Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.2009, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009
2 LesbókSKOÐANIR
Í
góðri upprifjun RÚV og Morgunblaðsins um
hrunið síðustu vikuna situr eftir sú hugsun að
lykilmenn í stjórnmálum og atvinnulífinu hafi
komist upp með að halda sannleikanum frá al-
menningi með útúrsnúningum eða spunatali af
ýmsu tagi. Dæmin eru ótal mörg. Það er því sorg-
legt að sjá að margir virðast lítið hafa lært og enn
sem fyrr reyna menn að koma sér undan því að
svara spurningum fréttamanna á hreinskilinn hátt
þótt hagsmunir almennings séu í húfi. Þetta sést
t.d. vel í Icesave-málinu og í þeim sem lúta að
ágreiningi innan stjórnarinnar um virkjana- og
stóriðjumál.
Ögmundur Jónasson er að hluta til undantekn-
ingin. Í Kastljósviðtali sl. miðvikudagskvöld sagði
hann berum orðum að hann hefði viljað fella Ice-
save-samninginn strax í sumar. Þó kom þetta ekki fram fyrr en gengið var á hann því fyrr í
viðtalinu mátti skilja á honum að ástæður afsagnar hans væru þær að honum væri í mun að
tryggja lýðræði og þingræði og að hann fyndi fyrir miklum samhug og samstöðu á Íslandi.
En þegar hann var beðinn um að upplýsa þjóðina um hvaða atriði í kröfum Breta og Hol-
lendinga hann felldi sig ekki við kom hann sér undan því að svara en sagði atriðin þó fleiri
en tvö. stefosk@hi.is
Lesbók Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, útgefandi Árvakur hf., netfang menning@mbl.is, auglýsingar sími 5691111, netfang augl@mbl.is, prentun Landsprent.
S
tefán V. Jónsson frá Möðrudal á Fjöll-
um kallaði sig Stórval og var einn
hinna litríku borgarbúa eftir að hann
flutti á mölina. Hann fór þá fljótlega
að sýna málverk sín opinberlega og frægt er
þegar mynd hans af stóðhesti að sinna meri í
látum hneykslaði borgarana árið 1959.
Stórval leyndi því ekki að hann var ánægð-
ur með sína list, hrútana, hrossin og Herðu-
breið, myndefni sem hann sótti í aftur og aft-
ur, og margar sögur eru til af því hvernig
hann beitti öðrum mælikvörðum á listaverk
en gagnrýnendur. Honum þótti ekki verra að
ná að mála hraðar og skapa fleiri verk en
kollegarnir; hann hlyti að vera betri málari
en þeir fyrir vikið.
Stórval varð vinsæll og tíminn hefur leitt í
ljós að hann var líka merkilegur listamaður,
einfari sem þróaði persónulegan stíl og heim
sem fólk hrífst af bæði hér heima og erlendis.
Eitt sinn kom blaðamaður heim til Stefáns
við Grettisgötuna, með erlendum ljósmynd-
ara sem vildi kaupa myndir. Stefán var
ánægður með það og dró fram þau verk sem
hann átti til, allt fínar fjallamyndir. Samn-
ingar náðust um nokkur verk en þá rak ljós-
myndarinn augun í stórt málverk af rauðum
hesti bak við hurð. Nei, Stefán vildi ekki selja
það. Þetta var hann Frosti og hann var því-
líkur gæðingur að það væri hreinlega ekki
hægt að selja hann.
Hann bauðst samt til að mála aðra mynd af
Frosta, nákvæmlega jafn stóra. Hún var
tilbúin daginn eftir. efi@mbl.is
Stórval og Frosti
Lífskúnstnerinn Stefán frá Möðrudal var ánægður með
hrossin sín og ekki til í að láta þau frá sér, nema þá afrit
U
m miðja síðustu viku sagði Jóhanna
Sigurðardóttir í fjölmiðlum að hún
byggist við að niðurstaða í Icesave-
málinu fengist fyrir helgi. Helgin leið
en ekkert bólaði á niðurstöðunni. Hvað olli töf-
inni? Hér stóðu fjölmiðlar ekki vaktina.
Ég undraði mig á því strax á mánudaginn
hvers vegna fréttamenn hefðu ekki reynt að ná
tali af Ögmundi Jónassyni, Liljunum tveimur
og öðrum úr þingflokki VG til að spyrjast fyrir
um afstöðu þeirra til gagntilboðs Breta og
Hollendinga. Fyrr í sumar reyndust þau treg
til að samþykkja samninginn þrátt fyrir að
trúnaðarmenn formanns VG hefðu staðið að
samningagerðinni og hann sjálfur kvittað upp
á hana. Að auki sagði Steingrímur J. Sigfússon
strax í júní að sitt pólitíska líf væri í húfi ef
samningurinn yrði ekki samþykktur.
Ögmundur sinnti þó ekki ákalli formannsins
en myndaði þess í stað bandalag við stjórn-
arandstöðuna og fékk því framgegnt að ít-
arlegir fyrirvarar voru settir við ríkisábyrgð-
ina sem Bretar og Hollendingar kröfðust að
lægi fyrir áður en samningurinn yrði end-
anlega samþykktur. Um tíma var ekki útséð
um að Jóhanna og Steingrímur myndu fallast á
slíka fyrirvara en í ljósi þess að þau höfðu ekki
meirihluta í málinu urðu þau að gefa eftir.
Þeirra beið svo það erfiða hlutskipti að fá hina
raunverulegu viðsemjendur til að fallast á
þessi málalok sem smám saman kom í ljós að
þeir gerðu ekki nema að hluta.
Fyrir fréttamenn sem segja sögu líðandi
stundar voru í málinu margir áhugaverðir
þræðir sem vert var að fylgja eftir. Það er t.d.
nokkuð augljóst að ríkisstjórn sem ekki hefur
meirihluta á þingi í málum sem hún telur mjög
brýn á ekki langa framtíð fyrir sér. Brestirnir
komu svo í ljós á miðvikudaginn þegar Ög-
mundur sagði af sér sem heilbrigðisráðherra
og gaf þá ástæðu að hann gæti ekki fellt sig við
þá kvöð að ráðherrar í ríkisstjórn yrðu að vera
samstiga. „Einradda kór“ kallaði hann slíkt
vinnulag sem þó hefur verið meginreglan í
samstarfi samsteypustjórna. Sama dag hafði
verið haft eftir forsætisráðherra á forsíðu
Fréttablaðsins að stjórnin væri fallin ef ekki
næðist samstaða um Icesave-málið.
Nú tóku fjölmiðlar loks við sér. Gengið var á
Ögmund og hann spurður hvort hann styddi
ríkisstjórnina. Já, var svarið; en bara þegar
samviska hans býður honum. Í viðtölum í
Speglinum og í Kastljósi sama kvöld lýsti hann
sýn sinni á hvernig vinnubrögð hann vildi við-
hafa í ríkisstjórnarsamstarfinu. Lýsingin
minnti á ósk eiginmanns um opið hjónaband
sem segir að þótt hann elski konuna sína þurfi
hann jafnframt frelsi til að eiga í sambandi við
aðrar.
Morguninn eftir var helsta frétt RÚV að
stjórnarsamstarfið héldi áfram enda mikill
einhugur í þingflokki VG um það. Svar Stein-
gríms var spilað þar sem þetta kom fram en
líka annað sem virtist fara framhjá spyrlinum.
Nefnilega það að enn var ágreiningur í þing-
flokknum um lyktir málsins. Þetta kom glögg-
lega fram þegar Steingrímur var spurður um
hvort hann hefði stuðning þingflokksins en þá
svaraði hann að samstaða væri um að „reyna“
að ná samkomulagi um Icesave-málið. Orðið
„reyna“ er lykilorð hér. Í því felst vilji til að
halda málinu gangandi en engin yfirlýsing um
að niðurstaða sé í höfn. Niðurstaða var hins
vegar það sem Jóhanna fór fram á þegar hún
sagði þolinmæði sína á þrotum. Ekki verður
annað sagt en málið minni á lokadaga rík-
isstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Samfylking-
arinnar þegar Samfylkingin setti Sjálfstæð-
isflokknum ýmis skilyrði sem hann gat ekki
gengið að. Þá sem nú þraut þolinmæði Sam-
fylkingarinnar. stefosk@hi.is
Opið hjónaband
Morgunblaðið/Golli
Spurt og svarað „Það er til dæmis nokkuð augljóst að ríkisstjórn sem ekki hefur meirihluta á þingi í málum sem hún telur mjög brýn á ekki langa framtíð fyrir sér.“
FJÖLMIÐLAR
STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR
Vandræði ríkisstjórn-
arinnar minna óneitanlega
á lokadaga ríkisstjórnar
Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingarinnar.
ÞETTA HELST
Ögmundur Jónasson Svarar fjölmiðlum.
Aftur og nýbúin
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Stórval og gæðingurinn Stefán frá Möðrudal með einn reiðhesta sinna á ritstjórn Morgunblaðsins við Að-
alstræti. Myndin var tekin árið 1979 þegar Stefán bankaði uppá til að kynna væntanlega sýningu.
Úr myndasafni Morgunblaðsins