Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 13
Erla Hulda Halldorsdottir ehh@hi.is Í Lesbók síðasta laugardag (17. janúar) skrifar Björn Þór Vilhjálmsson bók- menntafræðingur grein um sjónvarps- þáttaröðina Mad Men, sem sló í gegn á síðasta ári. Í þáttaröðinni, sem gerist um 1960, ráða karlmenn ríkjum og kon- ur eru fyrst og fremst skrautgripir og kyn- ferðisleg viðföng. Karlremba og kynjamis- rétti eru allsráðandi. Þetta dregur Björn Þór fram í skemmtilegri umfjöllun sinni. Hins vegar hnaut kvennasögufræðingurinn sem hér skrifar um þau orð hans að sú veröld sem þættirnir lýsi hafi verið „fyrir tíma jafnréttis, femínisma og hugmyndarinnar um „kynferð- islega áreitni““. Og í myndartexta, sem er ekki endilega frá Birni kominn, segir: „Sam- skipti kynjanna markast af tímanum fyrir jafnréttisbaráttuna.“ Nú býst ég við að hér sé einkum átt við svokallaða aðra bylgju kvennahreyfinga, eða nýju kvennahreyfinguna, sem ruddi sér til rúms í hinum vestræna heimi uppúr 1960. Þar hafði gríðarleg áhrif bók Betty Friedan, Goðsögnin um konuna (The Feminine Mysti- que 1963), um nafnlausa vandamálið svokall- aða eða hina óskilgreindu óhamingju mennt- aðra millistéttarkvenna, sem þrátt fyrir hús í úthverfi, góða fyrirvinnu, tvö börn, skutbíl og heimilistæki, fundu ekki þá fullnægju í lífinu sem þeim hafði verið lofað. Og þessi ólga undir fáguðu yfirborðinu mun raunar vera til umfjöllunar í þáttunum. En það er ekki nýja kvennahreyfingin eða sögusvið sjónvarpsþáttaraðarinnar sem er til umræðu hér heldur áðurnefndar fullyrðingar um að þættirnir eigi sér stað „fyrir tíma jafn- réttis“. Þær minntu mig óneitanlega á orð bandaríska sagnfræðingsins Judith M. Benn- ett á ráðstefnu norrænna kvenna- og kynja- sögufræðinga við Háskóla Íslands síðastliðið sumar. Í líflegum fyrirlestri ræddi hún meðal annars það rof sem hún telur að hafi orðið milli sagnfræðilegrar þekkingar á sögu kvenna, sögu femínismans, sögu kvenfrelsis og jafnréttisbaráttu, og kynjafræðirannsókna. Þannig hefði kynjafræðin víða glatað tengslum við söguna og við suma bandaríska háskóla væru jafnvel rekin kynjafræðipróg- römm þar sem látið væri eins og femínismi og jafnréttisbarátta hefði ekki verið til fyrir miðja tuttugustu öld. Sagan skiptir þar engu máli. Vera má að einhverjum finnist að jafnrétt- isbaráttan fyrir daga nýju kvennahreyfing- arinnar sé ekki sambærileg við það sem þá gerðist enda hafi fyrsta bylgjan gengið út á að tryggja konum grundvallar mannréttindi á borð við kosningarétt og kjörgengi, rétt til menntunar og embætta. Nýja kvennahreyf- ingin hafi aftur á móti krafist jafnréttis í raun, kallað á hugarfarsbreytingu og við- urkenningu á að konur þorðu, gætu og vildu. Þá fyrst hafi fyrir alvöru verið tekið á form- gerðum samfélagsins, valdahlutföllum í menntakerfi og stjórnmálum og stungið á ýmsum kýlum samfélagsins, svo sem kyn- ferðisofbeldi, þar með talin kynferðislegri áreitni á borð við þá sem mun tíðkast í áð- urnefndum þáttum. Með þessu væri sagan hins vegar eingöngu sett í samhengi við núið sem við lifum í og okkar mat á því hvað telst til alvöru baráttu- mála – hvað sé jafnrétti – látið ráða. Þræði jafnréttishugmynda er hægt að rekja langt aftur í aldir en innan ríkjandi frásagn- arramma er það alla jafna franska byltingin með konum á borð við Olympe de Gouges sem er talin ákveðinn vendipunktur. De Gou- ges var talskona jafnréttis kynjanna en einna þekktust er hún fyrir að hafa snúið mannrétt- indayfirlýsingunni frönsku yfir á konur. Enn þekktari er rithöfundurinn Mary Wollstonec- raft sem árið 1792 gaf út Vindication on the Rights of Women eða Til varnar réttindum kvenna, þar sem hún talaði fyrir jafnrétti og menntun kvenna. Bók Wollstonecraft hafði mikil áhrif á kvenfrelsiskonur áratugum síðar en í samtíma sínum hlaut hún bæði lof og last. Kröfur kvenfrelsiskvenna nítjándu aldar um borgaraleg réttindi á borð við kosninga- rétt og kjörgengi til þjóðþinga og sveit- arstjórna þóttu hlægilegar lengi vel enda konur ekki taldar hæfar um að hugsa á sama rökfasta og skynsamlega máta og karlmenn. Of mikil menntun var talin hættuleg konum því þá myndu þær tapa hinu kvenlega eðli og visna upp til kerlinga eða það sem verra var, verða karlkonur, hvorki né – „paríur“, eins og Bríet Bjarnhéðinsdóttir orðar það í sínum frábæra fyrirlestri frá 1887. Barátta kvenna fyrir jafnrétti um aldamót- in 1900, fyrir viðurkenningu á að þær hefðu rétt til þess að njóta þess sem við í dag telj- um til grundvallar mannréttinda, var löng og ströng. Margar þeirra trúðu því staðfastlega að þegar þessi réttindi væru fengin væru konum allir vegir færir, að jafnrétti væri náð. Sú var þó ekki raunin og jafnréttisbaráttan lagðist ekki af eftir 1915/1920 eins og svo oft er látið í veðri vaka. Það hægðist vissulega á henni og kvenfrelsiskonur áttu í stríði við hina svokölluðu húsmæðrahugmyndafræði millistríðsáranna. Það er engu að síður eftir 1920, fyrir tilstilli kvennalista og kvenna- samstöðu, sem fyrsta íslenska konan kemst á þing; kvennasamtök láta sig velferðarmál ein- stæðra og fátækra mæðra varða; barist er fyrir fæðingarorlofi og launajafnrétti svo fátt eitt sé nefnt. Eftir seinna stríð verður hin svokallaða barnasprenging í hinum vestræna heimi, „baby boom“, og húsmóðurhlutverkinu hamp- að sem aldrei fyrr. Inn í það umrót sendir franski heimspekingurinn Simone de Beauvo- ir tímamótverk sitt Hitt kynið (Le Deuxième Sexe/The Second Sex 1949) þar sem sjá má hin fleygu orð: „Maður fæðist ekki kona, heldur verður kona.“ Þótt viðtökur væru blendnar til að byrja með hafði Hitt kynið gríðarleg áhrif á konur og er meðal þeirra verka sem hrundu af stað annarri bylgju kvennahreyfinga eftir 1960. Það sem ég vil segja með þessum skrifum mínum er að við getum ekki leyft okkur að segja að 1960 sé fyrir tíma jafnréttisbaráttu. Þær konur, og karlar, sem hafa látið sig jafn- rétti kynjanna varða síðustu tvöhundruð ár eða svo töldu sig sífellt vera að ná árangri og vinna sigra í linnulausri baráttu sinni við ríkjandi viðhorf hvers tíma. Saga kvennabaráttu og femínisma er hins vegar ekki saga endalausra sigra og framþró- unar því flestum stærstu sigrunum hefur fylgt bakslag. Áðurnefnd Judith M. Bennett lagði einmitt áherslu á þetta í fyrirlestri sín- um á kvennasöguþinginu í sumar. Feðraveld- ið slær alltaf til baka sagði hún og varpaði upp hávísindalegu línuriti af þróun feðraveld- isins síðustu árhundruðin. Það leit út eins og jarðskjálftakort – stundum ró yfir skjálfta- svæðinu en þess á milli djúpar bylgjur því alltaf rís feðraveldið endurnýjað úr öskunni. Tíðarandinn í Mad Men vísar einmitt til slíks tímabils. Það er rétt að jafnrétti kynjanna var ekki komið á í raun árið 1960 og spyrja má hvort því hafi yfir höfuð verið náð í dag. Sparðatíningur um jafnréttisbaráttu Mad Men Mikið hafði áunnist í kynjabaráttunni árið 1960 þegar þáttaröðin Mad Men á að gerast. Við getum ekki leyft okkur að segja að 1960 sé fyr- ir tíma jafnréttisbaráttu,“ segir greinarhöfundur sem andmælir skrifum Björns Þórs Vilhjálmssonar um sjónvarpsþáttaröðina Mad Men í síðustu Lesbók. Þær konur, og karlar, sem hafa látið sig jafn- rétti kynjanna varða síð- ustu tvöhundruð ár eða svo töldu sig sífellt vera að ná árangri og vinna sigra í linnulausri bar- áttu sinni við ríkjandi viðhorf hvers tíma. Höfundur er kvennasögufræðingur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009 Lesbók 13SJÓNVARP Kannski ljúga ekki allir, kannski eru ennþá til menn með hjarta í brjóstinu en ekki fjölfaldað forrit – gert til þess eins „að komast af“ (hvað svosem það nú merkir) – sem skannar umhverfið og reiknar í einni svipan út skammtíma/langtíma hagnað, tilkostnað, áhættu, líkur á auknum vinsældum, virðingu, valdi: krýningu egósins ... – Kannski eru ennþá til menn? Kannski stela ekki allir, kannski eru ennþá til menn með einurð í hjartanu, örlítinn afskekktan blett sem græðgin hefur enn ekki kalið, og þrá ekki mest af öllu að sjá andlit sitt INNI Í sjónvarpinu, yeah! og vita það speglast í augum þúsunda, milljóna, milljarða sem þrá mest af öllu að sjá andlit sín INNI Í sjónvarpinu! hólpin um eilífð í förðuðum stjörnufans ... – Kannski eru ennþá til menn? Kannski visna ekki allir, kannski eru ennþá til menn sem renna upp í nóttinni, úr sjónmáli starandi ljósopa, og teyga í sig náttregnið af hvíslandi andvörum Guðs. Og þegar heimurinn fangar þá og kremur með enn betri tilboðum – þá springa þeir út nýjum himni og jörð þar sem eru aðeins menn. Kannski eru ennþá til menn? Ísak Harðarson Ort í Hveragerði 2005-2006. Eyðimarkaðurinn Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.