Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.2009, Blaðsíða 3
Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is G reint var frá því á fimmtudaginn var að þrjár stofnanir á myndlist- arsviðinu hefðu hug á að koma að stofnun nýrrar listamiðstöðvar í Reykjavík. Eru það dánarbú Die- ters Roth og stofnun í Austurríki er nefnist Thyssen-Bornemisza Contemporary Art Collections, einnig kölluð T-BA21, en hún er í eigu Francescu von Habsburg sem hefur verið talsvert atkvæðamikil í stuðningi sínum við ís- lenskt listalíf á síðustu árum, auk Nýlistasafns- ins. Vilja stofnanirnar fá hið gamla kaffibrennslu- hús Ó. Johnson & Kaaber og nálægar bygg- ingar við Sætún undir starfsemina. Er um þús- undir fermetra að ræða og eftir endurbætur eru byggingarnar taldar henta vel fyrir sýning- arsali, listaverkageymslur og aðstöðu fyrir lista- menn og listræna framleiðslu af ýmsu tagi. Sagt er nauðsynlegt að hugmyndirnar njóti stuðnings ríkis og borgar, auk húseigandans, sem er Nýja Kaupþing. Francesca von Habsburg seldi á fimmtudag- inn 33 verk úr safni sínu á uppboði en andvirðið hyggst hún nota í þetta verkefni. „Þegar ég fór að ræða við fólk um þessar hug- myndir, lagði ég áherslu á að framkvæmdin ætti að varpa ljósi á ástandið hér á landi og jafnframt að leggja jákvæð lóð á vogarskálarnar,“ segir von Habsburg. Þegar við tölum saman er hún stödd í uppboðshúsi Philips & Pury í London, þar sem uppboðið fór fram og samhliða því pall- borðsumræður um verkefnið og möguleika í listalífinu hér á landi. „Ég hugsaði mér að flytja 90% af listaverka- safni mínu til Íslands og opna nýtt einkasafn í Reykjavík. Þegar ég ræddi þetta við Björn Roth sagðist hann hafa áhuga á að setja hluta af verkum Dieters Roth, sem eru í eigu fjölskyld- unnar, einnig þar upp. Mér fannst þá að þessar hugmyndir mínar hefðu leitt af sér eitthvað mun mikilvægara; það að flytja verk Dieters Roth aftur til Íslands væri mjög áhrifaríkt fyrir íslenskt samfélag. Mitt safn er gjörólíkt safni Roth-fjölskyldunnar. Safnið mitt byggist á verkum alþjóðlegra listamanna alls staðar að úr heiminum, og vissulega væri áhugavert að setja það einnig upp í Reykjavík. Söfnin gætu stutt hvort við annað.“ Leggur milljón evrur í verkefnið Hún segir þau hafa horft til hugmyndanna sem Dieter Roth þróaði í Sviss um „Schaulager“, sem byggjast á þeirri hugmynd listamannsins að hafa verkin til sýnis í geymslurými. „Við myndum blanda saman rýmum fyrir sérstök verkefni, rými þar sem Nýlistasafnið gæti verið með dagskrá og „Schaulager“. Hugmyndin er að vinna náið með Nýlistasafninu, í lifandi stofn- un þar sem listaverk eru sköpuð og hlúð að skapandi hugmyndum. Við viljum stofna til samvinnu milli þessara tveggja einkasafna og Nýlistasafnsins og skapa rými, þar sem við getum boðið listamönnum að koma að allskyns verkefnum. Einnig er áhuga- vert að fá fólk úr þekkingariðnaðinum inn í myndina. Þessir þættir rúmast allir í húsnæðinu sem við höfum augastað á. Við viljum steypa saman öllum þessum skap- andi kröftum á Íslandi, hvort sem þeir koma frá einkageiranum, viðskiptalífinu eða Nýló. Allir sem koma til Íslands eiga að finna fyrir þessum krafti og sköpunarþrótti. Mikil vinna er framundan á næstu mánuðum, við undirbúning og að sjá hvort það tekst að hnýta alla lausa enda. Við höfum svörin ekki ennþá, en þetta er draumurinn.“ Von Habsburg segist hafa trú á því að sam- vinna þessara hópa hér hafi alla burði til að verða einstök á heimsvísu. Þau hafa augastað á hinum gömlu byggingum Ó. Johnson & Kaaber við Sætún. Hvað gerir þær svo heppilegar? „Þetta eru í raun þrískiptar byggingar,“ segir von Habsburg. „Gamla kaffiverksmiðjan sjálf er með stórum sölum sem við teljum að henti mjög vel sem meginsýningarsvæðið. Þar fyrir aftan er rými sem hentar vel fyrir geymslur, það telj- um við fullkomið fyrir „Schaulager“- konseptið. Loks er þessi skrifstofubygging sem við teljum að myndi henta mjög vel sem vinnuaðstaða fyrir hina skapandi hópa, auk þess sem Listaháskól- inn gæti fengið inni að einhverju leyti, því við erum einnig áhugasöm um samstarf við skól- ann.“ Hún segir að um þessar mundir sé Ísland í stöðu lítilmagnans. „Á hverjum degi hitti ég fólk sem furðar sig á því hvað í ósköpunum ég sé að gera á Íslandi, þar sé allt í rúst. Staðreyndin er sú að nú er ímynd Íslands ömurleg. Þið þurfið að hefja jákvæðar samræður við umheiminn, til að breyta skoðun fólks. Ef listir geta einhvern tímann komið til hjálp- ar, þá er það á tímum sem þessum!“ Von Habsburg segir yfirvöld hér og eigendur bygginganna við Sætún vera áhugasöm um verkefnið, en svara sé ekki að vænta fyrr en að kosningum loknum. Hún segir viðmælendur sína hér á landi þó alltaf hafa litið á hugmynd- irnar sem jákvætt innlegg. Hún hefur sagst reiðubúin að leggja eina milljón evra, um 150 milljónir króna í verkefnið. „Við viljum gjarnan eyða þessum peningum í bygginguna, það verður að gera rýmin klár og nothæf. Ég veit að sem stendur hefur enginn á Íslandi fé til að setja í stofnun sem þessa, og þess vegna ákvað ég að selja þessi verk úr safn- inu mínu, safna fé og setja verkefnið á flot. Þetta verður að gerast NÚNA, í þessum að- stæðum, á þessum tíma.“ Pantaði sjö ný verk Stofnun von Habsburg hefur komið að ýmsum listviðburðum hér á síðustu árum. Nýjustu „pantanir“ hennar hér eru framleiðsla og fram- kvæmd sjö nýrra verka á næstu sex mánuðum, en þau verða sýnd saman undir heitinu „The Si- tuation“. Listamennirnir sem beðnir voru um ný listaverk eru Margrét H. Blöndal, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Erna Ómarsdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Helgi Þórsson/Stilliuppsteypa, Ás- mundur Ásmundsson, Kolbeinn Hugi Hösk- uldsson og Gabríela Friðriksdóttir. Von Habsburg sér fyrir sér að verkin verði sett upp í kaffibrennsluhúsinu, hvort sem af hinni nýju liststofnun verður eða ekki. Þetta er draumurinn Morgunblaðið/Golli Draumahúsnæði „Þessir þættir rúmast allir í húsnæðinu sem við höfum augastað á,“ segir von Habsburg. Þau telja byggingarnar við Sætún álitlegan kost. Metnaðarfullar hug- myndir eru komnar fram um einstaka liststofnun í húsum kaffibrennslu Ó. Johnson & Kaaber við Sætún. Francesca von Habsburg segir möguleikana mikla. Staðreyndin er sú að nú er ímynd Íslands öm- urleg. Ef listir geta ein- hvern tímann komið til hjálpar, þá er það á tím- um sem þessum. T hyssen-Bornemisza Art Contemporary, stofnun Francescu von Habsburg, var komið á laggirnar í Vínarborg árið 2002. Hefur hún markað sér bás í samtímamyndlist fyrir að panta og styðja metnaðarfull listræn verkefni. Þá hefur von Habsburg komið sér upp miklu safni alþjóðlegra myndverka. Í því eru mörg verk eftir íslenska listamenn. Hefur stofnun hennar eignast verk eftir Ólaf Elías- son, Jón Laxdal, Darra Lorenzen, Ragnar Kjartansson, Finnboga Pétursson, Rögnu Róbertsdóttur og Gjörningaklúbbinn. Þá studdi hún þátttöku Kling og Bang á Artfair í Berlín árið 2005 og á Frieze í London í fyrrahaust. Segja má að áhugi á listum sé von Habsburg í blóð borinn. Hún er dóttir Hans Heinrichs Thyssen- Bornemisza baróns, stofnanda safnsins Museo Thyssen- Bornemisza í Madríd. Francesca von Habsburg seg- ist vera ötull stuðningamaður Íslands á þrengingartímum. „Á erfiðum tímum sem þessum verðum við að vinna saman í því að bæta samskiptin við Ísland,“ segir hún. „Listasamfélagið á Íslandi er reiðubúið að vera hluti af lausninni – því það var aldrei hluti af vandamálinu, og ég styð það heilshugar.“ Hún bendir á að faðir sinn hafi verið frum- kvöðull í að brjóta niður múra milli Vest- urlanda og Sovétríkjanna, þegar hann stóð fyrir umfangsmiklum menningarsamskiptum upp úr 1980, en þá voru fimm stórar skipti- sýningar settar upp austan- og vest- antjalds, sem Púshkin- og Hermitage- listasöfnin komu að. „Við viljum skapa samskonar „dýnamík“ með þessu nýja verk- efni á Íslandi,“ segir Francesca von Habsburg. Vill rjúfa einangrun Íslands Erfingi myndlistarveldis Francesca von Habsburg styður viðamikil mynd- listarverkefni. Francesca von Habsburg MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. FEBRÚAR 2009 Lesbók 3MYNDLIST Þ að er mjög áhugaverð hugmynd – og ekki veitir af á þessum tímum að gera gott gigg!“ segir Björn Roth myndlist- armaður, sonur Dieters Roth, en dánarbú hans kem- ur að hugmyndunum um hina nýju listastofnun. „Það er allt opið hvað okkur varðar. Mig lang- ar að taka þátt í þessu. Ýmis verk Dieters eiga heima hér á Íslandi, ættu að vera hér, og það væri fínt að koma þeim fyrir í þessu samhengi.“ Björn segir sumt af þessum verkum vera í Sviss og annað hér á landi. „Það eru ýmiskonar verk sem ég hef í huga. Innsetningar og hitt og þetta; allar tegundir af verkum. Sem dæmi þyrftu frummyndirnar af Reykjavíkur-slædsmyndunum að komast í al- vöru húsnæði hér á landi. Síðan mætti setja upp ýmsar innsetningar, eins og stúdíóin hans Dieters. Við fluttum þau út, til dæmis Bala- stúdíóið, og höfum notað sem beinagrind í sýn- ingar. Það ætti heima hér á Íslandi.“ Björn ítrekar að hugmyndirnar um þessa nýju listamiðstöð séu spennandi, með þátttöku Ný- listasafnsins og safns von Habsburg. „Þá býr fólk hér að reynslunni frá Klink & Bank, sem var opið fyrir fólk úr hinum ýmsu listgreinum.“ Verk Dieters ættu heima hér Þ að er alltaf áhugavert þegar fram koma nýj- ar, ferskar og tilrauna- kenndar hugmyndir um nálg- un við listina. Og þessar stofnanir sýna mikilsvert frumkvæði,“ segir hinn kunni sýningastjóri Hans Ulrich Obrist, forstöðumaður hjá Serpentine Gallery í London. „Flestar stofnanir um list byggjast á módelum sem eru þekkt og þrautkönnuð,“ segir Obrist. „Ég er spenntur fyrir stofnunum sem vilja reyna á miðilinn og vinnu listamanna á nýjan hátt. Það er áhugavert þegar söfn genginna lista- manna eins og Dieters Roth, eða yfirlit yfir verk eldri listamanna, eru sett fram með lifandi list- sköpun. Mér finnst til að mynda afar áhugavert hvernig Erró-safnið er sett upp í Hafnarhúsinu, því það er ekki einangrað. Þar eru líka settar upp ýmiskonar samtímasýningar. Það er dæmi um hvernig má skapa virka minningu, ekki statíska.“ Þegar rætt er um efnahagsumhverfið í dag segir Obrist að alltaf megi finna nýjar leiðir til að setja upp sýningar. „Ég er bjartsýnn, það eru nýir möguleikar í stöðunni, við þurfum bara að vinna með aðstæðurnar. Þetta er góður tími fyrir til- raunir í listum, og stofnun eins og þá sem nú er rætt um í Reykjavík.“ Nýir möguleikar í listinni

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.