Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 2 LesbókGAGNRÝNI Lockerbie Loftmyndir af brakinu, þar sem það liggur á engi í nánd við íbúðarhús, hafa oft borið fyrir augu sjónvarpsáhorfanda á þeim rúmum tuttugu árum sem liðin eru. Þ að hefði aldrei átt að sýna þetta í sjónvarpinu. Þetta var niðurstaða fréttaskýranda á bandarísku sjón- varpsstöðinni Fox News í vikunni í umræðu um umdeilda lausn Abdel Basset Ali al-Megrahi úr skosku fangelsi 20. ágúst sl. Líbýumaðurinn, al-Megrahi, var sá eini sem hlaut dóm fyrir að granda bandarískri farþegaþotu yfir skoska bænum Lockerbie árið 1988. Með vélinni fórust 270, þar af 189 Bandaríkjamenn. Fyrir glæpinn hlaut al- Magrahi 27 ára fangelsisdóm árið 2001. Loftmyndir af flakinu, þar sem það liggur á engi í nánd við íbúðarhús, hefur oft borið fyrir augu sjónvarpsáhorfenda á þeim rúm- um tuttugu árum sem liðin eru. Minningin um ódæðisverkið lifir því áfram í hugum fólks, rétt eins og árásin á Tvíburaturnana 2001. Velþekktu sjónvarpsskotin, sem sýna farþegaþotur stefna á háhýsin á Manhattan og flakið við Lockerbie, viðhalda minninu um ógnina sem beinist að almenningi á Vesturlöndum vegna mögulegra hryðju- verka. Stríðið gegn hryðjuverkum sem háð hefur verið undanfarin ár sækir einmitt til- finningalegan lífskraft í þessa atburði og fjölmiðlunina um þá. Þessi forsaga skýrir hvers vegna Banda- ríkjamönnum var gróflega misboðið þegar skoski dómsmálaráðherrann, Kenny MacA- skill, féllst á kröfu Líbýustjórnar um að al- Magrahi yrði leystur úr haldi en hann er nú dauðvona vegna krabbameins. Sér til máls- bóta sagði dómsmálaráðherrann, í ræðu á miðvikudag, að fólki hlyti að vera ljóst að það hefði verið óheppilegt ef Líbýumað- urinn hefði dáið í skosku fangelsi. Slíkt hefði t.d. haft í för með sér að næsta ná- grenni fangelsisins hefði fyllst af frétta- mönnum og sjónvarpstrukkum með tilheyr- andi álagi fyrir íbúa bæjarins. Rök ráðherrans eru heldur ósannfærandi enda vandséð að heimspressan hefði flykkst til Skotlands til að fylgjast með dauðastríði mannsins nema því aðeins að málið væri þá þegar orðið fréttnæmt. Rökin veita þó ákveðna innsýn í það hversu samþættir fjöl- miðlar hafa orðið framvindu pólitískra at- burða. Fjölmiðlar sækja nú einnig hart að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, vegna málsins enda ljóst að það er farið að skaða hann og samskiptin við Bandaríkin. Í yfirlýsingu sem Brown las á miðvikudaginn fullyrti hann að lausn al-Magrahi tengdist á engan hátt hagsmunum Breta í Líbýu um aukin viðskipti og aðgang að olíu. Yfir- lýsingu Gordons Browns er þó ekki vel tekið í bandarískum fjölmiðlum enda kannski dæmi um máttlausa tilraun til að takmarka skaðann í þeirri von að sjónir fréttamanna beinist fljótlega annað. En það hjálpar ekki Brown að nú hafa komið fram gögn sem virðast sýna að breskir ráðamenn hafi unnið að því á bak við tjöldin um alllangt skeið að umræddur maður yrði látinn laus á grundvelli samnings um fangaskipti sem var í undirbúningi þvert gegn vilja Bandaríkjanna. En á sama tíma höfðu breskir ráðamenn líka fullvissað Bandaríkin um að maðurinn yrði áfram í haldi. Kemur þá aftur að áhrifamætti sjón- varpsins. Hefði fanganum verið flogið til Líbýu úr augsýn fjölmiðlanna hefði málið e.t.v. fallið fljótt í gleymsku. En því miður fyrir bresku ríkisstjórnina ákvað stjórn Líbýu að taka á móti al-Magrahi með við- höfn og sjálfur forseti landsins, Gaddafi, varð fyrstur til að faðma hann að sér við heimkomuna. Þessar höfðinglegu móttökur voru svo sýndar í sjónvarpsfréttum um all- an heim. Af þeim sem heyja stríðið gegn hryðjuverkum við misjafnar vinsældir, sem og eftirlifandi ættingjum fórnarlamba mannsins, voru móttökurnar túlkaðar sem opinber niðurlæging sem erfitt er að kyngja. Þetta var það sem fréttaskýrandinn átti við þegar hann harmaði að málið hefði komist í sjónvarpið. stefosk@hi.is Sjónvarpsdramatík FJÖLMIÐLAR STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR Velþekktu sjónvarps- skotin, sem sýna far- þegaþotur stefna á há- hýsin á Manhattan og flakið við Lockerbie, við- halda minninu um ógnina. Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Ritstjórnarfulltrúi menningar Fríða Björk Ingvarsdóttir, fbi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent G addafi, leiðtogi Líbýu, er velþekktur úr fréttunum. Um margra ára skeið ögraði hann vesturveldunum með samstarfi við hópa sem tengjast hryðjuverkum. Hann sýndi mikla kænsku þegar hann varð fyrstur arabaleiðtoga til að fordæma árásirnar á Tvíburaturnana 2001 og leitaðist í framhaldinu við að bæta samskiptin við Bandaríkin. Gaddafi þykir nú líklega óhætt að standa svolítið upp í hárinu á Bandaríkjunum t.a.m. með því að taka fagnandi á móti leynisþjónustumanninum fyrrverandi, al-Magrahi, og þakka honum opinberlega fyrir vel unnin störf. Kannski metur hann stöðuna svo að Obama sé ekki eins harður í horn að taka og Bush né að Bandaríkin séu í aðstöðu til að hegna honum. Báðar skýringarnar væru vísbendingar um minnkandi fælingarmátt Bandaríkjanna sem er auðvitað áhyggjuefni fyrir ráðamenn þar. Í vikunni fagnaði Gaddafi svo 40 ára valdaafmæli sínu, sem einræðisherra, með miklum op- inberum hátíðarhöldum þar sem ekkert var til sparað. Helsti fréttamaður CNN í málefnum sem tengjast stríðinu gegn hryðjuverkum flutti fréttir af þeim af vettvangi sem gefur vísbend- ingar um að Bandaríkjunum standi ekki á sama um stöðuna og fylgist grannt með framvind- unni. ÞETTA HELST Gaddafi forseti Líbýu. H ipp og kúl er sennilega aðeins of nútímaleg lýsing á módelunum á myndinni; nýmóðins, sennilega of gamaldags; líklega hafa þau verið sögð töff, kannski skæsleg, en allavega al- veg hrikalega smart. Þannig var tískan haustið 1985 að mati hönnuða í íslensku prjónlesi. Og var þetta smart? Tíska þessa tíma var þægileg. Buxurnar voru rykktar og náðu vel upp í mittið, jafnvel uppfyrir mittið, gyrtar með mjóu belti. Skálmarnar voru víðar, en þröngar við ökklann, og mun þægilegra að hreyfa sig í þeim en þeim níðþröngu gallabuxum sem voru í tísku fyrir nokkrum árum og náðu rétt upp fyrir helgustu vé. Þetta var reyndar eitt af fáum tímabilum í mínu minni sem gallabuxur voru ekki allsráð- andi í neðrideild. Peysurnar voru stuttar, og þröngar við mittið, en því víðáttumeiri voru þær um axlirnar, þar sem þær voru stoppaðar inn- an með púðum. Þannig var vart sýnilegur munur á konum og körlum hvað herða- breidd snerti – allir voru eins og X í lag- inu. Og vel á minnst, þetta var sú kynslóð sem fræðimenn hafa kallað X-kynslóðina. Krakkarnir sem fæddust á árunum ca. 1965-’80; fólkið sem þekkti hvorki kalda stríðið né Víetnam stríðið, lyklabörnin, sjálfstæðu börnin, kynslóðin sem óx inn í tölvuheiminn, viðskiptaheiminn og MTV. Þetta var tíminn þegar Íslendingar voru bæði fegurstir og sterkastir í heimi. Það er ekkert viðkvæmnislegt við þessa kyn- slóð, hún óx einbeitt úr grasi og vissi hvert hún ætlaði. „Uppar“? Já, kannski, en hafa „spjarað“ sig vel. begga@mbl.isEitísið í algleymingi Módelin sýna það nýjasta í íslenskri ullarhönnun haustið 1985. Af exi og exi Tíska fylgir tíðarandanum sem gerjast í samfélagi fólks, en var það tilviljun að X kynslóðin var eins og X í laginu? Ögraði vesturveldunum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.