Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 8 LesbókBÆKUR B reska bókaforlagið Hesperus Press sér- hæfir sig í vönduðum endurútgáfum á sí- gildum bókmenntum. Oft á tíðum er sá skáldskapur ekki einungis sígildur heldur einnig vanræktur, en stefna for- lagsins er einmitt að draga fram í dagsljósið gleymd og lítið þekkt verk jöfra bók- menntasögunnar. Bækur for- lagsins eru heilmikill fjársjóður að komast í fyrir bókmennta- áhugafólk eins og nærri má geta. Í byrjun þessa mánaðar kom út perla á þeirra vegum, The Pilgrims, sem líkleg er til að vekja áhuga margra hér á landi í kjölfar frábærrar útgáfu JPV á Frankenstein Mary Shel- ley haustið 2006. Um er að ræða smá- sagnasafn þar sem í fyrsta sinn eru birtar á einni bók fimm sögur Shelley er upprunalega komu út á árunum 1829 og 1837. Í formála Kamilu Shamsie að smásagna- safninu er tekið fram að tregablandið lífshlaup Mary Shelley sjálfrar var aldr- ei langt undan í skáldskap hennar og að rauði þráðurinn í safninu sé missir. Mary Shelley missti tvö elstu börnin sín og síðan eiginmann sinn, Percy Bysshe Shelley í kjölfarið. Annar þráður í smásagnasafninu er samband föður og dóttur, sem einnig byggir á reynslu hennar sjálfrar. Móðir hennar lést skömmu eftir fæðingu Mary og var samband hennar við föður sinn af þeim sökum óvenjulega náið. Átök þeirra á fullorðins- árum voru töluverð, einkum í kringum val hennar á eig- inmanni sem var föðurnum ekki að skapi. The Pilgrims | Mary Shelley Sígilt en vanrækt meistaraverk M ér finnst líka að Íslendingar komi aldrei hreint til dyra. Að einhverju leyti kann það að stafa af því, að þeir vilja líkt og Írar þóknast öllum, en þó einkum af vissum graut- arhaushætti og algjörum skorti á þjálfun til þess að gaumgæfa og fara með staðreyndir. Sé í raun og veru um einhverjar gáfur að ræða væri það einna helst á bókmenntasviðinu, enda er fjöldi manna kallaður skáld á þessu landi þar sem hver gæs er gerð að háfleygum svani. Aftur á móti virðist engin lifandi sála bera skyn á vísindalegar staðreyndir, efnahagsleg sannindi, stjórn- málalegt raunsæi eða nokkur önnur fræðileg efni. Þeir eru haldnir hvers kyns hugarórum.“ W.G. Collingwood, úr bréfi til Edith Mary Collingwood, eiginkonu bréfritara. Ritað á Hótel Reykjavík, 13. ágúst 1897, klukkan hálfsjö að morgni. Um Íslendinga Sumarið 1897 ferðað- ist myndlistarmaðurinn og fagurfræðingurinn William Gershom Coll- ingwood um Ísland í rúma tvo mánuði. Í ferðinni málaði hann myndir af stöðum sem koma við sögu í Íslend- ingasögunum. Með- fylgjandi tilvitnun er úr bréfi er Collingwood rit- aði nærri ferðalokum. Collingwood á Snæfellsnesi Hann dáðist að Íslandi og Íslendingasögunum – en síður að Íslendingum. U m síðustu helgi birtist ítarleg grein eftir bandaríska rithöfundinn Rebeccu Solnit í LA Times. Greinin fjallaði m.a. um þann þrýsting sem almenningur á Íslandi hefur beitt til að hafa áhrif á samfélagið undanfarna mán- uði og hvaða breytingar hafa átt sér stað í kjölfarið. Vitnar Solnit m.a. í Andra Snæ Magnason og fleiri í umfjöllun sinni. Solnit þekkir sögu almennings sem áhrifavalds í samfélagsþróun mjög vel. Bók hennar Hope in the Dark, sem kom úr árið 2004, er einmitt heimspekileg rannsókn hennar á þessu sviði. Undirtitillinn „ósagðar sögur, ótrúlegir mögu- leikar„ segir ef til vill meira en nokk- uð annað um upplífgandi efnistök hennar á tímum þar sem útlitið er óneitanlega svart. Studs Terkel, sem margir telja að hafi skrif- að sögu Bandaríkjanna í gegnum óteljandi við- töl við venjulegt fólk undanfarna áratugi, gefur skrifum Solnit góða einkunn. Hann telur bók- ina afhjúpa með ljóðrænum hætti og vitsmunalegri vigt þá fjölmörgu sigra sem unnist hafa á sviði mannréttinda, á vegferð almennings út úr myrkri vanþekkingar um eigin getu og kraft. Solnit er margverðlaunaður höf- undur fyrir bækur á mörkum skáld- skapar, listfræða og heimspeki, þar sem samfélagsþróun og -gagnrýni er undirtónninn. Bók hennar A Fieldguide to Getting Lost markaði að margra mati tímamót í þverfaglegum fræða- skrifum, svo full ástæða er til að hvetja áhugasama til að kynna sér hana. Hope in the Dark | Rebecca Solnit Áhrifamáttur almennings E ngar tvær ár eru eins – þær eru allar úr vatni en samt ekki eins,“ skrifar breski rithöfundurinn Jeanette Winterson í grein í The Independent fyrir hálfum mánuði. Tilefni skrifanna er sýning sem verður opnuð í Tate Modern þann 25. þessa mánaðar. Um er að ræða yfirlitssýningu á verkum Roni Horn, sem Íslendingum er að góðu kunn, er standa mun fram á vor á heilli hæð í safninu. Winterson fjallar í upphafi greinarinnar um bókverkið Some Thames, sem Roni Horn vann árið 2000 og hverfist um ána Thames. Bókverk- ið er þó flóknara en svo að sú lýsing dugi því í Some Thames er í raun brotið blað í frásagn- armáta þar sem textinn og myndirnar sem heild líkja sömuleiðis eftir sjálfu flæði árinnar eða vatns yfirleitt. Verkið segir ekki einungis sögu tiltekinnar ár, heldur einnig sögu siðmenning- arinnar og heimsins, sögu einstaklinga og hugmynda um sjálfið í einskonar vitundarflæði sameig- inlegs minnis mann- kyns. Jafnvel formið þjónar þessari hugmynd, því vísanir í tíma eru t.d. afstæðar (eins og straum- ur vatnsins) þótt ekki sé nema að því leyti hvernig hægt er að lesa sig eftir bók- inni eftir óteljandi leiðum; fram og til baka og loks í hring – allt eftir því hvaða leið geðj- ast hverjum lesanda fyrir sig. Formrænar tilraunir Þessi tenging Jeanette Winterson og Roni Horn í skrifum þeirrar fyrrnefndu í The Indep- endent kemur ekki á óvart, því listamanninum hefur iðulega verið bent á skyldleika Some Tha- mes við það verk Winterson sem hvað mestrar aðdáunar hefur notið, Sexing the Cherry (1988). Því hefur með réttu verið haldið fram að sú bók hafi verið ein þeirra er mörkuðu breskri skáld- sagnagerð mikla sérstöðu á níunda áratug síð- ustu aldar. Roni Horn fæst við formræna tilraun í Some Thames rétt eins og Winterson sem brýtur af sér viðjar sagnfræði og skáldskapar með því að tvinna hvort tveggja saman. Samlíkingin nær lengra því bæði verkin – þótt annað sé skil- greint sem myndlist og hitt sem bókmenntir – brjóta sig frá línulegri frásagnarhefð, forðast hefðbundna uppbyggingu forms; leita á náðir eins konar „fljótandi“ eða „alltumlykjandi“ frá- sagnar. Frásagnar er líkir eftir fljótandi eðli hugrenningatengsla – hreyfingu vatnsins, sem eins og allir vita rennur ekki bara áfram í stríð- um og einföldum straumi heldur seytlar í gegn- um allt sem fyrir verður; sameinast í gríðarlegu (frásagnar)hafi, gufar upp og fellur aftur til jarðar; myndar hluta líkama okkar; tíma- skynjunar og þar fram eftir göt- unum. Sexing the Cherry á upphaf sitt og endi við ána Thames, rétt eins og verk Roni Horn, og er undarlegt ferðaleg eftir óvæntum far- vegum bæði sögunnar og mannkynssögunnar. „Hvert einasta ferðalag felur í línum sínum annað ferðalag: þann far- veg sem ekki er farinn og hið gleymda sjón- arhorn. Það er þetta ferðalag sem ég ætla að skrásetja. Ekki ferðalagið sem ég fór, heldur þau sem ég hefði getað farið, eða fór kannski á öðrum stað eða tíma,“ segir sögumaðurinn. Það er þessi rannsókn á tíma, rými, sögu og fantasíu sem gerir verk Winterson svo heillandi, en um leið krefjandi. Henni tekst að fylla upp í ýmsar þær eyður sem skáldsögur módernist- anna höfðu skilið eftir, með áþekkum hætti og Julian Barnes, Ian McEwan og Salman Rus- hdie. Hún ljær þeim sem sjaldan heyrist til rödd, lýsir veruleika sem ekki sést opinberlega; fyllir út í óvænta mynd út frá þeim forsendum að hún sé jafngild þeirri sem allir þekkja og samþykkja sem veruleikann. Þrátt fyrir óræðan efnivið er niðurstaða bók- arinnar skýr. Winterson skilur ekki við les- endur sína í nokkrum vafa um afstöðu til mik- ilvægra málefna og samfélagsstofnana; svo sem fjölskyldulífs, kirkjunnar, stjórnmála, umhverf- isverndar, kynferðis og kynhneigðar. Hún er í raun, rétt eins og Roni Horn í Some Thames, harðákveðin í því að afhjúpa afstæði gilda tilver- unnar. Reiða sig á þekkingu lesandans Bæði Winterson og Horn nota texta annarra til að auðga sinn eigin og auka dýptina í gegnum þekkingu lesandans. Winterson vísar í ævintýri, landafræði, heimspeki; tekur jafnvel bók- staflega hugmynd Rabelais um hvað myndi ger- ast ef orð hyrfu ekki og skrifar kafla þar sem orðin stíga til himins um leið og búið er að segja þau svo það þarf stöðugt að vera að sópa þeim burt. Horn vísar í bandaríska dægurlagatexta, í bókmenntir (til að mynda Charles Dickens sem líka skrifaði um Thames), orðabækur og lög- regluskýrslur. Báðar draga með þessum hætti saman í hnotskurn fjölbreytileika mannlífsins, siðmenningarinnar og arfleifðarinnar. Þær leika með og á þekkingu lesandans þannig að þeirra eigin frásögn mótast með mismunandi hætti allt eftir því hvernig er lesið. Roni Horn spyr hvað dimman í ánni Thames sé – og svarar sjálf með annarri spurningu um hæl: „Er það London?“ Winterson myndi lík- lega svara því játandi, því í hennar verki er áin eins og áður sagði upphaf og endir alls. Því er líkt farið með lesendur þessara tveggja bóka; dimman í dýpinu vísar svo langt út fyrir sig að hún rúmar allan heiminn. Eða svo notuð séu orð Winterson: „Ég lagði af stað og komst að því jafnvel einfaldasta ferðalag hugans tekur engan enda. Ég legg upp og jafnharðan opnast hundr- uð mögulegra leiða fyrir mér. Í hvert sinn sem ég reyni að þrengja ætlunarverkið víkka ég það út, og samt sem áður leiða þessi sund og farveg- ir í átt að opnu hafi. Ég er yfirkomin af skínandi vatninu og stærð heimsins.“ fbi@mbl.is Sexing the Cherry | Jeanette Winterson BÆKUR VIKUNNAR FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR Skínandi vatnið Winterson Bæði Winterson og Horn nota texta annarra til að auðga sinn eigin og auka dýptina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.