Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Lesbók 5TÓNLIST
S
ú tónlist sem byggist á bordúnstón kalla
menn drone-músík ytra, en ef henni er
lýst frekar má kannski segja að hún sé
eins og íslensk öræfi; auðn og köld fegurð hvar
sem litið er, en iðar líka af lífi þegar grannt er
skoðað.
Sá sem stígur inn í einsleitan hljóðaheim bor-
dúnssveitar eins og á nýrri skífu The Fun Years
kemst fljótt á snoðir um að þar er sitthvað for-
vitnilegt á seyði og verður því greinilegra sem
oftar er hlustað.
Vefritið góða /verslunin Boomkat lýsir
skífunni svo að hún sé blanda af
GAS, Tim Hecker, Mogwai, My
Bloody Valentine, Stars of The Lid
og Philip Jeck, en ég myndi líka
vilja nefna þá Fripp og Eno í sömu
andrá og þá sérstaklega meist-
araverk þeirra (saman) No Pussyfo-
oting frá 1973 sem hefur haft mikil
áhrif á þróun sveimkenndrar tónlistar.
Baby It’s Cold Inside á það sameiginlegt með
henni að hljómalykkjurnar eru að stórum hluta
gítarlínur sem síðan eru beyglaðar og skældar
eftir kúnstarinnar reglum.
The Fun Years er skipað þeim Isaac Sparks,
sem vélar um plötuspilara og allskyns tölvutól,
og Ben Recht sem leikur á barytóngítara en þeir
beita einnig ýmislegum apparötum öðrum; seg-
ulböndum, bassakassagítar, gömlu Roland-
orgeli og svo má telja. Samstarf þeirra hófst
2004, Ben Recht var í rokksveit í Bost-
on og Isaac Sparks hiphop-plötusnúð-
ur, og ekki leið á löngu þar til þeir voru
farnir að gefa út skífur, en þá heima-
brenndar í takmörkuðu upplagi,
fimm slíkar plötur alls.
Fyrsta eiginlega breiðskífan var
svo Life-Sized Psychoses sem kom
út á vegum Barge Recordings fyr-
ir tveimur árum og svo kom Baby
It’s Cold Inside fyrir ekki svo löngu.
Baby It’s Cold Inside | The Fun Years
Auðn og köld fegurð
Þ
að var Kristín Björk Kristjánsdóttir,
Kira Kira, sem kom fyrst fram með
þessa ágætu lýsingu á popp/
rokktónlist sem sveigir og beygir
sem mest hún má frá því sem eðlilegt getur
talist. Skrýtipopp. Og algerasta skrýtipopp-
sveit allra tíma verður að teljast Kaliforn-
íusveitin Pavement sem kom eins og þruma
úr heiðskíru nýbylgjulofti í upphafi tíunda
áratugarins og sýndi og sannaði að „vand-
aður“ hljómur og fylgispekt við formið veit-
ir listrænum sigrum sjaldnast brautargengi.
Nema síður sé. Líkt og með Bítlana forðum
daga og allar mikilhæfustu rokksveitir sög-
unnar ef út í það er farið fólst snilld Pave-
ment í fullkomnu virðingarleysi fyrir því
sem má og ekki má.
Pavement var snemma kölluð til sem kon-
ungar „lo-fi“ bylgjunnar, þar sem fegurðin
felst í „ófegurðinni“, nokkurs konar sjálfs-
þurftarbúskap hvort heldur í umslagsgerð
eða upptökumálum. Hljómur platnanna er
ekki „góður“ í viðteknum skilningi, teikn-
ingar á umslögum ekki heldur en að-
dráttaafl verkanna og sjarmi þeirra felst
einmitt í þessu heilbrigða skeytingarleysi
gagnvart hvers kyns fagurfræðilegum
regluverkum. Í þessum efnum voru Pave-
ment óskoraðir meistarar og áhrif þeirra
liggja djúpt hvað samtíma nýbylgju- og
neðanjarðarrokk varðar.
Þannig var fyrsta breiðskífa
Pavement, Slanted and
Enchanted (1992) mikið
tímamótaverk og tíu ár-
um síðar tók útgefandi
Pavement, eðalmerkið
bandaríska Matador, sig til
og endurútgaf plötuna með
miklu pompi og prakt. Út-
gáfan var tveggja diska, með
kersknislegum undirtitli
(Luxe & Reduxe). Aukalög
voru alls 34 og síst eitthvað
slor eins og stundum er tilfellið í svona út-
gáfustarfsemi. Sjötommur, stuttskífur, upp-
tökur fyrir þátt John Peel og heilir tón-
leikar voru á meðal þess sem í boði er.
Aðrar plötur sveitarinnar hafa svo fengið
viðlíka meðferð. Crooked Rain, Crooked
Rain (1994) kom út 2004 með undirtitlinum
LA’s Desert Origins með alls 37 aukalög-
um! Wowee Zowee (1995) kom svo árið 2006
með undirtitlinum Sordid Sentinels Edition
og aukalögin 32.
Nýjasta útspilið er svo end-
urútgáfa á Brighten the Cor-
ners sem kom upprunalega út
1996. Pakkanum, sem ber
með sér nafnið Nicene Cree-
dence Edition, var lætt út
fyrir síðustu jól og auka-
lögin 32.
Allar plötur Pavement
þykja afbragð þó að
margir séu á því að viss
slaki hafi verið kominn í
hana á lokasprettinum.
Gagnrýnin á þróun sveitarinnar
er tiltölulega einföld, snýst fyrst og fremst
um það að sveitin hafi verið orðin „of venju-
leg“ undir það síðasta. Lögin voru vissulega
orðin formfastari að einhverju leyti, þó að
enn komi þessar erki-Pavement gítarlínur
sem hljóma eins og það sé hreinlega verið
að slá feilnótur. Sveitin hafði þá einnig rat-
að inn í það öngstræti að hljómur allur var
orðinn sæmilegur og gott betur en það. Guð
hjálpi okkur!
Nú er bara ein plata eftir, Terror Twi-
light, sem kom upprunalega út árið 1999 og
varð svanasöngur Pavement. Endurútgáfan
er eyrnamerkt þessu ári og er meira að
segja komin með undirtitil, Farewell Hori-
zontal Edition. Plata sú var tekin upp af Ni-
gel Godrich, sem frægastur er fyrir að
hljóðsmíða í kringum Radiohead. Plata sú
var klárlega „poppaðasta“ plata Pavement,
en skothelt verk á hvaða mælikvarða sem
er engu að síður, líkt og fyrirrennararnir.
Sveitina þraut örendi stuttu eftir að Ter-
ror Twilight kom út en hávært hvísl um
einhvers konar endurkomu er í gangi í
þessum skrifuðum orðum. arnart@mbl.is
T
he People United Will Never Be Defeated!
eftir Frederic Rzewski byggist á tilbrigðum
við lagið El Pueblo Unido Jamas Sera Ven-
cido eftir chileska lagasmiðinn Sergio Ortega.
Sagan segir að Ortega hafi heyrt götusöngvara
kyrja setninguna, sem snara má sem „samein-
aðir stöndum vér“, og þegar hann settist við pí-
anó í samkvæmi stuttu síðar kom lagið að segja
af sjálfu sér. Stuttu síðar varð lagið að baráttu-
söng þeirra sem glímdu við óþokkann Pinochet.
Rzewski var beðinn að semja verk sem byggt
væri á tilbrigðum áþekkt og Diabelli-
tilbrigði Beethovens og samdi
það á mettíma, en hann fléttar
inn í það laglínum úr fleiri lögum,
þar á meðal ítalskri herhvöt verka-
manna og eins lagi eftir þýska tón-
skáldið Hanns Eisler.
Hollenski píanóleikarinn Ralph van
Raat spilar verkið geysivel eins og
hans er von og vísa, ræður vel við alla
fingrafimleika sem krafist er af flytjandanum og
skilar líka tilfinningahitanum vel. Hann er ekki
síðri í hinu verkinu á disknum, Winnsboro Cotton
Mill Blues, sem er fjórða verkið í 4 North Americ-
an Ballads eftir Rzewski, nær vel vélrænum rytm-
anum framan af verkinu sem dregur upp mynd af
vefstólahjörð.
Gaman er að bera spilamennsku van Raats
saman við flutning Marcs Andrés Hamelins á
sama verki (Hyperion CDA67077) sem kom út
1999.
Hamelin spilar af meiri snerpu og
krafti og á ævintýralegum hraða þegar
það á við og tekur van Raat síðan í
nefið á hreint ótrúlegum flutningi á
Winnsboro Cotton Mill Blues – spil-
ar af ómanneskjulegri fimi.
Að því sögðu þá er þessi plata
Ralph van Raats gríðarlega vel
heppnuð, ekki síst ef litið er til
þess hvað hún kostar.
The People United … | Frederic Rzewski
Sameinaðir stöndum vér
Þ
egar við stöndum frammi fyrir níundu
sólóskífu Stevens Patricks Morrisseys
er kannski skiljanlegt að menn líti yfir
feril hans og velti því fyrir sér hvort
hann hafi enn eitthvað fram að færa.
Víst eru skífurnar allar einhvers virði og
engin svo aum að ekki séu á henni tvö til þrjú
frambærileg lög, en óneitanlega hefur þrett-
ándinn verið þunnur á köflum.
Ein af ástæðum þess að Smiths lagði upp
laupana er að Morrissey var fastur í þeirri tón-
listarstefnu sem hann helst vildi fylgja og það
var Marr ekki að skapi. Það má líka segja það
að Morrissey hafi meira og minna verið að gefa
út sömu plötuna, því allar eru þær áþekkar
hvað tónlist varðar; það er helst að textarnir
greini á milli þótt yrkisefnið sé oftar en ekki
það sama. Á Years of Refusal er hann með
meira undir en alla jafna; tregar reyndar það
hve siðspilltur heimurinn er líkt og svo oft áður
og er sem forðum upptekinn af ást og ástleysi.
Byrjaði með látum
Sólóskífur Morrisseys eru jafn
misjafnar og þær eru margar.
Hann byrjaði til að mynda með
látum með þeirri fínu plötu Viva
Hate fyrir rúmum áratug og sendi
síðan frá sér skemmtilega safn-
skífu, Bona Drag, tveimur árum
síðar. Þegar næsta hljóðversskífa,
Kill Uncle, kom svo út eftir langa
mæðu var hún arfaslök. Hann náði áttum með
Your Arsenal 1992 og það voru fínir sprettir á
Vauxhall and I, sem kom út 1994, en síðan hafa
aðdáendur þurft að þola tvær miðlungsplötur,
Southpaw Grammar (1995) og Maladjusted
(1997).
Eftir það virtist líka sem sagan væri öll,
Morrissey nánast hvarf sjónum manna, hætti
að gefa út plötur og hvarf að mestu af síðum
dagblaða og tímarita.
Hann sneri svo aftur með fínni plötu 2004,
You Are the Quarry, endurnærður og í miklu
stuði. Önnur ágæt plata fylgdi í kjölfarið, Ring-
leader of the Tormentors, sem kom út 2006 og
svo kemur nú Years of Refusal hingað til lands
eftir helgi, en Morrissey hefur sjálfur lýst skíf-
unni nýju sem sínu besta verki til þessa.
Unnið hratt
Years of Refusal var tekin upp á tiltölulega
skömmum tíma, upptökur tóku ekki nema
mánuð, frá nóvemberlokum til loka desember
2007, og hljóðvinnsla gekk einnig tiltölulega
hratt fyrir sig, enda var það haft að leiðarljósi
að hafa skífuna hráa og kraftmikla líkt og tíðk-
aðist forðum. Í maí bárust svo fregnir af því að
skífan væri tilbúin, en eitthvað gekk illa að
finna rétta útgáfudaginn. Upphaflega
átti hún að koma út í september um
heim allan, en útgáfunni var svo frest-
að fram í febrúar 2009 þegar Morr-
issey sagði skilið við Decca vest-
anhafs, plötuútgáfu sína til fjölda
ára. Textar á skífunni eru eftir
Morrissey, beittir og háðskir sem
fyrr, en lögin eftir gítarleikarana
Boz Boorer og Alain Whyte og
Jesse Tobias. arnim@mbl.is
Years of Refusal | Morrissey
PLÖTUR VIKUNNAR
ÁRNI MATTHÍASSON
Stuð
Það er lítil ástæða fyrir
Morrissey að geifla sig,
hann er í fínu formi.
Ást og ástleysi
Skrýtipopp allra tíma
POPPKLASSÍK
ARNAR EGGERT THORODDSEN
Umfangsmikil endurútgáfa á plötum tímamótasveitarinnar Pavement stendur nú yfir