Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Kristinn Tinna Gunnlaugsdóttir hefur verið skipuð Þjóðleikhússtjóri til næstu fimm ára. Hún gerir ráð fyrir að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir en segir mörg spennandi verkefni í farvatninu.» 8 LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009 STOFNUÐ 1925 33. TBL. 85. ÁRGANGUR H ér er bók strax orðin gömul í janúar, þótt hún hafi komið út í desember. Hún gleym- ist, fólk bíður bara eftir nýj- um skammti,“ sagði Friðrik Erlings- son rithöfundur í samtali hér í Morgunblaðinu á dögunum. Hann bætti við að þannig virtist fólk ekki hugsa í Bretlandi, en þaðan er hann nýkominn úr upplestrarferð. Er þetta rétt? Gleymast bækur hér fljótlega eftir að jólabókaflóðið rénar og skipta ekki lengur máli? Ef þetta er rétt þá er eitthvað mikið að. Spyrja má hvert sé hlutverk skáldskaparins – og skapandi lista yfir höfuð. Á fjölsóttum fyrirlestri í Háskóla Íslands á dögunum svaraði Jón Kalman Stefánsson rithöfundur spurningunni þannig: „Það er auð- vitað ekki höfuðhlutverk skáld- skapar að skemmta okkur, auðvitað gott ef hann gerir það, það er fróun, það er þakkavert, en hann verður líka að spyrja, efast, ögra …“ Skáldskapur getur skemmt en hann endurspeglar líka lífið, spyr spurninganna um tilganginn með þessu öllu saman og skýrir okkur sjálf; skapandi listræn sköpun end- urspeglar á hverjum tíma sam- félagið sem við hrærumst í, þau gildi og þær hugmyndir sem skipta máli. Þess vegna skiptir skáldskapur fyrri tíma líka máli, vandaður skáld- skapur er ekki einnota heldur talar til allra tíma – sumir segja að hann rati til sinna en engu að síður þarf að ýta honum að fólki. Þess vegna er lofsvert að útgáfa klassískra verka í kiljuformi hefur aukist hér á síðustu árum. Eins er mikilvægt að minna á vandaða höfunda sem forvitnilegt er að kynnast, og lesa aftur – og aftur. Í Lesbók í dag er fjallað um tvo meist- ara skáldsögunnar, Nikolaj Gogol og Knut Hamsun, en í ár eru 200 og 150 ár síðan þeir fæddust. Gamlir karlar, vissulega, en ég las til að mynda aft- ur í vikunni Viktoríu eftir Hamsun; þar var sannkölluð lestrarnautn. Ís- lenskir lesendur mega ekki van- rækja klassíkina – hún getur verið skjól en líka svarað ýmsum spurn- ingum á erfiðum tímum. En við hlökkum líka til að lesa það besta sem jólabókaflóðið skilar til okkar. efi@mbl.is ORÐANNA HLJÓÐAN EINAR FALUR INGÓLFSSON „Það er auðvit- að ekki höfuð- hlutverk skáld- skapar að skemmta okkur.“ Um gömul verk og ný Páll Gíslason læknir Ævisaga og afmælisrit Í dag, 3. október, fagnar Páll Gíslason, læknir og fyrrum skátahöfðingi Íslands og borgarfulltrúi í Reykjavík, 85 ára afmæli sínu. Af því tilefni var ákveðið að gefa út afmælisrit, sem jafnframt verður ævisaga hans, honum til heiðurs. Það mun koma út um miðjan apríl á næsta ári en þar segir Páll frá löngum og gifturíkum yfirlæknisferli á Sjúkrahúsi Akraness og á Landspítalanum í Reykjavík, bæjarpólitík á Akranesi og borgarpólitíkinni í Reykjavík og samfelldu skátastarfi í yfir 70 ár. Saga Páls er rituð af Hávari Sigurjónssyni. Aftast í bókinni verður svokölluð Heillaóskaskrá (Tabula gratulatoria). Þar getur fólk heiðrað Pál með því að skrá nafn sitt og um leið skráð sig fyrir eintaki af bókinni sem mun kosta kr. 5.800 (m/sendingar- gjaldi). Skráning fer fram á netfanginu holar@simnet.is og í símum 557-9215 og 692-8508. holar@simnet.is LESBÓK Gogol Nemendaleikhús LHÍ sýnir Eftirlitsmanninn» 6 7Framtíðarfólk í tónlist:Grímur Helgason spilar allskynstónlist og er ánægður með það Bókmenntir: Knut Hamsun var mikilvægur höfundur en afar umdeildur 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.