Lesbók Morgunblaðsins - 05.09.2009, Síða 9
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
N
ýjasta bók Jesse Ball, skáldsagan The
Way through Doors er ekki síður um-
töluð en fyrri bækur hans. Einn gagn-
rýnandi sagði hann fela fléttuleysi og
hefðbundna uppbyggingu skáldsögunnar með
stefnulausum orðaflaumi, meðan aðrir líta svo á
að snilli þessa unga ameríska rithöfundar sé ein-
mitt fólgin í því að gera flæði frásagnarinnar út-
úrdúrana og kynngi orðanna formfestunni æðri.
Skoðanir lesenda á verkum Ball virðast vera
á ólíkar og öfgakenndar, en ef til vill er hann
einmitt í þessari bók að fjalla um samskipti
skáldsins og lesandans.
Ungur óráðinn maður verður vitni að því að
ekið er á unga konu, sem slasast á höfði, og
fylgir henni á spítalann. Fyrir tilviljun lendir
hann í því hlutverki að sjá til þess að hún sofni
ekki næstu átján tímana. Hans ráð er að segja
henni sögur og gefur henni nafnið Mora Klein.
Sögurnar eru kjarni bókarinnar.
Jesse Bell segir það aðeins eina aðferð við að
skrifa sögu að fylgja söguþræði föstum skref-
um. Það er ekki hans aðferð.
„Fyrir mér er það að skrifa söguna ákveðið
ferli sem maður dvelur í meðan á því stendur.
Ég leita ekki eftir hugmyndum, heldur dreg
þær úr reynslu minni og því sem ég upplifi.
Ferlið við að skrifa er eins og performans, eins
og að hlusta á Sviatoslav Richter spila píanó-
konsert. Það sem skiptir máli, er ekki það hvort
allar nótur séu nákvæmlega eins og þær „eiga“
að vera, heldur ferlið allt, skáldskapurinn frá
fyrsta tóni til þess síðasta – heildarmyndin.
Rithöfundurinn verður líka að gefa sér svig-
rúm til að gera mistök og má ekki taka sig of al-
varlega. Ég kalla þetta performans, og ég skrifa
hratt. Ég skrifa bók á hálfum mánuði, og ég er
alltaf að skrifa. Það gerir það líka að verkum að
oft skrifa ég um stutt tímabil.“
Í The Way through Doors eru blaðsíður ekki
númeraðar, heldur línur og málsgreinar. „Ég vil
að sagan flæði frjálst fram, og að einungis kafla-
skil gefi lesandanum tækifæri til að leggja bók-
ina frá sér. Auðvitað getur hann það hvenær sem
er, en ég vildi helst stjórna flæðinu þannig. Ég
vildi líka helst að bókin væri lesin í einum spretti,
eða því sem næst. Og jú, það er rétt, að með því
móti fær lesandinn sama tækifæri til að dvelja í
frásögninni og ég gef mér við að skrifa hana.“
Mora Klein er konan í lífsháskanum, minn-
islaus milli svefns og vöku, sem skáldið ætlar að
bjarga til nýs lífs, og skapa nýtt líf með sögum
sínum. Er hún ef til vill lesandinn?
„Já, hún gæti ef til vill verið það. Hún gæti
þess vegna verið ástand menningarinnar á okkar
dögum en það hefur oft áður í sögunni verið mun
betra. Það gæti líka þýtt það að við erum búin að
tæta af okkur svo margt af siðum og venjum sem
hjálpuðu manneskjunni áður fyrr að vaxa og
færast milli æviskeiða. Það er erfitt í dag fyrir
ungt fólk að verða fullorðið, finna farveg sinn og
átta sig á því hvert það er og hvernig þess nýja
sjálf lítur út. Í eldri menningarheimum komu
ákveðin tímamót í lífi þínu þegar þú varðst full-
orðinn, og þá gastu sagt skilið við fyrra æviskeið
og breytt því hver þú varst. Ég heillast af því
hvernig atvik og siðir hafa áhrif á sjálf ein-
staklingsins og hvernig hann breytist.“
Jesse Ball segir starf skáldsins vera tjáningu
á heimspeki þess eða lífsspeki. „Þá tala ég ekki
um heimspeki eins og við þekkjum hana af Plató
og Heidegger. Skrif eru tjáning á því hvernig
skáldið skipuleggur hugmyndir og hluti í sinni
þöglu daglegu tilvist. Mín skrif eru tjáning á
mínu sérstaka skipulagi Þessi tjáning getur
birst á ýmsan veg, sem mynd, ljóð eða saga. Það
er köllun mín að skrifa. En þegar ég var lítill
langaði mig að verða öskukall, vegna þess að
mig langaði svo til að geta staðið aftan á ösku-
bílnum meðan hann fór milli húsa. En fljótlega
breyttist það og ég vildi verða rithöfundur. Eftir
það var ég alveg viss.“
Jesse Ball er ungt skáld, rétt liðlega þrítugur.
Fyrsta ljóðabókin hans March Book kom út árið
2004 og hlaut feiknagóðar viðtökur. Áður hafði
hann fengið ljóð sín birt í tímaritum beggja
vegna Atlantshafs.
Hann fluttist til Íslands með konu sinni, Þór-
dísi Björnsdóttur skáldi, og árið 2005 birtist ljóð
eftir hann í ljóðasafni Nýhil, Af ljóðum. Árið
2006 gaf hann út tvær bækur með Þórdísi, ann-
ars vegar Og svo kom nóttin, þar sem Þórdís
skrifaði og Jesse teiknaði myndir; og Vera & Li-
nus, sem þau skrifuðu sameiginlega. Báðar
komu þær út hjá Nýhil.
Á Bókmenntahátíð les Jesse úr bókinni, The
Way through Doors, en einnig úr Samedi the
Deafness, sem kom út 2007. Með henni þótti
Jesse Ball festa sig í sessi sem eitt athyglisverð-
asta skáld samtímans.
Ég kalla þetta performans
Jesse Bell Rithöfundurinn má gera mistök.
JESSE BALL | Viðtal, Norræna húsið 11. sept. kl. 12. Upplestur, Iðnó, 11. sept. kl. 20.
Það er köllun mín að
skrifa. En þegar ég var lít-
ill langaði mig að verða
öskukall...
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. SEPTEMBER 2009 BókmenntahátíðLesbók 9
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
B
andarísk-dóminíski rithöfundurinn Ju-
not Díaz vakti mikla athygli með skáld-
sögunni The Brief Wondrous Life of
Oscar Wao sem kom út vestan hafs fyr-
ir tveimur árum. Hann hafði þá þegar getið sér
orð sem snjall smásagnahöfundur, en einnig
sent frá sér eina bók áður, Drown, sem kom út
1996.
The Brief Wondrous Life of Oscar Wao sló
rækilega í gegn og er margverðlaunuð, fékk til
að mynda Pulitzer-verðlaunin, helstu bók-
menntaverðlaun Bandaríkjanna, verðlaun bók-
menntagagnrýnenda og fleiri verðlaun og var
víða valin bók ársins.
Junot Díaz segist síst hafa átt von á því að
sögunni um Oscar Wao yrði svo vel tekið: „Ég
leit á handritið þegar ég var búinn að prenta
það út og hugsaði: Þarna eru ellefu glötuð ár. Í
kjölfarið lagðist ég í þunglyndi, reykti gras og
drakk bjór mánuðum saman, en hresstist þegar
bókinni var vel tekið,“segir Díaz og hlær við.
Bókin segir frá Oscar Wao, hálfgerðum aula,
grúskara og sérfræðingi í Star Wars og öðrum
ámóta fánýtum fræðum en afglapa í mann-
legum samskiptum,
Sögumaður bókarinnar er Yunior de Las Ca-
sas, sem er aðalpersóna í fyrstu bók Díaz,
Drown. Díaz segir að sér hafi þótt það heillaráð
að nota Yunior í bókinni, „hann er fullkomin
persóna í bók sem fjallar öðrum þræði um karl-
mennsku, heillandi ófreskja sem hefur ekki
hugrekki til að velta hlutunum fyrir sér og not-
færir sér aðra til að fullnægja eigin þörfum.“
Þegar ég næ tali af Díaz er hann á ferð í New
Orleans og nýkominn frá því að ræða við fram-
haldsskólanemendur um bók sína og bók-
menntir almennt. Hann segir aðspurður að þó
umræður fari gjarnan um víðan völl sé eitt sem
flestir þeir sem lesi bókina hafi áhuga á: Af
hverju heiti bókin Hin stutta hamingjuríka ævi
Oscars Wao í ljósi þess að söguhetjan á vægast
sagt dapra daga og bíður svo bana á voveiflegan
hátt í lokin?
„Svarið við þessu er vitanlega það að Oscar
Wao færir hamingju inn í líf fólksins í kringum
sig, hann færir móður sinni hamingju, systur
sinni og meira að segja Yunior þegar grannt er
skoðað,“ segir Díaz og tekur síðan undir þá
amatörgreiningu mína að Wao fái líka að bergja
af bikar hamingjunnar því hann finnur ástina að
lokum og þá skiptir ekki máli þó hún sé ekki
endurgoldin.
Díaz er fæddur í Dóminíska lýðveldinu en
fluttist ungur til Bandaríkjanna og ólst upp í
New Jersey. Eins og fram hefur komið hefur
honum verið vel tekið vestan hafs, en spurður
hvernig landar hans hafi tekið honum segir
hann að því sé ekki auðvelt að svara í stuttu
máli: „Þjóðfélagið í Dóminíska lýðveldinu er
mjög lagskipt og lítil hreyfing á milli laga. Ég er
úr verkalýðsstétt og þó fólk í þeim þjóðfélags-
hópi lesi lítið af bókum hef ég fundið fyrir mikl-
um stuðningi þaðan og hvatningu. Menningar-
elítan vildi aftur á móti sem minnst af mér vita
fyrr en ég fór að vinna verðlaun og viðurkenn-
ingar, þá vildu allir vera vinir mínir.“
Eins og fram hefur komið er Junot Díaz með-
al gesta á bókmenntahátíð í Reykjavík sem
hefst á morgun. Hann segist reyndar vera á kafi
í næstu bók sinni en hann hafi ekki getað af-
þakkað boð um að koma til Reykjavíkur og
hugsar sér gott til glóðarinnar að skoða landið
þann tíma sem hann dvelur hér, ætlar að taka
bíl á leigu við annan mann og fara sem víðast.
„Ég hlustaði eiginlega ekki á annað en Sigur
Rós síðustu árin á meðan ég var að skrifa bók-
ina og hefur dauðlangað til að heimsækja Ís-
land.“
Díaz les upp úr bók sinni í Iðnó sunnudags-
kvöldið 6. september. Hann verður síðan í við-
tali við Sjón í Norræna húsinu daginn eftir.
Oscar Wao höndlar hamingjuna
Pulitzer-verðlaunahafi „Menningarelítan vildi [...] sem minnst af mér vita fyrr en ég fór að vinna verðlaun“.
JUNOT DÍAZ | Upplestur, Iðnó 6. sept. kl. 20. Viðtal, Norræna húsið 7. sept. kl. 12.
„Í kjölfarið lagðist ég í
þunglyndi, reykti gras og
drakk bjór mánuðum sam-
an, en hresstist þegar
bókinni var vel tekið.“
E
ins og fram kemur
í spjallinu við Ju-
not Díaz var hann
á frægum lista tímarits-
ins New Yorker yfir tutt-
ugu rithöfunda sem
blaðið taldið að myndu
vekja athygli á 21. öld-
inni, en listinn birtist í
blaðinu í júní 1999. Þeg-
ar þar var komið sögu lá
ekki mikið eftir Díaz; skáldsagan Drown kom
út 1996 og hann hafði átt nokkrar smásögur
í New Yorker.
Af höfundunum á listanum er Michael
Chabon eflaust þekktastur í dag, og hefur
líka verið einna afkastamestur, en flestar
síður liggja þó eftir William T. Vollmann sem
hefur skrifað átta bækur frá 1999.
Aðrir rithöfundar á listanum hafa verið
mis-afkastamiklir frá því hann birtist, en
einn þeirra, David Foster Wallace, er reyndar
látinn. Allir voru höfundarnir fertugir eða
innan við fertugt þegar hann var birtur og sú
staðreynd hefur iðulega verið notuð þegar
rætt hefur verið um listann:
Sherman Alexie, Donald Antrim, Ethan
Canin, Michael Chabon, Edwige Danticat, Ju-
not Diaz, Tony Earley, Nathan Englander,
Jeffrey Eugenides, Jonathan Franzen,
Allegra Goodman, A.M. Homes, Matthew
Klam, Jhumpa Lahiri, Chang-Rae Lee, Rick
Moody, Antonya Nelson, George Saunders,
William T. Vollmann og David Foster Wallace.
20 rithöfundar 21. aldar
Michael Chabon
J
esse Ball og Þór-
dís Björnsdóttir
sömdu saman
bókina Vera & Linus
sem kom út hjá Nýhil
2006.
„Þetta er samsafn
af sögum, kannski
undarleg skáldsaga,
og sérstök og við eig-
um jafnt í henni. Hún
kom út hjá Nýhil áður
en hún var gefin út í Bandaríkjunum.
Persónurnar eru slóttugir vandræða-
gemlingar og hafa nautn af hryllingi og
ýmiss konar furðum.
Það er mjög erfitt að skrifa bók með
annarri manneskju. Við Þórdís erum þó
öllum stundum í námunda hvort við annað
og það er ákveðinn samhljómur á milli
okkar.
Þetta eru litlir prósar, og þeir eru ekki
endilega í réttri röð, þannig að niðurlag
eins hefur ekki endilega áhrif á upphaf
þess næsta. Prósarnir hefjast á sama
punkti, þannig að tilfinningin fyrir sögunni
og framvindunni riðlast.
Við bjuggum í Montpellier í Frakklandi á
þessum tíma. Þórdís skrifaði og skrifaði
sinn hluta og ég minn. Við skipulögðum
strúktúrinn ekki svo mjög fyrr en við fór-
um að setja bútana saman og raða þeim á
þann máta sem okkur fannst fara best.
Það er hægt að lesa bókina á marga
vegu. Við settum tákn og númer neðst á
hverja síðu, þannig að það er hægt að lesa
bókina eins og hún sé eftir hvort okkar
fyrir sig, en þá verður lesandinn líka að
komast sjálfur að því hvort okkar skrifaði
hvað, og er erfitt. Við erum lík.“
Vera & Linus
Þórdís Björnsdóttir