Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 4
Á stralski leikstjórinn Bruce Beresford komst í heimspressuna í kringum 1980, fyrir nokkrar gæðamyndir þar sem Brea- ker Morant bar af öðrum. Hann var einn bakhjarla „Áströlsku nýbylgjunnar“, sem síðar mátti nefna „Áströlsku útrásina“, þar sem flestir leikstjórarnir (m.a. Fred Schepisi, Peter Weir og Roger Donaldson), héldu tafarlaust vestur um haf og juku enn á hróður sinn. Smám saman hefur vegur þeirra farið minnk- andi, t.d. hefur Beresford lítið gert minnisstætt síðan hann lauk við Paradise Road (1997). Ferill leikstjórans er annars einstaklega sveiflugjarn, frá toppmyndum á borð við Driving Miss Daisy og Tender Mercies, til afleitra verka sem hafa samstundis fallið í gleymsku og dá. En nú virðist Eyjólfur vera allur að braggast, nýja myndin hans, Mao’s Last Dancer, hefur fengið góða dóma og vann til verðlauna á Toronto-kvikmyndahátíð- inni fyrir skömmu. Að auki er Beresford með margar vænlegar myndir í gangi á ýmsum fram- leiðslustigum. Mao’s Last Dancer segir sanna sögu sem hefst innan bændafjölskyldu í kínversku þorpi undir miðri Menningarbyltingu formannsins. Þrír leik- arar túlka söguhetjuna, Li Cunxin (Huang Wen Bin á barnsaldri, Chengwu Guo afgreiðir táning- inn og Chi Cao túlkar hann á fullorðinsárunum), sem er valinn af kommúnistaflokknum til að þjálfa listdans við akademíuna í Beijing. Með tím- anum verður hann fær og þróttmikill dansari og verður einn af óskabörnum byltingarinnar. Kafla- skipti verða í lífi hans þegar Li Cunxin er boðið að kynnast framandi menningu í hinni fjarlægu Houston-borg í Texas. Þar ræður ríkjum Ben Stevenson (Bruce Greenway), sem er fljótur að koma auga á hæfileika hins unga, kínverska dans- ara. Li Cunxin gerir sér jafnframt ljóst að Banda- ríkin eru ekki það myrka og niðurnídda heims- veldi sem hann hafði numið af skólabókum í bernsku. Þrátt fyrir ugg í brjósti um afleiðingar þess fyrir fjölskyldu sína í Kína, ákveður dans- arinn að gerast pólitískur flóttamaður í Banda- ríkjunum, en kínverska ríkisstjórnin er ekki á sama máli. Kaldhæðnin í hinni óvenjulegu mynd um dans- arann er að pólitískur bakgrunnur hans verður Li Cunxin lyftistöng í hinum alþjóðlega ballettheimi. Mao’s Last Dancer segir sitt lítið af hverju. Ólíkt pólitískt andrúmsloft svífur yfir vötnunum í mynd um hvernig Li Cunxin hverfur frá fábrotnu lífi til KVIKMYNDIR SÆBJÖRN VALDIMARSSON Örlagasaga Li Cunxin sem er valinn af kommúnistaflokkn- um til að þjálfa listdans við akademíuna í Beij- ing, hverfur frá fá- brotnu lífi til frægðar. Óskabarn byltingarinnar Mao’s Last Dancer (2009) | Bruce Beresford É g er búinn að bíða svo lengi eftir þessari plötu að mig skortir orð til að byrja á þessari grein. Immortal er ein allra merkilegasta sveitin sem norska svart- þungarokkið hefur getið af sér en svanasöngur sveitarinnar, hin magnaða Sons of Northern Darkness, kom út árið 2002. Eftir þá plötu lýsti hinn mikli Abbath, leiðtogi sveitarinnar, því yf- ir að mál væri að linnti. Fyrir fullt og fast. Harmakvein mikið upphófst hjá svörnum fylg- ismönnum í kjölfarið, nema hvað, og frægð sveitarinnar og umtal um hana ágerðist með hverju árinu. Abbath og kátir kappar hans sneru síðan aftur sumarið 2007 sem nokkurs konar goðsagnir og meðlimir hylltir sem hálf- guðir á tónleikum, þó aðallega Abbath. Lykt af breiðskífu var farin að læðast um loft og kom All Shall Fall út í Evrópu í þessari viku en Bandaríkjamenn verða að bíða fram í þá næstu. Svartþungarokkið hefur í gegnum tíðina vakið meiri athygli fyrir lífstílslega fylgifiska ef svo mætti kalla; kirkjubrennur, ofbeldi og aðra óáran. Sem er raunverulega synd því að þegar best hefur tek- ist til hefur nýsköpun og framþró- un hvað þungt rokk varðar verið mest áberandi í þessu forminu og með nokkrum rökum mætti kalla til landa sveitarinnar í Emperor sem Bítla svartþungarokksins. En ef svo er, þá er Immortal þess Rolling Sto- nes. Abbath hefur nefnilega gætt þess í gegn- um tíðina að horfa ávallt spaugsamur í gegnum fingur sér með sig og sína tónlist, sem er merkilegt, því að fylgismenn tónlistarinnar horfa iðulega í gaupnir sér alvarlegir, er síst hlátur í hug, hvað þá ærslalegt sprell sem Abbath vippar stundum upp. En þetta er margslungnara en svo og það er það sem gerir þessa hljómsveit eins frábæra og raun er. Því að utan við fíflaganginn, fárán- lega málninguna og miðaldaaxir stendur ótrúleg tónlist. Abbath, sem syngur og leikur á gítar, fer engar venjulegar leiðir í laga- samningu; riffin eru hugvitsamleg og fara jafn- an í óvæntar áttir og bygging laganna er út- hugsuð þar sem á köflum er beitt nokkurs konar hringaðferð; lag er opnað og því lokað með sama stefi á áhrifaríkan hátt. Textarnir eru svo sérkapítuli út af fyrir sig, fjalla nánast allir um ímyndað konungsríki í norðri; þar sem stormar og fimbulkuldi ríkja, með ógurlegum hrímþursum og jötnum. All Shall Fall er rök- rétt framhald af síðustu plötu; kannski eilítið rokkaðri og trúlega eru það áhrif frá I, hlið- arbandi sem Abbath hinn ofvirki rekur. Ég get ekki nógsamlega mælt með þessari sveit. Segi bara að lokum: Heill þér Abbath! Og velkominn aftur. arnim@mbl.is Öflugir Liðsmenn Immortal bregða á leik!? PLÖTUR VIKUNNAR ARNAR EGGERT THORODDSEN Að eilífu, Immortal... All Shall Fall | Immortal MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009 4 Kvikmyndir B esta plata þarsíðasta árs var hæglega hin ótrúlega La- dy’s Bridge með Shef- fieldbúanum Richard Hawley. Plat- an fór næstum algerlega undir radarinn hjá spekúlöntum en gam- aldags rokkið þar, undir miklum áhrifum frá Presley og Orbison, var svo gott sem full- komið í allri út- færslu. Maður sat hljóður undir snilld- inni, öldungis gátt- aður eftir allan þenna tíma á hinum ótrúlega mætti sem góð tónlist getur búið yfir. Truelove’s Gutter er sjötta plata Hawley og hans myrk- asta til þessa en hann hefur sagt í viðtölum að platan sé innblásin af erfðiðleikum í eigin lífi og annarra. Eins og með allar plötur Hawley til þessa, fyrir utan þá fyrstu sem hét einfaldlega eftir höfundinum, er platan nefnd eftir kenni- leiti í heimabænum Sheffield. Gæðin hér eru síst minni en á síðasta verki; platan er þó lág- stemmdari og ber- strípaðri en gengur jafn vel upp í alla staði. Þessi drengur er bara einfaldlega með þetta. Truelove’s Gutter | Richard Hawley Í næturhúmi Bossa nova andatrú POPPKLASSÍK ÁRNI MATTHÍASSON V inicius de Moraes, höfuðskáld bossa nova, vann með fjölda tónlistarmanna og þar á meðal gítarleikaranum snjalla Baden Powell. Nokkur aldursmunur var á þeim, de Moraes tæplega aldarfjórðungi eldri, og því merkilegt að þeir skyldu ná svo vel saman og sannast á þeirri skífu sem hér er nefnd til sögunnar. Samkvæmt sög- unni átti de Moraes upptökin að sam- starfinu, hafði heyrt til Baden Powell og hreifst af gítarleik hans. Svo vildi til þeg- ar þeir hittust að báðir höfðu þeir verið að velta fyrir sér bras- ilískum menningararfi og ekki síst can- domblé-trú sem er einskonar afrísk andatrú sem varð til í Brasilíu á sextándu öld. Þessa sér stað í tónlistinni sem þeir sömdu saman 1962 og kölluð afró sömbur. Svo mikið fjör var í sam- starfinu að 25 lög urðu til á þeim þrem mán- uðum sem Baden Powell hinn ungi bjó heima hjá de Moraes. Lagasafnið var svo lagt í salt um hríð en þremur árum síðar fundu þeir útgefanda og tóku svo upp úrval laganna í byrjun janúar 1964 sem lyktaði með breiðskífunni Os Afro-Sambas de Baden Powell e Vinicius de Moraes, en meðal þeirra sem koma við sögu er söngflokkurinn frábæri Quarteto Em Cy. Skömmu fyrir andlát sitt afneitaði Baden Po- well þessari skífu, enda gerðist hann kristinn með árunum og þótti víst illt að eiga það í ferils- skránni að hann skuli hafa daðrað við villutrú. Honum þótti hljómur á plötunni líka full frum- stæður, en upptökustjórinn, Guerra Peixe, lagði einmitt á herslu á að skífan hljómaði sem líkast því að hún væri hljóðrituð heima í stofu við frumstæðar aðstæður; fannst það passa best við músíkina og var líka heillaráð. Plötunni var bráðvel tekið, hún seldist mjög vel og fékk fína dóma, og segja má að hún hafi loks komið Baden Powell á kortið, gert hann að alþjóðlegri stjörnu, en hann fluttist í kjölfarið til Frakklands og bjó þar og í Þýskalandi. Os Afro- Sambas de Baden Powell e Vinicius de Moraes er líka stórmerkileg skífa, sannkallað meist- araverk, og í raun ólík flestu því sem gefið var út í Brasilíu á þeim tíma. Þeir sem áhuga hafa á að heyra þetta meist- araverk gæti sín á því að Baden Powell end- urgerði skífuna þremur áratugum síðar og sú útgáfa, þó skemmtileg sé, stendur upprunalegri útgáfu talsvert að baki. arnim@mbl.is É g sé að það hefur óvart orð- ið til ákveðið tema í þess- ari yfirferð minni. Dökkleitt og drungalegt (sjá umslög) og stemningin er slík í tónlistinni líka. Þetta er vel karllægur pakki líka, ég viðurkenni það. Alltént, hér höfum við í höndunum nýja hljóðversplötu frá gruggrokk- urunum í Alice in Chains, plata sem margir hafa beðið eftir í ofvæni. Arf- leifð Alice in Chains liggur í plötunni Dirt (1992) sem er eitt það almagnaðasta sem kom út úr grugginu og stendur með höfuðstólpum gruggsins eins og Nevermind, Badmotorfinger og (hóst …) Ten. Sveitin féll svo í hálfgert dá árið 1996 og árið 2002 dó söngv- arinn, Layne Staley, eftir ára- langa baráttu við eit- urlyfjafíkn. Nýr söngv- ari, William DuVall, slóst svo í hópinn ár- ið 2005 og með hon- um er höggvið nokk- urn veginn í sama grugguga knérunn- inn – fullum fjór- tán árum eftir síð- ustu plötu. Black Gives Way To Blue | Alice in Chains Sú besta snýr aftur? Tónlist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.