Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Qupperneq 4
Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is F rásögn Benn Q. Holm af því hvernig skrif- bakterían náði tökum á honum rímar ágætlega við sögur ófárra annarra rit- höfunda. En svo fór hann í herinn. „Þetta byrjaði þegar maður er barn, á lestri. Þegar maður les mikið langar mann til að skrifa sjálfur, að hverfa heiminum,“ segir hann. Svo fór hann í bókmenntafræði og var um tíma gagnrýnandi. „Bókmenntafræðin hjálpaði ekki. Hún getur verið hindr- un, þú getur verið of mikið á yfir- borðinu, að sýna hvað þú ert snjall að hafa lesið Dostoj- evskí, Nabokov og Faulk- ner. Það hjálpar vissulega að lesa, ég vil ekki kom- ast í mótsögn við sjálfan mig,“ segir Benn en bætir svo við: „En lífið er náttúrulega ein stór mótsögn.“ En skólinn var ekki nóg. „Þessi heimur skólans, grunnskóla, framhaldsskóla og há- skóla – maður upplifir innilokunarkennd. Ég gladdist því að þurfa að sinna herskyldu, ég hat- aði herinn að vísu þegar ég var þar, heilt ár, alltaf kalt ... en eftir á að hyggja var gott að hafa kynnst öðrum hliðum lífsins en bókum og skóla.“ Dickens, Pamuk og Hallgrímur Hann þurfti þó ekki að fara í herinn til þess að kynnast borginni sem er hans helsta músa, eins og bókatitlar á borð við Hafnia pönk og Leynd- ardómar Kaupmannahafnar bera með sér. Ertu Kaupmannahafnarskáld? spyr ég og hann svarar: „Já, kannski.“ Bætir við: „Ég skrifa venjulega um það sem Þjóðverjar kalla „heimat“, heima. Og ég hef eytt megni minnar ævi í Kaupmannahöfn. En svo vil ég líka sjá heiminn og skrifa um eitt- hvað annað. Næsta bókin mín, Gamli heim- urinn, verður um bandaríska stúlku frá Massachusetts og uppþorn- aða breska poppstjörnu sem hittast í Berlín. Ég þurfti að komast í burtu frá Kaup- mannahöfn. En sem lesandi er ég mjög hrifinn af borg- arsögum, hvort sem það er 101 Reykjavík, Orhan Pa- muk að skrifa um Istanbúl eða Charles Dickens að skrifa um London.“ En hvaðan kemur þetta skrítna nafn, Hafnia pönk? „Hafnia er latneska orðið yfir Kaupmannahöfn. Hafnia þýðir Höfn, eins og í Hafnarfjörður. Og ég vildi splæsa eldgömlu orði við eitthvað nýtt, og þannig er titillinn í raun lýsing á Kaup- mannahöfn nútímans. Ungt fólk að ganga um eldgamlar götur þar sem tím- arnir rekast hver á annan. Ef þú býrð í borg, ef þú býrð í hundrað ára gömlum byggingum, þá hafa tugir eða hundruð búið þar á undan þér, þannig er borgin lag eftir lag af hlutum sem gera hana að því sem hún er.“ Sjónvarps-Albúm Holm hefur enn ekki verið þýddur á íslensku en ófáir Íslendingar þekkja þó skáldsögu hans Al- búm í formi vinsælla sjónvarpsþátta. „Það var einkennilegt að horfa á fólk sem maður hafði búið til vakna til lífsins í sjónvarpinu mínu. Mað- ur skrifar ekki bara fyrir sjálfan sig heldur líka fyrir aðra, vill snerta fólk og ná til þess. Maður hlýtur að gera sér grein fyrir því að sjónvarpið nær til miklu fleira fólks. Albúm seldist í kannski þetta 20 þúsund eintökum í Danmörku, en skyndilega er ein milljón Dana að horfa á sjónvarpsþáttinn á sunnudagskvöldum. Helm- ingurinn sofnaði kannski eða fannst ömurlegt að hafa svona orðbragð í sjónvarpinu á sunnu- dagskvöldi, en ég var ánægður með hvernig til tókst. Ef þetta hefði verið léleg aðlögun hefði þetta verið önnur saga, en handritshöfundurinn stóð sig mjög vel og ég var ánægður með nið- urstöðuna.“ Pönk-hirðskáld Kaupmannahafnar BENN Q. HOLM | Upplestur, Iðnó 10. sept. kl. 20. Viðtal, Norræna húsið 11. sept. kl 14. „Kaupmannahöfn nú- tímans: Ungt fólk að ganga um eldgamlar götur þar sem tímarnir rekast hver á annan. “ Mótsagnakenndur „Ég vil ekki komast í mótsögn við sjálfan mig, en lífið er nátt- úrulega ein stór mótsögn.“ 4 LesbókBókmenntahátíð MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 Heimurinn þarfnast hugmynda Pólitískar ofsóknir, fjölmiðlavænir sjúkdómar, pönkskáldskapur, ljóðskáldagengi, verslunarheilkenni og kynlífsvæðing eru meðal málefna sem ber á góma í viðtölum Lesbókar við erlenda rithöfunda bókmenntahátíðar er hefst á morgun. Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is D anska skáldkonan Naja Marie Aidt vakti talsverða athygli fyrir smá- sagnasafnið Bavian, sem þótti myrkt og óþægilegt þótt yfirborðið væri kyrrlátt og hlýlegt. Bókin kom út árið 2007 og fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs það ár. Naja Marie Aidt fæddist á jóladag í Aasiaat, eða Egedesminde, á vesturströnd Grænlands, en fluttist með foreldrum sínum til Danmerkur sjö ára gömul og ólst upp í Kaupmannahöfn. Fyrsta bók hennar, ljóðabókin Sålænge jeg er ung, kom út 1991 en síðan hafa komið út eftir hana ýmsar bækur; ljóðabækur, barnabækur, skáldsögur og smásagnasöfn, en hún hefur líka skrifað kvikmyndahandrit. Henni hafa hlotn- ast ýmis verðlaun í heimalandi sínu. Naja Marie býr í Bandaríkjunum sem stendur, hefur búið þar í um ár og hyggst búa þar einhver ár til viðbótar. Hún segir skýr- inguna á dvölinni þar vesta einfalda: hún er að flýja kynþáttahyggju og fordóma í dönsku samfélagi: „Það er óttalegt hve kynþátta- fordómar eru áberandi í Danmörku og erfitt að skilja af hverju, það var mjög gott að kom- ast frá þessu og til lands þar sem fordómarnir eru mun minni og þjóðfélagið bregst miklu betur við þeim,“ segir hún og við veltum um- skiptunum fyrir okkur: Litaðir tónlistarmenn flúðu kynþáttafordóma í Bandaríkjunum og settust að í Evrópu á sjötta og sjöunda ára- tugnum en nú muni þetta kannski snúast við. Naja Marie segir að það hafi komið sér mjög á óvart að fá bókmenntaverðlaunin enda hafi ung kona fengið verðlaunin árið á undan, sænska skáldkonan Sara Stridsberg, og því líklegt að nú yrði það gamall karl, segir Naja Marie og skellir upp úr. „Verðlaunin voru því óvænt og hafa gagnast mér mjög vel, til að mynda hvað það er auðveldara fyrir vikið að kynna verk mín erlendis.“ Erfitt að skrifa ljóð Síðasta bók Naju var Poseibog sem kom út í febrúar 2008, þremur vikum eftir að hún hlaut bókmenntaverðlaunin, og næsta bók verður líka helguð ljóðum því hún er einmitt að leggja lokahönd á slíka bók. Hún hefur skrifað ýmsar gerðir texta en segist einna helst halda sig við ljóðin, ekki síst vegna þess að það sé erfiðara: „Það er erfitt að semja ljóð, það er eins og heil- inn á manni fari á hvolf og það er nauðsynlegt að ganga í gegnum slíkt til að losa sig frá prós- anum. Mér finnst það líka gott að leita að sér- stakri rödd fyrir hverja bók, reyna að finna sjálfa mig upp á nýtt og sýna þannig nýja hlið á sjálfri mér og segja nýja sögu á nýjan hátt. Í viðtali lét annar danskur rithöfundur, Pet- er H. Fogtdal, þau orð falla fyrir stuttu að Danmörk væri land meðalmennskunnar, venjulegasta landi í heimi þar sem allt þyrfti að vera „hyggeligt“. Þegar ég ber þessi orð undir Naju Mariu tekur hún undir þau og seg- ir það reyndar eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi byrjað að skrifa að hún sætti sig ekki við þessa meðalmennsku. „Það er ákveðið vandamál hvað allt á að vera slétt og fellt því fyrir vikið eru menn að breiða yfir hluti sem þarf að ræða um, nauðsynlegt er að tala um. Maður má ekki gera neitt eða segja neitt sem ekki fellur að þessari stemningu sem ekki er huggulegt. Bavian fékk líka þá gagnrýni í Danmörku að hún væri of harkaleg, of rudda- leg,“ segir hún og bætir við að álíka viðtökur hafi bókin fengið í Noregi og í raun verið geng- ið heldur lengra í þá átt að finna henni það til foráttu að hún væri of myrk og raunaleg. „Ég geri ráð fyrir að Íslendingar kunni bet- ur að meta það sem ég er að gera í Bavian, mér hefur alltaf sýnst að þeir séu opnari fyrir heiminum, fyrir lífinu, en andrúmsloftið í Nor- egi og Danmörku minni einna helst á smáþorp þó það séu miklu fjölmennari þjóðir. Það er allt svo miklu dramatískara á Íslandi og þótt það fari stundum illa eins og dæmin sanna þá er ég viss um að það er mun skemmtilegra.“ Það er erfitt að semja ljóð Dramatísk Naja Marie Aidt flúði til Bandaríkjanna undan kynþáttafordómum í Danmörku. NAJA MARIE AIDT | Upplestur, Iðnó 10. sept. kl. 20. Viðtal, Norræna húsið, 11. sept. kl. 12.30 „Það er ákveðið vandamál hvað allt á að vera slétt og fellt því fyrir vikið eru menn að breiða yfir hluti.“N aja Marie Aidt fékk bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir smásagnasafnið Bavian sem kom út 2007. Í um- sögn dómnefndar ráðs- ins segir að sögurnar í bókinni dragi upp mynd af heimi sem svipar til daglegs lífs en smám saman komi í ljós myrk- ir tónar og lesandinn átti sig á því að undir yfirborði hversdags- leikans sé víravirki hugsanlegra stórslysa. Aidt hefur verið umdeild í Danmörku og fyrstu tvær ljóðabækur hennar fengu þá gagnrýni að hún væri of indæl og of venju- leg; ljóðin væru öll um fjölskylduna, sam- búðina, börnin, vinina og allt fullt af áþekkri rómantík og gegnsýrt hefði (og eyðilagt) ljóðagerð áttunda áratugarins – í raun ljóðleysa. Bavian fékk aftur á móti víða þá dóma að bókin væri full harkaleg í lýsingu sinni á samskiptum fólks og kald- ranaleg, stíllinn hrár og jafnvel fráhrind- andi og sögurnar of opinskáar. Smásögurnar í Bavian fjalla allar um mannleg samskipti og hefjast gjarnan með svo hversdagslegum viðburðum sem inn- kaupaferð í stórmarkað, brúðkaupsferð til Grænlands eða barnaafmæli. Fljótlega kemur þó í ljós að ekki er allt sem sýnist og þannig snýst stórmarkaðsferðin yfir í alls- herjar misskilningsmartröð sem endar með algerri uppgjöf, svo dæmi sé tekið. Myrkir tónar Bavíani Smásagna- safnið umdeilda. S hakespeare, Or- well og mark- vörðurinn knái Albert Camus eru meðal fjölmargra rit- höfunda sem hafa séð skáldskapinn í fótboltanum og Holm er sannarlega einn af þeim. Stuðn- ingsmenn FC Kaup- mannahafnar gegna lykilhlutverkum í Hafnia pönk og seinna skrifaði hann bókina 25 bestu fótboltamenn í heimi. Þar greinir hann mismunandi fótbolta- menn á óvenjulegan hátt. George Best er fyrsta poppstjarna fótboltans, Paul Breitner er rödd 68-kynslóðarinnar í ög- uðum heimi þýska sparksins, Johan Cru- yff er svellkaldur heimspekingur knatt- listanna, Brian Laudrup sem mjúkur maður í hörðum heimi, Paul Gasgoigne sem von verkamannsins (sem auðvitað bregst), Marco van Basten sem marka- vélmenni Milan-verksmiðjunnar og Zid- ane sem hetja fjölmenningarinnar í ras- ískum heimi. Og Beckett fær að spila með. „Í heimi fótboltans bíður maður ekki eftir Godot, maður kaupir hann bara. Ef maður keypti svo ekki réttan Godot kaupir maður bara nýjan.“ Godot útherji George Best

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.