Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009
10 LesbókBÆKUR
1
30 milljónir Kínverja hafa flutt úr sveit-
um landsins í bæi og borgir til þess að
starfa við iðnað hvers konar. Þetta eru
mestu þjóðflutningar sögunnar.
Leslie T. Chang hefur skráð sögu þessara
þjóðflutninga í bók sinni Factory Girls:
From Village to City in a
Changing China. Í forgrunni
eru tvær unglingsstúlkur, Min
og Shunming, en þær fluttu til
Dongguan, sem er ein af verk-
smiðjuborgunum sem hafa
sprottið upp vítt og breitt um
Kína á undanförnum árum. Þar
ætla þær að vinna við færibandið
og láta drauma sína rætast um
betra líf.
Chang fylgdist með vinkonunum
tveimur í þrjú ár. Hún notar dag-
bækur þeirra, tölvupóst og textaboð
til þess að nálgast þær betur, ungæðislega
drauma þeirra og blindan metnaðinn sem
þær fá útrás fyrir með því að selja vafasam-
ar heilsuvörur.
Tilraunir þeirra til að öðlast nýtt
líf eru vonlitlar en Chang segir frá
þeim á hlýjan en húmorískan hátt.
Í Dongguan er mikill markaður
af hæfileikafólki sem reynir að
finna ný og ný tækifæri, læra
ensku í tölvuskóla og freista
gæfunnar á einkamálasíðum á
netinu.
Chang er af fyrstu kynslóð
kínverskra innflytjenda í
Bandaríkjunum og notar sína
eigin sögu sem eins konar
ramma utan um rannsókn-
irnar á lífi hinna vonlitlu iðn-
aðarverkamanna.
Factory Girls | Leslie T. Chang
Verksmiðjulíf í Kína
Hér eru hamir þeirra
„Hvar eru sálir þeirra?“
Þau ljósár eru liðin
sem nafnlaust kvalræði
var að slökkva kvik augu
Hér eru hamir þeirra
þóknast yður holdrosar
neonljósadætur
séu þeir lausir
við sýnilegt blóð?
Hið ósýnilega? Nei!
Og hver sé móðir yðar
er ekki spurning
á pyndingarstundu –
en óræð er sorg
og ómælanleg
er fláning lifandi barns –
sársauki! gagnsætt orð lostans
Hvorki lóð né mælisnúra
fá kannað móðurharm
en göfgi vora getum vér metið
í gangaurum
Urtusorg
fær ekkert brim
þvegið af flæðiskeri
Hér eru hamir þeirra
Verðmiði
Ljóðið Verðmiði eftir Stefán Hörð Gríms-
son (1919-2002) birtist í Yfir heiðan
morgun (1990) sem hlaut Íslensku bók-
menntaverðlaunin fyrst bóka.
Stefán Hörður Grímsson
Eftir hann liggja sex frum-
samdar ljóðabækur.
T
il er einkarekin bandarísk rannsókn-
arstofnun sem heitir Strategic Forecast-
ing, Inc eða Stratfor sem greinir atburði
og fréttir líðandi stundar á alþjóðavísu. Þjónustu
sína selur stofnunin ríkisstjórnum og alþjóð-
legum stórfyrirtækjum um allan heim.
Stofnandi og yfirmaður Strat-
for er George Friedman sem hef-
ur nýverið skrifað bók sem hann
nefnir The Next 100 Years en í
henni ræðst hann í það mikla og
kannski ómögulega verkefni að spá
fyrir um það hvað á eftir að gerast á
21. öldinni.
Í krafti þess að stjórnmálafræðin
byggist ekki á ímyndunaraflinu og að
almenn skynsemi dugi skammt, þá
dregur Friedman upp atburðarás sem
hann telur líklegasta á öldinni.
Sumt kemur þar á óvart svo sem stríð
sem Friedman sér fyrir sér, ekki síst með æ
sterkara Rússlandi. Hann spáir einnig óvænt fyr-
ir um minnkandi áhrif Kína á alþjóðavettvangi
vegna hefðbundins samfélags- og efnahagsó-
stöðugleika í landinu. Friedman sér líka
nýja „gullöld“ í Bandaríkjunum á seinni
hluta aldarinnar í kjölfar þess að þau
brjóti á bak aftur íslamska hryðju-
verkamenn og aukið valdabrölt
Rússa á öðrum og þriðja áratugn-
um.
Auðvitað eru spádómar Fried-
mans mislíklegir. Þótt það virðist
til dæmis ekki fráleitt að þetta
verði öld Bandaríkjanna þá virð-
ist það fjarstæðukennt að Tyrk-
ir og Japanir eigi eftir að hefja
geimstríð við Bandaríkjamenn
sem hefjist á þakkargjörðarhá-
tíðinni 2050.
The Next 100 Years | George Friedman
Öld Bandaríkjanna?
P
laying the Enemy eftir bresk-spænska
blaðamanninn og rithöfundinn John
Carlin segir stórmerkilega sögu. Und-
irtitill bókarinnar er Nelson Mandela
and the Game that Made a Nation. Leikurinn
sem talað er um er „rugby“ eða svokallaður
ruðningur sem er án vafa ofbeldisfyllsti bolta-
leikur sem til er. Hann var jafnframt hataður af
svörtum íbúum Suður-Afríku sem litu á hann
sem „ruddafengið og framandi tómstundagam-
an hinna ruddafengnu og framandi“ í samfélagi
þeirra. En Nelson Mandela sá engu að síður
tækifæri í þessum leik til þess að sameina þjóð
sína. Ári eftir að hann var kjörinn forseti Suður-
Afríku í lýðræðislegum kosningum 1994 fór
heimsmeistaramótið í ruðningi fram í land-
inu. Suður-Afríkumenn þóttu
ekki eiga mikla möguleika
á því að vinna þessa keppni.
En Mandela var á annarri
skoðun. Hann ætlaði sér sig-
ur á þessu móti hvernig sem
allt færi.
Að sameina þjóðirnar
Eftir kosningasigur Mandelas í
apríl 1994 ríkti óstöðugt valda-
jafnvægi í Suður-Afríku. Mandela
gerði sér fullkomlega grein fyrir
því að sigur hans, sem var tryggður
af yfirgnæfandi atkvæðafjölda
svartra kjósenda, nyti ekki mikillar
viðurkenningar meðal hvítra í land-
inu. Hvíti minnihlutinn bjó að auki yfir nægilega
miklum auði og vopnum til þess að ógna hinu
nýja lýðveldi ef honum þætti sér ógnað með ein-
hverjum hætti.
Verkefni Mandelas var erfitt. Hann þurfti að
sameina þessar tvær ólíku þjóðir í eina.
Stuðningur svartra
Það virtist fjarstæðukennt að ætla að ruðningur
gæti orðið sameiningarafl í Suður-Afríku. And-
stæðingar aðskilnaðarstefnunnar höfðu um ára-
bil barist fyrir því að landsliðið í ruðningi – hinir
svokölluðu Springboks – yrði útilokað frá þátt-
töku í alþjóðlegri keppni vegna þeirrar útilok-
unar sem svartir þurftu að þola í eigin samfélagi
heimavið. Andstæðingar aðskilnaðarstefnunnar
vissu sem var að þátttökubann á Springboks
myndi koma verr við hvíta Suður-Afríkubúa en
flest annað, jafnvel verr en viðskiptabannið sem
sett hafði verið á framleiðsluvörur þeirra.
Til að fullvissa hvíta minnihlutann
um að hann ætti sér fullan þegnrétt í
hinu nýja lýðveldi samþykkti Mandela
að halda heimsmeistaramótið í ruðn-
ingi árið eftir að hann vann kosning-
arnar. Og það sem meira var, hann
setti sér það markmið að vekja
áhuga svartra á mótinu, fá þá til
þess að styðja liðið sem þeir höfðu
lagt fæð á í áratugi. Með stuðn-
ingi allrar þjóðarinnar taldi
hann möguleika á að Spring-
boks myndu standa uppi sem
heimsmeistarar. Mandela
vissi samt að hann myndi
þurfa á öllum sínum sjarma
og pólitíska hyggjuviti að
halda til þess að þetta yrði
að veruleika.
Töfrastund
Bókin byrjar morguninn sem Springboks eiga að
leika til úrslita í mótinu gegn yfirburðaliði Nýja-
Sjálands. Carlin kynnir til sögunnar ýmsa sem
tóku þátt í leiknum og aðdraganda hans, póli-
tísku ógnarástandi aðskilnaðarstefnunnar. Við
fáum að kynnast fyrirliða Springboks, François
Pienaar, sem er 193 sentimetra og 110 kílóa eft-
irmynd Davíðslíkneskis Michelangelos og karl-
mennskuímynd hvíta minnihlutans, Afríkananna.
Við kynnumst einnig Linga Moonsamy sem er
fyrrverandi skæruliði í baráttu svartra gegn að-
skilnaðarstefnunni og aðallífvörður Mandelas á
úrslitaleiknum. Við kynnumst yfirmanni í leyni-
þjónustu Suður-Afríku frá tíma aðskilnaðarstefn-
unnar og Justice Bekebeke sem hafði eytt bróð-
urparti ungdóms síns á dauðadeild fyrir að hafa
drepið hvítan lögreglumann. Carlin ræðir einnig
við Desmond Tutu erkibiskup sem þarf að leita
uppi bar í San Francisco sem sýnir leikinn í
beinni útsendingu þennan örlagaríka dag. Og
þannig mætti áfram telja.
Carlin víkur sér síðan að upphafi þessa leið-
angurs Mandelas árið 1985 þegar hann á fyrstu
fundi sína með valdamönnum hvíta meirihlut-
ans um að afnema aðskilnaðarstefnuna og efna
til lýðræðislegra kosninga. Carlin dregur þann-
ig upp margþætta mynd af þjóðinni og sögu
hennar sem fullkomnast í úrslitaleiknum.
Auðvitað var sú hugmynd að ruðningsleikur
gæti sefað þriggja alda langt hatur milli svartra
og hvítra sennilega umfram allt rómantísk
draumsýn. Eftir leikinn á Suður-Afríka enn
langt í land með að losna undan áhrifum þess-
arar sögu. En leikurinn hafði sín áhrif. Það
kemur skýrt fram í viðtölum við þá sem upplifðu
stundina að eitthvað breyttist. Á vellinum hróp-
uðu stuðningsmenn – sem voru að mestu hvítir
– ekki nafn liðsins síns heldur Mandelas. Og
þótt Carlin taki sér skáldaleyfi í rómantískri
upphafningu á þessari töfrastund þá láir maður
honum það ekki. Og auðvitað unnu Suður-
Afríkumenn leikinn.
Um þessar mundir er Clint Eastwood að leik-
stýra kvikmynd sem er byggð á bók Carlins. Í
myndinni leikur Morgan Freeman Mandela og
Matt Damon leikur François Pienaar.
throstur @mbl.is
Playing the Enemy | John Carlin
Töfrastund Mandelas
Reuters
Nelson Mandela
Á vellinum hrópuðu stuðningsmenn
– sem voru að mestu hvítir – ekki
nafn liðsins síns heldur Mandelas.
BÆKUR VIKUNNAR
ÞRÖSTUR HELGASON