Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009 Lesbók 7TÓNLIST M ark Kozelek vakti fyrst athygli þegar hann fór fyrir hljómsveitinni Red House Painters. Tónlistin mögnuð, mikilúðleg í merjandi angistinni. Yfirbragðið eiginlega gotneskt, flutningurinn angurvær þar sem fremst fór engilblíð falsetturödd Kozeleks. Textarnir þunglyndislegir og torræð- ir, flæðið skuggalegt en höfugt. Í samanburð- inum hljóma Tindersticks eins og Herman’s Hermits! Þegar Red House Painters steytti á skeri og festist í fjöruborði um hríð beið Kozelek ekki boðanna. Árið 2000 gaf hann út plötu undir eigin nafni, hina sjö laga löngu Rock ’n’ Roll Singer. Á henni eru fjögur tökulög og þrjú frumsamin en tökulögin voru eftir John Denver og AC/DC og átti ástralska stuð- sveitin þrjú þeirra. Kozelek umturn- aði þeim lögum í angurværar kassa- gítarballöður með eftirtektarverðum hætti og það án þess að bregða svip. Hann bætti um betur ári síðar og gaf út tíu laga plötu – ein- göngu með AC/DC-lögum. Kozelek hafði stundað svipaðar æfingar í gegnum Red House Painters og tæklaði þar lög með Kiss, Genesis, Yes, Wings og Cars. Eftir AC/DC-plöturnar hafa fleiri ábreiður eftir Kozelek komið út, hér og hvar. Rétt fyrir jól kom platan The Finally LP út, þar sem tilraun er gerð til að stefna þeim munaðarleysingjum saman í eina rétt. Lög eftir Stephen Sondheim („Send in the Clowns“), Low og Will Oldham eru send í gegnum við- kvæmnislegt nálarauga Kozeleks. Toppurinn er þó svakaleg útgáfa á lagi Hüsker Dü, „Celebrated Summer“. Yfirhalning Kozeleks er slík að hörðustu steinhjörtu verða að dufti við fyrstu hljóma. The Finally LP | Mark Kozelek Hinn harmljúfi L angt síðan við höfum sést! Og heyrst! Það hljóta að vera komin, hvað, fjögur ár síðan síðast? Hvar ertu búinn að ala manninn maður? Ég var farinn að halda að þú værir dauður, a.m.k. dauður úr öll- um æðum. En bíddu, hvað er að atarna? Hvað ertu með þarna í handarkrikanum? Nýja plötu? Það munar ekki um það. Æ, segðu okk- ur nú frá. Það eru allir búnir að bíða með önd- ina í hálsinum eftir að þú rumskaðir, þú mikli drottnari aðgengilegs, jaðarbundins og list- ræns nýbylgjurokks! Og hertoginn svarar að bragði: „Ja … hvað get ég sagt? Þetta er rétt hjá þér, þú nýbylgjuelskandi heimsbyggð. Það er ansi langt síðan ég og skósveinar mínir, Alex Kapranos og allir hinir, höfum gert eitthvað af viti. Fjögur ár!? Uss uss … en það er ekki svo að við séum búnir að vera stjarfir af kvíða vegna ímyndaðra vona og væntinga, nei nei, það er ekki svo. Að vísu sló samnefndur frum- burður minn svo rækilega – og óvænt – í gegn að ég nánast missti öll vopn úr höndum mér. Okkur fé- lögunum var vissulega hrósað fyrir seinni plötuna, You Could Have It So Much Better, sem kom út strax ári síðar nota bene, en eftir á að hyggja verð ég að segja að hún var að mörgu leyti einhvers konar þynnka eftir ofsafylleríið þarna í blá- byrjun. Ég sver það, ég og Kapranos litli fórum að dufla við að semja eitthvað strax eftir skammt númer tvö en það virkaði bara ekkert. Ég sá til þess að því efni yrði hent! Okkur kom saman um að þetta væri bara allt, allt of knappt allt saman. Við vorum þá á stöð- ugum flengingum um hvippinn og hvappinn, boðandi fagnaðarerindið og okkur vantaði tíma, hvíld. Tíma til að draga inn ný áhrif, tíma til að vinna með og breyta eitthvað til í því sem við vorum að möndla með í upphafi. Ég get lofað því að einhverjir eiga eftir að verða hissa – hvað segiði krakkar mínir t.d. um nokkurra mínútna mínímalískt, seiðandi og taktfast tæknó? Hertoginn fylgist með! Nú svo ákváðum við að skíra plötuna því fróma nafni Tonight: Franz Ferdinand og fengum, eins og okkar var von og vísa, hipp og kúl ljósmyndara til að „skjóta“ umslagið. Við riðum alla leiðina upp til Skandinavíu að sækja hann. Søren Solkær Starbird kallast piltur. En þegar ég er settur svona upp við vegg, og beð- inn að útskýra mál mitt, viðurkenni ég að ég hef staðið fyrir afar stíliseruðu og lista- skólatengdu rokki í gegnum tíðina sem fyrir eitthvert kraftaverk hefur hlotið náð fyrir eyr- um al- mennings. Ég veit að fjögur ár eru sem eilífð í viðsjárverðum heimi dægurtónlistarinnar. En í guðanna bænum gefið þessari plötu séns. Ég, Kapranos og hinir erum enn flippaðir, enn grípandi og gerð- um auk þess okkar ýtrasta til að snúa aðeins upp á „formúluna“. Ég bið því auðmjúklega ásjár hjá öllum nýbylgjudýrkandi þegnum þessa heims. Virð- ingarfyllst – Hertoginn.“ arnart@mbl.is Tonight | Franz Ferdinand PLÖTUR VIKUNNAR ARNAR EGGERT THORODDSEN Franz Ferdinand „Ég og strákarnir erum í stuði!“ Sæll hertogi! E f þið eigið ekki þessa plötu er eitthvað að ykkur,“ sagði David Letterman þeg- ar hann kynnti Hootie and the Blowfish og fyrstu plötu hljómsveitarinnar, Cracked Rear View, í spjallþætti sínum hálfu ári eftir að platan kom út 1994. Þetta hafði sín áhrif. Sala plötunnar jókst gríðarlega og var orðin söluhæst í Bandaríkj- unum vorið 1995. Hún er nú í tólfta sæti yfir mest seldu plötur sögunnar. Þetta er þó ekki allt Letterman að þakka – platan hlýtur að teljast meðal bestu debútp- latna sögunnar, en að baki lá reyndar mikil vinna. Hootie and the Blowfish urðu til í sturtuklefunum á stúdentagörðunum við ríkisháskólann í Suður-Karólínu. Gítar- leikarinn Mark Bryan heyrði Darius Rucker syngja í sturtu og þótti mikið til koma. Nokkrum dögum síðar komu þeir tveir fram í fyrsta sinn undir nafninu The Wolf Brothers og sungu lög eftir aðra. Síðan bættust Dean Felber og Jim Sonefeld við og þar með var þessi magnaði kokteill af poppi, blús, sóli, kántríi og rokki til. Þetta var árið 1986. Við tók hefðbundið spil á börum og öðrum smálókölum í Karólínu næstu átta ár þar sem hljómsveitin aflaði sér ómældra vinsælda. Þetta vakti athygli Atlantic Records sem gerði út- gáfusamning við hljóm- sveitina og gaf út fyrstu plötuna, Cracked Rear View. Þrjú lög á plötunni kom- ust inn á vinsældalista vest- anhafs. Lengst náði Only Wanna Be With You í sjötta sæti en Let Her Cry og Hold My Hand komust í níunda og tíunda sæti. Let Her Cry er falleg ballaða þar sem rödd Ruckers nýtur sín. Og það er óneitanlega fyrst og fremst hún sem ljær hljómsveitinni sinn sérstaka karakter. Þykk og kröftug röddin getur ekki bara fyllt sturtuklefa heldur hvaða gímald sem er. Hún er dramatísk en miðlar líka smitandi gleði. Ballöður liggja satt að segja ótrúlega vel við Rucker, en auk Let Her Cry eru I’m Going Home, Not Even Trees og Goodbye til vitnis um það á Cracked Rear View. Í þessum lögum má heyra sterk áhrif frá Tom Waits, en rokkið hafa þeir að stórum hluta frá REM. Only Wanna Be With You gæti hreinlega verið úr smiðju skólastrákanna frá Bost- on, einnig Hold My Hand, Time, Running from an Angel og Drowning þar sem Ruc- ker syngur um kynþátta- pólitík heimaslóðanna af áreynslulausri inn- lifun. Það er erfitt að fylgja eftir fljúgandi starti. Væntingarnar verða miklar. Og þótt önnur plata Hootie and the Blowfish, Fairweather Johnson, hafi verið ágæt jafnaðist hún ekkert á við þá fyrstu. Hún seldist þó í þremur millj- ónum eintaka. Síðan hafa komið út fimm plöt- ur með hljómsveitinni sem hafa ekki vakið mikla athygli. Hljómsveitin hefur samt ekki dalað mikið í vinsældum ef marka má þétta tónleikadagskrána. Darius Rucker hefur sent frá sér sólóplötu, Back To Then, sem er mun poppaðri en plötur Hooties og lítt áhugaverð. Sömuleiðis er sóló- plata Marks Bryans, 30 on the Rail, fremur slök. Galdurinn verður ekki til nema í sam- spilinu. En þótt vonbrigðin hafi verið nokkur með Hootie and the Blowfish hin síðari ár varpa þau ekki skugga á ótrúlega byrjun sveit- arinnar. Þeir sem ekki eiga Cracked Rear View ættu að bæta úr því. throstur@mbl.is Þ rassþungarokkssveitin (með dassi af dauða) geðþekka frá Brasilíu, Sepultura, er enn að gefa út plötur og það með sæmi- lega reglubundnum hætti meira að segja. Margir sneru endanlega baki við sveitinni eftir hina mögnuðu Roots (1996), fóru á brott með foringj- anum, Max Cavalera, sem sagði skilið við sveit- ina og stofnaði nýja, Soulfly. Þeir sem eftir stóðu létu ekki slá sig út af laginu og réðu inn nýjan söngvara, hinn stóra og stæðilega Derrick Green. Kauði hefur staðið sína plikt ágætlega en með hann í broddi fylkingar eru nú komnar út heilar fimm hljóðversplötur, Against (1998), Nation (2001), Roorback (2003), Dante XXI (2006) og núna A-Lex. Þessi nýi kafli í sögu sveitarinnar byrjaði nú ekki vel og það fór ekki að birta til fyrr en Roorback kom út. Þær jákvæðu móttökur sem hún fékk blésu sveitinni baráttuanda í brjóst sem aldrei fyrr og fór metnaðurinn nánast upp úr öllu valdi en næsta plata, Dante XXI, var konseptverk, byggt á Hinum guð- dómlega gleðileik Dantes! Enn eru bókmennt- irnar til hliðsjónar, en Sepultura-liðar hafa fært sig aðeins nær nútímanum í þetta sinnið. Nú er gengið út frá bókinni Vélgengt glóaldin eftir Ant- hony Burgess, eða A ClockWork Orange eins og hún heitir á frumtungunni. Titillinn vísar þannig í aðalsöguhetjuna, Alex, og plötunni er skipt upp í átján kafla sem bera torræða titla eins og vant er með konseptverk. Hins vegar er ekkert verið að flækja málin með sjálfri tónlistinni, sveitin trukkar áfram af bylmingskrafti, þrassið var skilið eftir fyrir löngu og dagskipunin sem fyrr grúvandi þungt, riff-legið rokk, oftar en ekki í millitakti. Fyrri hæðum verður kannski seint náð en Se- pultura hefur verið á jöfnu stími síðastliðin ár, prýðisárangur sé litið til þess að saga hennar er duglega þyrnum stráð. A-Lex | Sepultura Vélgengt glóaldin frá Brasilíu Galdramennirnir frá Karólínu POPPKLASSÍK ÞRÖSTUR HELGASON „Ef þið eigið ekki þessa plötu er eitthvað að ykkur“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.