Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 2 LesbókSKOÐANIR Þ að er víst ekki annað hægt en að mæla með úrslitunum í Söngva- keppni Sjónvarpsins 2009 sem send verða út í beinni útsendingu frá kl. 20.05 í kvöld. Það kemur nefnilega í ljós í kvöld hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fer í Moskvu í maí. Átta lög keppa til úrslita og geta áhorfendur greitt atkvæði með símakosningu. Fleira verður þó gert í útsendingunni, og ætlar Páll Ósk- ar Hjálmtýsson meðal annars að halda uppi stemningunni á meðal keppenda. Þeir sem vilja sitja fyrir framan sjón- varpið í kvöld geta setið sem fastast þeg- ar Söngvakeppninni lýkur, því strax í kjöl- farið er hin stórgóða Spider Man 2 á dagskrá. Mörgum þykir myndin jafnvel betri en sú fyrri, enda mjög góð spennu- mynd hér á ferðinni. Líkt og í fyrri mynd- inni fer Tobey Maguire með hlutverk Kóngulóarmannsins sem gómar hin ýmsu ill- menni í vef laganna. jbk@mbl.is Söngvakeppni og Spider Man D orrit, þú mátt ekki segja þetta,“ hrópar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti ís- lenska lýðveldisins. „Það má ekki hafa þetta eftir þér,“ segir Ólafur Ragnar. „Dorrit,“ átelur Ólafur, „þú getur samt ekki sagt þetta.“ „Já, en þú mátt það samt ekki, þú bara mátt það ekki,“ áréttar hann. „Dorrit, Dor- rit,“ segir forsetinn. „Dorrit, ekki segja svona hluti.“ „Svona segir maður ekki, Dorrit.“ En þótt Dorrit líði stundum eins og eiginkonu araba lætur hún ekki Ólaf Ragnar segja sér fyr- ir verkum. Hún lætur allt flakka í viðtali við glanstímaritið Condé Nast Portfolio. Dorrit varaði við hruninu. Hún vildi slást í hóp mót- mælenda á Austurvelli og taka þátt í búsáhalda- byltingunni. Hún hafnar þeim möguleika að ís- lenskar fjölskyldur geti í þúsunda tali misst húseignir sínar í landi þar sem finna má tvöfalt meira af húsum en fólki. „Ó, Dorrit! Hvernig getur þú sagt þetta?“ hrópar Ólafur Ragnar Grímsson. Forseti Íslands er varfærinn leiðtogi. Hann veit sínu viti. Fæst orð bera minnsta ábyrgð. Sama dag og fréttir birtast í íslenskum fjöl- miðlum af viðtalinu við forsetahjónin berast þó aðrar fregnir utan úr heimi. Ólafur Ragnar hef- ur talað ógætilega við þýskan blaðamann og gert allt vitlaust í Þýskalandi. Hann verður að senda frá sér yfirlýsingu vegna „villandi fréttar af viðtali við hann í þýskri útgáfu Financial Tim- es“. Málið þykir vandræðalegt og forsetanum gefst kostur á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við utanríkismálanefnd Alþingis ein- hvern tíma á næstu dögum. Utanríkismálanefnd hefur þó margt betra við tímann að gera en að kalla Ólaf Ragnar Gríms- son á teppið. Það vita allir að útlendum blaða- mönnum hættir til að misskilja forsetann sem hundleiðist að þurfa endalaust að senda frá sér yfirlýsingar þegar ranglega er lagt út af orðum hans í erlendum fjölmiðlum. Því er lítil furða að hann vilji hafa varann á ef blaðamenn frá út- lendum glanstímaritum birtast óforvarandis á tröppunum á Bessastöðum og heimta viðtöl. „Ó, boy,“ hugsar forsetinn þegar hann sér blaða- mennina norpa helbláa í frostinu á tröppunum við útidyrahurðina. Þetta veit ekki á gott og í eitt andartak veltir Ólafur Ragnar því fyrir sér hvort hann eigi yfir höfuð að opna. En ekki gengur að láta umheiminn híma úti á Bessastaðatröppunum í norðanáttinni. Forset- inn vill sveipa sig þögninni en skilur að í talfær- um hans býr raddkliður þúsundanna. Áður en viðtalið hefst líður forsetanum eins og hetju í miklu tilvistarverki sem stendur frammi fyrir tveimur óbærilegum kostum. Hann er ekki eins og persóna í leikriti eftir Sartre eða Camus þar sem tilgang er enn að finna, heldur er hann staddur í sögu eftir Samuel Beckett. „Nú verð- ur allt brjálað,“ hugsar Ólafur Ragnar um leið og hann sest niður með viðmælanda sínum. Þó segir hann alltaf fleiri og fleiri orð. „Ætli væn- legasti kosturinn sé sá að taka Dorrit með mér í viðtölin?“ hugsar hann. Honum lætur nefnilega betur að hafa hemil á öðrum en sjálfum sér. Bandaríski blaðamaðurinn sem ræddi við for- setahjónin segir þau „greinilega samrýnd, en afar ólík“. Séra Þórhallur Heimisson, sem starf- rækt hefur hjónabandsráðgjöf frá árinu 1996, fullvissar þjóðina um að óþarfi sé að hafa áhyggjur af hjónabandi Ólafs og Dorritar. Fátt í viðtalinu bendi til annars en ásta samlyndra hjóna. Lesandanum svelgist þó á laxaréttunum og kælda hvítvíninu sem borið er á borð í betri stof- unum á Bessastöðum. Ekki vegna þess að hon- um séu ofarlega í huga ræðurnar sem forsetinn hélt eftir að hann gleymdi uppruna sínum. Fremur er sviðsetning viðtalsins upp á kant við veruleikann og glýjan af síðum glanstímaritsins reynir meira á augun en áður. Eftir þriggja tíma samræður um ógæfu Íslands sem verður allt að vopni halda forsetahjónin skartklædd út á hlaðið á Bessastöðum þar sem þau stilla sér upp með hundinum Sámi. Þau sýna þá sjálf- sögðu kurteisi að mæta í sparifötunum í útför þjóðarinnar en þó er eitthvað glannalegt við parið á ljósmyndinni í augum syrgjandans. Ilm- urinn af Bessastaðameðlætinu situr eins og kökkur í hálsinum. Þegar blaðamaðurinn hittir Dorrit Moussa- ieff í íbúð hennar við Cadogantorg í Knig- htsbrigde segir hún honum að suðursjávarperl- urnar sem hún ber um hálsinn séu þær stærstu í heimi. Á veggjunum eru teikningar eftir Tou- louse-Lautrec og heimilið er ríkulega skreytt kínverskum skrautvösum og sautjándu aldar höggmyndum frá Feneyjum. Vinkona hennar fullvissar lesendur jafnframt um að hryðju- verkalöggjöfin hafi engin áhrif á stöðu Dorritar í samkvæmisveröld bresku hástéttarinnar. Píur eins og Sarah Brown eru þar utangátta, á með- an frú Moussaieff verður ekki hnikað. Forsetafrúin íslenska er væn kona sem neitar að beygja sig undir svartagallsraus. Þegar Ólaf- ur segir þúsundir Íslendinga sennilega missa heimili sín á komandi árum leggur Dorrit ábæt- isgaffalinn á borðið og segir: „Elskan, ég get ekki tekið undir það. Enginn á eftir missa húsið sitt. Hvernig er hægt að tapa húsi í landi þar sem húsin eru tvöfalt fleiri en manneskjurnar? […] Þú mátt vera viss um að ekki einn einasti Íslendingur lendir á götunni.“ „Dorrit, þú mátt ekki segja þetta, þú hreinlega mátt það ekki,“ segir Ólafur Ragnar skelkaður. „Ég segi það samt. Ég hef enn ekki haft rangt fyrir mér,“ svarar Dorrit hróðug. Þegar Ólafur bendir á að hún sé ekki með próf í íslenskri húsnæðislöggjöf svarar hún gallhörð: „Hvað ætla þeir eiginlega að gera? Láta þúsundir íbúða standa mann- lausar?“ Það er erfitt að brosa ekki framan í forsetafrú sem setur fram slíka sýn á veruleikann. Þó býr í skoðunum hennar takmarkaður skilningur á þeim öflum sem sköpuðu áferðarfagra veröldina sem Dorrit Moussaieff lifir og hrærist í. Um margt minnir jákvæð vissa hennar á söguna af annarri hjartahreinni drottningu. Sú spurði þegar hún frétti að þjóð hennar sylti vegna þess að brauðið í landinu væri á þrotum: „Af hverju borðar fólkið ekki kökur?“ gudnieli@hi.is Ástir samlyndra hjóna FJÖLMIÐLAR GUÐNI ELÍSSON Sárt ertu leikinn Sámur frændi. Eftir þriggja tíma samræður um ógæfu Íslands sem verður allt að vopni halda forsetahjónin skartklædd út á hlaðið á Bessastöðum þar sem þau stilla sér upp með hundinum Sámi. Þau sýna þá sjálfsögðu kurteisi að mæta í sparifötunum í útför þjóðarinnar en þó er eitthvað glannalegt við parið [...]. „Nú verður allt brjálað,“ hugsar Ólafur Ragnar um leið og hann sest niður með viðmælanda sínum. Þó segir hann alltaf fleiri og fleiri orð. MEÐMÆLIN Sjónvarpið í kvöld Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar, Fríða Björk Ingvarsdóttir, fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent L ára Hanna Ein- arsdóttir, þýðandi og leiðsögumaður, birti í síðustu viku pist- ilinn „Málfrelsi – skoð- anafrelsi – tjáning- arfrelsi“ (5.2. 2009) á bloggsíðu sinni. Þar varp- ar hún fram þeirri spurn- ingu hvort Þröstur Helga- son, umsjónarmaður Lesbókarinnar, hafi verið rekinn af Morg- unblaðinu um síðustu mánaðamót vegna skoð- ana sinna. Sú ákvörðun að láta Þröst fara var skýrð í nafni skipulagsbreytinga en Lára er ekki ein um að draga þá skýringu í efa: „Málfrelsi? Skoðanafrelsi? Tjáningarfrelsi? […] Hver hefur hag af því að hér ríki áfram ótti við að tjá skoð- anir sínar? Margir sem fjalla um viðkvæm mál, einkum þau sem snerta pólitík og auðmyndun einhvers konar, hafa fundið ítrekað fyrir hræðslu fólks við að tjá sig opinberlega – meira að segja ég.“ Lesbókin hefur lengi verið þyrnir í augum helstu harðlínuaflanna í Sjálfstæðisflokknum og ég veit að sú krafa hefur verið sett fram oftar en einu sinni að blaðið væri stokkað upp eða lagt niður ella. Þó sýndu ekki síst andófsraddirnar innan úr Lesbókinni að Morgunblaðið var frjáls- lynt, borgaralegt dagblað sem rúmaði fleiri skoð- anir en málefnasamþykktir Sjálfstæðisflokksins. Undir lok pistils síns vísar Lára Hanna í þekkta grein Agnesar Bragadóttur „Hræðsluþjóð- félagið“ frá nóvember síðastliðnum þar sem Agnes spyr hvort „kúgun þöggunar“ sé „að ná undirtökunum í þjóðfélagsumræðum á Íslandi?“ Þessi spurning hlýtur að vakna þegar Morg- unblaðið rekur einn færasta menningarblaða- mann landsins í nafni skipulagsbreytinga. ÞETTA HELST Þröstur Helgason Þröstur og hræðslu- þjóðfélagið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.