Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Blaðsíða 8
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
D
avid Sedaris skrifar sögur um sjálfan
sig. Og sá David Sedaris sem hann
skrifar um er líklega einhver sein-
heppnasta, klaufalegasta og óörugg-
asta persóna vestrænna bókmennta. En hvern-
ig fer saman að vera svona seinheppinn og að
vera virtur og víðlesinn rithöfundur? Eyði-
leggur velgengnin innblásturinn? „Nei, ég held
ekki,“ segir hann og rifjar svo upp nýlega sögu:
„Ég lenti í smárifrildi við konu í flugvél nýlega
sem vildi skipta um sæti við mig. Svo sofnaði
hún, ég hóstaði og horslumma endaði í kjöltunni
á henni. Það er saga af mistökum. Ógæfan eltir
mig líka upp í háloftin. Aðstæður hafa vissulega
breyst en ógæfan finnur mig ennþá.“ En hvern-
ig varð þessi persóna til? „Ég var að skrifa
skáldskap í Chicago þegar maður frá útvarpinu
bað mig um að koma í útvarp og lesa. Og í þætt-
inum sem hann setti mig í mátti maður ekki lesa
skáldskap, þetta varð að vera satt. Þannig að ég
fór að skrifa um mitt eigið líf. Ég hafði haldið
dagbók í 30 ár þannig að ég tók bara kafla úr
dagbókinni og notaði í upplestur. En ég held
samt ekki að ég sé neitt merkilegri en næsti
maður. Raunar held ég að líf mitt sé minna
spennandi en flestra. Þetta snýst frekar um leti.
Þú getur stytt þér leið, ef ég væri að skrifa hefð-
bundna smásögu þyrfti ég að kynna persón-
urnar, segja hvernig þær litu út og svo fram-
vegis. En þegar ég er að skrifa um sjálfan mig
þá get ég bara dembt mér beint í söguna.“
Nýrnasteinar og eldsvoðar
En er ekki erfitt að þurfa alltaf að treysta á að
lífið færi manni sögur? „Jú, þetta snýst í raun
um að búa til eitthvað úr engu, því það gerist
ekkert hjá mér. En rifrildið við konuna í flugvél-
inni og horköggullinn, það var stórmál fyrir
mig, það var með æsilegri dögum lífs míns. Og
þegar ég var að túra í apríl kviknaði í hótelinu
mínu og ég hugsaði: Loksins hef ég eitthvað til
að skrifa um! Svo fékk ég nýrnasteina, það var
skelfilega sárt. En samt varð ég glaður, hugsaði
með mér: ég neyðist líklega til þess að fara á
spítala – en ég get skrifað um það. En vanda-
málið var að þetta var nánast eins og auglýsing
fyrir góða heilbrigðisþjónustu. Læknarnir voru
mjög almennilegir og hjúkrunarkonurnar voru
yndislegar. Ég var eini gestur spítalans og þau
komu fram við mig eins og kóng. Ég get ekki
skrifað um það. Ef ég hefði þurft að bíða í skít-
ugum biðsal hefði þetta hins vegar orðið alvöru-
saga.“
Útvarpsþættir og bókatúrar
Bækur eru í raun aðeins ein af mörgum bú-
greinum Sedaris. Sá sem þetta ritar kynntist
sögum hans fyrst á öftustu síðum Esquire,
kunningi minn þekkti hann aðeins úr frægum
innslögum hans í útvarpsþáttinn This American
Life, The SantaLand Diaries. Þar fjallar hann
um reynslu sína af því að vinna sem jólaálfur í
leikfangabúð. Og hann nýtur fáheyrðrar hylli
sem upplesari, þrátt fyrir að vera jafn smá-
mæltur og óöruggur í töluðu máli og bókin Me
Talk Pretty One Day er minnisvarði um.
„Ég hef alltaf notið þess að lesa upphátt. Nú
er ég að fara á 34 borga túr, fyrirlestratúr, og
stundum eru 1500-2000 manns þannig að mig
vantar nýtt efni. En þetta er skrifað til að vera
lesið upphátt, sumt virkar á pappír en ekki þeg-
ar það er lesið upp. En ég myndi missa ástríð-
una ef ég gæti ekki lesið upphátt.“ Margar sög-
ur Sedaris sem byrjuðu líf sitt í útvarpi, á
upplestrum eða í tímaritum enda seinna í bók-
unum hans. En breytast þær á leiðinni? „Sögur
sem ég les þegar ég er að túra endurskrifa ég
alltaf eftir hvern lestur. Síðan breytist sagan
enn meira þegar hún birtist í The New Yorker
og sagan sem á endanum ratar í bækur verður
einhver blanda af minni útgáfu og útgáfu The
New Yorker, en það er sú útgáfa sem ég er sátt-
astur við.“
Hýra hornið á bókasafninu
Það er langt síðan David Sedaris kom út úr
skápnum en samt var það ekki fyrr en eftir að
ég hafði lesið einar tíu-fimmtán sögur eftir hann
sem mig fór að gruna að hann kynni að vera
hommi. Líklega eru þættir á borð við Queer
Eye for the Straight Guy búnir að heilaþvo mig
um að seinheppni hrakfallabálkurinn hljóti að
vera streit. „Ég hugsa að það sé út af því ég
skrifa ekki um kynlíf. Ég skrifa um samböndin
mín, en ég skrifa um … um það hvernig það er
að búa sér tilveru með annarri manneskju. Ég
hef oft hugsað með mér að ég sé ekki nógu hýr,
þegar ég er að lesa upp eru kannski tíu prósent
áhorfenda samkynhneigð. Aðrir hommahöf-
undar fá sumir áhorfendahópa sem eru níutíu
prósent samkynhneigðir. En ef bandarískur
karlmaður hefði skrifað bók fyrir tuttugu árum
þar sem orðið kærasti kæmi fyrir værirðu sett-
ur beint í hýru deildina á bókasafninu og engir
gagnkynhneigðir hlustendur kæmu á upplestr-
ana. Þannig að það er frábært að það skipti ekki
máli lengur.“
Farsæll hrakfallabálkur
David Sedaris Nýtur fáheyrðrar hylli sem upplesari,
þrátt fyrir að vera óöruggur í töluðu máli.
DAVID SEDARIS | Viðtal, Norræna húsið 8. sept. kl. 12.30. Upplestrar, Norræna húsið 8. sept. kl. 17, Iðnó 9. sept. kl. 20.
Ég lenti í smárifrildi við
konu í flugvél nýlega. Svo
sofnaði hún, ég hóstaði
og horslumma endaði í
kjöltunni á henni.
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
S
viðið er tískuvöruverlsun í Noregi.
Tvær unglingsstúlkur eru staddar
þar og íhuga innkaup, en þá missir
önnur þeirra 500 krónur norskar á
gólfið. En á norska fimmhundruð króna seðl-
inum er mynd af Sigrid Undset, skáldkonu
og Nóbelsverðlaunahafa. En áður en hún
varð frægur rithöfundur var hún fátækur rit-
ari sem hafði ekki einu sinni efni á að kaupa
sér föt.
Þessi sviðsetning er upphaf ævisögu Sig-
ridar Undset sem Anne B. Ragde skrifaði
fyrir unglinga og ungt fólk. Bókin gekk vel
að sögn Ragde og það sem mestu skipti:
„Unglingar elskuðu bókina og fóru að lesa
Sigrid Undset. Ég reyndi að tengja þetta
þeirra eigin lífi, kveikja áhugann á bók-
menntunum. Vegna þess að ég trúi því að ef
þú byrjar að lesa skáldskap sem ung mann-
eskja þá geti gjörvallt líf þitt breyst. Sem
unglingur finnst manni maður vera svo einn,
en ef þú byrjar að lesa bókmenntir ertu ekki
einn lengur.“
Það var raunar hennar eigin sonur, Jói,
sem varð kveikjan af fyrstu skrefum Ragde
sem rithöfundar. „Ég byrjaði á að skrifa
barnabækur, skrifaði fyrir son minn, og bjóst
aldrei við því að senda það til útgáfu, en svo
sagði fólk á leikskóla Jóa mér að þetta væru
frábærar sögur og hvöttu mig til að senda
þetta áfram.“
Sagan var loks gefin út undir nafninu
Halló, hér er Jói (Hallo! Her er Jo) og gekk
það vel að síðan þá hafa ritstörfin verið að-
alstarf Ragde.
Bóndinn í bakdyrunum
Hún sló svo endanlega í gegn með þríleik
sem gerist í Þrándheimi og Kaupmannahöfn
og hefur verið þýddur undir nöfnunum Ber-
línaraspirnar, Kuðungakrabbarnir og Á
grænum grundum. Sögusviðin þekkir hún
mjög vel. „Ég bý í Þrándheimi og mamma er
frá Kaupmannahöfn. Ég er þó upphaflega frá
Vestur-Noregi, þar sem þónokkuð af Íslend-
ingum býr. Fjölskylda pabba hefur haldið
sauðfé síðan árið 1540 uppi í fjöllum Vestur-
Noregs, þannig að ef ég hefði ekki farið að
skrifa bækur hefði ég orðið ansi klofin. Ég
hef þessi bóndagen í mér og svo er mamma
frá Kaupmannahöfn, mikil borgarstelpa.“
En þetta hjálpar mikið við ritstörfin. „Þú
hefur innsýn í margar mjög mismunandi ver-
aldir. Að vinna ein með rollum upp í fjöllum
er töluvert ólíkt því að lifa og starfa í miðbæ
Kaupmannahafnar.“ Þessi gamli bænda-
heimur er þó hægt og rólega að hverfa í
Noregi. „Mér fannst það mjög sorglegt, að
þessi heimur sé að hverfa. Ég fór að hugsa
um þennan bónda sem þarf ekki mikið, sem
er hamingjusamur og nægjusamur. En svona
tegund bónda er nánast horfin í Skandinavíu,
eitthvað sem ég get ímyndað mér að Íslend-
ingar geti lifað sig inn í. Ég vildi skrifa um
þennan tíma sem er að hverfa, því nú snýst
allt um peninga, peninga, peninga, og gamli
bóndinn hverfur bara bakdyramegin út án
þess að nokkur þakki honum fyrir vel unnin
störf.“
Þessar persónur áttu þó hug Norðmanna
allra sem og höfundarins, upphaflega átti
fyrsta sagan, Berlínaraspirnar, aðeins að
standa ein en þær fylgdu Ragde áfram og úr
varð þríleikur.
Sagan hefur síðar meir ratað á sjónvarps-
skjái Norðmanna og þar var Ragde innsti
koppur í búri. „Ég tók virkan þátt í að velja
rétta leikara fyrir allar persónurnar. Þá las
ég öll handritsdrög, var mjög djúpt sokkin í
þetta. Ég fer til Færeyja eftir Íslandsdvöl-
ina, sjónvarpið þar hefur nýlega keypt sjón-
varpsseríuna. En það er frábært að sjá þetta
á skjánum og ég er stolt af þáttunum.“
Óskalög á bók
Nýjasta bók Ragde kom svo út í Noregi fyrir
viku síðan og heitir Næturvaktin (Natt-
ønsket). „Þetta er ástarsaga, mjög erótísk og
mjög ólík þríleiknum. Nafnið kemur frá sam-
nefndum útvarpsþætti, óskalagaþætti þar
sem fólk sendir inn kveðjur og tileinkar þeim
lög. Og þessi útvarpsþáttur gegnir lykilhlut-
verki í lok bókarinnar.“
Þátturinn virðist, líkt og Sigrid Undset,
vera einn af mörgum áhrifavöldum Ragde.
„Ég les að minnsta kosti þrjár skáldsögur á
viku, allt hefur áhrif á mig, lífið og allt sem
ég les, 5 dagblöð á dag, þannig að það er
ómögulegt að segja hvaðan áhrifin koma –
þau koma alls staðar að. Ég hvílist aldrei,
hugurinn er sífellt á ferðinni.“
Um unglingabækur „Ég trúi því að ef þú byrjar að lesa
skáldskap ung/ur þá geti gjörvallt líf þitt breyst.“
ANNE B. RAGDE | Viðtal, Norræna húsið 7. sept. kl. 14. Upplestur, Norræna húsið 7. sept. kl. 20.
„Gamli bóndinn hverfur
bara bakdyramegin út án
þess að nokkur þakki hon-
um fyrir vel unnin störf.“
Féhirðir í stórborginni
S
taðreyndatékkari (e. fact checker) er
lítt þekkt starfsgrein hérlendis en
slíkir tékkarar vinna á flestum
bandarískum stórblöðum og eru góðkunn-
ingjar Sedaris.
„Hjá The New Yorker hringir stað-
reyndatékkarinn í alla og ber söguna undir
þá. Spyr: „Gerðist þetta raunverulega, áttu
í alvörunni brúna peysu og áttu í alvörunni
hund sem heitir Fido?“ Þeir eru með
ströngustu staðreyndatékkara í Bandaríkj-
unum og stundum er þetta virkilegt vanda-
mál, ég fór í búð í Lundúnum á síðasta ári
til að kaupa uppstoppaða uglu. Og í búðinni
var verið að selja mannshausa og aðra
ótrúlega hluti sem voru faldir baka til.
Þetta var ekki ætlað almenningi en af-
greiðslumaðurinn sýndi mér þetta. Ég vildi
auðvitað skrifa um þetta en svona menn
vilja ekki fá símtal frá staðreyndatékkurum
dagblaðanna.
Svo skrifaði ég eitt sinn sögu um það
þegar ég fór í stórverslun til að kaupa
smokka. Við vorum bara með einn pakka af
smokkum í innkaupakerrunni okkar, í af-
skaplega íhaldsömum smábæ. Fólk fór að
stara á okkur og eftir að ég skrifaði um
þetta sagði staðreyndatékkarinn: „Ég
hringdi í búðina og stærsti smokkakassinn
sem þeir áttu var ekki með nema 34
smokkum. Það er sko ekki á stærð við múr-
stein, eins og kom fram í sögunni þinni.““
Múrsteina-
smokkar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009
8 LesbókBókmenntahátíð
P
étur Ástvalds-
son hefur þýtt
þríleik Ragde á
íslensku, en sú síð-
asta er nýkomin út.
Þetta hófst þegar Páll
Valsson hjá Máli og
menningu bað hann
um að þýða Berl-
ínaraspirnar árið
2006, en hvað er það
sem heillar hann við
þessa norsku fjölskyldusögu? „Það sem
hrífur lesandann er hvað höfundur hefur
örugg tök á efninu og skapar trúverðugar
en mjög ólíkar persónur. Jafnvel þó að
þær séu í algjörri klemmu með líf sitt þá
skrifar hún þannig að lesandinn fær áhuga
á þessu fólki og hvernig það leysir úr sín-
um málum. Höfundurinn hefur ríka samúð
með persónum sínum sem skiptir miklu í
skáldskap, og svo er lágstemmdur húmor
gegnumgangandi í sögunum,“ segir Pétur
og heldur áfram: „Bækurnar eru skrifaðar
í léttum stíl og lýsa fólki sem ég held að
höfði til Íslendinga að mörgu leyti, það er
margt mjög kunnuglegt þarna, bæði í
manngerðunum sem slíkum og umhverf-
inu.“
Pétur Ástvaldsson
Trúverðug per-
sónusköpun