Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.2009, Blaðsíða 12
K ristján Steingrímur Jónsson hefur um árabil sankað að sér sýnishornum af mold í hinum ýmsu lystigörðum heims- ins. Hann hefur síðan lagt upp í listrænt flakk með jarðefnin, bæði í efnislegum og hug- lægum skilningi, en afraksturinn getur nú að líta á sýningu í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Sýningin er í öllum sölum safnsins og sam- anstendur af málverkum, teikningum og ljós- myndum – og jarðvegi úr almenningsgörðum í níu borgum víða um heim. Listamaðurinn legg- ur þannig öðrum þræði áherslu á moldina sem undirstöðu lífs á landi, og á hringrás náttúrunn- ar. Slíkar áherslur birtast glögglega í teikn- ingum á neðri hæð safnsins, einkum í fallega unnum tússteikningum í Gryfjunni; þar er teikningin kvik og lífræn. Myndirnar birta upp- stækkaða sýn á mold og eru unnar með aðstoð sérstakrar smásjár (víðsjár). Sömu lipurð í vinnubrögðum má sjá í stóru moldarmálverki sem unnið er með talsverðum látum beint á veggi safnsins á efri hæð. Lista- maðurinn skapar þar ólgu sem skírskotar í senn til frumkrafta náttúrunnar og mann- legrar, listrænnar tjáningar: tengsla moldar, hugmynda um hið kvenlæga (náttúru) og list- hefða, og þá einkum notkunar jarðefna við gerð litarefna. Níu ferningslaga málverk á striga á vegg þar hjá, stinga í stúf við óreiðukennt flæði stóra verksins. Málverkin vísa raunar fremur í beisl- un náttúrunnar af mannavöldum, sem má segja að sé annar meginþráður sýningarinnar, nánar tiltekið eins og hún birtist í garðhönnun. Hver mynd er einlit og unnin úr jarðvegi úr til- teknum lystigarði, svo sem Central Park í New York og Shinjukugarðinum í Tókýó, eins og listamaðurinn áréttar með því að sandblása heiti viðkomandi garðs (á ensku) í yfirborðið. Myndirnar leiða í ljós mismunandi gerð og lit jarðvegarins eftir hnattlegu. Ljósmyndir, tekn- ar í lystigörðunum, sem hanga á vegg Arinstofu á neðri hæð safnsins, varpa ljósi á ytri ásýnd hinna mismunandi garða, eins og þeir horfa við borgarbúum sem þangað sækja sér endurnær- ingu og upplyftingu í dagsins önn. Ljósmynd- irnar hafa hins vegar tilviljunarkennt yfirbragð skyndimynda og er sjónarhornið því ekki upp- hefjandi í samræmi við háleitar hugmyndir sem hafðar voru að leiðarljósi við hönnun garðanna. Svo virðist sem listamaðurinn leitist fremur við að draga fram vissa flatneskju í borg- arumhverfi þar sem náttúran er undirskipuð opinberu rými. Kristján Steingrímur dvelur ekki við mis- munandi fagurfræði eða hugmyndafræði tiltek- inna garða – þótt hann í textaverki á efri hæð vísi vissulega til fegurðar í ýmsum myndum og ýti á ýmsan hátt undir huglægt ferðalag milli raunverulegra sem og ímyndaðra staða. Moldin og jarðargróðurinn virðast eiga hug hans að miklu leyti og má því segja að sýningin ein- kennist af vissri spennu milli vitsmunalegrar greiningar og skynrænnar nautnar, sem á sinn hátt endurspeglar hið gamalkunnuga stef: tog- streitu milli „menningar“ og „náttúru“. Mold í ýmsum myndum MYNDLIST ANNA JÓA LISTASAFN ASÍ | Kristján Steingrímur Jónsson Til 1. febrúar 2009. Opið þri. til su. kl. 13-17. Að- gangur ókeypis. Svo virðist sem listamað- urinn leitist fremur við að draga fram vissa flat- neskju í borgarumhverfi þar sem náttúran er und- irskipuð opinberu rými. Moldarmálverk „Níu ferningslaga málverk á striga á vegg þar hjá, stinga í stúf við óreiðukennt flæði stóra verksins.“ Morgunblaðið/Heiddi Í Iðnó, á miðvikudaginn var, fluttist ég til baka inn í tímann þegar menn sátu límdir við sæti sín og gátu einbeitt sér að hinu talaða orði stundum saman. En sóttu sér af og til þrek til þess – með því að loka augum og hlusta á málið flæða með réttum áherslum, réttri hrynjandi og blunda jafnvel örlítið. Vigdís Finnbogadóttir og Sveinn Einarsson hafa nefnilega stofnað leikhús. Vonarstrætisleikhúsið, kalla þau það. Þar kynna þau nú inni- haldsríkt verk í leiklestri sem ætti að hæfa vel okkar tíma þar sem fólk streymir aftur saman á fundi því það þyrstir í orð sem gerir heiminn skiljanlegri og viðráðanlegri. Það er eftir Bretann Michael Frayn sem var þekktur fyrir gam- anleiki þegar hann skrifaði verðlaunaleikritið Kaupmannahöfn árið 1998. Þar sækir hann hins vegar á sagnfræðileg mið. Stundina þegar þýskur kjarneðlisfræðingur, Werner Heisenberg, kemur á fund fyrr- verandi læriföður síns, Danans Niels Bohr, í Kaupmannahöfn árið 1941. Sagnfræðingar hafa mikið velt fyrir sér hvað hafi farið á milli kennarans og lærisveinsins, Nóbelsverðlaunahafanna tveggja á þeim fundi. Enda leiddi Heisenberg tilraunir með kjarnorku fyrir Þýska- land nasismans en Niels Bohr tók nokkrum árum síðar þátt í gerð kjarnorkusprengjunnar er kastað var á Hiroshima og Nagasaki. Frayn lætur, ekki alveg laus við húmor, þrjár persónur, Heisen- berg, Bohr og Margréti konu hans, öll löngu dauð, í öðrum heimi, gera tilraunir til að endurskapa, setja á svið það sem gerðist á milli þeirra þarna í september 1941, þegar þeir brugðu sér einir í göngu- túr. Þau reyna að muna af hverju sá göngutúr var svo stuttur, af hverju þeir kvöddust svo fálega: Kom Heisenberg til að reyna að fá einhverjar upplýsingar hjá Bohr um áætlanir bandamanna? Kom hann til að hjálpa þessum fyrrverandi elskaða kennara sínum sem var af gyðingaættum? Kom hann til að monta sig? Fá syndaaflausn? Eða kom hann til að fá Bohr til að vinna með sér eða jafnvel að fá hann í lið með sér til að hindra smíði kjarnorkusprengjunnar? Í upp- rifjuninni kynnumst við svo auðvitað fólkinu, sambandi þeirra. Frayn notar í uppbyggingu verksins af mikilli handverkskunnáttu ýmsar líkingar og myndir til að vísa í eðlisfræðikenningar vísindamannanna tveggja sem þeir jafnframt kynna áhorfendum í ástríðufullum sam- ræðum. Einkum virðist hann þó vera heillaður af óvissukenningu Heisenbergs sem sagt þeirri (hafi ég rétt skilið) að aldrei verði hægt að mæla allt í hegðan frumeinda. En sama óvissan virðist Frayn telja að ríki um minni mannsins, hugsun. Í fundi eða árekstri þessara tveggja mannlegu einda, Niels Bohr og Heisenbergs sé því hægt að velta upp endalaust spurningum um tilefni hans, hvatir þeirra og sið- ræna ábyrgð. Eins og áður segir lesa þrír leikarar hlutverkin. Þorsteinn Gunn- arsson: Niels Bohr, Jakob Þór Einarsson: Werner Heisenberg og Margréti konu Nielsar Bohr: Valgerður Dan. Leikstjórinn Sveinn Einarsson raðar haganlega þremur stólum á sviðið leikurum til stuðnings; og textanum til stuðnings lætur hann þá hreyfa sig af og til markvisst í tómu rýminu. Flutningurinn tekur tvo og hálfan tíma. Leikarar fara því, eðlilega, til þess að halda athygli að leika fremur en lesa og fer það svolítið í taugarnar á manni. Einkum að Þorsteinn Gunnarsson sá góði lesari láti sig hafa það að gera persónuna sem hann les of hlægilega. En það og leikhússamræðan um eðlisfræðina, spillti ekki þeirri ánægju sem ég hafði af að hlusta á góðar raddir flytja góða þýðingu Árna Bergmanns á þessum kunnáttusamlega smíðuðu samtölum. Ég er að vísu líka ánægjulega í vafa um boðskap og samfélagsskilning verksins. Þarf hins vegar að lesa eða heyra textann aftur til að geta gert grein fyrir því. En Vonarstrætisleikhúsið á þakkir skildar fyrir að örva til um- hugsunar um siðræna ábyrgð. Tilgang vísinda. Á Gaza er á þessu andartaki verið að prófa ný vopn á manneskjum. Það vitum við með vissu. LEIKLIST MARÍA KRISTJÁNSDÓTTIR VONARSTRÆTISLEIKHÚSIÐ | Kaupmannahöfn Staður: Vonarstrætisleikhúsið. Verk:Kaupmannahöfn. Höfundur: Michael Fra- yn. Þýðing: Árni Bergmann. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Lýsing: Páll Ragn- arsson. Leikarar: Jakob Þór Einarsson, Þorsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan. Iðnó, miðvikudaginn 14. janúar, 2008, kl. 20.00 En Vonarstrætisleikhúsið á þakkir skildar fyrir að örva til umhugsunar um siðræna ábyrgð. Tilgang vísinda. Um óvissu allra hluta Vonarstrætisleikhúsið Vigdís Finnbogadóttir og Sveinn Einarsson eru stofn- endur leikhússins. Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 2009 12 LesbókGAGNRÝNI LEIKLIST Falið fylgi Leikfélag Akureyrar „Uppsetning leiksviðsins minnir á hringleikahús í anda Rómverja til forna þar sem m.a. fóru fram skylmingar upp á líf og dauða og áhorfendur sátu hringinn í kringum leik- sviðið.“ Ingibjörg Sigurðardóttir. Sumarljós Þjóðleikhúsið „Glíma leiklistar við frásögnina, epíska leik- húsið, er víðsfjarri, sögumaður skipar veigalít- inn sess, áherslan er á dramatískustu þætti skáldsögunnar.“ María Kristjánsdóttir. Fólkið í blokkinni Borgarleikhúsið „Leikendur eru að vísu misgóðir og það er ekki fyrr en Halldóra Geirharðsdóttir fær stærra hlutverk í framvindunni sem erlenda far- andverkakonan Valery að sýningin fer á skrið.“ María Kristjánsdóttir. KVIKMYNDIR Slumdog Millionaire – Viltu vinna milljarð? bbbbb Sýnd í Laugarásbíó, Smárabíó, Borgarbíó Akureyri „Slumdog Millionaire er full af fegurð og hryll- ingi sem fléttast saman í stórfenglegri sögu af landi og þjóð, þannig að áhorfendur hafa mikla ánægju af, auk þess sem hún er einkar fróðleg, full af litum og framandi mannlífi í risaveldi sem við sjáum umbyltast úr gömlu nýlenduveldi sem byggt er milljarði fátæklinga sem virðast sjá fram á betri framtíð í því nýja Indlandi sem er að rísa frammi fyrir áhorfendum. “ Sæbjörn Valdimarsson. Entre les murs – Skólabekkurinn (The Class) bbbbn Sýnd í Háskólabíói „Skólabekkurinn er óvenju skynsamleg, trú- verðug og innblásin mynd og státar af ein- hverjum besta samleik (ensamble) sem sést hefur í háa herrans tíð.“ Sæbjörn Valdimarsson. Sólskinsdrengurinn bbbbn Sýnd í Háskólabíói „Friðrik heldur sig jafnan í réttri nálægð/ fjarlægð við viðfangsefnið og nær áhrifaríkum tökum á umfjöllunarefninu og okkur í eft- irminnilegri baráttusögu foreldra Kela og kraftaverkinu sem hann upplifir.“ Sæbjörn Valdimarsson. Bedtime Stories bbmnn Sýnd í Sambíóum „Vafalaust hafa börnin ennþá gaman af tikt- úrum leikarans, aðrir áhorfendur eru sann- arlega orðnir langeygir eftir ferskum hug- myndum frá grínaranum Sandler.“ Sæbjörn Valdimarsson. MYNDLIST Hafnarborg Björg Þorsteinsdóttir – Þættir bbbmn Sýning stendur til 15. febrúar. „Sýning Bjargar er heil- steypt en fjölbreytt, öguð en einnig er að finna í verk- unum þjálfaðan leik reyndr- ar listakonu. Hér kemur skýrt fram að listakon- an er á frjóu tímabili og óhrædd við að kanna nýja möguleika í eigin list.“ Ragna Sigurðardóttir. Listasafn ASÍ Kristján Steingrímur Jónsson Sýning stendur til 1. febrúar. „Moldin og jarðargróðurinn virðast eiga hug hans að miklu leyti og má því segja að sýningin einkennist af vissri spennu milli vitsmunalegrar greiningar og skynrænnar nautnar, sem á sinn hátt endurspeglar hið gamalkunnuga stef: tog- streitu milli „menningar“ og „náttúru“.“ Anna Jóa Gallery Turpentine Halldór Ásgeirsson – Sálarskipið bbbmn Sýning stendur til 25. janúar. „Það má lesa sýningu Halldórs sem eina heild, við slíka lesningu vaknar sú tilfinning að hér séu fullmargir og flóknir þættir saman komnir og einfaldari sýning hefði verið áhrifaríkari.“ Ragna Sigurðardóttir. Í GANGI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.