Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Blaðsíða 8
Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Á dögunum var Tinna Gunnlaugsdóttir skipuð Þjóðleikhússtjóri til næstu fimm ára, en hún hefur gegnt emb- ættinu frá ársbyrjun 2005. Upp- haflega sóttu tíu um stöðuna í sumar, en ein umsókn var dregin til baka og því þurfti ráðherra að gera upp á milli níu umsækjenda. Talsverð umræða varð um stöðu Þjóðleikhúss- ins er leið á umsóknarferlið, meðal annars um mat þjóðleikhúsráðs á umsækjendum, en einn- ig um stöðu Þjóðleikhússins eftir fimm ára stjórn Tinnu Gunnlaugsdóttur Aðspurð segir Tinna að það sé alltaf við því að búast að menn hafi skiptar skoðanir á stöðu Þjóðleikhússins, hvort heldur sem þær skoð- anir varða listræna stöðu þess, reksturinn eða húsið sjálft. „Hitt sé svo annað mál að menn verða að gæta sanngirni, en undanfarin misseri hefur umræðan því miður ekki alltaf verið á þeim nótum.“ Persónugerð umræða um leiklist „Embætti þjóðleikhússtjóra er og hefur frá upphafi verið umdeilt, það liggur kannski í hlut- arins eðli, en það hefur komið mér á óvart í hve ríkum mæli umræðan hefur verið persónugerð, auk þess sem það hefur komið fyrir að ýmislegt hefur verið rangfært, eða slegið upp á hæpnum forsendum. Meginatriðið að mínu viti er þó að hið neikvæða í umræðunni hefur verið í hróp- andi ósamræmi við þá velgengni sem Þjóðleik- húsið nýtur um þessar mundir. Á síðustu fimm árum hefur verið ráðist í mörg stór verkefni og þá fyrst og fremst end- urbætur á húsinu sjálfu, en ástand þess var orð- ið afar slæmt. Reksturinn hefur líka verið end- urskipulagður og með samstilltu átaki innanhúss og góðum stuðningi frá ráðuneyti og ríkisstjórn, hefur tekist að koma rekstrinum í jafnvægi. Á sama tíma hefur aðsóknin stórauk- ist og nemur sú aukning um 20% undanfarin þrjú ár. Starfið í haust fer líka mjög vel af stað, aðsókn er mjög góð og við höfum til að mynda fjórfaldað sölu áskriftarkorta frá síðasta ári. Listrænt séð stendur leikhúsið líka vel, hér starfa margir af okkar fremstu leikhús- listamönnum og verk þeirra hafa notið við- urkenningar eins og sýndi sig til dæmis á Grímuverðlaunahátíðinni í vor.“ Óvandaður uppsláttur Aðspurð um dæmi um rangfærslur nefnir Tinna uppslátt á forsíðu Fréttablaðsins frá því í sumar, þar sem fullyrt var að loka þyrfti Þjóð- leikhúsinu í tvö ár, þar sem það væri að hruni komið og stórhættulegt. „Þessi uppsláttur kom mér og starfsfólki leikhússins gjörsamlega í opna skjöldu enda var fullyrðingin úr lausu lofti gripin og byggð á úttekt á ástandi hússins frá árinu 2005. Hér höfðu menn staðið af sér Morgunblaðið/Kristinn Hlakka til næstu fimm ára Umræða um Þjóðleikhúsið hefur verið snörp í sumar og haust og aðallega beinst að Tinnu Gunnlaugsdóttur sem stýrt hefur húsinu síðast- liðin fimm ár og heldur um stjórnvölinn fimm ár til. Stjórinn Það hefur komið Tinnu Gunnlaugsdóttur á óvart í hve ríkum mæli umræða um leiklist er persónugerð. Á vegum úti US 285 í Nýju-Mexíkó, árið 1955. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is R obert Frank, svissneskur, hógvær, viðkunnanlegur, með þessa litlu myndavél sem hann lyftir og smell- ir af með annarri hendi, hann saug dapurlegt ljóð úr Ameríku og setti á filmu; hann tók sér stöðu með harmskáldum heimsins.“ Þarna lýsir bandaríska skáldið og rithöfundurinn Jack Kerouac vini sínum ljós- myndaranum Robert Frank, í formála einnar frægustu ljósmyndabókar liðinnar aldar, The Americans. Þess er nú minnst að hálf öld er liðin frá útgáfu hennar, meðal annars með stórri sýningu sem var opnuð um liðna helgi í The Metropolitan Museum í New York. Byltingarverk, segja margir, bók sem er án efa ein sú allra mikilvægasta í sögu ljós- myndamiðilsins. Bók sem umbylti ljósmyndun og hefur haft ómæld áhrif á það hvernig menn hafa síðan beitt þessu skráningartæki, ljós- myndavélinni, og líka kvikmyndavélinni. Kerouac segir Frank harmskáld, ljósmynd- arann sem var 35 ára gamall þegar bókin kom út. The Americans átti ekki að koma út í Bandaríkjunum, enginn þarlendur útgefandi hafði minnsta áhuga á verkinu, heldur brugð- „Saug dapurlegt ljóð úr Ameríku“ Morgunblaðið/Einar Falur Robert Frank í vinnustofunni „Hér var frelsi til að gera það sem ég vildi,“ sagði Svisslendingurinn um Bandaríkin. „Tók sér stöðu með harmskáldum heimsins.“ Þannig lýsir skáldið Jack Kerouac hinni frægu ljósmyndas- vítu Roberts Franks, The Americans. Fimmtíu ár eru liðin síðan þessi rómaða en umdeilda bók kom út. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009 8 LesbókLEIKHÚS LJÓSMYNDUN

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.