Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 7
færðir um að spillt sérhyggja sé sjálfsögð og óumflýj- anleg og reyndar skynsamleg. Í viðvörunarbréfi til borgarstjórans í upphafi segir á þessa leið: „Ég veit að þú drattast með einhverjar syndir eins og allir aðr- ir vegna þess að þú er gáfaður maður og lætur það ekki fram hjá þér fara sem upp í hendur þér flýtur.“ Undir þetta tekur borgarstjórinn fyrirvaralaust: „sá maður er ekki til sem hefur ekki þegið mútur, sjálfur guð hefur því svo fyrir komið.“ Vitanlega eru borg- arstjórinn og hans menn hræddir við að þeir sem hærra eru settir taki þá í karphúsið. En þeir líta svo á að það sé ekki annað en hluti bardagans um góða bita – því þeir eru svo handvissir um að það sé allt eðlilegt sem þeir gera. Alveg eins og fjármálasnillingar nýlið- ins tíma: þeir þurfa nú margir hverjir að óttast það að einhver „eftirlitsmaður“ banki upp á, en höfuðvörn þeirra er sígild: Við gerðum ekki annað en það sem allir gera og þar með hlýtur það að vera löglegt. Um leið hamast þeir spilltu og seku í að byggja sér varnir úr annars konar afneitun á sekt og ábyrgð. Hún er fólgin í því, að þeir reyna að gera sem allra minnst úr sínum eigin hlut í gjörspilltu kerfi: Ef ég hef þegið einhverja mútupísl, segir borgarstjórinn, þá var það ekki nema einhver tittlingaskítur, eitthvað gott að éta kannski, kjóltuska á kerlinguna, hvað er það, þetta eru nú öngvar tekjur sem maður hefur, varla fyrir sykri í teið. Hér skýtur upp sínum sels- haus partur af því sem nú heitir „græðgisvæðing“ og byggist á því, að hvar sem þú ert settur í starfi þá er þér of lítið borgað – og þú bætir úr því með sjálftöku. Það er ekki nema réttlátt! Afneitunin birtist líka í samfelldri tvöfeldni í ræðu sem útbreidd er um allar þorpagrundir: Við, segja menn, viljum þjóna frelsinu og nota það til að gera föðurlandið farsælt – já og Ís- land kannski að ríkasta landi heims. En fyrst kemur sjálfsskömmtun á lífsgæðum sem kemur ykkur aum- ingjunum þarna niðri ekkert við. Og reynið ekki að vera með múður – þið munduð gera það sama ef þið bara gætuð! Allt er gamalt og allt er nýtt. Einhverjir munu svíkja bræður sína í spillingunni og reyna að bjarga sjálfum sér undan eftirlitinu með því að benda á aðra: þeir eru miklu verri. Póstmeistarinn gerir andskot- ann ekki neitt, segir forstöðumaður elliheimila og dómarinn saltar öll mál því hann nennir ekki öðru en skjóta héra. Rússneskir embættismenn á framabraut jafnt sem íslenskir útrásarvíkingar og bandarískir orkusalar eiga það og sameiginlegt, að samanburð- urinn við aðra sem enn meira hafa og berast á gefur þeim engin grið. Þegar borgarastjórahjónin sjá hilla undir það að þau eignist geypilega háttsettan tengda- son, ætla þau, eins og frúin segir, að „búa í fínasta húsi Pétursborgar og í minni stofu á að vera svoleiðis ilmur að menn komist ekki inn um dyrnar“. Það kemur heldur ekki á óvart þeim sem nú sér Eftirlitsmanninn að með óbeinum hætti er þar full- yrt: á því kerfi sem við þér blasir er ekki hvítan blett að sjá. Allir eru samsekir, allir staðfesta í verki orð borgarstjórans um að enginn viti borinn maður láti það fram hjá sér fara sem hann gæti hrifsað til sín. Þetta var á dögum Gogols eitt af því sem ól af sér ásakanir um að hann færi með níð um Rússland – og um leið hrós í hans garð fyrir að sýna fram á að mein- semdirnar eru miklu dýpri og altækari en svo, að menn geti huggað sig við að „sumir hafa brugðist trausti“. Sem er þó alltaf reynt. Nú síðast hér á Ís- landi voru menn að reyna að greina á milli sauða og hafra í fjármálaheiminum – en eftir hrunið mikla kemur í ljós að allir sem veruleg umsvif höfðu reru á sama skipi með sama áralagi. Eins og þekktur ís- lenskur þingmaður mismælti sig einu sinni: Það er eins og hver sjái upp undir sjálfan sig með það. Vonbrigðin eilífu? Og svo mætti lengi áfram rekja hliðstæður bæði úr næsta umhverfi og úr víðri veröld við þau tíðindi sem sögð eru í nær tveggja alda gömlu leikriti Nikolajs Gogols. Þær útskýra það með sínum hætti, hvernig á því stendur að enn og aftur færa menn þetta verk á fjalir: hér gildir sú gamalkunna formúla: það á erindi við okkur í dag. En þá er öðru ósvarað: Breytist þá ekkert? Við getum orðað spurninguna öðruvísi: Er máttur bók- mennta til að hafa áhrif á einstaklinga og samfélög og breytni og siði svo lítill, að við neyðumst enn og aftur til að segja: svona var það og er enn. Gogol var sjálfur maður rómantískur og sem slíkur hallur undir vissa oftrú á mátt orðsins og – í þessu dæmi hér – mátt hins skæða skops til að „stökkva hinu illa á brott með hlátri“. Hann var vitanlega fyrir beiskum von- brigðum, því svo sannarlega fór því fjarri að með verki sínu hryndi hann af stað voldugri siðvæðingu í föðurlandi sínu. En við getum þó a.m.k. huggað okk- ur við tvennt. Í fyrsta lagi : við vitum aldrei hver áhrif þau snjöllu verk hafa sem fara í tímans vél en gleym- ast ekki, þau eru alltaf einhver þótt óútreiknanleg séu og fari oft dult. Og í annan stað: þótt mönnum finnist eins og Gogol á sínum tíma allt ganga grátlega seint og þeir verði fyrir vonbrigðum með árangurinn af sínu amstri undir sólunni þá er ekki þar með sagt að þeir þurfi að verða fyrir vonbrigðum með Gogol. Höfundur er rithöfundur Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is É g hef ekki mikið spáð í það hvað tónlist- in sé mér. Maður hefur einfaldlega þessa þörf fyrir að spila tónlist sem ég held að allir hljóðfæraleikarar kannist við og láti stjórnast af. Tónlist talar til manns í öllum sínum fjölbreytileika og er manni mikilvæg dags daglega. Já. Í klassískri tónlist finn ég einhver sannindi sem eru djúpstæð og kenna mér eitthvað sem ekki er hægt að upplifa á annan hátt. Þetta er gamall tími, liðinn tími, en samt hafa þessi fallegu sannindi varðveist í tónlistinni og því hvernig hún er flutt. Í nýrri framsækinni tónlist er sjónræna upp- lifunin oft mikilvæg og stundum talar hún til mín eins og myndlist. Ef maður les sér aðeins til áttar maður sig á því hvernig tónskáldið hugsar. Ég var til dæmis að lesa um Iannis Xenakis. Hann var ekki bara tónskáld, heldur líka arki- tekt og stærðfræðingur. Hann sneri bakinu við serialismanum – raðtónlistinni, en vildi samt semja tónlist sem væri skrifuð í stjörnurnar; ekki háð mannlegum smekk. Hann trúði ekki á innblásturinn, eða það að stef yrðu til fyrir hug- ljómun. Þess vegna bjó hann til tónlist þar sem hann lætur tónefnið mótast af stærðfræðilegum reiknilíkönum. Sem arkitekt samdi hann tónlist sem hegðaði sér eins og mannfjöldi í rými, eða eins og mannfjöldi hegðaði sér í óeirðum. Sjálf- ur tók hann þátt í óeirðum gegn herforingja- stjórninni í Grikklandi. Þessi viðhorf til tónlist- arinnar finnst mér líka áhugaverð. 20. öldin breytti tónlistinni hratt, og þess vegna er hún áhugaverð. Sjáðu bara djassinn. Hann end- urspeglar 20. öldina vel, sérstaklega vestanhafs, þar sem aðalsögusvið hans var framan af öld. É g man ekki hvenær ég áttaði mig á því að ég vildi verða tónlistarmaður. Það gerðist smám saman. Maður var kannski beðinn um að spila við ákveðið tækifæri, og var svo beð- inn aftur. Þetta þróaðist svona, ég ákvað það ekki beinlínis. Ég er samt sem áður mjög ánægður með að hafa endað á þessari hillu. Ég byrjaði sjö ára, fyrst á blokkflautu, en svo fljót- lega á klarinett. Það var til klarinett í fjölskyld- unni. Frændi minn, Ingólfur Vilhjálmsson var þá nýbúinn að fá viðarklarinett og ég fékk byrj- endaklarinettið hans – plastklarinett. Óskar Ingólfsson kenndi mér og ég man vel hvað hann fór vel að kennslunni. Nokkrum árum seinna, þegar ég var sjálfur kominn með nokkra nem- endur, fór ég að skoða bækurnar sem Óskar hafði látið mig nota, þá rifjaðist upp fyrir mér ýmislegt gagnlegt sem hann hafði skrifað á spássíurnar og sá að grunnurinn frá honum á sínum tíma var mjög góður. Ég segi fyrir mig, að það væri átak að snúa sér að einhverju öðru núna eftir að hafa verið svona miklum tíma í tónlist. Mér finnst það þó aðdáunarvert ef fólk sem er langt komið á hljóð- færi fær sannfæringu fyrir því að nota krafta sína á öðru sviði og gerir það. Þegar ég var að ljúka námi hér heima, held ég að ég hafi ekki hugsað mikið út í næsta skref. Ég var bara upp- tekinn af því að klára allt og var með hugann við sumarið. Ég sótti bara um framhaldsnám á ein- um stað; Amsterdam, sumpart vegna þess að umsóknarfrestur var runninn út annars staðar. En ég er ánægður með valið. Ef allt gengur upp klára ég mitt annað Bachelor-próf nú í haust og vona að ég geti farið í meistaranám í framhald- inu. Spurningin þá er að taka einhvern tíma í skiptinámi annars staðar en í Amsterdam. S kólarnir í klarinettuleik eru mismunandi. Hér heima er séríslenskur skóli, sem mér þykir mjög tjáningarríkur og söngrænn, en hann er runninn úr enskum spilastíl. Í Amst- erdam eru þýsk áhrif meiri. Þótt ég sé mjög hrifinn af enska stílnum er líka gaman að hafa vald á þeim þýska. Munurinn liggur að vissu leyti í hljóðfærunum sjálfum en þau klarinett sem leikið er á í Þýskalandi eru aðeins annarrar gerðar en þau sem kölluð eru frönsk klarinett og eru algengust í heiminum. Hollendingar spila svo á enn aðra gerð sem hefur nokkuð af eiginleikum beggja hinna. Franska klarinettið svokallaða er reyndar líka þýsk uppfinning, en náði fyrst um sinn útbreiðslu í Frakklandi. Það er því alveg jafn þýskt og það þýska. Það er svo- lítill grunn-munur á hljóðfærunum, en breyti- leikinn er sennilega meiri í spilastílnum, til dæmis í því hve mikið víbrató tíðkast að nota. Það er minna í Þýskalandi en annars staðar. Annars finnst mér munurinn milli tveggja klar- inettleikara yfirleitt miklu meiri en munurinn á klarinetttegundunum eða þjóðernum. Persónu- lega hliðin hjá hverjum og einum skiptir á end- anum alltaf mestu máli. Aðalbandið mitt í dag er kammersveitin Ísa- fold. Ég held að það séu komin sex ár síðan við byrjuðum að spila saman. Ég spila líka með minni kammerhópum, og í sumar var ég til dæmis að spila með Hrönn Þráinsdóttur píanó- leikara. Í fyrra spilaði ég með Guðrúnu Dalíu Salómonsdóttur píanóleikara og Þórarni Má Baldurssyni víóluleikara, og þar áður með Há- koni Bjarnasyni píanóleikara og Grétu Salóme Stefánsdóttur fiðluleikara. Öll þessi litlu sam- spil hafa áætlanir um að halda áfram að spila. Þegar ég var á Íslandi spilaði ég nokkuð mik- ið með Hjaltalín og í sumar var nýtt efni tekið upp, og von á mjög skemmtilegum nýjum diski. Ég spilaði líka með Hrafnasparki, hljómsveit sem spilar tónlist í anda Django Reinhardt. Djassinn spila ég mest fyrir sjálfan mig. Hann er sérstakt fag, og svo langt sem það nær er ég örlítið liðtækur, en það sem ég kann er þó bara lítið brot af því hafi sem djassinn er. Ég hlusta töluvert á djass og klassíska tón- list. Ég hlusta mikið á nýja tónlist og allt það sem áhugavert og rekur á fjörur mínar. Klez- mertónlistin finnst mér líka mjög skemmtileg eins og önnur þjóðleg tónlist. Það er plötubúð í Amsterdam sem ég hef rosalega gaman af að fara í. Hún selur heimstónlist. Ef ég á smápen- ing fer ég þangað, þótt plöturnar séu dýrar, og kaupi eitthvað. Ég á til dæmis mjög fallega tón- list frá Afganistan og Eþíópíu. Rythm & Blues tónlistin er oft gagnrýnd fyrir flúrið og ákveðna raddbeitingu. Þú veist hvernig R&B-söngkonur syngja oft með miklu raddflúri. Sumum þykir það ódýrt. Þegar ég keypti diskinn frá Eþíópíu sá ég að flúrið kemur frá þeim. Þetta eru afrísk áhrif og eþíópíski söngurinn mjög nálægt því sem R&B-söngkonurnar eru að gera. Tónlistarlífið á Íslandi er þannig í dag að flestir reyna sig við ýmislegt. Við erum fá, og tækifærin til að sérhæfa sig alfarið í einni teg- und tónlistar eru ekki mörg. Ég lít á þetta sem kost, vegna þess að ég hef gaman af því að spila alls konar tónlist. Þeir sem vilja sérhæfa sig geta það en möguleikarnir eru eflaust meiri úti. S amband mitt við hljóðfærið? Ætli það sé ekki oftast nær mjög gott? Það er hægt að kaupa frábæra fiðlu sem verður betri og betri með árunum. Það er ekki þannig með klar- inettið. Við það að blása í það mýkist viðurinn smám saman og á innan við áratug blæs maður í rauninni burt kraftinn sem er í nýju klarinetti og þá er kominn tími til að endurnýja. Klarin- ettuleikarar tengjast því hljóðfærinu sínu sem slíku, ekki á sama hátt og t.d. fiðluleikarar. Það er ómögulegt að segja hvar ég verð í tón- listinni eftir fimm ár eða tíu. Jú, vissulega fynd- ist mér besti kosturinn að starfa hér heima ef tækifærin gefast og draumurinn væri þá að hafa líka tækifæri til þess að ferðast og spila eitthvað fyrir utan landsteinana. En það er erfitt að spá. Ég held að klassískir hljóðfæraleikarar verði að gera upp við sig hvort þeir setja það í forgang að gerast spilarar í sinfóníuhljómsveit. Ef menn vilja það getur leitin að starfi í gegnum prufu- spil verið krefjandi og fólk verður að vera opið fyrir því að búa þar sem starf er að fá. En hér heima er líka sá kostur að stofna sjálfstæða hópa; spila og ferðast. Tónlistarlífið er einfald- lega orðið það gott hér að það er ekki eins mikil þörf fyrir það að allir sem vettlingi geta valdið komi heim til að byggja upp tónlistarlíf. Morgunblaðið/Kristinn Grímur Helgason „Stundum er þörfin fyrir að spila svo sterk að ég finn mig knúinn til þess.“ Ég lít á þetta sem kost Mér datt helst hug að hann yrði djassisti þegar ég heyrði í honum fyrst. Þá var hann að spila dixieland-tónlist á klarinett með félögum sínum. Í dag spilar Grímur Helgason alls konar tónlist. Eþíópíski söngurinn mjög nálægur því sem R&B- söngkonurnar eru að gera. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009 Lesbók 7FRAMTÍÐARFÓLK

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.