Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.2009, Blaðsíða 4
H versu djúp er heimskreppan eiginlega orðin þegar sjálfur Jean-Claude Van Damme fær höfnun á greiðslukortið sitt? Vandræði belgíska vöðvatröllsins rista þó mun dýpra en það og hófust löngu fyrir kreppu. Ferillinn er í vaskinum, hjónabandið sömuleiðis og hann hefur misst forræði yfir börnunum sínum. Hvað er þá hægt að gera ann- að í stöðunni en að fara heim til Belgíu og ræna pósthús? Þegar pabbi er í sjónvarpinu „Hvernig sýnir þessi leikari dauða? Kremur mann undir hjólum vörubíls, kyrking, brotin höfuðkúpa, augun plokkuð út …“ Svona þylur lögfræðingur fyrrverandi eiginkonu Van Damme upp syndir fyrri bíósjálfa leikarans og þótt þetta teljist seint góð lögfræði þá er þetta góð sýning fyrir kviðdóminn – og þrátt fyrir að halda uppi máttlitlum vörnum þá er alveg ljóst að harðhausaleikarinn góði vill helst hverfa ofan í jörðina undir þessum upplestri. Ekkert af þessu er þó jafn sárt og þegar dóttir leikarans segist frekar vilja vera hjá móður sinni. Ástæð- an? „Vinir mínir gera alltaf grín að mér þegar pabbi er í sjónvarpinu.“ Sá Van Damme sem hér hefur verið lýst birt- ist okkur í nýlegri belgískri mynd sem ber fangamark leikarans, JCVD, og skáldskapurinn speglar raunveruleikann að því marki að ósjald- an er erfitt að vita nákvæmlega hvorum megin veruleikans við stöndum. Van Damme og El Mechri hafa hér búið til merkilegan bræðing úr jafn ólíkum myndum og Unforgiven og Being John Malkovich – og Van Damme gerir nokkuð sem hann hefur ekki oft verið sakaður um hing- að til, hann sýnir stórleik. Líkingin við Being John Malkovich er vissu- lega ansi augljós, hér er persóna eins aðalleik- arans komin í forgrunn – en á meðan sá Malko- vich sem Charlie Kaufmann skrifaði um á fátt sameiginlegt með hinum raunverulega er af- skaplega lítinn mun hægt að sjá á Van Damme sjálfum og persónunni sem hann túlkar í JCVD. Ferill hans er í ræsinu og áðurnefnd sena í rétt- arsalnum á sér sína stoð í raunveruleikanum þótt að vísu hafi þurft að breyta þar syni í dóttur af lagalegum ástæðum. Þá er skemmtilegt fyrir íbúa ennþá smærri þjóðar en Belgíu að sjá hvernig ímynd hans breytist þegar heim kemur, því að á meðan hann er fölnuð stjarna í Ameríku þá er hann ennþá sverð Belgíu og skjöldur, hann er þeirra Björk – já eða kannski frekar Jón Páll og Magnús Ver? Harðhausarnir eru líka dauðlegir Þannig tekst Van Damme á við arfleifð sína og ímynd í þessari mynd á ekki ósvipaðan hátt og Clint Eastwood gerði í Unforgiven. Hér eru gamlar bíósyndir gerðar upp – en á meðan það er hægt að hlæja og gráta samtímis yfir játn- ingum Van Damme er sjálfsagt að veita honum syndaaflausn. En Unforgiven er uppgjör við ofbeldisfullan heim, báðum megin tjalds, á meðan ofbeldið er aðeins hliðaruppgjör í JCVD. Þetta er miklu frekar uppgjör b-mynda leikarans, uppgjör við að hafa tekið þátt í öllum þessum myndum sem sumar virðast hafa verið skrifaðar af öpum með ritvinnsluforrit. Uppgjör leikara sem tók stund- arvinsældir og launatékka fram yfir listina. Þú þarft þó að vera ágætlega að þér í harðhausa- myndum til þess að kunna að meta suma af bestu bröndurunum til fullnustu, eins og þegar belgískur arabi rekur raunir sam-araba sinna sem skúrka í harðhausamyndum síðustu ára. En það hljóta þó flestir að skilja hversu sárt það hef- ur verið fyrir Jean-Claude að sjá á eftir hlutverki í nýrri mynd í hendurnar á Steven Seagal – sem lofaði að vísu að klippa af sér taglið fyrir tökur. Svo tekst leikarinn að sjálfsögðu á við ástina og sendir slúðurblaðamönnum heimsins sneið um leið: „Ég trúði alltaf á ástina. Það er erfitt fyrir konu með þrjú börn að svara; hvert þeirra elskarðu mest? Ef þú átt 5, 6, 7 eða 10 eig- inkonur eða ástkonur um ævina þá er eitthvað einstakt við þær allar. En öllum er sama um það í hinum svokölluðu fjölmiðlum.“ Að vera eða vera ekki Jean-Claude En myndin á það hins vegar sameiginlegt með Unforgiven að fjalla um það hvernig jafnvel þeir hörðustu eru dauðlegir. Þetta er nefnilega ein frumlegasta krufning á þeirri sammannlegu raun að eldast sem ratað hefur á hvíta tjaldið í langan tíma. Myndin hefst þar sem Van Damme er við tökur og þegar aukaleikari nokkur eyði- leggur langa samfellda töku með klaufa- mistökum þá sér maður örvæntinguna í andliti Van Damme – hann þarf að gera þetta allt aftur. Sem fyrir tuttugu árum hefði verið lítið mál fyr- ir þrautþjálfaðan karatesnilling – en er ólíkt meiri þrekraun fyrir 47 ára gamlan leikara sem hefur meðal annars sniffað meira kókaín en æskilegt getur talist. Og það er ansi misjafnt á milli starfsgreina hvenær Elli kerling bankar fyrir alvöru á dyrnar, því á meðan flestir hafa lítt skerta starfsorku langt fram yfir miðjan ald- ur þá eru harðhausaleikarar flestir búnir að vera þegar fimmtugsafmælið fer að nálgast. Nema þeir breytist, þróist. Van Damme veit sem er að endurkomuna má finna í niðurlægingunni, niðri á botninum. Þar nær hann að finna leikarann sem bjó allan tím- ann á bak við sparkfimina, þar finnur hann heimsborgarann, skáldið og heimspekinginn. „Þú vinnur, ég tapa,“ ávarpar hann mig, áhorf- andann, í miðri mynd. Hann segir okkur frá am- eríska draumnum og belgíska táningnum sem lifði hann, hann segir okkur frá fátæktinni sem sá draumur felur í sér og sínum eigin auðæfum sem hann hafi ekki átt skilið neitt frekar en betl- ararnir á götunum. Þetta er einræða Van Damme, í miðju pósthúsi sem hann er kannski að ræna og kannski ekki, þetta eru hans eigin réttarhöld yfir sjálfum sér og spurningin er ein- föld og sú sem öllu skiptir: Hvað hef ég gert á þessari jörðu? asgeirhi@gmail.com JCVD (2008) | Mabrouk El Mechri MYNDIR VIKUNNAR ÁSGEIR H INGÓLFSSON Réttarhöldin MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. FEBRÚAR 2009 4 LesbókKVIKMYNDIR E ftir að hafa hlotið mikið lof fyrir Das Experi- ment og tekist á við sjálfan Adolf Hitler í Der Untergang (auk þess náttúrlega að leikstýra þremur þáttum af Lögregluhundinum Rex) þá virtist sem þýska leikstjóranum Oli- ver Hirschbiegel væru allir vegir færir. En það sama hafa ófáir evrópskir leikstjórar hugsað í flugvélinni á leið til Hollywood, rétt fyrir skellinn. Og hann fékk Hirschbiegel svo sann- arlega, landamæraverð- irnir höfðu varla tekið eftir því að hann væri kominn til landsins þegar Hollywood var búið að afskrifa hann eftir ófarir enn einnar endurgerðar Invasion of the Body Snatchers, sem í endurgerð Hirsch- biegels hét einfaldlega The Invasion. En hann fékk þó fimm mínútna gálgafrest og miðað við leikstjóraverðlaunin sem hann hirti á Sundance virðist hann hafa nýtt þær vel. Þessar fimm mínútur eru myndin Five Minutes in Heaven þar sem Liam Neeson og James Nes- bitt leika tvo Íra; kaþ- ólikka og mótmælanda, morðingja og bróður fórnarlambs, mann sem getur ekki beðið um fyr- irgefningu og mann sem getur ekki fyrirgefið. Five Minutes in Heaven (2009) | Oliver Hirschbiegel Fimm mínútna gálgafrestur V el hannaðar og prentaðar bækur eru besti miðillinn til að kynnast, upplifa og njóta vandaðra ljósmyndaverka. Sýningar geta einnig verið góðar, en áhorfandinn getur ekki dvalið með þeim eins og bókinni. Gæði skjáupplausnar á netinu eru einfaldlega ekki sambærileg við bókina. Netið hefur þó vitaskuld opnað áður ókunnar leiðir til að kynnast ólíkum listamönnum og hug- myndum í fjarlægum deildum jarðar. Best er þegar bók og net vinna saman og færa okkur lykla að góðum verkum. Eitt helsta vandamálið við netheimana er hið gegndarlausa flæði af rusli sem vellur þar fram. Þess vegna léttir það netnotendum sem nenna ekki að ryðja of miklu drasli frá í leit að því áhugaverða, að láta aðra sjá um það fyrir sig. Því ber að fagna metnaðarfullum miðlum sem hafa sprottið fram á netinu og fjalla fag- lega og af víðsýni um sköpunarverk sem eru þess verð að um þau sé fjallað. 5B4 (http://5b4.blogspot.com) er fyrirtaks veftímarit, þar sem haldið er úti metn- aðarfullri gagnrýni og umfjöllun um listrænar ljósmyndabækur og annað markvert í útgáfu ljósmyndara (blessunarlega er ekkert um ljós- myndagræjur, enda er það allt annar hand- leggur). Ljósmyndarinn Jeffrey Ladd opnaði vefritið 5B4 árið 2007. Með tímanum hefur hann bætt við það svæðum; einu þar sem hann býður bækur til sölu eða upp á skipti, og öðru þar sem hann selur prent eftir sig – Ladd má eiga það að hann er fyrirtaks götuljósmyndari. Mesti fengurinn fyrir áhugafólk um útgáfu á ljósmyndum er þó umfjöllun og gagnrýni um bækur. Ladd skrifar nefnilega ört og af um- fangsmikilli þekkingu um allrahanda verk. Eins og góðum ganrýnanda sem hefur nægt pláss til að birta skrifin (það er nokuð sem net- ið hefur fram yfir prentaða miðla) ber að gera, þá rýnir hann í ýmsa þætti verkanna. Ber þau saman við önnur verk viðkomandi listamanna, við verk annarra sem vinna í sama geira, og leggur einnig fagurfræðilegt og faglegt mat á bókverkin sjálf, svo sem hönnun og prentun. Árið 2007 birtust 149 færslur á 5B4 og 145 í fyrra. Oft eru þetta talsvert langar greinar og með birtast sýnishorn af síðum og verkum úr þeim bókum sem fjallað er um hverju sinni. Eins og tíðkast á bloggi geta lesendur svarað, spurt og velt upp nýjum hugmyndum. Bless- unarlega halda menn sig við efnið, þannig að þarna myndast ekki sami tilgangslitli leið- indavaðallinn og á mörgum bloggsíðum sem maður lendir inn á; umræðan er um skapandi verk sem skipta máli. Á meðal þess sem 5B4 hefur fjallað um á síð- ustu dögum er Looking In: Robert Frank’s The Americans, „nýr makalaus 506-síðna doðrantur“ um þetta grundvallarverk Franks í ljósmyndaútgáfu. Ef gengi gjaldmiðlanna væri skaplegt, hefði ég pantað bókina strax eftir lesturinn. Þá er ný umfjöllun um Overpainted Photographs með verkum Gerhards Richters og um Walter Benjamin’s Archive, bók sem hlýtur að vekja áhuga þeirra sem velta fyrir sér fagurfræðinni. Visulega eru fleiri vefmiðlar helgaðir ljós- myndabókum. Sumir hafa farið vel af stað en örendið þrýtur. Dæmi um það er Photo Book Guide (http://www.photobookguide.com), þar sem Specimina Commercii Ívars Brynjólfs- sonar var ein síðustu bókanna sem fjallað var um, síðla árs 2007. efi@mbl.is Þar sem vaðallinn er skorinn burtu Á vefnum 5B4 er fjallað á yfirgripsmikinn og vandaðan hátt um ljósmyndabækur NETIÐ EINAR FALUR INGÓLFSSON Ljósmyndabækur Lesendur á netinu njóta skrifa sér- fræðinga á sínu áhugasviði. R étt eins og Van Damme í JCVD leikur Paul Giamatti hér sjálfan sig. Þegar myndin hefst er Giamatti í mikilli sálarkreppu vegna þess að hann er að fara að leika aðalhutverkið í Vanja frænda og á erfitt með að finna kjarna persón- unnar. En þegar sálin er að flækjast fyrir þá er auðvitað einfaldast að stinga henni í frystikistuna á meðan mað- ur þarf ekki á henni að halda, ekki satt? Þannig að þegar Giamatti heyrir af fyr- irtæki sem djúpfrystir sálir þá lætur hann það geyma sína með það í huga að ná í hana aftur þegar hann hefur lifað af hlutverk Vanja. En sálir stórleikara eru gulls ígildi og er smyglað með burðardýrum líkt og önnur hættuleg fíkniefni. Sál Giamattis endar þannig í Rússlandi þar sem metnaðarfull en hæfileikalaus rússnesk sápuóperuleikkona bíður hennar. Því þarf sálarlaus Giamatti að ferðast norður til St. Pétursborgar til að endurheimta sálina og læra að meta sársaukann alveg upp á nýtt. Cold Souls (2009) | Sophia Barthes Djúpfrysting sálna Kvikmyndin JVCD „Líkingin við Being John Malkovich er vissulega ansi augljós“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.