús Íslend- inga. Við þetta bál var meðal annars fólk sem ætlaði sér aldrei að standa þarna en fann sig skyndilega knúið til þess, rétt eins og það var fólk í Bandaríkjunum sem ætlaði aldrei að kjósa blökkumann forseta en fylltist óvæntri löngun til að veðja á framtíðina. Kannski á Fésbókin sinn þátt í sigri Obama og kannski á hún líka sinn þátt í að það birtast rúmlega sex hundruð þúsund niðurstöður við að gúggla Ice- land+demonstration. Spekúlantar segja efna- hagskreppu vera lögmál sem springi út á 60 ára fresti. Sem betur fer virðist mannkynið lúta því lögmáli að gera breytingar til hins betra þegar síst skyldi. audur@jonsdottir.com Ákall um betri heim Er tilviljun að auðvaldshyggjan riðar til falls á sama tíma og Fésbókin springur út í fullum blóma? NETIÐ AUÐUR JÓNSDÓTTIR Netið Logandi ákall um betri heim. E nski leikstjórinn Stephen Daldry er ekkert að æsa sig yfir hlutunum. Nú eru sex ár liðin frá því hann lauk við Stundirnar – The Hours, hina rómuðu kvenna- mynd sem færði m.a. Nicole Kidman Óskarsverðlaunin fyr- ir túlkun sína á rithöfundinum Virginíu Woolf. Nú er Daldry kominn með hina þýsk/ bandarísku Lesarann – The Rea- der, sem verður frumsýnd hér- lendis í lok næsta mánaðar. Myndin gerist í Þýskalandi eftir seinna stríð, Kate Winslet leikur stirfna konu sem leiðist út í sjóð- heitt samband við fimmtán ára gamlan dreng, uns gjörðir henn- ar í styrjöldinni elta þau uppi. Bruno Ganz og Ralph Fiennes leika í myndinni sem er til- nefnd til fjölda verðlauna og færði Winslet Golden Globe fyr- ir bestan leik í auka- hlutverki (líkt og Revula- tionary Road færði henni Gullhnöttinn fyrir leik í auka- hlutverki). The Reader I Stephen Daldry Eftirstríðsdrama Daldrys Revolutionary Road Ýtir við áhorfandanum eins og eftirhreytur erfiðleika í hjónabandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.