Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 BókmenntahátíðLesbók 5 Eftir Dag Gunnarsson dagur@mbl.is M ichael Ondaatje, rithöfundur og skáld, var fyrsti Kanadamaðurinn sem hlaut hin virtu Booker-verðlaun fyrir bókmenntir. Þekktastur er hann að öllum líkindum fyrir skáldsögu sína Enski sjúklingurinn, því eftir henni var síðan gerð mjög vinsæl kvikmynd. Hann verður gestur bókmenntahátíðar en kom áður til landsins á kanadíska bókmennta- og menningarhátíð sem haldin var í Kópavogsbæ. Ondaatje kem- ur nú hingað ásamt fríðum hópi ljóðskálda sem tengjast kandadísku Griffin-skáldskap- arverðlaununum á einn eða annan hátt. Um hann sem rithöfund og skáld hefur verið sagt að hann skrifi ljóðrænan texta sem kalli fram sterkar myndir í huga lesandans með hnitmiðuðum samtölum. Í skáldsögum sínum blandar hann saman heimildavinnu við skáld- skap og hefur hann notast bæði við raunveru- legt fólk sem og þjóðsagnakenndar fígúrur úr mannkynssögunni í sögum sínum eins til dæm- is þegar hann skrifaði skáldsögur um djass- blásarann Buddy Bolden í Coming Through Slaughter og útlagann Billy the Kid í The Col- lected Work of Billy the Kid. Ljóðskáldagengi á faraldsfæti Griffin-skáldin eru væntanleg á bók- menntahátíð í Reykjavík fyrir tilstuðlan Onda- atjes. „Já, ég stakk upp á Íslandi fyrir ári eða tveimur árum þegar þau hjá Griffin-verðlaun- unum fóru að kynna sér bókmenntahátíðir og ég tel að það séu nokkur góð skáld með okkur í för að þessu sinni,“ sagði Ondaatje í viðtali við undirritaðan. En er það reglulegur viðburður að Griffin- skáldin leggi land undir fót og flykkist saman í gengi á bókmenntahátíðir? „Það er ekki alltaf sama „gengið,“ segir Ondaatje og hlær við og heldur síðan áfram: „En þetta er í þriðja sinn, þau hafa áður farið á bókmenntahátíðina í Lundúnum og eitt árið fóru þau til Írlands. Þetta er gert til að kynna fólki verðlaunin því þau eru alþjóðleg og það skiptir miklu að fólk viti af þeim og sendi inn verk sín í keppnina.“ Ondaatje segist því miður ekki hafa haft tækifæri til að kynna sér íslenskar bókmenntir af nægilegri alvöru, segir að þá hlið málsins hafi hann látið ljóðskáldinu Jeremy Dodds eft- ir en hann hefur meðal annars þýtt Eddu- kvæði yfir á ensku. Leggurðu enn stund á ljóðlistina eða ertu hættur að yrkja? „Ég er ekki beinlínis hættur, það er án efa ákveðinn ljóðaþáttur í skáldsög- unum mínum en síðasta ljóðabókin mín var Handwriting [1998] sem kom út fyrir nokkrum árum. Ég er mjög meðvitaður um ljóðlistina og les mikið af ljóðum og ég er undir miklum áhrifum frá þeim, ég vona svo sannarlega að ég eigi eftir að yrkja meira. Mín eigin ljóð eru mér alveg jafn kær og skáldsögurnar, ég tel ekki annað betra eða merkilegra en hitt,“ sagði Ondaatje. Setur þú þig í sérstakar ljóðastellingar þeg- ar þú yrkir; er vinnuferlið öðruvísi en við skáldsagnaskrifin? „Hér áður fyrr var ég fær um að gera hvort tveggja, samtímis, en núorð- ið er það þannig að ef ég er að skrifa skáldsögu þá verð ég að halda mig við hana og ef ég er að yrkja þá finnst mér ég verða að halda mig við ljóðin í ákveðinn tíma.“ Nú skrifar þú oft um persónur sem eiga sér ekki fastan samastað, hvað er það við slíkar söguhetjur sem höfðar til þín? „Þetta eru per- sónur sem ég þekki. Upp að vissu marki hef ég sjálfur lifað eins konar hjarðlífi, ég bjó í einu landi, flutti til annars og síðan settist ég að í þriðja landinu. Mér finnst ég vera frá Srí Lanka, ég er ekki enskur en ég bjó þar í um það bil tíu ár … þannig að ég er mjög meðvit- aður um slíkt flökkuástand og það er eitthvað sem ég tel að margir þekki úr eigin lífi. Sér- staklega hér í Kanada, þetta er land innflytj- endanna, sex af hverjum tíu íbúum í Toronto eru ekki þaðan.“ Sviðsetningin skiptir öllu máli Bækurnar þínar eru sviðsettar út um allan heim, Srí Lanka, Evrópu, Kanada og víðar. Hversu mikilvægt er það fyrir þig að velja verki réttan bakgrunn? „Það skiptir öllu máli, það stýrir öllu, stýrir sögupersónunum og jafnvel hvernig þú skrifar bókina og í hvaða stíl það er gert. Stíllinn á prósanum og hvernig ég skrifa um Srí Lanka í Running in the Fa- mily er til dæmis allt öðruvísi en stíllinn í Com- ing Through Slaughter þar sem stíllinn er miklu beittari. Í Running in the Family eru setningarnar langar og þar er að finna klásúl- ur sem stangast hver á við aðra. Þannig að það litar alla bókina, ekki bara persónurnar og at- burðarásina heldur líka stílinn.“ Við leiðumst út í umræður um rætur og upp- runa og um eyjuna Srí Lanka og hvernig Ondaatje hefur notað hana sem bakgrunn í tveimur sögum á mjög ólíkan hátt. „Ég held að Running in the Family hafi verið örlítið eins og Draumur á Jónsmessunótt,“ segir hann og hlær við. „Þú veist, hún byggist á rósrauðum minningum úr barnæsku þó að þar sé einnig að finna skuggahliðar mannlífsins. Þú veist hvernig þetta er, manni eru sagðar sögur af ættingjunum og þær eru oftar en ekki hlaðnar lygum og ýkjum og ég gekkst heilshugar inn á það. Ég var ekki að reyna að hrekja lygarnar eða rekja mig inn að hinum eiginlega nakta sannleika. Ég tók inn þessar mannlýsingar sem frænkur, frændur og ömmur og afar gáfu mér, þessar rósrauðu minningar og gerði eitt- hvað úr þeim. Í Anil’s Ghost var ég meðvitaðri um að fletta ofan af einhverju, að grafa eftir sannleikanum og hún gerist líka á skuggalegra tímaskeiði í sögunni, sársaukafyllri tíma, þannig að á ákveðinn hátt má segja að önnur bókin hafi verið létt kómedía á sinn hátt og hin óhugnanleg tragedía.“ Þegar hér er komið sögu í samtalinu dettum við inn í umræðu um skilin á milli listgreina og hvernig Ondaatje hefur iðulega stolist yfir þau landamæri og sótt það sem honum hefur hent- að og komið fyrir í sínum bókum. Hann notar ljóðlist í skáldsögum og í The Collected Work of Billy the Kid: Left Handed Poems (1981) notast hann einnig við ljósmyndir. Svarthvítar ljósmyndir af fólki í búningum þess tímabils sem bókin greinir frá. Ég fæ hann til að við- urkenna að í raun voru þessar myndir „fals- anir“. Hann lét vini sína klæðast búningum, tók sjálfur myndir og laumaði þeim inn í bók- ina og lét að því liggja að þær væru alvöru heimildir sem tengdust efniviði bókarinnar. „Það var gaman en ég hef ekki áhuga á að end- urtaka það, mér fannst líka gaman að sjá Se- bald gera mjög svipaðan hlut í sínum bókum,“ sagði Ondaatje. Kissinger laumast yfir landamæri Hann fer vítt og breitt yfir sviðið og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé gaman að blanda saman formum. „Það er, tel ég, orðið erfitt að greina skáldskap frá öðrum texta. Er til dæm- is Henry Kissinger höfundur texta sem er ekki skáldskapur? Í mínum augum líkist það sem hann skrifar meira skáldskap en nokkru öðru. Hans útgáfa af hlutunum er nákvæmlega það; hans útgáfa – ekki tær sannleikur. Við þurfum að viðurkenna að línurnar á milli listgreina verða sífellt óljósari,“ segir Ondaatje. Hann bætir því við að þeir höfundar sem hann hafi hvað mestan áhuga á séu menn sem skrifa margskonar texta. Hann nefnir þá John Ber- ger og D. H. Lawrence en báðir skrifuðu þeir skáldsögur en sinntu jafnframt öðrum rit- störfum og stunduðu málaralist. Sjálfur segist Ondaatje taka undarlegar ljósmyndir af hvers- dagslegum hlutum sem fæstir hugsa um að mynda, eins og skugga af hundinum sínum á gönguferð. „Ég hef áhuga á því að laumast yfir mörkin og nánast ólöglega ræna frá ljóðlist og … sálmabókinni og þannig hlutum. Þetta er bara það frelsi sem listamenn hafa.“ Eru titlarnir á bókunum þínum eitthvað sem þú engist yfir að finna eða nýtur þú þess að kljást við þá áskorun að smíða rétt bókarheiti? Ondaatje flissar þegar hann heyrir spurn- inguna. „Hvort tveggja. Þetta eru mjög góð orð sem þú notar. Að „engjast“ og „njóta“ því allt í einu þarf maður að finna eitt orð eða einn frasa sem á að innihalda og draga saman kjarna verkefnisins. Það er mjög erfitt og verður æ erfiðara fyrir mig,“ segir Ondaatje og hlær við. Er þetta eins og að finna nafn fyrir eigið barn? „Já, nákvæmlega. En það sem síðan gerist er að smám saman fær bókin sína eigin merkingu. Ég hef alltaf notað sama brand- arann þegar ég hef kastað fram titli sem útgef- anda líkar ekki við. Þá segi ég: Hvað með Nostromo? Það er fáránlegur titill en við sam- þykkjum hann núna sem gefna staðreynd,“ sagði Ondaatje. Það dregur að lokum viðtals- ins og við ræðum aðeins nýju skáldsöguna, Divisadero (2007), sem eins og titillinn bendir til er tvískipt bók sem leiðir saman sögu ungr- ar stúlku á búgarði í Kaliforníu á vorum tímum og franska skáldsins Lucien Segura í byrjun fyrri heimsstyrjaldarinnar. „Ég var að velta fyrir mér hvernig fólk tekst á við og lifir sínu lífi eftir að hræðilegir hlutir gerast,“ sagði Ondaatje sem viðurkennir að uppbygging bók- arinnar sé óvenjuleg. „Seinni hluti Divisadero er alveg jafnmikið um Önnu þó að þar sé sögð saga franska skáldsin,“ sagði Ondaatje. En hvaða ljóð hyggst hann lesa upp á Ís- landi; eitthvað nýtt? „Það held ég ekki, ég hef verið að vinna að nýju ljóði en ég veit ekki hvort það verður tilbúið í tæka tíð. Það verður hins vegar áhugavert fyrir mig sem er kominn á sjötugsaldur að lesa aftur ljóð sem ég orti um tvítugt og sjá hvaða tilfinningar þau kalla fram. Það er orðið langt síðan ég gluggaði í sumar af þessum ljóðabókum“. Landamæri eru til að læðast yfir þau Michael Ondaatje „Er til dæmis Henry Kissinger höfundur texta sem er ekki skáldskapur?“ Michael Ondaatje hefur gaman af að má burt mörkin milli ljóðlistar og skáldsögunnar. Í skáld- skap sínum fjallar hann oft um rótlaust fólk. Hann segist sjálfur hafa lifað hjarðlífi sem skili sér í skáldskapinn. M ichael Ondaatje situr í stjórn sjóðsins sem veitir Griffin-ljóðaverðlaunin og mun ásamt átta öðrum ljóðskáldum sem tengjast Griffin-verðlaununum á einn eða annan hátt flytja eigin ljóð í Norræna húsinu á svokölluðum Ljóðalaugardegi Bókmenntahá- tíðarinnar. Griffin-skáldin sem koma á hátíð- ina eru ýmist í stjórn sjóðsins, hafa verið til- nefnd og eða hlotið verðlaunin. Ljóðalaugardagurinn verður þann 12. sept- ember og verða Griffin-verðlaunahafarnir í Norræna húsinu milli klukkan 13 og 17. Í tengslum við komu Griffin-verðlaunahaf- anna hefur verið gefin út ljóðabók með ís- lenskum þýðingum á ljóðum skáldanna. Bókin heitir Birtan í húminu og kemur fjöldi góðra þýðenda að gerð hennar. Griffin-ljóðlist- arverðlaunin voru stofnuð af Scott Griffin fyr- ir níu árum og hljóta tvö skáld á ári þessi hvatningar- og heiðursverðlaun. Verðlaunaféð er ríflegt því á hverju ári er 100 þúsund bandaríkjadölum skipt á milli tveggja verð- launahafa. Annarsvegar eru kanadísk verð- laun sem skáld búsett í Kanada eiga kost á og hinsvegar eru alþjóðleg verðlaun sem fela ekki í sér nein búsetuskilyrði. Verðlaunin eru einnig veitt fyrir þýðingar úr frummálinu. Í ár hlaut bandaríska skáldið Carolyn D. Wright al- þjóðlegu verðlaunin og Albert F. Moritz hlaut hin kanadísku og koma þau bæði á Bók- menntahátíð í Reykjavík sem hluti af þeim hópi skálda sem tengjast Griffin-verðlaun- unum. Tilraunir með texta Michael Ondaatje fæddist á Sri Lanka en ung- lingsárunum eyddi hann á Englandi og nítján ára fluttist hann til Kanada þar sem hann hef- ur búið síðan. Hann hefur sent frá sér ljóða- bækur, skáldsögur og fræðirit jöfnum hönd- um. Þekktustu bækur hans fyrir utan Enska sjúklinginn eru Coming Through Slaughter og bók hans um bandaríska útlagakúrekann, The Collected Works of Billy the Kid: Left Handed Poems og In the Skin of a Lion og Anil’s Ghost. Til að kynnast Ondaatje sem höfundi er óhætt að mæla með Running in the family sem er sjálfsævisöguleg frásögn frá uppvexti á eynni sem þá hét Ceylon. Nýjasta ljóðabókin hans heitir Handwriting en 1979 kom út safn- ið There’s A Trick with a Knife I’m Learning to Do með ljóðum frá 1963 – 1978. Griffin-skáld á Ljóðalaugardegi „Þú veist hvernig þetta er, manni eru sagðar sögur af ættingjunum og þær eru oftar en ekki hlaðnar lyg- um og ýkjum og ég gekkst heilshugar inn á það.“ MICHAEL ONDAATJE | Upplestur, Iðnó 9. sept kl. 20. Viðtal, Norræna húsið 11. sept. kl. 14.30.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.