Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Lesbók 11
L
ífið þeirra allra er í steik en samt er þetta ógeðslega fynd-
ið, sagði þrettán ára dóttir mín þegar hún stakk upp á
því að við horfðum saman, fjölskyldan, á Næturvaktina
og Dagvaktina. Hún hafði rétt fyrir sér. Þessir þættir fjalla um
kúgun, hroka, heimsku, kvíða og hræðslu í míkrósamfélagi
þriggja minnipokamanna: Georgs, Óla og Daníels. Slíkt sam-
félag er ógeðslegt. Samt hlæjum við öll, nema móðir mín. Hún
skilur ekki þessa þætti. En okkur hinum finnst þeir fyndnir
vegna þess að við þekkjum þar eitthvað. Eitthvað í okkur sjálf-
um sennilega, eitthvað í okkar samfélagi. Þetta er svo fyndið
vegna þess að maður fattar strax hvað þetta er fyndið, segir
sonur minn 11 ára.
Þarna er gert út á aulahrollinn og feginleika að við skulum
ekki vera eins og þeir. Eða hvað? Það sem er að þessum gaur-
um er sammannlegt en líka séríslenskt. Þar sem þrír koma
saman er einhver yfir og einhver undir. Manísk drottnunar-
árátta Georgs, hlálegt ofmat hans á eigin getu og hæfileikinn
til að skella skuldinni á aðra. Við Íslendingar þekkjum slíka
stjórnendur einum of vel. Við könnumst líka við umkomuleysi
Ólafs sem lætur endalaust kúga sig og misnota. Og Daníel?
Hann er sá eini sem er normal, segja krakkarnir, en samt er líf
hans ömurlegt. Næturvaktin og Dagvaktin eru besta leikna
efnið sem framleitt hefur verið í íslensku sjónvarpi undanfarin
ár.
GLÁPARINN | Hjálmar Sveinsson
Þarna er gert út á aulahroll-
inn og feginleika að við
skulum ekki vera eins og
þeir. Eða hvað? Höfundur er dagskrárgerðarmaður.
B
úsetu minnar vegna ferðast ég töluvert um í bíl og hef
síðustu ár lært að njóta þess. Nýverið uppgötvaði ég
leið til að njóta ferðalagsins enn betur. Sú uppgötvun
felst í því að ég skelli góðri sögu „á fóninn“ á meðan á akstri
stendur. Þetta hefur jafnvel þau áhrif á mig, ef sagan er góð,
að ég hef setið í bílnum í innkeyrslunni heima heillengi áður
en ég druslast inn. Hljóðbækur eru algjör snilld, úrval þeirra
er orðið mjög gott, lesturinn vandaður og þær má leigja á öll-
um helstu bókasöfnum. Góðar bækur eru mér ómetanleg lífs-
fylling. Sú bók sem síðast hafði djúp áhrif á mig er ævisagan
Glerkastalinn eftir bandaríska rithöfundinn Jeanette Walls.
Bókin lýsir allt að því hrollvekjandi uppvaxtarárum hennar
sem þó einkennast af ást og virðingu gagnvart sjálfmiðuðum
og fársjúkum foreldrunum. Við fylgjumst með henni og
systkinum hennar fá poppkorn í kvöldmat svo dögum skiptir,
föðurnum brjóta upp sparibaukinn til að eiga fyrir brennivíni
og móðurinni felandi mat handa sjálfri sér, aumkandi sér yfir
svengd á meðan börnin átu smjör. Ekki örðu af biturleika er
að finna í skrifum Jeanette. Það að hún skuli hafa komist
ósködduð í gegnum uppvaxtarár sín og á þann stað sem hún
er í dag gerir konuna að lifandi kraftaverki.
Við fylgjumst með henni og
systkinum hennar fá poppkorn í
kvöldmat svo dögum skiptir …
LESARINN | Jóna Fanney Friðriksdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16
mætast elstu minjar um búsetu í Reykjavík
og nýjasta margmiðlunartækni.
Úrval af fallegri gjafavöru í safnbúðinni.
Opið alla daga frá kl. 10-17.
www.minjasafnreykjavikur.is/www.reykjavik871.is
ÞVERSKURÐUR: Sýning Textílfélagsins
7. febrúar-8. mars
Opið kl. 11-17 alla daga nema mánudaga
Leiðsögn á sunnudag klukkan 15.00
Ókeypis aðgangur
www.gerdarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN KÓPAVOGS
GERÐARSAFN
LISTASAFN ÍSLANDS
Endurfundir - fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði
Sýning fyrir alla fjölskylduna!
Leiðsögn á íslensku alla sunnudaga kl. 14
Spennandi safnbúð og kaffihúsið Kaffitár
Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17
www.thjodminjasafn.is
Söfnin í landinu
Görðum, 300 Akranes
Sími: 431 5566 / 431 1255
www.museum.is
museum@museum.is
Listasalur:
Eyjólfur Einarsson Söknuður
Bátasalur: 100 bátalíkön
Poppminjasafn: Rokk
Bíósalur: Úr safneign Listsafsnins
Opið virka daga 11.00-17.00,
helgar 13.00-17.00.
Ókeypis aðgangur.
LISTASAFN ASÍ
7. febrúar – 1. mars
Á milli laga
Þuríður Sigurðardóttir
Málverk og verk unnin í aðra miðla
Opið 13.00-17.00 nema mánudaga
Aðgangur ókeypis
LISTASAFN ASÍ
Freyjugötu 41, 101 Rvk.
WWW.listasafnasi.is
SKART OG SKIPULAG
Danska skartgripaskrínið
Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir
Hveragerði – nýr miðbær
1. feb.- 19. apr.
OPIÐ: fim. – sun. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
Hveragerði
NOKKRIR VINIR 13.2.–3.5. 2009
DIETER ROTH - PUZZLE Heimildarmynd Hilmars Oddssonar um
myndlistarmanninn Dieter Roth er sýnd í sal 2.
LEIÐSÖGN Sunnudag kl. 14-15
í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar, safnstjóra.
Hádegisleiðsögn þriðjudaga og föstudaga kl. 12.10–12.40
Safnbúð Listasafns Íslands - Gjafir listunnandans
Opið kl. 11-17 alla daga, lokað mánudaga.
Allir velkomnir! ÓKEYPIS AÐGANGUR.
www.listasafn.is