Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 9
þriggja ára umbóta- og viðgerðaferli með til- heyrandi niðurbroti, hávaða og ryki, sem lykt- aði farsællega, enda hefur húsið ekki verið í betra standi frá upphafi, hvort heldur sem litið er til byggingarinnar sjálfrar, eða öryggis- og aðgengismála. Það getur verið freistandi að trúa því sem stendur á prenti, en þarna vissi þjóðin betur. Endurbætur á Þjóðleikhúsinu höfðu ekki farið framhjá vegfarendum um Hverfisgötuna og því dæmdi þessi fréttamennska sig sjálf. Ábendingum úr úttekt Ríkisendurskoðunar sem tók til starfsemi Þjóðleikhússins á fimm ára tímabili, eða frá árinu 2003, hefur einnig verið haldið á lofti eins og um áfellisdóm yfir starfseminni í dag hafi verið að ræða. Í um- ræðunni hættir mönnum hinsvegar til þess að gleyma þeirri staðreynd að þegar hafði verið brugðist við flestum ábendingunum“. Neikvæð skilaboð „Hvað varðar gagnrýni um sýningar leikhúss- ins undanfarið, þá hefur sú skoðun komið fram, meðal annars í fjölmiðlum að með umfjöllun sinni um fyrstu frumsýningu haustsins á Stóra sviði Þjóðleikhússins, verkinu „Frida...viva la vida“ eftir Brynhildi Guðjónsdóttur, hafi til- teknir einstaklingar í hópi gagnrýnenda um- fram annað verið að senda mér neikvæð skila- boð. Ég ætla mér ekki að hafa skoðun á þeirri fullyrðingu, en ég veit að mörgum virtist um- fjöllun þeirra um sýninguna snúast um eitthvað annað en framlag og vinnu þeirra fjölmörgu frábæru listamanna sem þar komu að verki. Staðreyndin er að sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi frá frumsýningu og áhorfendur hafa risið úr sætum í lok sýningar til að fagna. Það er vitanlega sárt fyrir viðkomandi lista- menn og starfið í húsinu, þegar þeir fá ekki að njóta verka sinna í umfjöllun eða gagnrýni. Þegar því er velt upp hvers vegna spjótunum er beint að mér persónulega með þeim hætti sem gert er, hefur mér verið bent á að ein af ástæðunum gæti verið blaðagrein sem ég ritaði á síðasta ári. Þar fjallaði ég meðal annars um mikilvægi þess, hvað varðar framþróun leik- listar í landinu, að fjallað sé um nýja innlenda leikritun af sanngirni og fagmennsku. Þeir sem hafa fylgst með umræðunni um umfjöllun um ný verk og nýja höfunda í íslensku leikhúsi í gegnum tíðina vita að þessi umræða á sann- arlega rétt á sér. Hún mæltist þó ekki ýkja vel fyrir af þeim sem tóku hana til sín, eða gagn- rýnendum. Aðkoma listamanna úr minni fjölskyldu að starfinu í Þjóðleikhúsinu hefur einnig verið til umræðu, en það er rétt að það komi fram að þeir hafa margsannað sig sem leikhúslistamenn á öðrum vettvangi, og að aðkoma þeirra að starfinu í húsinu hefur ávallt ráðist af eindreg- inni ósk leikstjóra viðkomandi sýninga.“ Ekkert Þjóðleikhús? Nokkuð var um það rætt síðsumars að umsókn- ar og umsagnarferli vegna starfs Þjóðleik- hússtjóra væri þunglamalegt og jafnvel að valið ætti ekki að vera í höndum ráðherra. Þær radd- ir heyrðust líka að ráðherra ætti yfirleitt ekki að skipta sér af því hver stýrði leikhúsinu eða stjórnvöld að koma að leikhúsrekstri, best væri ef einkaaðilar sæju um slíkt og þeir greiddu fyrir skemmtanina fullu verði sem vildu sækja sýningar. Tinna kímir þegar þessar hugmyndir eru bornar undir hana, en bendir svo á af meiri al- vöru að listirnar fái ekki þrifist, nema um það ríki sátt að þær séu samfélagsleg og menning- arleg nauðsyn. „Sem betur fer ríkir sú sátt í ís- lensku samfélagi og það er einn af okkar fjöl- mörgu styrkleikum, þrátt fyrir allt. Við eigum öflugt listalíf og það sýnir sig og sannar á tím- um sem þessum að það er okkur öllum mikils virði. Ef þessi sátt væri ekki til staðar væri hér ekkert Þjóðleikhús og ekkert Borgarleikhús og engin Sinfóníuhljómsveit. Opnun Þjóðleikhússins á sínum tíma var stór liður í að staðfesta sjálfstæði þjóðarinnar, enda var það fyrsta húsið sem byggt var sérstaklega til að hýsa lifandi listastarfsemi í okkar sam- félagi. Húsið var afrakstur áratuga baráttu og rökin voru fyrst og fremst menningarleg; við vildum sýna að við værum sjálfstæð þjóð sem mætti sín nokkurs á menningarsviðinu.“ Sjálfsmynd og stolt „Þegar spurt er hvort við höfum yfirleitt efni á að halda úti sinfóníuhljómsveit og reka leikhús, þá spyr ég á móti: Höfum við efni á að eiga ekki þessar menningarstofnanir? Til eru ákveðin gildi sem gefa okkur vitund um hver við erum og hvers við erum megnug. Það versta sem við gerðum í stöðunni núna væri að skera niður á vettvangi menningarinnar, Við þurfum umfram allt að nýta þau gæði og þá möguleika sem við eigum og gera það besta úr stöðunni í öllu tilliti. Það gleymist líka oft að listir og menning eru ekki aðeins verulega atvinnuskapandi, heldur eru margfeldisáhrifin einnig umtalsverð.“ Það liggur beint við að spyrja Tinnu hvað næstu fimm ár beri í skauti sér og að hvaða leyti þau verði frábrugðin þeim fimm árum sem hún á nú að baki í Þjóðleikhúsinu. „Það er náttúrlega framundan eins og alltaf að standa að öflugu listrænu starfi. Ég mun ekki víkja af þeirri braut sem ég hef markað í þeim efnum. Við stofnuðum í ársbyrjun 2008 sérstakan höfundasjóð í samvinnu við ut- anaðkomandi aðila, leikritunarsjóðinn Prolo- gos. Höfundar geta sótt í hann á grundvelli hugmynda og fengið styrk til að koma þeim hugmyndum í handritsform. Þegar hefur verið úthlutað úr þessum sjóði þrisvar sinnum, níu höfundar fengið styrk og nokkur leik- smiðjuverkefni líka. Ég geri mér vonir um að þarna séum við að vinna grasrótarstarf sem komi leikritun á Íslandi til góða þegar fram í sækir. Strax á þessu leikári styrkir Prologos tvö leiksmiðjuverkefni á fjölunum hjá okkur og til framtíðar geri ég mér vonir um að verk sem orðið hafa til fyrir tilstilli þessa höfundasjóðs skili sér í á næstu leikárum upp á leiksviðið. Einnig er starf í þágu barna og ungmenna sá þáttur í starfseminni sem við höfum verið að efla og styrkja til muna. Við erum nú með sér- stakt barnasvið, Kúluna og þar er nú öflug starfsemi. Við höfum einnig lagt mikla áherslu á starf í þágu ungmenna, með sýningum í fram- haldsskólum á landsbyggðinni, auk þess sem við höfum lagt áherslu á ýmiskonar fræðslu- starf og samstarfsverkefni við landsbyggðina í þágu þessa aldurshóps.“ Erfiðar ákvarðanir - Það er þó líka ljóst að kröfur um niðurskurð og sparnað í ríkisrekstri koma nú fram með meiri þunga en áður og þar er allt undir, líka Þjóðleikhúsið. „Við höfum nýlega staðið að hagræðingu inn- an húss, en hún fólst meðal annars í því að leggja niður Smíðaverkstæðið, sem var eitt af okkar leiksviðum. Það er auðvitað missir að því sem leiksviði en fyrir vikið verður það nýtt til að bæta starfsaðstöðuna baksviðs. Það hefur þannig verið gert að verkstæði fyrir hin sviðin og fyrir vikið getum við unnið meira inni í hús- inu og endurnýtt hluti meira. Ég geri ráð fyrir það að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir eins og aðrir forstöðumenn rík- isstofnana og ég er undir það búin. Ég mun þó leita allra leiða til að standa vörð um það öfluga listastarf sem hér fer fram. Það er mín fyrsta og síðasta skylda.“ Lítill hreyfanleiki Leikmanni verður fljótlega ljóst þegar litið er yfir leikhúslíf Íslendinga að það virðist lítill hreyfanleiki á milli leikhúsa og þegar menn flytja sig úr einu leikhúsi í annað er það oft talin stórtíðindi og iðulega lagt út á versta veg. Tinna segist líta svo á að íslenskur leik- húsheimur eigi að vera eitt starfssvæði. „Aðalatriðið er að geta mannað hverja sýn- ingu með rétta fólkinu, þótt hvert hús þurfi auðvitað að hafa sterkan kjarna sem hægt sé að styðjast við. Mér finnst ekki að fólk eigi að vera svo skuldbundið tiltekinni stofnun að varði við trúnaðarbrest að leika annars staðar. Ég mun reyna að beita mér fyrir því að auka samskipti milli leikhúsa og auka hreyfanleika leikara milli þeirra, enda held ég að það sé allra hagur; menn geta verið í samvinnu þó þeir séu í samkeppni. Leikstjórar vinna hjá báðum stofn- unum og leikmyndateiknarar og fleiri, og ég fagna alltaf sýningu sem heppnast hvar sem hún er. Ég fagna velgengni leiklistarinnar í landinu og þá allt eins góðri aðsókn í Borg- arleikshúsið og Þjóðleikhúsið. Því fleiri sem koma í leikhúsið og njóta þeirrar upplifunar, því líklegri eru þeir til að koma aftur og sjá fleira. Þannig njóta allir góðs af og margfeldis- áhrifin aukast.“ Fullt af spennandi verkefnum Tinna segist bjartsýn þegar hún lítur til verk- efnanna sem framundan eru, en þegar hún er innt eftir því hvernig henni hafi litist á framtíð- ina eftir fyrstu ár sín í stóli Þjóðleikhússtjóra segir hún: „Það var í mörgum skilningi mikil áskorun fyrir mig að setjast í stól þjóðleik- hússtjóra á sínum tíma. Verkefnin sem við mér blöstu voru að auki bæði stór og margháttuð. Þetta horfir allt öðru vísi við mér í dag, ég veit út á hvað það gengur að vera Þjóðleikhússtjóri, ég veit að hverju ég geng og tel mig hafa þekk- inguna til að geta gegnt þessari stöðu. Ég geri mér vonir um að geta einbeitt mér meir að inni- haldinu á næstu árum og það er spennandi. Það er áhugi á leiklist í samfélaginu og almennur menningaráhugi og það sem við erum að bjóða upp á mælist vel fyrir. Íslendingar eru skiljanlega kvíðnir í dag, enda ástandið í samfélaginu mjög erfitt í mörgu tilliti, en fyrir hönd leikhússins þá kvíði ég ekki næstu fimm árum, ég hlakka til.“ Listir og menning eru ekki aðeins verulega atvinnuskapandi, heldur eru margfeldisáhrifin einnig umtalsverð. ust þeir reiðir við þessari ljósmyndaröð sem Frank tók á þremur ferðum þvert yfir Banda- ríkin á árunum 1955 og ’56, styrktur af Gug- genheim-sjóðnum. Evrópskir útgefendur skildu hinsvegar strax hvað Frank var með í höndunum þegar hann sýndi þeim fullhannað verkið, sannkallað tímamótaverk, og þegar bókin kom út austan Atlantshafs og fékk frá- bærar viðtökur gátu bandarískir útgefendur ekki haldið að sér höndum; Bandaríkjamenn fengu vantrúaðir að skoða þetta portrett sem hógværi Svisslendingurinn brá upp af amer- íska draumnum. Mörgum þótti sem þessi sýn vekti þá upp af draumsvefninum. Fánar, glymskrattar og malbik Robert Frank sýnir í þessu klassíska verki hvernig hann skynjaði nýtt heimaland sitt, en hann hafði flutt til landsins nokkrum árum áð- ur og unnið við allrahanda ljósmyndun um skeið. Sýn hans er gagnrýnin en frjó, leitandi og frumleg. Hann styðst við nálgun eldri meistara götuljósmyndunar, á borð við Wal- ker Evans og Cartier-Bresson, en myndir Franks eru að mörgu leyti gildishlaðnari og gagnrýnni. Á kápumynd bókarinnar sést fólk í sporvagni í New Orleans, hvítt fólk í fremri hlutanum en hörundsdökkt aftar; hvít kona er þóttafull á svip en svartur maður virðist við að bresta í grát. Við sjáum bandaríska fánann blakta og fela höfuð fólks, horfum yfir dap- urlegan námubæ í Montana, sjáum svarta konu halda á snjóhvítu barni í Suður- Karolínu, þarna eru lík undir ábreiðu við þjóð- veg, jarðarfarir, barir, sjoppur, endalaust malbik og fjöldinn allur af glymskröttum sem fólk raðar sér í kringum. Þetta eru grófkorna myndir og dökkar, oft hallast ramminn og myndefnið virðist vera að renna út úr honum; sumir eru reiðir á svipinn, aðrir stara dauðum augum út í bláinn. Hvar er vonin, bjartsýnin? spurðu þeir sem gagnrýndu verkið. Gagnrýnandinn Holland Cotter fjallar ít- arlega um sýninguna í Metropolitan-safninu í The New York Times. Hann segir að mynd- unum í bókinni hafi á sínum tíma verið hafnað vegna svartsýninnar sem þótti einkenna þær en nú sé myndröðin upphafin vegna pólitísks skýrleika. „Í bókinni birtist hjartasorg, reiði, ótti, einmanaleiki og einstaka sinnum gleði í bruggi sem hefur breytt um bragð með tím- anum en er enn máttugt sem fyrr,“ skrifar Cotter. Hann bætir við að þrátt fyrir að Frank hafi ekki þekkt enska tungu full- komlega þegar hann fór þessar ferðir hafi hann engu að síður skilið algjörlega það sem hann sá og sagt Bandaríkjamönnum, á hátt sem þeir gátu ekki sjálfir, sannleikann um Bandaríkin. Yrði betur tekið í dag Eftir að The Americans kom út og sló í gegn og Robert Frank varð ein helsta hetja ljós- myndara sagði hann skilið við götuljósmynd- unina. Það hefur verið saga þessa merka lista- manns; hann lýkur við verkefni og heldur síðan áfram, kannar ný lönd. Hann hefur á síðustu fimmtíu árum meðal annars verið meðal frumkvöðla í heimildamyndagerð og unnið á merkilegan hátt með samspil ljós- mynda og texta. Tíma sínum hefur Frank skipt milli Nova Scotia í Kanada og New York, en fyrir 15 árum bauð hann mér í heim- sókn í borginni; þá var hann sjötugur og verið að opna stærðar yfirlitssýning á verkum hans í Þjóðlistasafninu í Washington. „Víst hjálpaði að hafa vissan ferskleika, ég hafði verið í landinu í svo skamman tíma og allt var nýstárlegt; að vera með bíl, að ferðast svona um og koma á alla þessa staði. Að hitta fólk, eins og til dæmis í suðrinu … Og þetta er ennþá stórt land, visst frelsi til að halda af stað, til að ferðast,“ sagði Frank þegar ég spurði hann út í sjónarhorn útlendingsins í The Americans. Hann bætti síðan við: „Kannski yrði mér þó tekið betur í dag; ég held að fólk hér hafi verið sérstaklega tor- tryggið gagnvart útlendingum á sjötta ára- tugnum.“ Frank segir það hafa með komu sína til Bandaríkjanna að gera að hann náði að þroska persónulega og listræna sýn í ljós- myndum. „Hér var frelsi til að gera það sem ég vildi. Ég mátti til að komast undan áhrif- unum heima; fjölskyldunni og Sviss. Smæð Sviss var þrúgandi, það er land sem hægt er að aka yfir á einum degi.“ Og þegar ég spurði Frank um ástæðuna fyrir því að hann sagði skilið við þessa aðferð, þennan stíl, svaraði hann: „Fólk fór að sýna eða senda mér ljósmyndir sem litu út eins og myndirnar mínar. Þá skildi ég að þetta þýddi ekki lengur. Ég vildi taka næsta skref.“ Hann gekk því frá fullmótuðu verki, röð 83 ljósmynda sem er eitt merkilegasta verk ljós- myndunar á 20. öld, og skapaði nýja heima. Þarna eru lík undir ábreiðu við þjóðveg, jarðarfarir, barir, sjoppur, endalaust mal- bik og fjöldinn allur af glymskröttum sem fólk raðar sér í kringum. Þetta eru grófkorna myndir og dökkar, oft hallast ramminn og myndefnið virðist vera að renna út úr honum. Skrúðganga Í Hoboken í New Jersey, 1955. Upphafsmynd bókarinnar og gefur tóninn. Kápan Mismunandi útgáfur hafa komið út af The Ameri- cans gegnum tíðina en á þeim fyrstu er mynd frá New Orleans af fólki í sporvagni. Uppröðun myndanna í bók- inni hefur haldið sér að mestu. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009 Lesbók 9 Ljósmyndir: ©Robert Frank, úr The Americans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.